Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 18
18 Fermingar
SKOÐIÐ
SÝNISHORNIN Á
LAXDAL.IS
GERRY WEBER
VORFATNAÐURINN KOMINN
Laugavegi 63 • Sími 551 4422
Í verslun Karmelklausturs-
ins í Hafnarfirði fást kerti
í ýmsum stærðum og
gerðum. Kertin eru íslensk
Heimaeyjarkerti sem syst-
urnar skreyta fallega með
myndum og þurrkuðum
blómum. Þau eru einnig
persónugerð með nafni
fermingarbarnsins og
fermingardegi og mynd
eftir ósk hvers og eins.
Þekking héðan
og þaðan
„Við getum skreytt og
málað kertin eins og fólk
vill. Í klaustrum líkt og
okkar er einnig stunduð
handavinna samhliða
bænum og trúarlegu
starfi. Eins og var hér fyr-
ir siðaskipti á miðöldum
var oftast saumað út í
klaustrum en nú erum við
frekar að mála og skreyta
kerti. Systurnar hafa
þekkingu sína héðan og
þaðan en ein lærði til að
mynda myndlist í háskóla.
Þegar nálgast tekur ferm-
ingar hefjumst við handa
en hvert kerti tekur yf-
irleitt tvær vikur í af-
greiðslu. Ég veit að fólk
hefur verið ánægt með
kertin sem það hefur
keypt hjá okkur og sagt
öðrum frá þeim og þannig
hefur fólk frétt af þessu,“
segir systir Agnes. Kertin
má panta á vefsíðu
klaustursins og sækja síð-
an í verslunina eða koma
á staðinn.
Fallega skreytt kerti
Morgunblaðið/Heiddi
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
J
óhannes Haukur Jóhannesson
leikari segist vel muna eftir ferm-
ingunni sinni og sérstaklega man
hann eftir fermingarfræðslunni
sem var heldur leiðinleg að hans
mati. „Ég fermdist ekki með félögum mín-
um þar sem þeir fermdust í Víðistaða-
kirkju en ég og mín fjölskylda erum í Frí-
kirkjunni þannig að ég fermdist þar. Ég
þekkti því engan í fermingarfræðslunni
sem var bara tóm leiðindi,“ segir Jóhannes
og hlær. „Fermingunni sjálfri man ég vel
eftir, þetta var sumardagurinn fyrsti, 21.
apríl árið 1994. Ég man þetta vel því það
voru ekki alltof margir að fermast á þeim
degi og líka af því að mamma mín og bróð-
ir minn fermdust á þessum degi.“
Peningarnir voru aðalmálið
Jóhannes segir að fermingardagurinn
sjálfur hafi verið ágætur en honum hafi
fundist athöfnin leiðinleg. „Það var
kannski vegna þess að eini tilgangurinn
hjá mér var að fá gjafirnar svo sannleik-
urinn sé sagður. Ég var ekki að staðfesta
trú mína á guð og hafði engan áhuga á því.
Mér fannst hins vegar gaman að fá gjaf-
irnar,“ segir Jóhannes og viðurkennir að
aðalmálið hjá honum og félögum hans hafi
verið hve mikla peninga þeir fengu að gjöf.
„Ég fékk 62 þúsund krónur og það þótti
ekki alveg nógu gott. En það var einhver í
bekknum mínum sem fékk 30 þúsund kall
þannig að ég var nú ekki lægstur. Ég vildi
að ég gæti sagt að ég hefði eytt ferming-
arpeningunum á skynsamlegan hátt en ég
geymdi þá þó inn á banka. Ég byrjaði að
læra á gítar á þessum tíma og ég held að
þetta hafi farið í hljóðfærakaup þannig að
það telst nú að einhverju leyti skyn-
samlegt, þetta fór að minnsta kosti ekki í
hamborgara eða eitthvað svoleiðis.“
Fyrsti geislaspilarinn
Það var þó ein gjöf sem stóð upp úr að
sögn Jóhannesar og það var hljómflutn-
ingstæki með plötuspilara, tveimur hólfum
fyrir kassettur og geislaspilara. „Þetta var
jafnframt fyrsti geislaspilarinn sem ég
eignaðist. Ég hafði reyndar enga trú á
þessum geislaspilurum og var alltaf að
þræta um þetta við vin minn, Davíð Geirs-
son, en hann talaði um að geislaspilararnir
væru betri en plötuspilarinn. Fyrst þessi
geislaspilari fylgdi með í græjunum próf-
aði ég hann en mér fannst þetta ekkert
merkilegt,“ segir Jóhannes sem var
klæddur í hvíta skyrtu, bindi, svartar bux-
ur og vesti á fermingardaginn. „Veislan
var svo haldin í sal hjá Haukum í Hafn-
arfirði sem mér þótti ekki alveg nógu gott
þar sem ég var FH-ingur.“
Fermdist gjafanna vegna
Morgunblaðið/Golli
Jóhannes Haukur Jóhannesson: „Ég fékk 62 þúsund krónur í
fermingargjöf og það þótti ekki alveg nógu gott.“
Eftirminnilegur dagur Jóhannes fermdist 21. apríl árið 1994 og
segir að dagurinn sé mjög eftirminnilegur þótt athöfnin hafi
verið heldur leiðinleg.
Jóhannes Haukur Jóhann-
esson átti ágætan ferming-
ardag en viðurkennir þó að
hann hafi bara fermst gjaf-
anna vegna. Fermingarpen-
ingunum eyddi hann á frekar
skynsamlegan hátt.