Morgunblaðið - 06.03.2009, Síða 35

Morgunblaðið - 06.03.2009, Síða 35
Fermingar 35 Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Þ að eru um 275 börn sem fermast í Grafarvogssókn í ár. Síðastliðin 20 ár hafa því alls 4.149 börn fermst í Grafarvogssókn en sóknin á einmitt 20 ára afmæli um þessar mundir. Séra Vigfús Þór Árna- son, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, segir að það hafi ansi margt breyst á þess- um 20 árum. „Þegar við byrjuðum starfið var bara einn prestur hér. Þá voru rúmlega 3.000 manns í sókninni og þeim hefur fjölg- að um 100 sóknarbörn hvern einasta mán- uð í 19 ár þannig að þau eru að nálgast tutt- ugu þúsund. Núna erum við fjórir prestar sem störfum við sóknina og hver prestur tekur þrjá til fjóra bekki í ferming- arfræðslu. Ég kenni svo öllum bekkjum eitthvað svo þau finni glöggt að þetta er ein kirkja og ein sókn.“ Stór sókn Vigfús talar um að það sé mjög ánægju- legt að vera með svona stóra sókn. „Starfið verður óneitanlega mjög fjölþætt. Það sem er skemmtilegt við þessa sókn er að fjórir prestar fá að vinna saman. Þetta er því teymisvinna sem er einmitt svo vinsæl í dag,“ segir Vigfús og hlær. „Það eru mikil forréttindi að fá að vera í svona hópvinnu og starfa með öðrum prestum sem og öðru starfsfólki hér. En þótt það séu svona mörg börn að fermast í Grafarvogssókn þá fer fermingarfræðslan mjög svipað fram. Þetta er því bara eins og hjá öðrum nema fleiri bekkir, fleiri tímar og fleiri prestar en kennslan er sams konar. Hvert barn fer því í fræðslu með sínum bekkjarfélögum.“ Ekki gjafanna vegna Vigfús viðurkennir að honum finnist allt- af sem fermingarbörnin séu áfram ferm- ingarbörnin hans, þótt þetta sé jafnvel orð- ið gift fólk og komið á fimmtugsaldur. „Svo eru fermingarbörn í dag betur að sér um allt en þegar ég fermdist. Það gerir nátt- úrlega sjónvarpið, netið og öll fjölmiðlun. Að sama skapi eru þau miklu þroskaðri og þau kunna til að mynda ekki að meta þegar talað er um að þau fermist bara vegna gjaf- anna enda leggja þau mikla vinnu á sig. Fermingarfræðslan hefst í ágúst og stend- ur alveg fram í apríl. Þau fara til dæmis í Vatnaskóg í þrjá daga í námsferð og svo þurfa þau að taka lokapróf. Ef þau standa sig ekki þar fá þau aukatíma,“ segir Vigfús sem fermir fyrsta hópinn hinn 15. mars. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmenn sókn Hér má sjá hluta af þeim 275 börnum sem fermast í Grafarvogskirkju í ár ásamt prestum sóknarinnar. Sr. Vigfús Þór Árnason: „Svo eru ferm- ingarbörn í dag betur að sér um allt en þegar ég fermdist.“ Fróðleiksfús fermingarbörn Grafarvogssókn er tuttugu ára í ár en þar hafa 4.149 börn fermst undanfarin 20 ár. Séra Vigfúsi Þór Árnasyni finnst allt- af sem fermingarbörnin séu áfram fermingarbörnin hans, þótt þetta sé jafnvel orðið gift fólk og komið á fimmtugsaldur. É g get varla sagt að ég hafi verið mjög ánægð með ferming- armyndina mína en ég hef aldrei alveg gert mér grein fyrir hvort það hafi verið ljós- myndarinn, múnder- ingin eða þessi trega- fulli svipur sem ég þurfti að setja upp. Ég var nefnilega með teina á þessum tíma og ljós- myndarinn tók það ekki í mál að ég brosti, mátti ekki einu sinni hugsa um eitthvað skemmti- legt. Þannig að þarna er kominn hinn harmræni ung- lingur í sinni tærustu mynd sem ég var nú samt ekki því ég fékk aldrei unglingaveikina. Fyrir fermingardaginn fékk ég þetta fína fermingardress, treyju og mínípils í hvítu með svörtu lakkbelti við. Þvert yfir treyjuna stóð Japanese ocean sem þótti mjög smart. Síðan var ég með slaufu í hárinu en aðalmálið var að hafa toppinn túperaðan,“ segir Margrét. Mikill viðburður Haldin var matarveisla fyrir um 40 manns heima hjá Margréti og var mat- urinn pantaður en mamma hennar var kasólétt á þess- um tíma og lét þess vegna vera að baka fyrir gestina eins og hún gerði þegar hin systkinin fermdust. Gjaf- irnar, voru fermingarrúm og náttborð og fleira gagnlegt og gott en líka ljóðasafn með ljóðum Steins Steinars sem sló í gegn hjá Margréti. Hún lærði mörg ljóðanna utan að og þetta hefur líklega verið dýrmæt- asta gjöfin. Fermingarmyndin er ekki höfð uppi á vegg heldur í albúmi niðri í skúffu og stundum dregin fram þegar maður vill hlæja eða gráta eins og Mar- grét segir í léttum dúr. Margrét Sigurðardóttir söng- kona fermdist 12. apríl árið 1987, mitt í tísku níunda ára- tugarins. Hún segir daginn eftirminnilegan en ferming- armyndin fær ekki að hanga uppi á vegg. Harmrænt hamingjubros Tregafull Ljósmynd- arinn vildi helst ekki að Margrét brosti. Ógleymanlegur Margrét á góðar minningar frá ferm- ingardeginum. Pantaðu í síma5656000eða á www.somi.isFrí heimsending* FERSKT EINFALT& ÞÆGILEGT PANTAÐU SÓMAVEISLUBAKKA *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.