Morgunblaðið - 20.03.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 20.03.2009, Síða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „VIÐ erum alveg í skýjunum yfir þessu, þetta er frábær og kærkomin búbót fyrir félagið. Við erum af- skaplega þakklátir öllum sem hafa lagt hönd á plóg. Þetta er síld sem hefði bara drepist þarna og ekki valdið neinu öðru en skaða í um- hverfinu. Þetta er frábært framtak og þjóðþrifaverk í leiðinni,“ segir Friðbjörn Ó. Valtýsson, fram- kvæmdastjóri ÍBV, en íþróttafélagið nýtur góðs af þeim síldarafla sem næst upp úr Vestmannaeyjahöfn þessa dagana. Vinnslustöðin leggur til skipið Kap VE ásamt áhöfn og er öll vinna þeirra og fleiri aðila kring- um veiðarnar sjálfboðavinna. Um eiginlega hreinsun er að ræða, frekar en veiðar, en síld- artorfa var farin að vera til trafala í höfninni. Hafði hún fært sig æ innar í höfnina á síðustu vikum og haldið þar kyrru fyrir. Hætta á mikilli mengun Að sögn Ólafs M. Kristinssonar hafnarstjóra var ákveðið að ráðast í þessa aðgerð til að koma í veg fyrir frekari fitu- og lyktarmengun í höfninni. Þegar sýni voru tekin af síldinni á þriðjudag reyndust um 70% hennar vera sýkt. Er sýkingin talin vera sömu tegundar og hefur verið að hrjá síldarstofninn við land- ið. „Fitumengunin er okkur mjög erfið, við erum allt árið að berjast við hana á bryggjuköntunum og þetta gríðarlega síldarmagn hefði valdið miklum vandræðum í sumar,“ segir Ólafur hafnarstjóri. Kap VE, síldveiðiskip Vinnslu- stöðvarinnar, náði um 550 tonnum af síld í tveimur köstum á miðviku- dag og er mun meira eftir í höfninni. Þar sem síldin er sýkt og óhæf til manneldis fer hún beint í bræðslu. Að sögn Friðbjörns eru vonir bundnar við að ná um þúsund tonn- um í bræðslu. Miðað við 15 krónur fyrir kílóið gæti sá fengur skilað ÍBV um 15 milljónum króna. Verður þeirri fjárhæð varið í rekstur meist- araflokks karla í knattspyrnu, sem vann sér sæti í úrvalsdeild í sumar, en félagið missti einn sinn helsta styrktaraðila á dögunum. Til sam- anburðar má nefna að velta ÍBV á síðasta ári nam um 250 milljónum króna. „Þessir peningar koma sér mjög vel fyrir fótboltann,“ segir Friðbjörn framkvæmdastjóri. „Aldrei lent í þessu“ „Þetta eru sannarlega óvenju- legar veiðar. Maður hefur aldrei lent í þessu áður,“ segir Gísli Garð- arsson, skipstjóri á Kap, en að- allóðið er það innarlega í höfninni að skipið hefur átt í vandræðum með að komast í alla síldina. Reiknar hann með að veiðunum verði haldið áfram um helgina. Dýp- ið við höfnina er um átta metrar og aðeins hafa verið um þrír metrar niður á torfuna. „Erum í skýjunum yfir þessu“  Allur ágóði af síldinni sem veiðist í Vestmannaeyjahöfn rennur til meistaraflokks ÍBV í knatt- spyrnu  Vonast til að ná um þúsund tonnum til bræðslu sem gæti skilað félaginu 15 milljónum kr. Í HNOTSKURN »Heimild fékkst fyrir veið-unum frá þar til bærum yfirvöldum; Hafró, sjáv- arútvegsráðuneytinu og Um- hverfisstofnun. »Elstu menn telja að síldhafi síðast veiðst við bryggjuna í Eyjum fyrir um 50 árum. »Hugmyndina að þessaritekjuöflun ÍBV áttu nokkrir öflugir bakhjarlar fé- lagsins, m.a. skipstjórarnir Bergvin Oddsson og Guð- mundur Huginn Guðmunds- son, með dyggri aðstoð Vinnslustöðvarinnar í Eyjum. »Um 70% af síldinni reynd-ust sýkt og óhæf til átu. »Björgunarbáturinn Þórog lóðsbátarnir hafa að- stoðað við aðgerðina í höfn- inni. »Fjöldi Eyjamanna fylgistspenntur með veiðunum á bryggjunni. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Síldveiðar Kap VE, fyrir miðju á myndinni, hefur sett síldarnótina út í Vestmannaeyjahöfn. Veiðarnar halda líklega áfram um helgina ef aðstæður leyfa. Friðbjörn Ó. Valtýsson Gísli Garðarsson Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Í LOK febrúar sl. voru rétt rúmlega 3.500 manns á biðlista eftir aðgerð- um hjá Landspítalanum og öðrum helstu sjúkrahúsum landsins. Sam- bærileg tala í október sl. var ríflega 3.900 manns, eða 10% hærri. Nýverið birti landlæknisembættið tölur um biðlista, og greint var frá í Morgunblaðinu, þar sem sjúklingar voru töluvert færri, eða um 2.100 manns í lok febrúar. Hafði í þeim hópi sjúklinga fækkað um 18% síðan í október. Skýringin á þessum mun á fjölda sjúklinga er sú að embættið skil- greinir ekki sjúklinga á formlegum biðlista nema þeir hafi beðið á listan- um lengur en í þrjá mánuði. Heild- arbiðlistinn er nefndur vinnulisti. Að beiðni Morgunblaðsins sendi embætti landlæknis tölur um heild- arfjölda sjúklinga á biðlistum. Sam- kvæmt þeim er Landspítalinn með langstærstu listana, eða 1.743 sjúk- linga í lok febrúar. Næstur kemur St. Jósefsspítali í Hafnarfirði með 940 manns en nánari röðun sést á með- fylgjandi grafi. Samkvæmt upplýsingum frá emb- ætti landlæknis hefur það á und- anförnum árum safnað upplýsingum þrisvar á ári um biðlista fyrir valdar aðgerðir á sjúkrastofnunum. Þær upplýsingar eru síðan birtar á heima- síðu embættisins en auk þess er send greinargerð um stöðu á biðlistum til heilbrigðisráðuneytisins eftir hverja innköllun. „Við innköllun á biðlistum er óskað eftir fjölda einstaklinga sem eru skráðir á bið eftir tilteknum aðgerð- um og einnig hversu margir sjúkling- ar hafi beðið lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð frá því að beiðni barst sjúkrastofnun. Hafi biðtími varað lengur en þrjá mánuði er talað um biðlista í þessum skilningi, en talið að styttri biðtími endurspegli í raun fremur vinnulista sjúkrastofnana, þar sem gera verður ráð fyrir því að bæði sjúklingar og sjúkrastofnanir þurfi undirbúningstíma vegna að- gerðar. Fólk er sett á biðlista sam- kvæmt málvenju þegar aðgerð er ekki gerð umsvifalaust, en við teljum að um sé að ræða vinnulista þegar biðin er styttri en þrír mánuðir,“ seg- ir Matthías Halldórsson landlæknir. Biðlistar misjafnlega alvarlegir Hann segir ennfremur að þetta sé í samræmi við venjur sem tíðkist í öðr- um löndum og sé því hægt að nota til samanburðar við þau til að fylgjast með þróun yfir tímabil. Matthías bendir á að biðlistar séu að sjálfsögðu misjafnlega alvarlegir. Þannig þoli flestir ágætlega að bíða í þrjá mánuði eftir hálskirtlatöku eða að fjarlægja ský á auga. Hins vegar þoli fólk síður slíka bið eftir hjarta- þræðingu, svo dæmi sé tekið. „Hér áður fyrr mældum við ein- ungis breytingar á fjölda ein- staklinga sem biðu eftir aðgerð, en það segir sjúklingi auðvitað meira hversu lengi viðkomandi þarf að bíða.“ Um 3.500 bíða eftir aðgerðum  Þar af hafa um 2.100 sjúklingar beðið lengur en í þrjá mánuði  Talað um vinnu- lista sjúkrastofnana ef biðin er styttri en það  Í samræmi við hefðir annars staðar   !" # $ %&  ! $'( ) *+, -#.  *   $'&#  - /,'  .0 -#.  $#1   $'& $  #         12 .23        . #  +    Í HNOTSKURN »Landlæknir kallar þrisvará ári eftir upplýsingum um fjölda sjúklinga á biðlistum sjúkrastofnana. »Af um 3.500 manns á bið ílok febrúar voru um 1.800 að bíða eftir aðgerð á auga- steini. Þar af höfðu um 1.200 beðið lengur en þrjá mánuði. » Í lok febrúar biðu 150manns eftir hjartaþræð- ingu, þar af höfðu 43 beðið lengur en þrjá mánuði. SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ er að skoða verðlagningu símtala farsíma innan símkerfis Símans, í sam- anburði við verðlagningu fyrirtæk- isins á símtölum við síma í kerfum annarra símafyrirtækja. Athugunin er langt komin, samkvæmt upplýs- ingum Páls Gunnars Pálssonar, for- stjóra Samkeppniseftirlitsins, en ekki er hægt að fullyrða hvenær henni lýkur. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst í byrjun síðasta árs eftir að símafyrirtækið Nova hélt fram að Síminn reyndi að hindra innkomu Nova á íslenskan farsímamarkað. Tilefni kærunnar var hækkun Sím- ans á verði símtala frá við- skiptavinum Símans í farsímakerfi Nova. Tók hækkunin gildi 15. des- ember 2007. Fram kom í Morgunblaðinu að forstjóri Símans hafnaði þessum ásökunum og sagði að Nova hefði það algerlega á sínu valdi að láta af ofurverðlagningu sinni á símtölum inn í símkerfi sitt. Við rannsókn Samkeppniseftir- litsins á málinu var ákveðið að skoða einnig verðlagningu innankerf- issímtala hjá Símanum, samanborið við verðlagningu símtala milli kerfa. Athugunin er langt komin en ekki lokið, samkvæmt upplýsingum Sam- keppniseftirlitsins. helgi@mbl.is Athuga verð innan kerfis Eftir því sem best er vitað veiddist síld síðast við Vestmannaeyjahöfn í nóv- ember árið 1959 eða fyrir tæpum 50 árum. Þá voru aðstæður allt aðrar en nú. Síldin sem veiddist var hæf til manneldis, höfnin með öðrum hætti svo ekki sé minnst á síldveiðiskipin og veiðarfærin. Hér er Guðbjörg VE með nótina úti en þess má geta að þetta var með fyrstu myndum sem Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari og fréttaritari Morgunblaðsins í Eyjum, sendi blaðinu. Hann fagnar því 50 ára starfsafmæli fyrir blaðið á þessu ári. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Síðast síld í höfninni 1959

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.