Morgunblaðið - 20.03.2009, Qupperneq 17
Fréttir 17INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
CARL Baudenbacher, hinn svissneski forseti
EFTA-dómstólsins í Lúxemborg, telur að fleiri
málum ætti að vísa til dómstólsins en nú er gert. Á
sama tíma og fremur lítið sé að gera hjá dóm-
stólnum berist fregnir af dómsmálum í Noregi,
Liechtenstein og Íslandi sem ekki voru borin undir
dómstólinn þrátt fyrir að ástæða hefði verið til
þess.
Þetta var meðal þess sem kom fram í hádegisfyr-
irlestri Baudenbachers sem hann hélt á vegum
lagadeildar Háskóla Íslands á miðvikudag.
Baudenbacher varð tíðrætt um að aðgengi ein-
staklinga og lögaðila að EFTA-dómstólnum væri
mun takmarkaðra en aðgangur einstaklinga og lög-
aðila að Evrópudómstólnum, dómstól Evrópusam-
bandsins. Raunar hefðu einstaklingar og lögaðilar í
EES-ríkjunum þremur betri aðgang að Evr-
ópudómstólnum en að EFTA-dómstólnum. Al-
mennt séð þá væru EES-ríkin þrjú of upptekin af
eigin lagaumhverfi en litu of lítið til þeirra laga sem
gilda í ESB og á EES.
Geri allt til að markmið samningsins náist
Samkvæmt lögum um EFTA-dómstólinn er
dómstólum í EES-ríkjunum þremur í sjálfsvald
sett hvort þeir beini þangað spurningum um túlkun
á EES-löggjöf.
Baudenbacher benti á að Skúli Magnússon, ritari
EFTA-dómstólsins, hefði fært sannfærandi rök
fyrir því að túlka ætti reglur um EFTA-dómstólinn
þannig að dómstólum í EFTA ríkjunum gæti borið
skylda til að vísa spurningum til EFTA-dómstóls-
ins. Í reglunum væri aðeins mælt fyrir um að dóm-
stólar mættu vísa málum til EFTA-dómstólsins, en
hins vegar væri einnig mælt fyrir um það í EES-
samningnum að ríkjunum bæri að gera allt sem í
þeirra valdi stæði til að markmið samningsins næð-
ust. Af þessu leiddi skyldur ríkjanna, þ.á m. dóm-
stóla þeirra, til að gera mönnum kleift að fá skorið
úr um réttindi sín og skyldur í gegnum tilvísun inn-
lendra dómstóla til EFTA dómstólsins.
Baudenbacher ræddi einnig um ESA, Eftirlits-
stofnun EFTA, og benti á að reynslan sýndi að þeg-
ar ESA hefði skotið máli til EFTA-dómstólsins og í
ljós kæmi að Evrópudómstóllinn væri einnig að
fjalla um málið, þá frestaði ESA sínum málarekstri
og biði eftir niðurstöðu Evrópudómstólsins. „Döm-
ur mínar og herrar. Fullveldi er svo oft rætt í sam-
bandi við EES-samninginn að ég hlýt að spyrja
hvort það passi við hugmynd ykkar um fullveldi að
mál sem varðar Ísland, Noreg eða Liechtenstein sé
ákveðið af Evrópudómstólnum þar sem enginn
dómari frá þessum löndum situr,“ sagði Carl Bau-
denbacher.
Fleiri mál til Lúxemborgar
Eru dómstólar skuld-
bundnir til að vísa spurn-
ingum til EFTA-dómsins?
Morgunblaðið/Heiddi
Upptekin Baudenbacher sagði að almennt væru EES-ríkin þrjú of upptekin af eigin lagaumhverfi.
Carl Baudenbacher hefur mikla reynslu af störf-
um á sviði Evrópuréttar. Þótt hann sé Svisslend-
ingur var hann hæstaréttardómari í Liecht-
enstein og ráðgjafi þarlendra stjórnvalda þegar
samið var um aðild landsins að EES.
Sviss gekk ekki í EES, heldur gerði tvíhliða
samning við ESB árið 1999. „Tvíhliða samning-
urinn hefur virkað vel en hann er dýr,“ sagði
Baudenbacher. Svisslendingar hefðu í upphafi
talið að í hvert sinn sem breytingar yrðu hjá
ESB, þá gæti Sviss samið um hvernig aðlögun
yrði háttað. Þetta væri tímafrekt og ráðherraráð
ESB hefði þegar lýst því yfir að tvíhliða samn-
ingar yrðu í ríkari mæli að taka breytingum jafn-
hliða breytingum á löggjöf ESB. Sviss ætti því á
hættu að fá galla EES-samningsins án þess að fá
kostina, þá helsta að fá aðgang að sérfræði-
nefndum framkvæmdastjórnar ESB.
Baudenbacher taldi merki um að stærri aðild-
arríki ESB beittu í auknum mæli aflsmunum.
Þetta hefði t.a.m. komið í ljós þegar Þýskaland
og Frakkland, með stuðningi Breta, hefðu neytt
Austurríki, Belgíu, Liechtenstein, Lúxemborg og
Sviss til að breyta reglum um bankaleynd með
því að hóta að setja þau á svartan lista hjá G20-
ríkja hópnum. Þetta væri hörmuleg aðferð til að
ná vilja sínum fram, burtséð frá því hvaða til-
gangi breytingarnar þjónuðu.
Tvíhliða samningur Sviss er dýr og óvissa um framtíð hans
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ er nú
með til meðferðar kæru Hafskips-
manna vegna þeirrar ákvörðunar
ríkissaksóknara að ekki væri þörf á
frekari rannsókn á Hafskipsmálinu.
Þess er aðallega krafist að dóms-
málaráðherra breyti ákvörðun rík-
issaksóknara og kveði á um að hin
opinbera rannsókn fari fram og jafn-
framt setji ráðherra sérstakan sak-
sóknara til að fara með rannsóknina.
Til vara er þess krafist að ráðherra
setji annan mann í stað Valtýs Sig-
urðssonar, ríkissaksóknara, í þessu
máli og hann taki ákvörðun um og
mæli fyrir rannsókn á málinu.
Eins og kunnugt er hafa Haf-
skipsmenn, þ.e. Björgólfur Guð-
mundsson, Páll Bragi Kristjónsson,
Helga Thomsen, ekkja Ragnars
Kjartanssonar, Þórður H. Hilm-
arsson og Helgi Magnússon krafist
þess að Hafskipsmálið verði rann-
sakað. Lögmenn þeirra hafa bent á
að gróflega hafi verið brotið gegn
þeim við rannsókn og meðferð máls-
ins á sínum tíma og þeir látnir þola
rangláta málsmeðferð. Hafa þeir
bent á að ýmis ný gögn hafi komið
fram í dagsljósið sem styðji málstað
þeirra.
Síðastliðið haust féllst rík-
issaksóknari á að taka málið til rann-
sóknar og tók fram að hann myndi
fela lögreglustjóra að annast rann-
sóknina eftir nánari fyrirmælum.
Við nánari könnun og skoðun á rann-
sóknarbeiðninni og þeim gögnum
sem henni fylgdu var það niðurstaða
hans að frekari rannsóknar málsins
væri ekki þörf, því ekkert benti til
refsiverðrar háttsemi þeirra sem
rannsóknin átti að beinast að. Því
væri henni lokið. Þessa ákvörðun
hafa Hafskipsmenn nú kært til
dómsmálaráðherra. runarp@mbl.is
Ráðherra
breyti
ákvörðun
Sérstakan saksókn-
ara í Hafskipsmálið
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
ÁTVR og fjármálaráðuneytið hafa
ákveðið breytingar á vöruvalsreglum
ÁTVR sem munu hafa í för með sér
lægri dreifingarkostnað fyrir bjór-
framframleiðendur á landsbyggðinni.
Jafnframt mun þessi ráðstöfun hafa
þau áhrif að minni mengun verður af
flutningabílum sem flytja bjórinn frá
framleiðendum.
Breytingarnar fela í sér að ÁTVR
getur samið beint við birgja um af-
hendingu vöru, sem ætluð er til dreif-
ingar á nærsvæði framleiðenda, á
öðrum dreifingarstað en í vöruhús
ÁTVR á Stuðlahálsi í Reykjavík. Með
því verður til dæmis kleift að taka við
vörum frá Vífilfelli á Akureyri, Ölv-
isholt á möguleika á að afhenda vöru
á Selfossi, Mjöður getur afhent vöru í
Stykkishólmi og Bruggsmiðjan á Ár-
skógssandi getur afhent vörur ann-
aðhvort á Dalvík eða Akureyri.
Óþarfa flutningar
Annað slagið hafa birst fréttir af
bjórflutningum landshorna á milli
sem hafa vakið furðu fólks. Frægt
var dæmið um bjórinn Kalda. Hann
er framleiddur á Árskógssandi, sem
er í innan við 10 kílómetra fjarlægð
frá Dalvík. Kaldinn sem þar er seldur
hefur hingað til verið sendur til
Reykjavíkur og þaðan til baka til Dal-
víkur, rúmlega 800 kílómetra leið.
Annað dæmi, sem hefur verið í frétt-
um, eru flutningar á Viking bjór sem
framleiddur er á Akureyri en seldur
á Egilsstöðum. Bjórinn hefur til þess
verið sendur frá Akureyri til Reykja-
víkur og þaðan til Egilsstaða, alls
rúmlega 1.020 kílómetra leið. Vega-
lengdin milli Akureyrar og Egils-
staða er hins vegar 265 kílómetrar.
ÁTVR mun á næstunni endur-
skoða verklag og fara yfir möguleika
miðað við nýjar forsendur. Sigrún
Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri
ÁTVR, segir að þessari vinnu verði
hraðað eins og kostur sé. Margt komi
til greina, m.a. að semja við dreifing-
arfyrirtæki sem fyrir eru á hverju
svæði, t.d. flutningafyrirtæki. Fram-
leiðendur hafa til þessa ekki keyrt
vöruna beint í verslanir ÁTVR og
engin breyting verður á því. Sigrún
bendir á að eftirlitsþátturinn sé mjög
mikilvægur þegar um sé að ræða
vöru eins og áfengi og hann verði að
tryggja áfram. Bjórframleiðendur
hafa greitt flutningskostnað frá verk-
smiðju til dreifingarmiðstöðvar
ÁTVR og engin breyting verður á því
þegar þeim verður fjölgað.
Breytingarnar á vöruvalsregl-
unum fela í sér að skilgreind verða
nærsvæði fyrir hvern aðila. Við skil-
greiningu þeirra verður litið til sam-
gangna og flutningatíðni ásamt að-
stöðu á hverjum stað, segir á vef
ÁTVR. Nærsvæði fyrir Vífilfell Ak-
ureyri og Bruggsmiðjuna á Ár-
skógssandi verður mögulega Blöndu-
ós, Siglufjörður, Sauðárkrókur,
Dalvík, Húsavík, Egilsstaðir, Vopna-
fjörður, Þórshöfn, Seyðisfjörður,
Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður og
Djúpivogur. Nærsvæði fyrir Mjöð
verður mögulega, Stykkishólmur,
Búðardalur, Grundarfjörður og
Ólafsvík. Nærsvæði fyrir Ölvisholt
verður mögulega Selfoss, Flúðir,
Hella, og Hvolsvöllur.
Dregið úr langferðum bjórsins
Nýjar reglur sem ÁTVR hefur sett eiga að koma í veg fyrir óþarfa bjórflutninga landshorna á milli
Dæmi eru um að tegundirnar Viking og Kaldi hafa þurft að taka á sig allt að 800 kílómetra krók
Morgunblaðið/Valdís
Bjórinn Framvegis þurfa flutningabílarnir að ferðast skemmri leið með
þann bjór, sem seldur er í verslunum ÁTVR á landsbyggðinni.
!" #$
" %&'(
4 # #++
. " 5".(
678/ *+,
! "
9 # #+:
+ 4 #
#
4 # " 5".( 678/
; #5" , #
/,' 5"+ Sala á bjór var leyfð að nýju hér
á landi 1. mars 1989 en almenn
sala á bjór hafði ekki verið leyfð
síðan 1915. Á þessum tuttugu ár-
um sem liðin eru hefur sala á
bjór meira tvöfaldast á ári
hverju. Á síðasta ári seldi ÁTVR
15,8 milljónir lítra af bjór, af ríf-
lega 20 milljóna lítra sölu af
áfengi í heild sinni. Á sama tíma
hefur sala á léttvíni einnig aukist
en sala sterkra drykkja dregist
saman.
Salan á síðasta ári jafngildir
því að hvert mannsbarn eldra en
20 ára hafi neytt 69 bjórlítra á
ári, sem gerir meira en lítra á
viku.
Fyrst þegar bjórinn var leyfður
var hlutfall innflutnings hærra
en innlendrar framleiðslu. Vöru-
tegundum hefur einnig fjölgað
verulega. Framleiðsla á bjór hef-
ur aukist talsvert hér á landi.
Fyrir utan þá stóru; Ölgerðina og
Vífilfell, eru starfandi þrjú brugg-
hús þar sem m.a. er bruggað úr
íslensku byggi. Nú er svo komið
að hlutur innlendrar framleiðslu
í bjórsölu er hátt í 70% og inn-
fluttur bjór því á undanhaldi. Víf-
ilfell er stærsti framleiðandi
bjórs hér á landi.
Hlutur íslenska
bjórsins er um 70%