Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 12
12 Fermingar Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is V ið vorum allar að fermast vin- konurnar og skiptum á milli okkar fermingardögunum til að geta boðið hver annarri í veisl- una. Þegar kom að fermingar- fræðslunni var hún dálítið öðruvísi hjá okkur í Fríkirkjunni en í Dómkirkjunni. Okkur voru alltaf settir fyrir sálmar og annað til að læra heima og síðan valdi presturinn, séra Árni Sigurðsson, ein- hvern einn úr hópnum af handahófi til að taka upp svo maður fór alltaf með maga- pínu til prestsins. Þess vegna öfunduðum við krakkana í Dómkirkjunni hjá séra Bjarna sem tók allan hópinn upp í einu. Ég man líka að það var mikil magapína hjá okkur að fermast því einn og einn var látinn koma upp að altarinu í einu. Líkt og nú áttum við að mæta í messur fyrir ferm- inguna og ég man að á sunnudegi rétt fyr- ir fermingardaginn ákvað ég að hafa litla frænda minn með mér. Við settumst sem betur fer uppi en í miðri messu hafði hann hent snuðinu sínu og það lent á altarinu svo þar með varð ljóst að hann fengi ekki að koma með á sjálfan fermingardaginn,“ segir Erla og hlær að endurminningunni. Boðið til kaffisamsætis Á þessum árum þurftu fermingarstúlk- urnar að vera í hvítum kjólum og Erla segir það hafa verið ein vandræðin að finna efni til að láta sauma úr. Þá var mik- ið saumað úr krepi en afar lítið fékkst í búðunum og þegar mamma Erlu sá ferm- ingarkjól auglýstan til sölu uppi á Hring- braut fór hún þangað og keypti kjólinn. Dóttirin var hins vegar ekki jafn ánægð með kaupin og fannst kjóllinn vera eins og brúðarkjóll, hún lét sig þó hafa það að vera í honum en harðneitaði að láta taka af sér mynd í þessari múnderingu. Eftir ferminguna var öll fjölskyldan boðin til kaffisamsætis á heimili fjölskyldunnar á Öldugötu eins og þá tíðkaðist og Erla seg- ir að sér hafi fundist afar þvingandi að þurfa að vera í svona síðum hvítum kjól. „Ég man eftir að afa mínum, sem var kall- aður Eldeyjar-Hjalti, fannst ég voða fín í hvíta kjólnum og sagði við mig að passa að setja nú ekki bletti á kjólinn en ég komst náttúrlega ekki hjá því,“ segir Erla. Ekki ánægð með gallabuxurnar „Þá var venjan sú að nokkrum dögum síðar gekk maður til altaris og þá fékk ég að vera í venjulegum kjól sem var saum- aður á mig og yfir var ég í fermingar- kápunni. Skóna fékk ég hjá Lárusi G. Lúðvíkssyni í gegnum skólabróður minn, Axel, en það voru hvítir og rauðir botnar á mínum sem ég málaði hvíta. Annars vildi ég dags daglega bara vera í gallabuxum sem mömmu fannst ekki nógu gott og fór í verslunina Stellu þar sem voru til fal- legir morgunkjólar sem ég átti að vera í heima,“ segir Erla. Í fermingargjafir fékk Erla mikið af víravirki, armbönd, kross og annað frá Árna B. Björnssyni, verslun á horni Lækjargötu og Austurstræti. „Ég sá sjálfa mig fyrir mér í peysufötum og skilaði þessu flestu en síðan fékk maður líka svefnpoka, töskur og einhverja pen- inga,“ segir Erla. Hvíti kjóllinn var ekki vinsæll Myndarleg Erla neitaði að láta mynda sig í fermingarkjólnum. Erla Karlsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík og var fermd af séra Árna Sigurðs- syni í Fríkirkjunni hinn 11. apr- íl árið 1948. Á þessum árum þurfti skömmtunarmiða fyrir flestu, sama hvort það voru skór eða föt, sem setti sinn svip á daginn. Erla man vel eftir fermingardeginum og hvíta kjólnum sem hún harð- neitaði að láta mynda sig í. Fermingardagurinn er stór dagur í lífi barnsins og síðar meir er gaman að geta skoðað hverjir komu og glöddust með fermingarbarninu þennan dag. Falleg gestabók getur jafnvel verið hluti af fermingargjöf- inni og fremst geta foreldrarnir skrif- að skilaboð til fermingarbarnsins, ljóð eða heilræði. Síðan er hægt að gera enn meira úr gestabókinni með því að biðja gestina að skrifa stutt en persónu- leg skilaboð og jafnvel líma nokkrar myndir inn í bókina síðar meir. Skemmtileg gestabók Yngri börn eru stundum ekki mikið fyrir rjóma- og marsipantertur eins og gjarnan eru hafðar í ferming- arveislum. Þá getur verið sniðugt að hafa eitthvað pínu spennandi handa þeim að narta í, eins og bland í poka. Setjið eitthvað gott eins og hlaup, krítar og súkkulaðimola í litla plast- poka og setjið fallegan borða utan um. Einnig er hægt að setja lítið leik- fang með í pokann. Gott nammi í poka Glæsibæ - Sími: 553 7060 NÝ SENDING www.xena.is Fermingargjöfin í ár er Dúnsæng frá Dún og Fiður Laugavegi 87 • sími: 511-2004

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.