Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Heiddi
Krullað og fallegt Hér er toppurinn tekinn aftur og flétta er sett í aðra
hliðina og niður í tagl öðrum megin. Hárið í taglinu er síðan krullað. Þá er
haft fallegt hárskraut í hliðinni.
Það getur verið fallegt að nota
lifandi blóm í greiðslur eins og
sjá má á fermingargreiðslu
sem Daníel á Senter á heið-
urinn af en hann segist helst
hrífast af gamaldags
greiðslum. Mikill meirihluti
stúlkna fer í greiðslu á ferm-
ingardaginn og margar þeirra
hafa ákveðnar hugmyndir um
hvernig greiðslan á að vera.
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
M
ér finnst fallegast þegar hár-
greiðslan er eðlileg og látlaus.
Þess vegna má greiðslan líta út
eins og fermingarstúlkan hafi
sjálf gert hana,“ segir Daníel Örn
Hinriksson, hárgreiðslumaður á Senter, en
hann, Sara Írena Elínborgardóttir og Hrafn-
hildur Harðardóttir greiddu þremur ferming-
arstúlkum til að sýna hvaða greiðslur koma til
greina á deginum stóra. „Mér finnst þessar
gömlu greiðslur svo fallegar en ekki greiðslur
með slöngulokkum þar sem allt hárið er
spreyjað og hver lokkur lagður niður. Það er
ekki fallegt að mínu mati.“
Daníel segist telja að meirihluti stúlkna
komi í greiðslu á fermingardaginn en misjafnt
sé hve mikil greiðslan sé. „Sumar koma bara í
blástur eða láta taka upp hárið öðrum megin.
Mér fannst vera meira atriði í fyrra að hafa
minni greiðslu en meiri. Núna finnst mér sem
stúlkurnar vilji svolitla greiðslu.“
Lifandi blóm í hárið
Það er búið að bóka töluvert af ferming-
argreiðslum hjá Senter í ár og Daníel talar um
að hárskraut sé alltaf frekar vinsælt í ferm-
ingum. „Í fyrra voru hárspangir mjög vinsæl-
ar í hárið. Ég vildi fara aðra leið í ár og keypti
lifandi blóm til að setja í greiðslur. Það er ekk-
ert mál en gott er að velja réttu blómin. Helst
hefði ég viljað nota nellikur, það eru víst
margar mæður sem hugsa með hryllingi til
þess en þetta er samt skemmtilegt. Svo má
líka nota silkiblóm enda eru mörg þeirra mjög
eðlileg,“ segir Daníel og bætir við að ferming-
argreiðslurnar séu svipaðar ár frá ári. „Svo er
reyndar alltaf eitthvað nýtt sem stelpurnar
vilja. Mér finnst gaman að fara aftur í tímann
og vera með gamaldags en glæsilega greiðslu.
Það er eiginlega allt leyfilegt í dag.“
Greiðsla sem passar
Eins og sjá má eru fermingargreiðslurnar
fjórar mjög mismunandi en Daníel talar um að
greiðslan fari í raun eftir því hvernig týpa við-
komandi stelpa er. „Fermingarstelpur hafa oft
ákveðnar skoðanir á hvernig þær vilja hafa
greiðsluna og oft þarf hún að passa við kjólinn.
Þetta eru því allt ólíkar greiðslur en allar eiga
fullt erindi í fermingar.“
Einfalt og stílhreint Ákveðið var að stúlkan
skyldi að mestu leyti vera með slegið hár.
Það var þó tekið upp öðrum megin og sett
skraut þar. Eins voru settir í hana liðir og
stöku krumpa með sérstöku krumpujárn.
Rómantískt Hér er búið að greiða hárið allt
aftur með hliðarskiptingu. Krullað taglið var
tekið upp í snúð og í hana voru röðuð fullt af
lifandi blómum.
Glæsileg Hárið var túberað og svo vafið upp neðst við hárlínuna en þannig
að hárið lá mestmegnis öðrum megin. Þar með fékkst þessi gamaldags en
glæsilega greiðsla sem var svo skreytt með lifandi blómum.
Glæsilegar greiðslur með lifandi blómum
16 Fermingar
Skeifan 11d
108 Reykjavík
sími 517 6460
www.belladonna.is
Stærðir 40-60
Flott föt
fyrir flottar konur