Morgunblaðið - 20.03.2009, Page 4

Morgunblaðið - 20.03.2009, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009 Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Þorsteinn Kragh, 47 ára athafnamann, í níu ára fangelsi fyrir innflutning fíkniefna. Sam- verkamaður hans, hinn 71 árs Hol- lendingur Jackob van Hinte, hlaut 7½ árs fangelsi. Saman eru þeir dæmdir til að greiða 1,4 milljónir króna í sakarkostnað og hver um sig 2,4 milljónir króna í málsvarnarlaun. Mennirnir voru sakfelldir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en þeir stóðu saman að innflutningi á tæp- um 192 kílóum af kannabisefnum og 1,3 kg af kókaíni í júní á síðasta ári. Efnin voru falin í sérútbúnum geymsluhólfum í húsbifreið sem Hollendingurinn kom á til landsins með Norrænu. Ástæða þess að van Hinte var stöðvaður við komuna til landsins var fyrst og fremst sú að hann var eftirlýstur af spænskum yfirvöldum til fullnustu refsidóms sem hann hlaut fyrir fíkniefnabrot. Van Hinte játaði við yfirheyrslur að hafa tekið að sér flutning 200 kg af hassi. Hann sagðist ekki hafa vit- að af kókaíninu og var bálreiður þeg- ar hann frétti af því. Af þeim sökum ákvað hann að gera hreint fyrir sín- um dyrum. Sagði hann Þorstein hafa skipulagt smyglið og þetta væri önn- ur ferð hans hingað á vegum Þor- steins. Eftir að þeir Þorsteinn hitt- ust á Litla-Hrauni breytti van Hinte framburði sínum og sagði Þorstein ekki hafa komið að málinu. Framburður Þorsteins breyttist eftir því sem rannsókninni vatt fram. Framburður hans þótti ótrú- verðugur í heild sinni og í ósamræmi við flest annað sem fram kom í mál- inu. Ekki var byggt á honum á neinn hátt. Sitja 9 og 7½ ár í fangelsi Athafnamaður og Hollendingur dæmdir fyrir að flytja inn til landsins 192 kíló af kannabisefnum og 1,3 kg af kókaíni Í HNOTSKURN »Auk fíkniefnanna voru sexflöskur af léttvíni í geymsluhólfinu. »Tvær La Tulipe, ein Bea-monte, Honoré Lavigne Bourgogne Chardonnay, Pi- not Blanc Cave de Beblenheim og Chateau Ventenac Cab- ardès. FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÓLGU gætir meðal flugmanna og tannlækna vegna rannsóknar sér- staks saksóknara á fjárfestingum líf- eyrissjóða sem þeir borga í og eigna- stýring Landsbankans hafði umsjón með. Flugmenn funduðu í gærkvöldi á Grand hóteli þar sem farið var yfir stöðu málsins og ástæður þess að sérstakur saksóknari er nú með það til rannsóknar vegna gruns um að fjárfestingar í einstökum félögum hafi farið út yfir eðlileg mörk. Var það gert ekki síst vegna óánægju flugmanna með að lífeyrir þeirra kynni að hafa verið notaður með óábyrgum hætti. Lífeyrissjóðirnir sem eiga í hlut eru Íslenski lífeyrissjóðurinn, Líf- eyrissjóður Eimskipafélagsins, Líf- eyrissjóður Tannlæknafélagsins, Eftirlaunasjóður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Kjölur lífeyrissjóður. Samtals voru þeir um 52 milljarðar króna, þar af var Ís- lenski lífeyrissjóðurinn stærstur með um 25 milljarða. Erling Ingvason, tannlæknir á Akureyri, segir nauðsynlegt að rannsaka allar fjárfestingar sem Landsbankinn stýrði fyrir hönd sjóðanna. „Ég hef litið svo á að það hafi verið fjárfest og farið gáleys- islega með lífeyrisfé tannlækna og annarra sem þarna eiga í hlut. Þetta er grafalvarlegt mál og í sjálfu sér er það ekki aðalatriðið hvort menn brutu lög eða ekki. Aðalatriðið er að því verði svarað af hverju var keypt í félögum, sérstaklega á fyrri hluta síðasta árs og fram eftir því, sem tengd voru Landsbankanum og eig- endum hans. Þessu þarf að svara skýrt, allt verður að koma upp á borðið er þetta varðar. Ég fagna því að sérstakur saksóknari hafi fengið málið inn á sitt borð,“ sagði Erling í samtali við Morgunblaðið. Í fréttatilkynningu sem stjórn Ís- lenska lífeyrissjóðsins sendi frá sér kemur fram að mannleg mistök hafi orðið til þess að fjárfestingar sjóðs- ins hafi farið fram yfir heimildir í mars í fyrra. Átti þetta meðal annars við um Samson eignarhaldsfélag, stærsta eiganda Landsbankans, en aðallega Kaupþing banka að því er segir í tilkynningu. Stjórn sjóðsins segir þá ákvörðun Fjármálaeftirlits- ins að vísa málinu til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara hafa komið á óvart. Sjóður FÍA var um 15 milljarðar, sjóður Lífeyrissjóðs Tannlækna- félags Íslands um 2,5 milljarðar, sjóður Kjalars um 10 milljarðar og sjóður Eimskipafélags Íslands um 150 milljarðar en hann rann að stærstum hluta inn í Kjöl í nóv- ember 2007. Rannsóknin á sjóðunum er stutt á veg komin hjá sérstökum saksókn- ara en FME mat það svo að mögu- lega hefðu lögbrot verið framin fyrst málin voru send til saksóknara til frekari rannsóknar. Morgunblaðið/Kristinn Landsbankinn Eignastýring Landsbankans á fimm lífeyrissjóðum er til rannsóknar hjá saksóknara. Vilja allt á borðið  Ólgu gætir vegna rannsóknar á lífeyrissjóðum  Fagna rannsókn segir Erling Ingvason tannlæknir Fjárfestingar lífeyrissjóða eins og þeirra sem Landsbankinn hafði um- sjón með í eignastýringu máttu ekki fara yfir 25 prósent af stærð sjóðs- ins í einu og sama félaginu. Um 10 prósent hámark er á hlutabréfum og skuldabréfum í bönkum en að hámarki má fjárfestingin nema um 25 prósentum af stærð sjóðsins, að teknu tilliti til innlána. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu beinist rannsókn málsins meðal annars að því að rangar skýrslur yfir fjárfestingar sjóðsins hafi verið sendar til Fjármálaeftirlitsins. Stjórnum og stjórnendum sjóðanna hefur verið vikið frá störfum og fulltrúar fjármálaráðuneytisins, Lára V. Júlíusdóttir hrl. og Viðar Lúðvíksson hrl., stýra nú sjóðunum þangað til rannsókn máls- ins lýkur. Má ekki fara yfir 25 prósent NIÐURSTÖÐUR rannsóknar á 182 þúsundum karla á aldrinum 50 til 70 ára í sjö Evrópulöndum sýna að skipuleg leit að krabbameini í blöðruhálskirtli gæti dregið úr dán- artíðni um 20 prósent. Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í vís- indaritinu New England Journal of Medicine. Þar er jafnframt greint frá nið- urstöðum bandarískrar rannsóknar á 76 þúsundum karla sem sýna að hópleit hafði engin áhrif á dán- artíðni þegar þátttakendur voru bornir saman við viðmiðunarhóp. Samkvæmt fréttavef BBC hyggst heilbrigðisráðherra Bretlands, Ann Keen, láta opinbera nefnd um skipulegar hópleitir taka afstöðu til hópleitar vegna blöðruháls- krabbameins í ljósi niðurstaðna evrópsku rannsóknarinnar. Skipuleg hópleit að krabbameini í blöðruhálskirtli hefur verið um- fjöllunarefni og ágreiningsmál í langan tíma, að sögn Guðrúnar Agnarsdóttur, forstjóra Krabba- meinsfélags Íslands. „Þótt til sé mæling á sérstöku efni í blóðinu, PSA, sem myndast í blöðruhálskirtlinum og getur verið hækkað í blöðruhálskirtils- krabbameini getur það einnig verið hækkað ef um aðra sjúkdóma í kirtlinum er að ræða. Mæling á því greinir heldur ekki milli þeirrar tegundar krabbameins í kirtlinum sem er skæður sjúkdómur og getur skert lífsgæði og lífslíkur og þeirr- ar tegundar sem er mjög hæggeng og getur búið með mönnum lengi án þess að gefa einkenni eða skerða lífslengd. Menn geta náð níræð- isaldri og verið með blöðruhálskirt- ilskrabbamein sem þeir hafa aldrei fundið fyrir,“ bendir Guðrún á. Hún getur þess jafnframt að stundum fylgi meðferðarúrræðum auka- verkanir sem geta skert lífsgæði. Guðrún bendir á að í forystu- grein New England Journal of Me- dicine segi að niðurstöður þessara umfangsmiklu rannsókna gefi því miður ekki haldbær leiðarljós um hvert skuli stefna varðandi for- varnir gegn blöðruhálskrabba- meini sem er algengasta krabba- mein karla. ,,Það sem er brýnast í dag er að finna aðferð til þess að greina milli þeirrar tegundar krabbameins sem er skæður sjúkdómur og þeirrar tegundar sem er hæggeng. Vís- indamenn víða um heim vinna að því, þar á meðal vísindamenn á veg- um Krabbameinsfélagsins.“ ingibjorg@mbl.is Endurskoða eftirlit fyrir karla Rannsóknir á blöðruhálskirtilskrabba Morgunblaðið/Golli Vísindi Guðrún Agnarsdóttir, for- stjóri Krabbameinsfélagsins. KATRÍN Jakobsdóttir menntamála- ráðherra verður efst á lista Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður og Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi efst í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þær urðu í tveimur efstu sætunum í prófkjöri flokksins. Einar Már Guð- mundsson rithöfundur kemur inn í sjötta sætið í Reykjavík suður en hann tók ekki þátt í prófkjöri. Framboðslistar VG voru sam- þykktir einróma á kjördæmisfundi í gærkvöldi. Fimm efstu sætin í báðum kjördæmum eru í samræmi við nið- urstöður prófkjörsins. Þannig eru þingmennirnir Árni Þór Sigurðsson í öðru sæti og Álfheiður Ingadóttir í þriðja sæti í Reykjavík norður, Auður Lilja Erlingsdóttir stjórnmálafræð- ingur í fjórða sæti og Davíð Stefáns- son í því fimmta. Á listanum í Reykjavík suður með Svandísi eru Lilja Mósesdóttir hag- fræðingur í öðru sæti en hún náði þriðja sæti í prófkjöri, Kolbrún Hall- dórsdóttir umhverfisráðherra í þriðja, Ari Matthíasson leikari í fjórða sæti og Steinunn Þóra Árnadóttir ör- yrki í fimmta sæti. helgi@mbl.is Einar Már í sjötta sætinu hjá VG ILVA Korputorgi. s: 522 4500 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 > ILVA.is einfaldlega betri kostur Þegar veislu skal halda ... Romana. Matardiskur 27 x 27 cm. 1.290,- NÚ 690,- Fylgidiskur 21 x 21 cm. 990,- NÚ 590,- Bolli og undirskál. 1.490,- NÚ 890,- Siena. Hvítvínsglas. 545,- Roma. Hnífur/gaffall/skeið. 785,-/stk. Teskeið. 445,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.