Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 37
Fermingar 37
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
Þ
að er langt síðan við fórum
að hugsa um daginn og höf-
um síðan verið að undirbúa
hann smám saman. Nú er
búið að kaupa fermingar-
fötin og verið að hugsa um greiðslu
og hvert eigi að fara í myndatöku. Við
ætlum að halda veisluna í sal sem við
pöntuðum með nærri árs fyrirvara, þó
ég hafi reyndar fengið salinn í gegn-
um félagsskap sem ég er í en það er
bæði ódýrara og þægilegra eigi mað-
ur kost á slíku. Aðeins fjölskyldunni
verður boðið en hún er stór, þannig
að gestirnir verða um 120,“ segir
Elín.
Hefðbundin matarveisla
Ákveðið var að halda mjög hefð-
bundna fermingarveislu og ætla þær
mæðgur sjálfar að útbúa matinn og
elda tvo kjötrétti og pabbi Karenar
ætlar að elda skötusel á spjóti fyrir
þá sem ekki borða kjöt. Á eftir verður
kaffi með marsipantertu og kransa-
köku sem móðir Elínar ætlar að
hjálpa til við að baka. Elín segist hafa
gaman af eldamennsku og það gangi
bara vel að elda mat fyrir svo marga
með góðu skipulagi. Karen Anna æfir
fimleika og því verður salurinn
skreyttur í slíku þema og myndasýn-
ing með myndum síðan hún var lítil
látin rúlla meðan á veislunni stendur.
Eltist ekki við öfgar
„Karen Anna stjórnar mikið til deg-
inum eins og þema og litum og tekur
þátt í undirbúningnum, meðal annars
með því að búa til boðskortin.
Hún hefur líka mikinn áhuga á að láta
mynda sig í fimleikabúningnum sem
væri skemmtilegt. Eins og við lítum á
þennan dag þá er hann ósköp hefðbund-
inn og óþarfi að eltast við svona öfgar
eins og maður heyrir um sums staðar að
brúnkumeðferð og tannhvíttun sé nauð-
synleg fyrir daginn. Nú er næsta skref
að kaupa servíettu og kerti, láta merkja
sálmabókina og síðan bíður Karen Anna
eftir því að sjá hvaða greiðslur verða
vinsælastar til að ákveða fermingar-
greiðsluna,“ segir Elín.
Gjafir með öðru sniði
Fermingarfræðslan hefur breyst tals-
vert síðastliðin ár líkt og í skólum þar
sem nú er kennd trúarbragðafræði
fremur en kristin fræði og eins segir El-
ín vita um marga sem sagt hafi sig úr
þjóðkirkjunni og ætli að fermast borg-
aralega en dóttir sín hafi verið mjög
ánægð með fermingarfræðsluna. Þegar
talið berst að fermingargjöfum segir El-
ín aðeins hafa komið til tals að gefa
dótturinni dvöl í tungumálaskóla en
annars haldi hún að gjafirnar verði með
dálítið öðru sniði en þær voru til dæmis
í fyrra. Sér finnist það í rauninni fínt
þar sem hún hafi heyrt um gjafir sem
komnar hafi verið út í öfgar.
Morgunblaðið/Ómar
Samvinna Mæðgurnar Elín og Karen Anna undirbúa fermingardaginn saman.
Hjálpast að við
undirbúning
Elín Snorradóttir er móðir Karenar Önnu Sævarsdótttur sem
fermist á pálmasunnudag þann 5. apríl í Lágafellskirkju. Eldri
dóttir Elínar fermdist árið 2001 og hefur hún því öðlast
nokkra reynslu í að skipuleggja daginn og veisluna.
Miki› úrval af
litlum og stórum
bakpokum
13.995 kr. 9.995 kr.
TILBO‹
HOTROCK
30 LÍTRA
SWALLOW 250
Kuldaflol: -8
fiyngd: 1,7 kg.
2 litir
9.995 kr. 7.995 kr.
TILBO‹ 8.995 kr.
TILBO‹
CASCATA
2 mann
m/fortjaldi
14.995 kr. 11.996 kr.
TILBO‹
FIESTA
2 mann
6.995 kr. 4.996 kr.
TILBO‹
HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA
ALPARNIR
Íslensku