Morgunblaðið - 20.03.2009, Side 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009
UMHVERFISSTOFNUN vill, að
verði Hringvegurinn um Mýrdal
færður, þá liggi hann utan við það
svæði við Dyrhólaós sem er á nátt-
úruminjaskrá og forðast verði að
raska votlendi. Meirihluti sveit-
arstjórnar hefur samþykkt að veg-
urinn liggi með Dyrhólaósi og fer
veglínan víða inn á verndaða svæðið.
Mýrdælingar hafa lengi deilt um
færslu vegarins um sveitarfélagið.
Nú hefur meirihluti sveitarstjórnar,
tveir framsóknarmenn og einn sjálf-
stæðismaður, samþykkt færslu hans
að Dyrhólaósi, um göng sunnarlega í
Reynisfjalli og áfram sunnan við
Víkurþorp. Sveinn Pálsson sveit-
arstjóri og annar fulltrúi sjálfstæð-
ismanna lýstu sig andvíga niðurstöð-
unni en sátu hjá við afgreiðslu
málsins. Kemur fram í bókun þeirra
að ákvörðunin gangi eins langt og
hægt er gegn sjónarmiðum nátt-
úruverndarsamtaka og landeigenda.
Hægt hefði verið að bæta umferð-
aröryggi og taka jafnframt tillit til
þessara sjónarmiða með öðrum leið-
um.
Þegar fyrir lá að meirihluti sjálf-
stæðismanna hefði klofnað í afstöðu
til þessa máls, í annað sinn á kjör-
tímabilinu, lýstu fulltrúar framsókn-
armanna vantrausti á meirihlutann.
Af því tilefni létu allir fulltrúar sjálf-
stæðismanna bóka að þeir hygðust
halda áfram farsælu samstarfi út
kjörtímabilið.
Nýtt aðalskipulag verður nú
væntanlega lagt fram með þessari
veglínu og gefinn kostur á at-
hugasemdum. Umhverfisstofnun gaf
neikvætt álit við röskun votlendis og
náttúruverndarsvæðisins við Dyr-
hólaós á fyrri stigum málsins. helgi-
@mbl.is
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Dyrhólaey Fyrirhuguð veglína er
töluvert norðan við friðlýsta svæðið.
Gegn vegi
við ósinn
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Sig-
urjón M. Egilsson og Trausta Haf-
steinsson af kröfum Franklíns
Kristins Stiners (áður Steiner)
vegna ummæla um að hann hefði
verið umsvifamikill í fíkniefnasölu,
sem birtust í dagblaðinu Blaðinu.
Franklín fór fram á að ummælin
yrðu dæmd dauð og ómerk og hon-
um dæmdar skaðabætur. Í dómi
Hæstaréttar segir m.a. að ekki sé
hægt að fallast á að ummælin væru
hreinn uppspuni og tilhæfulaus þar
sem Franklín hefði ítrekað verið
dæmdur fyrir brot á fíkniefnalög-
gjöfinni. Þá yrðu ummælin ekki tal-
in óviðurkvæmileg og til þess fallin
að sverta ímynd hans, þegar lægi
fyrir hvaða ímynd Franklín hefði
sjálfur skapað sér með háttsemi
sinni.
Sýknaðir af
kröfum
ÞÆR SKEMMTU sér vel, þessar stúlkur, þar sem
þær stungu saman nefjum á barnaþingi í Rima-
skóla í gær. Miðgarður þjónustumiðstöð hélt
þingið fyrir nemendur 6. bekkjar í grunnskólum
Grafarvogs og á Kjalarnesi, en um 200 krakkar
frá sex skólum, þar af 70 frá Rimaskóla, sóttu
þingið. Að þessu sinni var rætt um samskipti á
þinginu og má nefna að Rimaskóli fjallaði í kynn-
ingu sinni um nýlega heimsókn á hjúkrunar-
heimilið Eir þar sem nemendur kynntu skáldið
Davíð Stefánsson fyrir áhugasömum hlust-
endum. Sungu börnin hugljúf lög með.
Þingkonur framtíðarinnar?
Morgunblaðið/Heiddi
Þétt setinn bekkur á barnaþingi
STJÓRN kjördæmisráðs Samfylk-
ingarinnar í Suðvesturkjördæmi
mun koma saman til fundar um
helgina til að ákveða endanlega röð-
un á lista. Að sögn Kristjáns Guð-
mundssonar, formanns kjördæmis-
ráðs, verður listinn lagður fyrir
kjördæmisþing, sem væntanlega fer
fram um miðja næstu viku.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, hefur tilkynnt að hann
vilji frekar taka 5. sætið á listanum
en það þriðja, sem hann endaði í í
prófkjöri um síðustu helgi.
Hafði Lúðvík stefnt á 1. sætið en
fékk 57 atkvæð-
um færra í það
sæti en Árni Páll
Árnason. Eftir
prófkjörið kom í
ljós að 147 at-
kvæði höfðu verið
dæmd ógild þar
sem viðkomandi
fundust ekki á fé-
lagaskrám. Lúð-
vík sagðist í samtali við mbl.is hafa
verið ósáttur við niðurstöðuna. Því
hefði hann hugsað sinn gang og rætt
við sitt fólk. bjb@mbl.is
Lúðvík Geirsson óskar
eftir baráttusætinu
Raða þarf lista Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi upp á nýtt
Í HNOTSKURN
»Samfylkingin er nú meðfjóra þingmenn úr Suð-
vesturkjördæmi en gerir sér
vonir um að ná fimm í vor.
» Í fjórða og fimmta sæti íprófkjörinu lentu Þórunn
Sveinbjarnardóttir og Magnús
Orri Schram. Í sjötta sæti
hafnaði Magnús M. Norðdahl.
Fimm efstu voru bindandi.
Lúðvík Geirsson
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
UM 50-60% veikindafjarvista á evr-
ópskum vinnumarkaði má rekja til of
mikillar streitu og hafa rannsóknir
sýnt að um fjórðungur launþega í
Evrópu á við vandamál að etja vegna
andlegrar og félagslegrar heilsu.
Þetta háa hlutfall skiptir ekki síst
máli í ljósi þess að vinnustreita dreg-
ur úr þjóðarframleiðslu.
Þetta er meðal þess sem fram kom í
erindinu „Kreppan, heilbrigðiskerfið
og vinnutengd líðan Jóns og Gunnu“
sem Guðbjörg Linda Rafnsdóttir,
prófessor í félagsfræði, flutti á morg-
unverðarfundi heilbrigðisráðuneytis-
ins í gær. Ögmundur Jónasson heil-
brigðisráðherra hefur boðað til
fundaraða þar sem fjallað verður um
þau tímamót sem nú blasa við í heil-
brigðisþjónustunni.
„Við þurfum að skera niður um
tæpa 7 milljarða króna í heilbrigðis-
kerfinu á þessu
ári og viðfangs-
efnið er tröllauk-
ið,“ sagði Ög-
mundur í ávarpi
sínu. „Það er svo-
lítið mótsagna-
kennt að sitja við
ríkisstjórnarborð
og skýra frá því að
fólk sé að missa
vinnuna í heil-
brigðisþjónustunni vegna niður-
skurðar og samdráttar, á sama tíma
og við leitum lausna í atvinnumálum,
til atvinnusköpunar.“
Í erindi Guðbjargar kom fram að á
liðnum árum hafi orðið breytingar á
vinnnumarkaði, fólk glími við aukið
andlegt og félagslegt álag í starfi og
þar sé heilbrigðisstarfsfólk sérstak-
lega áberandi. Samhliða því sem kraf-
an um sparnað eykst mæti starfsfólk
jafnframt auknum kröfum frá sjúk-
lingum. Óhjákvæmilega muni því nið-
urskurður í heilbrigðiskerfinu koma
niður á starfsfólki þess.
Guðbjörg vitnaði m.a. í rannsóknir
sem gerðar voru í Finnlandi og Sví-
þjóð í kjölfar kreppunnar þar á 10.
áratugnum. Þær sýndu að starfs-
menn sem héldu áfram störfum þegar
öðrum var sagt upp fundu fyrir aukn-
um kröfum um afköst.
Afleiðingarnar urðu aukin hætta á
geðrænni vanlíðan, notkun lyfja og
aukin einkenni á hreyfi- og stoðkerfi,
enda hafa rannsóknir Sigurðar
Thorlacius læknis, sem hann kynnti á
fundinum, leitt í ljós að glögg tengsl
eru á Íslandi milli atvinnuleysis og ný-
gengis örorku.
Mikilvægast af öllu sagði Guðbjörg
að væri að loka ekki augunum fyrir
vandamálunum sem fylgja uppsögn-
um og niðurskurði, heldur þurfi að
viðurkenna áhættuþættina og vinna
með þá. „Slæmt vinnufyrirkomulag
hefur slæm áhrif á heilsufar, en verst
af öllu er að missa vinnuna.“
Mikilvægt að vera vak-
andi fyrir áhættuþáttum
Álag og uppsagnir á vinnumarkaði hafa langtímaafleiðingar
Ögmundur
Jónasson
SÉRA Gunnar Björnsson hefur ver-
ið sýknaður í Hæstarétti af ákæru
um að hafa sýnt tveimur ungum
stúlkum kynferðislega áreitni.
Í héraðsdómi var talið sannað að
Gunnar sem var sóknarprestur á
Selfossi hefði á árunum 2007 og
2008 faðmað tvær stúlkur og jafn-
framt strokið annarri þeirra á baki,
utan klæða, talandi um að honum
liði illa en einnig kysst hina á hvora
kinn. Stúlkurnar voru þá fimmtán
og sextán ára gamlar. Hins vegar
var ekki fallist á að háttsemi þessi
teldist kynferðisleg áreitni í skiln-
ingi almennra hegningarlaga og
heldur ekki brot gegn barnavernd-
arlögum. Hæstiréttur staðfesti dóm
héraðsdóms í gær. Allur málskostn-
aður greiðist úr ríkissjóði.
Sóknarprestur sýknaður
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti húsgögn
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
nÚ RÝMUM VIÐ FYRIR NÝJUM VÖRUM
50%afslátturaf völdum vörum
Hornsófar, tungusófar
sófasett, rúm,
borðstofusett ofl.
aðeins í eina viku
takmarkað magn