Morgunblaðið - 21.02.2009, Síða 52

Morgunblaðið - 21.02.2009, Síða 52
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 52. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SKOÐANIR» Staksteinar: Endurnýjun Fram- sóknar Forystugreinar: Meðvitund í matinn Ofbeldi í skólum Pistill: Förum vinsælu leiðina Ljósvaki: Hetja á skjánum Við stækkum í svefni Fjalar fer á taugum Ævintýraheimur í Þjóðminjasafninu BÖRN» 3  +4'$ . '* + 567789: $;<97:=>$?@=5 A8=858567789: 5B=$A'A9C=8 =69$A'A9C=8 $D=$A'A9C=8 $2:$$=#'E98=A: F8?8=$A;'F<= $59 <298 -<G87><=>:,2:G$A:?;826>'H9B=> !I "I"  I"!" I "I I I" !I! > )  )''"#' .J'" !I "I  I" I !I I I" !I I! - A 1 $ I" !I  I! I !I I" I" I Heitast 8 °C | Kaldast 2 °C Rigning eða súld með köflum, snýst í vestan hvassviðri eða storm vestan til með éljum og kólnandi. »10 Árni Matthíasson fjallar um þær breytingar sem Facebook ætlaði að gera varðandi höf- undarrétt. »45 TÆKNI» Stóri og litli bróðir TÓNLIST» Dúndurfréttir spila The Wall í Færeyjum. »44 Ragnar Ísleifur Bragason fagnar 32 ára afmælinu sínu í dag, og um leið út- gáfu sinnar fyrstu ljóðabókar. »48 LJÓÐLIST» Útgáfa og afmæli FÓLK» Angelina Jolie verður með dýrt hálsmen. »47 FÓLK» Paris Hilton er afbrýði- söm. »49 Menning VEÐUR» 1. DV: Eitrað fyrir Árna Johnsen 2. Ungu fólki stefnt á „bjórkvöld“ 3. Mynd af Rihönnu birt á netinu 4. Ráðist með grjóti á 16 ára pilt  Íslenska krónan veiktist um 0,08% »MEST LESIÐ Á mbl.is Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „ÁSVALLALAUG verður því miður minnisvarði um gegndarlausa eyðslu og fjármálaóstjórn meirihluta Samfylkingarinnar í Hafnarfirði,“ seg- ir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði, um kostnaðinn við bygg- ingu nýrrar sundlaugar í Hafnarfirði, Ásvalla- laugar. Áætlaður kostnaður við byggingu sundlaugar- innar var tæplega tveir milljarðar króna. Ljóst er að kostnaðurinn við byggingu sund- laugarinnar hefur hækkað mikið vegna gengis- falls krónunnar en Hafnarfjarðarbær fjármagn- aði framkvæmdir síðasta árs, upp á 6,7 milljarða króna, með erlendum lánum sem við lántöku voru um 5,5 milljarðar. Meðal annars var lán í erlendri mynt upp á 3,5 milljarða tekið á vormánuðum í fyrra. Frá þeim tíma hefur gengi krónunnar hrunið. Gengisvísital- an hefur þó styrkst um 13 prósent á þessu ári eft- ir að gjaldeyrishöftum var komið á til að hindra algjört hrun krónunnar í kjölfar bankahrunsins. Kostnaður við laugina nú er áætlaður 3 til 3,5 milljarðar króna, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, en lokauppgjör vegna byggingarinnar hefur þó ekki verið birt enn. Rekstrarkostnaður sundlaugarinnar er áætlað- ur um 257 milljónir króna á þessu ári. „Það er með ólíkindum að hér hafi þurft að reisa eina fullkomnustu og líklega dýrustu sund- laug í Evrópu. Í árferði eins og nú er þessi kostn- aður auðvitað grátlegur,“ segir Rósa. Minnisvarði óráðsíu?  Oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði segir nýja sundlaug í bænum vera með þeim dýrari í Evrópu  Gengisfall krónunnar hefur slæm áhrif á fjárhag Morgunblaðið/Valdís Thor Buslað Börnin kunna vel að meta Ásvallalaug. Í HNOTSKURN » Hafnarfjarðarbær hefur fundið vel fyr-ir gengisfalli krónunnar vegna mikilla erlendra lána sem bærinn tók til að fjár- magna framkvæmdir. » Þrátt fyrir erfiðleika í rekstri gerirbærinn ráð fyrir litlum sem engum halla á þessu ári. » Endurskil á lóðum á haustmánuðum ífyrra komu illa við bæinn. NÚ þegar matvælaverð hefur hækkað mikið á örfáum mánuðum er mikilvægt að vera á vaktinni gagnvart góðum tilboðum. Á mið- vikudögum eru t.d. brauðdagar í bakaríinu Korninu, Hjallabrekku 2 í Kópavogi, þar sem öll brauð eru á 219 krónur. Alla daga vikunnar eru líka tilboð í fiskborðum flestra verslana. Fiskbúðin Hafberg í Gnoðarvogi stendur sig vel, býður á hverjum degi einhvern fiskrétt á 990 kr/kg í stað 1.390 kr/kg. Þar er t.d. hægt að fá algjörlega ómót- stæðilegan plokkfisk – stundum á þessu góða tilboðsverði – allt eftir því hvaða hráefni er á góðum kjör- um hverju sinni. Á hverjum fimmtudegi eru birt hér í Morgunblaðinu helgartilboð nokkurra verslana sem er vel þess virði að sökkva sér ofan í áður en helgarinnkaupin eru gerð. Á slóð- inni www.gsmbensin.is er svo hægt að sjá hvar ódýrasta bensínið í bæn- um er hverju sinni. Auratal Tilboðin Flestar fiskbúðir eru með tilboð alla daga á ýmsum réttum. ÞAÐ var engu líkara en að svanir Tjarnarinnar hefðu ákveðið að halda ættarmót þar sem þeir hóp- uðust saman í eina hrúgu við göngubrúna að Ráðhúsinu. Ástæðan reyndist vera stærð- arinnar brauðpoki sem kona ein á bakkanum tíndi upp úr og hafði þetta aðdráttarafl fyrir álftirnar. Morgunblaðið/Ómar Svanamót við Tjarnarbakkann Skoðanir fólksins ’Hvalir tilheyra villtum spendýrumog eiga hér aðeins viðdvöl stuttantíma ár hvert. Með veiðinni hér er þvíverið að hafa óbein áhrif á möguleikaannarra þjóða til að njóta þessara villtu dýra hafsins í hvalaskoð- unarferðum. » 28 INGIVEIG GUNNARSDÓTTIR ’Því hefur verið haldið fram aðráðstefnurnar sem vonast er eftirað haldnar verði í húsinu muni koma íveg fyrir að tónlistin komist þar að.Þetta er vænisjúkt kjaftæði. » 28 PÉTUR GRÉTARSSON ’Ég er ósammála Karli Steinari umað ríkisstjórn Íslands eigi aðleggja fram aukið fé til rannsóknar ogþróunar á fiskeldi. Það hefur hún þeg-ar gert svo nemur mörgum milljörðum króna seinustu tvo áratugi eða lengur og dæmið hefur aldrei gengið upp. Nú er komið að því að einkaaðilar sem trúa á þessa framtíð leggi sjálfir fram áhættufé. » 29 ORRI VIGFÚSSON ’Skólayfirvöld og foreldrar getameð markvissum hætti samein-ast um að byggja upp viðeigandifræðslukerfi. Það má síðan nota til aðkenna börnum að bera kennsl á við- vörunarmerki svo þau eigi betra með að varast einstaklinga sem hafa í huga að skaða þau. » 29 KOLBRÚN BALDURSDÓTTIR ’Þingræðið eins og það hefurþróast yfir í ráðherraræði hefurgert mörg ákvæði stjórnarskrárinnarnánast óvirk er lúta að eftirliti löggjaf-arvaldsins með framkvæmdavaldinu. » 30 MAGNÚS INGI ERLINGSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.