Morgunblaðið - 20.03.2009, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 20.03.2009, Qupperneq 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009 FORELDRAVERÐLAUN Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verða veitt hinn 4. júní nk. Leitað er eftir tilnefningum um ein- staklinga, félög, fyrirtæki eða stofnanir sem hafa stuðlað að bættu skólaumhverfi og bættu samstarfi milli foreldra, nemenda og kennara. Tilnefningar skal senda með raf- rænum hætti með því að fylla út eyðublað á www.heimiliogskoli.is. Foreldraverðlaun OPIÐ hús verður í Háskólanum í Reykjavík á laugardaginn nk. kl. 12-16. Í aðalbyggingu skólans, Of- anleiti 2, verður hægt að kynna sér nám við allar deildir skólans og verða nemendur og kennarar við upplýsingar og ráðgjöf. Nánari upplýsingar á www.hr.is/ hrdagurinn. Opið hús í háskóla Á FUNDI stjórnar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sem haldinn var nýverið var fjallað um fjár- vöntun vegna hlutar ríkisins í húsa- leigubótum, segir í tilkynningu. Á fundinum var upplýst að fjárvönt- unin vegna ársins 2008 væri 147 m.kr. og miðað við fjárheimildir í fjárlögum ársins 2009 mun vanta 229 m.kr. upp á að ríkissjóður standi við samkomulag við sam- bandið frá 7. apríl 2008 um greiðsluhlutfall ríkis og sveitarfé- laga í húsaleigubótum. Segir í tilkynningu að sveit- arfélögin geti ekki reitt fram það sem upp á vantar í núverandi ástandi. Stjórnin átelur því að ríkið hafi brotið samkomulagið, segir í tilkynningu. Húsaleigubætur BORGARSTJÓRN hefur samþykkt aðgerðaáætlun í málefnum innflytj- enda fyrir árin 2009-2012. Borg- arstjóri segir að Reykjavíkurborg sé fyrsta sveitarfélagið til að hafa svo viðamikla og heildstæða stefnu í innflytjendamálum. Meginmarkmið stefnunnar eru m.a. að Reykjavíkurborg leggi metnað sinn í að sinna öllum íbúum af kostgæfni, fagni komu fólks frá öðrum löndum, leitist við að auka miðlun upplýsinga um réttindi og þjónustu, auki fjölmenningarlega færni starfsfólks og leiti leiða til að koma í veg fyrir fordóma. Morgunblaðið/Sverrir Ný stefna í mál- efnum innflytjenda UPPLÝSINGARVEFUR dóms- málaráðuneytisins vegna alþing- iskosninganna 25. apríl næstkom- andi hefur verið opnaður. Á vefnum sem hefur slóðina www.kosning.is er að finna fróð- leik og hagnýtar upplýsingar sem lúta að næstu kosningum. Nýr kosningavefur Nú eru liðin rúmlega tuttugu ár frá því að Krabbameinsfélag Íslands stofnaði Rannsóknarstofu í sam- einda- og frumulíffræði, heilum ára- tug áður en erfðarannsóknir og líf- tækni komust í almenna umræðu á Íslandi. Þar hefur fjöldi nemenda Há- skóla Íslands fengið þjálfun í krabba- meinsrannsóknum. Í árslok 2006 hætti Krabbameinsfélagið rekstri rannsóknarstofunnar og er starfsemi hennar nú flutt í Læknagarð og er hluti af Lífvísindasetri læknadeildar. Var flutningnum fagnað í gær og komu velunnarar stofunnar og starfs- fólk saman. Frá upphafi hafa Helga M. Ög- mundsdóttir og Jórunn Erla Eyfjörð veitt rannsóknarstofunni forstöðu, en Vigdís Finnbogadóttir er sérstakur verndari hennar. Rannsóknarstofan heitir nú Rannsóknarstofa í krabba- meinsfræðum og er fyrsti áfangi að fyrirhuguðu sameiginlegu rannsókn- arsetri Háskóla Íslands og fleiri aðila í krabbameinsrannsóknum. Rannsóknir í Læknagarð Morgunblaðið/Kristinn Flutningi fagnað Rannsóknarstofa í sameinda- og frumulíffræði komin í Læknagarð. Vigdís Finnbogadóttir og Helga Ögmundsdóttir skoða gamlar myndir sem varpað var á tjald. skattur.is Skilafrestur Almennur skilafrestur fyrir launamenn og einstaklinga með eigin atvinnurekstur er til 23. mars. Hægt er að sækja um viðbótarfrest á skattur.is, lengst til 1. apríl. Símaþjónusta 511-2250 Í mars verður veitt aðstoð frá kl. 9 til 16 alla virka daga í síma 511-2250. Dagana 23., 30. og 31. mars og 1. apríl verður þjónustan í boði til kl. 19. Ertu nokkuð að verða of seinn? Fljótlegt, öruggt og einfalt að telja fram

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.