Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 34
34 Fermingar Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is S íðustu ár höfum við farið út með um 100 krakka, bæði stelpur og stráka, en í skólanum eru krakk- ar alls staðar að úr heiminum og eru þarna um 300 krakkar þegar mest er. Skólinn er alvöru æfingabúðir þar sem starfa bæði þjálfarar og sjúkraþjálf- arar og eru oft þrjár æfingar á dag en við dveljum þarna í 10 daga. Krakkarnir eru því oft þreyttir eftir daginn og verða eig- inlega að hafa eitthvað æft fótbolta áður því annars er þetta svo líkamlega erfitt. Það er nú samt ekki bara æfður fótbolti í ferðinni því einnig er farið í hálfsdags skoðunarferð á fótboltavöll þar sem krakk- arnir geta valið um að heimsækja annað hvort Anfield eða Old Trafford. Síðan er líka farið að minnsta kosti á einn leik í hverri ferð. Krakkarnir hafa verið mjög áhugasamir og duglegir og koma gjarnan nokkrir vinir saman en þó eru líka alltaf þó nokkrir sem koma einir en sjá strax í flug- stöðinni að þeir kannast við hina og þessa sem þeir hafa keppt við einhvern tímann heima,“ segir Hanna. Lagst á eitt Hanna stóð á sínum tíma fyrir því að fara með elsta strákinn sinn og hóp úr Aftureldingu til útlanda í ferð. Með í för var þá Anna vinkona hennar sem starfar við hlið hennar í ferðunum í dag. Þær hjálpuðu á þessum tíma mörgum krökkum sem vildu fara í slíkar ferðir á eigin vegum og þetta vatt þannig upp á sig að ÍT ferðir ákváðu að skipuleggja slíkar ferðir á sín- um vegum og fengu þær Önnu og Hönnu til liðs við sig sem fararstjóra. Hanna segir aðsókn í ár vera góða þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu. Þetta geti að hluta til skýrst af því að minna verði um skipulagðar ferð- ir hjá íþróttafélögunum og foreldrar og ættingjar leggist þá frekar saman á eitt til að krökkunum gefist kostur á að fara í slík- ar ferðir. Pínu heimþrá Hanna og Anna eru sannkallaðar fót- boltamömmur sem leysa úr vandamálum sem kunna að koma upp og draga úr heimþrá sem á til að gera vart við sig. „Krakkarnir geta leitað til okkar með allt og við erum boðnar og búnar ef þeir vilja spjalla. Eins þarf stundum að túlka ef eitt- hvað vefst fyrir krökkunum, kenna þeim að þvo þvottinn og vera stundvís. Við höf- um séð munstur í þessu þar sem fyrstu dagana er allt mjög spennandi en síðan byrja sumir að fá pínu heimþrá sem síðan lagast, en undir lokin tekur gjarnan við heimþrá hjá þeim sem eru orðnir spenntir að komast heim,“ segir Hanna. Íþróttaiðkun afar mikilvæg „Ég er mikil áhugamanneskja um fót- bolta og hef alltaf verið þó ég hafi aldrei æft fótbolta en ég ólst upp í sveit þar sem ekkert slíkt var í boði. Strákarnir mínir þrír æfa allir og keppa í fótbolta og dóttir mín er í dansi núna en æfði áður frjálsar íþróttir. Lífið snýst því að miklu leyti um fótbolta á heimilinu og hér eru heilög kvöld þegar fótboltaleikir eru í sjónvarpinu. Maður leggur allt á sig til að styðja við íþróttaiðkun barnanna enda er slíkt mjög mikilvægt. Í ferðunum er líka afar dýr- mætt fyrir krakkana að vera í svona hóp sem heldur kannski saman meira og minna allt lífið. Strákurinn minn sem fermdist í fyrra fór til dæmis með í ferðina þá og er núna í msn-sambandi við stóran hóp krakka víðs vegar af landinu sem hann var með þar. Það gefur okkur mikið hvað krakkarnir eru ánægðir og finnst gaman í ferðunum,“ segir Hanna. Teygjutími Oft eru þrjár æfingar á dag og mikilvægt að fá sér vatn og teygja á milli.Fjör Um 100 stelpur og strákar fara árlega frá Íslandi í fótboltaskóla í Englandi. Fótboltamömmur Fararstjórarnir Hanna og Anna leiðbeina hópnum með ýmislegt. Ferðir í fótboltaskóla Bobby Charlton í Englandi hafa verið vinsælar hjá íslensk- um unglingum og nokkuð um að stórfjölskyldur taki sig saman og gefi slíkar ferðir í fermingargjöf. Þær Hanna Símonardóttir og Anna Grétarsdóttir eru far- arstjórar í ferðunum og sannkallaðar fótbolta- mömmur. Þróttmiklir krakkar í fótboltaskóla Íslenskt handverk Tákn heilagrar þrenningar til styrktar blindum Smáralind | sími 544 2332 | adesso@adesso.is | adesso.is FERMINGARVEISLUR Glæsilegar fermingartertur og kransakökur í öllum stærðum. Getum einnig töfrað fram girnilegar tapasveislur. Hafðu samband!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.