Morgunblaðið - 20.03.2009, Side 18
18 FréttirVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009
Í HNOTSKURN
»113 starfsmenn unnu í höf-uðstöðvum Straums á Ís-
landi og um 600 manns í sam-
stæðunni allri undir 5
vörumerkjum.
»Dótturfélag Straums íLundúnum, Stamford
Partners, er í fullum rekstri.
Straumur hefur þegar selt
50% hlut sinn í tékkneska
bankanum Wood & Company.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
STRAUMUR mun að öllum líkind-
um virða samningsbundnar bónus-
greiðslur við starfsmenn, en bank-
anum var veitt greiðslustöðvun í
gærmorgun til 11. júní. Um er að
ræða starfsmenn sem áttu ein-
greiðslur upp á milljónir króna sam-
kvæmt samningi og starfsmenn sem
áttu inni bónusgreiðslur, samkvæmt
upplýsingum frá bankanum. Ekki
liggur fyrir um hversu marga starfs-
menn er að ræða en verið er að taka
saman upplýsingar um fjöldann.
Til þess að halda í lykilmenn
„Bankinn áleit að það yrði að vera
eitthvað til þess að halda í þessa
starfsmenn því þeir voru einfaldlega
að búa til tekjur. Ef laun þeirra
væru ekki í einhverju samræmi við
þær tekjur [sem þeir öfluðu bank-
anum] þá færu þeir bara,“ segir
Georg Andersen, upplýsingafulltrúi
Straums. Georg segir að það sé samt
fyrst og fremst markmið fram-
kvæmdastjórnar bankans í augna-
blikinu að tryggja laun almennra
starfsmanna.
79 sagt upp í gær
Straumur-Burðarás sagði í gær
upp 79 starfsmönnum, þar af 38 á Ís-
landi og 41 í Bretlandi og í Dan-
mörku. Er þeim sagt upp frá og með
31. mars næstkomandi.
Skilanefnd Straums leggur ríka
áherslu á að ráðningarsamningar við
starfsmenn verði efndir og að laun
fyrir marsmánuð verði greidd út
með hefðbundnum hætti, að því er
segir í bréfi sem skilanefndin sendi
starfsmönnum.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er útibú Straums í Lund-
únum, Teathers, í mjög lítilli starf-
semi í augnablikinu og er aðeins að
sinna lögbundinni ráðgjöf til við-
skiptavina. Útibúið og vörumerkið,
sem Straumur keypti af Landsbank-
anum á síðasta ári, er í söluferli.
Í greiðslustöðvun
en greiðir bónusa
Hópuppsögn hjá Straumi í gær 79 manns missa vinnuna
Morgunblaðið/Kristinn
Farnir William Fall sagði starfi sínu lausu sama dag og Straumur var tekinn
yfir. Björgólfur Thor Björgólfsson vinnur að því að selja Actavis.
<=> )
<=> *
<=>
+ ?>
;1@ %1
A B
$%
$&'
()
(%)
C
C
97$D
;*>
' $%$'
*%)'
*)
C
C
<=> ,
<=> - % * FRAMTÍÐ fast-
eigna í eigu Nýsis
fasteigna hf., sem
tekið var til
gjaldþrotaskipta
á miðvikudaginn,
ræðst mjög mikið
af afstöðu þeirra
kröfuhafa, sem
eru aðallega ís-
lenskir bankar,
sem eiga veð í
fasteignunum.
Nýsir fasteignir hf. rak húseignir
ýmissa menntastofnana og félaga.
Til dæmis íþróttamiðstöð Bjarkar í
Hafnarfirði, leikskólann Álfastein
og Lækjarskóla í Hafnarfirði. „Þess-
ar fasteignir eru allar til staðar og
verða að sjálfsögðu nýttar áfram,“
segir Þorsteinn Einarsson hæsta-
réttarlögmaður en hann og Ástráð-
ur Haraldsson hæstaréttarlögmað-
ur eru skiptastjórar þrotabúsins.
Hafnarfjarðarbær hefur áður lýst
yfir áhuga á að taka yfir fasteignir
sem Nýsir hefur rekið í sveitarfé-
laginu. Fyrir gjaldþrotið var settur
slíkur verðmiði á eignirnar að bæn-
um þótti ekki fýsilegt að ganga að
slíku. Þorsteinn segist ekki eiga von
á því að það verði breytingar á
rekstri þeirra fasteigna sem um
ræðir en það ráðist að nokkru af af-
stöðu veðhafanna. Þrotabúið hefur
tekið við öllum réttindum og skyld-
um Nýsis fasteigna. Þorsteinn segir
að þrotabúið muni eiga viðræður á
næstunni við sveitarfélög og veð-
hafa til þess að finn lausn á málinu.
thorbjorn@mbl.is
Þorsteinn
Einarsson
Framtíð
eigna hjá
veðhöfum
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
EYRIR Invest hefur hafnað tilboðum
í hlutafjáreign sína í Össuri eftir við-
ræður við erlenda einkaframtaks-
sjóði. Viðræður þessar voru ekki að
frumkvæði Eyris Invest.
Um er að ræða fjárfestingarsjóði
frá Bretlandi og Norðurlöndum.
Breski einkaframtakssjóðurinn Mon-
tagu LLP er þeirra á meðal en sjóð-
urinn hefur að undanförnu unnið að
því að gera formlegt tilboð í 36%
hlutafjár í Össuri.
Í tilkynningu frá Eyri Invest eru
fjárhæðir tilboðanna ekki tilgreindar
en þar segir að tilboðin hafi ekki end-
urspeglað þá virðisaukningu sem
framundan sé í rekstri Össurar.
Eyrir mun ekki eiga frumkvæði að
frekari viðræðum, að því er segir í til-
kynningu frá félaginu. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins hafa
eigendur Eyris
ekki áhuga á frek-
ari viðræðum og
er hluturinn í Öss-
uri ekki til sölu, en
Eyrir er annar
stærsti hluthafinn
í Össuri með 20%
hlut. Það lögmál
gildi samt sem áð-
ur að allt sé falt
fyrir rétt verð. Eigendur félagsins
hafa þó ekki fengið vísbendingar um
frekari tilboð frá sjóðunum eftir að
tilboðum var hafnað í gær. Í tilkynn-
ingu frá Össuri segir að stærstu hlut-
hafar félagins hafi átt viðræður við
mögulega kaupendur að undanförnu
en að engar ásættanlegar tillögur hafi
borist. Kauphöllin stöðvaði í gær við-
skipti með hlutabréf Össurar í kjölfar
frétta um væntanlegt yfirtökutilboð.
Áður en viðskiptin voru stöðvuð höfðu
bréf Össurar hækkað um rúm 8%.
Erlendir sjóðir vilja Össur
Eyrir Invest hafnaði tilboðum í 20% hlut í Össur í gær Tilboðin endurspegluðu
ekki þá virðisaukningu sem er framundan, að mati Eyris Allt falt fyrir rétt verð
Jón Sigurðsson
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
„RÍKISSTJÓRNIN er með þetta til
skoðunar. Við höfum upplýst hana
um þetta,“ segir Aðalsteinn Þor-
steinsson, forstjóri Byggðastofnun-
ar.
Eiginfjárhlutfall Byggðastofnun-
ar er undir því lágmarki sem lög um
fjármálafyrirtæki kveða á um. Í árs-
reikningi stofnunarinnar fyrir árið
2008 kemur fram að eiginfjárhlut-
fallið sé 2,8%. Samkvæmt lögum má
það ekki fara niður fyrir 8%.
Aðalsteinn segir búið að tilkynna
þetta til Fjármálaeftirlitsins. Þar
fari í gang ferli sem gefur mönnum
einhvern frest til að vinna úr þessu.
Borðleggjandi sé að ríkið þurfi að
leggja stofnuninni til fé eigi hún að
starfa áfram á svipuðum forsendum.
Samkvæmt ársreikningi skýrist
lækkun eiginfjárhlutfallsins af tvö-
földun efnahagsreiknings Byggða-
stofnunar. Meginástæðan er fall ís-
lensku krónunnar því 75% af
útlánasafni stofnunarinnar er í er-
lendri mynt. Vegna falls íslensku
krónunnar var framlag í varasjóð
vegna útlána 1,2 milljarðar króna og
endurmat á hlutafjáreign 422 millj-
ónir króna.
„Við erum eina fjármálastofnunin
sem leggur í afskriftasjóð þegar lán
eru veitt,“ útskýrir Aðalsteinn.
Vegna falls krónunnar hækka er-
lendu lánin í krónum. Þá þarf að
leggja hærri upphæð í varasjóð, sem
nú stendur í 1,7 milljörðum króna.
Hann segir stofnunina hafa hætt
að lána í erlendri mynt um mitt síð-
asta ár. Það hafi verið mikil ásókn í
erlend lán. Vextir af erlendum lánum
hafi verið lægri.
„Ég reikna ekki með að við veitum
erlend lán á þessu ári enda getum við
ekki fjármagnað það hvort eð er,“
segir Aðalsteinn.
„Við búumst við erfiðu ári 2009.
það verður örugglega erfiðara en
2008.“ Tap Byggðastofnunar í fyrra
nam 528 milljónum króna en hafði
verið 179 milljónir króna árið 2007.
Ríkisstjórnin er að skoða
björgun Byggðastofnunar
Byggðastofnun er komin undir lögbundnar kröfur um eigið fé
● GENGI krónunnar veiktist í við-
skiptum gærdagsins um 0,5% og var
lokagildi gengisvísitölunnar 199,40 stig
en var 198,40 stig við lokun markaða í
fyrradag.
Þrátt fyrir veikingu þá veiktist
Bandaríkjadalur gagnvart krónu og
endaði í 112,40 krónum en var 115,90
krónur í lok dags í fyrradag. Hins vegar
er þessu öfugt farið með evruna sem
endaði í 154,19 krónum í gær en var
151,95 krónur daginn áður.
Skýrast þessar breytingar af þeirri
ákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna að
hann muni verja allt að 300 milljörðum
dala til að kaupa skuldir.
Pundið er 163,90 krónur og danska
krónan 20,692 krónur, samkvæmt
upplýsingum frá gjaldeyrisborði Ís-
landsbanka. guna@mbl.is
Krónan veiktist og doll-
arinn sömuleiðis
● EKKI kemur almennt til álita, að mati
ríkisskattstjóra, að ívilna neytendum
vegna taps í peningamarkaðssjóðum
við slit þeirra sl. haust. Talsmaður neyt-
enda, Gísli Tryggvason, telur þó ekki
útilokað að einstaka neytendur eigi rétt
á lækkun tekjuskattsstofns ef út-
greiðsla er lægri en upphafleg fjárfest-
ing í sjóði.
Á vefsíðu Talsmanns neytenda segir
að rétt sé að neytendur, sem svo er
statt um, láti á það reyna hvort hægt
sé að fá tekjuskattstofn lækkaðan.
bjarni@mbl.is
Almennt engin ívilnun
vegna taps í sjóðum
● ÖLLU meiri velta var á hlutabréfa-
markaði í gær en daginn áður. Nam
veltan um 200 milljónum króna, en
velta á skuldabréfamarkaði nam hins
vegar 12,1 milljarði króna.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar,
OMXI6, hækkaði um 5,12% í gær og er
605,49 stig. Alfesca hækkaði mest eða
um 17,86%, Atlantic Petroleum um
12,77% og Össur um 9,55%.
Viðskipti voru stöðvuð með Össur
fyrr um daginn vegna fregna um að til
stæði að selja stóran hlut í fyrirtækinu.
Engin slík viðskipti áttu sér stað sam-
kvæmt upplýsingum frá Össuri.
guna@mbl.is
Töluverð hækkun
ÞETTA HELST…
KORPUTORGI
Laugardaginn kl 10:00
ALLIR FÁ
Fullt af fjöri, ekki
láta þig vanta.