Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 23
Fermingar 23 Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is É g fermdist hinn 5. apríl og dag- urinn var náttúrlega hátíðlegur og einstaklega skemmtilegur þótt maður hafi nú kannski ekkert verið sérlega móttækilegur á þessum aldri. Alls hef ég verið prestur í 36 ár, þar af þrjú ár hér í Hallgrímskirkju í Reykjavík, og hef fermt allmörg börn í gegnum tíðina. Fyrstu þrjú árin var ég sóknarprestur á Siglufirði þar sem voru 50 börn í árganginum sem öll fermdust og síð- an í Mosfellssveitinni þar sem var mikill og blómlegur barnafjöldi. Það hefur verið gaman að vera á hinum ýmsu stöðum en börnin eru náttúrlega alltaf eins og ung- lingar í raun mjög skemmtilegur hópur. Þótt þeir séu stundum erfiðir þá er það mjög ögrandi verkefni að vinna með ung- lingum og heldur manni sjálfum ungum,“ segir Birgir. Opin, leitandi og gagnrýnin Birgir segir langbest að nálgast börnin sem félaga sína og með því að brjóta námið upp með ferðalögum sé hægt að spjalla við unglingana á þeirra grundvelli og þannig komist á nýtt samband við þá. „Þetta sam- band þróast síðan lengi og oft hitti ég full- orðið fólk sem minnir á fermingarárið sitt og er gaman að því. Gegnumsneitt þá gengur fermingarfræðslan vel og krakk- arnir eru opin, forvitin, gagnrýnin og leit- andi. Þau vita að þau geta hætt hvenær sem er og ákveðið hvort þau fermist eða ekki. Fræðslan gengur út á það að veita þeim upplýsingar um trúna, hvað það þýðir að vera skírður og fermdur og gefa þeim yfirsýn í þennan heim trúarinnar sem er ekki bara eitthvað uppi í himninum heldur mjög jarðneskt í rauninni,“ segir Birgir. Gegna hlutverki í messu Auk þess að fræða fermingarbörnin um trúna er reynt að hafa fræðsluna þver- skurð af þeim vandamálum og gleðistund- um sem tengjast lífinu almennt, fjölskyldu og vinahópnum. Þá segir Birgir börn í dag mjög opin fyrir því sjónræna og þannig sé reynt að brjóta fræðsluna upp með því til dæmis að sýna kvikmynd og notast við powerpoint-glærur. Þá er hópnum kynnt helgihaldið en Birgir segir að hann hafi aldrei sett tölu um það hversu oft krakk- arnir ættu að mæta í messu. Samkomulag hafi orðið um það í Hallgrímskirkju að krakkarnir kæmu eins oft og þau vildu og gætu en þau eru hins vegar látin hafa verk- efni sem hvetja þau til þess að koma. Þau taka þá að sér hlutverk messuþjóns sem felur í sér að vera í móttöku, flytja almenna kirkjubæn, lesa texta og svo framvegis. Fermingarfræðslan í Hallgrímskirkju fer fram allan veturinn einu sinni í viku auk þess sem hist er nokkrum sinnum á svo- kölluðum löngum laugardögum. Jafnvægi og aðhald „Mér finnst börn í dag vera orðin djarf- ari að spyrja heldur en var og það er skemmtilegt. Við höfum hvatt krakkana til að spyrja og mér þótti það skemmtilegt um daginn að einni stúlkunni var mikið niðri fyrir og fór að spyrja en ég að svara. Þá segir einn strákanna, þar sem hún var dá- lítið áköf: „Hvað er þetta manneskja, hann er að svara þér, láttu ekki svona.“ En þá segir hún: „Já, en hann leyfir mér að spyrja,“ og það fannst mér fínt. Tíminn byrjar á því að þau fá djús og kex á meðan þau tínast inn og tíminn byrjar á almennu spjalli sem er góður aðdragandi og þau eru farin að tala við okkur eins og einn úr fjöl- skyldunni. Við prestarnir í Hallgríms- kirkju reynum alltaf að vera tveir eða tvö með þau, sem skapar ákveðið jafnvægi og aðhald enda er skemmtilegra að kenna þegar vel gengur að halda utan um hóp- inn,“ segir Birgir. Fræðsla á netinu Um tíma starfaði Birgir sem prestur í Danmörku og Svíþjóð þar sem hann sinnti Íslendingum búsettum þar. Hann segir námsmenn oft hafa þann háttinn á að börn þeirra gangi til spurninga hjá prestinum á staðnum, íslenskum sé hann til staðar en annars þeim presti sem sér um sóknina, og síðan fermist börnin heima á Íslandi. „Fyr- ir einum tíu árum hafði ég líka barn til spurninga á netinu en stúlkan bjó úti á Jót- landi og við bara skrifuðumst á. Það var gaman að geta nýtt tæknina á þennan hátt,“ segir Birgir. Trúin, lífið og tilveran Í Hallgrímskirkju fermast í ár 23 börn sem nú mæta viku- lega í fermingarfræðslu þar sem þau læra um trúna og rabba við prestana um lífið og tilveruna. Birgir Ásgeirs- son prestur segir ögrandi en skemmtilegt að vinna með unglingum. Morgunblaðið/Ómar Opin og gagnrýnin Birgir segir langbest að nálgast börnin sem félaga sína. Ferðaævintýri í fermingargjöf HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Mikið úrval af svefnpokum Verð frá 9.990 kr. Landsins mesta úrval af bakpokum Dagpokar Verð frá 5.990 kr. Stærri bakpokar Verð frá 12.990 kr. Tjöld Verð frá 8.990 kr. Sjónaukar, göngustafir, áttavitar og margt fleira ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 45 41 5 03 /0 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.