Morgunblaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 22
22 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
É
g er komin í endurhæf-
ingu,“ segir Valentína
Björnsdóttir og hlær.
„Þetta er alveg ofboðs-
lega skemmtilegt og
ég er mjög heppin að fá að leysa hér
af í smátíma.“ Pókemon-linsubauna-
súpan sem hún bauð börnunum upp
á á sínum tíma lifir enn góðu lífi á
leikskólanum þó að hún taki vissu-
lega breytingum með matráðinum
hverju sinni. Krakkarnir á Laufás-
borg eru líka dugleg að borða græn-
meti, enda mikil hefð fyrir grænmeti
og grænmetisfæði á leikskólanum.
Líkt og aðrir landsmenn hefur
Valentína fundið fyrir því að mat-
arreikningurinn hefur hækkað und-
anfarna mánuði. „Ég er orðin ívið
hagsýnni en áður, fylgist betur með
verðlagi og hugsa mig stundum
tvisvar um áður en ég set eitthvað í
körfuna,“ segir hún. „Þá fer ég líka
betur með þann mat sem ég kaupi og
nýti hann betur.“
Valentína segir grænmetisrétti þó
ekki endilega þurfa að vera dýra og
deilir hér með lesendum upp-
skriftum að ódýrum hversdagsmat.
„Þetta eru annars vegar buff sem
gott er að bera fram í pítubrauði
með grænmeti og hins vegar mexí-
kósk súpa sem er algjör sælkera-
réttur og má vel bæta út í kjúklingi,
fiski eða lambakjöti eftir smekk.“
Mexikósk grænmetissúpa
með maísflögum og sýrð-
um rjóma
½ dl olía
2 meðalstórir laukar, fínt skornir
3 msk. tómatpúré
1 tsk. malað kummín
2 tsk. óreganó
1 tsk. paprika
kanel á hnífsoddi
chilipipar á hnífsoddi, má sleppa
2 hvítlauksrif, fínt söxuð
1 dós tómatar maukaðir
900 ml vatn
2 msk. grænmetiskraftur
1 bolli soð af nýrnabaunum (dós)
2 bollar gulrætur, skornar í litla bita
1 bolli sætar kartöflur, skornar í litla
bita
1 bolli nýrnabaunir úr dós
svartur pipar
sítrónusafi
Hitið olíu í potti, steikið laukinn í
ca. 5 mínútur en passið að hann
brenni ekki. Bætið út í tómatpúré,
öllu kryddinu og hvítlauk, hrærið í
pottinum í ca. 1 mínútu þannig að
blandan steikist aðeins. Bætið tóm-
ötum, vatni, grænmetiskrafti og soði
af nýrnabaunum út í (ef notaðar eru
frosnar nýrnabaunir borgar sig að
bæta meira vatni í súpuna og e.t.v.
örlitlu hunangi). Látið súpuna sjóða
í 30 mín., setjið síðan grænmetið út í
og sjóðið í ca. 10 mín. Smakkið til
með sítrónusafa og svörtum pipar.
Berið fram með maísflögum, t.d.
frá Urtekram, og sýrðum rjóma.
Einnig er mjög gott að strá fersk-
um kóríander yfir.
Baunabuff
400 g soðið íslenskt bankabygg
200 g soðnar kjúklingabaunir
100 g soðnar kartöflur (kældar)
½ rauð paprika fínt skorin
3 msk. blaðlaukur fínt skorinn
1 msk. salt
2 msk. Mexíkókryddblanda frá
Pottagöldrum
haframjöl
Allt hnoðað saman í mat-
vinnsluvél. Mótið buff í höndunum
og veltið þeim upp úr haframjöli.
Passið að deigið sé þétt og gott.
Steikið upp úr olíu á vel heitri pönnu
þar til buffin fá á sig gullinn lit.
Hægt er að gera stóran skammt
af buffunum, frysta og taka út eftir
hentugleika.
Pítusósa
Látið leka af ½ l AB-mjólk í 1 klst.
3 msk. ólífuolía
½ msk. majoram lagt í bleyti í
2 msk. af sjóðandi vatni í ca. 5
mínútur
Allt hrært saman og saltað eftir
smekk.
Góðir grænmetisréttir
fyrir hversdaginn
Hún er komin aftur til
starfa á Laufásborg eftir
u.þ.b. fimm ára hlé. Og
börnin og starfsfólkið
kunna vel að meta rétt-
ina sem Valentína
Björnsdóttir, sem rekur
fyrirtækið Móður náttúru
ásamt manni sínum,
Karli Eiríkssyni, býður
þeim upp á.
Einfalt og hollt Krakkar kunna vel að meta pítur. Valentína ásamt dóttur sinni Kristínu Shurui Karlsdóttur.
Morgunblaðið/Heiddi
Litrík Mexíkóska súpan er einkar bragðgóð.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Sauðárkrókshrossin hafa haft gríðarlegamikil áhrif á íslenska hrossastofninnog blóð þeirra rennur víða í íslenskumhestum. Það má segja að hryssan
Ragnars-Brúnka standi á bak við þorra ís-
lenskra hrossa í dag, en hún er máttarstólpinn í
ræktun Sveins Guðmundssonar og sonar hans
Guðmundar. Hún kom fyrst fram á sjónarsviðið
árið 1954,“ segir Arna Björg Bjarnadóttir, for-
stöðumaður Söguseturs íslenska hestsins á Hól-
um í Hjaltadal, en á morgun, laugardag, verður
haldin ráðstefna á Sauðárkróki um fyrrnefnd
Sauðárkrókshross. Hún segir ráðstefnuna
haldna til að fólk geti fræðst betur um þessi
hross og áhrif þeirra á íslenska hrossastofninn.
„Til dæmis ætlar Guðlaugur Antonsson að rekja
sögu Sauðárkrókshrossanna í sjötíu ár, Bjarni
Þorkelsson ætlar að tala um kosti og galla Sauð-
árkrókshrossanna sem og átök ræktanda og
ráðunautar, og Ingimar Ingimarsson ætlar að
tala um Svein sjálfan, þessa stórbrotnu per-
sónu, ræktanda og hestamann. Guðmundur
sonur Sveins ætlar líka að ræða um umsvif
þeirra feðga nú á dögum og Ágúst Sigurðsson
rektor verður með tölfræðilega greiningu á
áhrifum Sauðárkrókshrossanna á íslenska
hrossastofninn.“
Arna segir Svein hafa látið mikið til sín taka
við uppbyggingu mótahalds og hafi ævinlega
verið ósérhlífinn. „Aftur á móti hefur hann aldr-
ei haft tilhneigingu til að láta ljós sitt skína, en
hann hefur ekki komist hjá sviðsljósinu, vegna
þess mikla starfs sem hann hefur unnið.“
Hefur stuggað við mönnum
Feðgarnir Sveinn og Guðmundur eru enn að í
hrossarækt og þótt Sveinn sé kominn hátt á ní-
ræðisaldur þá er hugurinn sterkur og hann hef-
ur enn skoðanir á bæði eigin hrossarækt og
annarra, að sögn Örnu, sem er norðankona og
segir Skagfirðinga stolta af þessum aldna höfð-
ingja sínum. „Þótt hann hafi stundum stuggað
við mönnum, þá eru Skagfirðingar að sjálfsögðu
stoltir af ræktun þeirra feðga og hafa notið góðs
af henni.“
Á Sögusetri íslenska hestsins er m.a. rann-
sakað upphaf og þróun hrossaræktar á Íslandi.
„Efniviðurinn sem verður til á ráðstefnunni gef-
ur okkur tilefni til frekara fræðslustarfs, út-
gáfustarfs og sýningahalds. Við erum að vinna
að viðamikilli sýningu um íslenska hestinn,
hestaleikhúsi og fleiru, sem verður opnað árið
2010. Það er gaman að segja frá því að við-
skiptahugmynd Sögusetursins að hestaleikhús-
inu er komin í úrslit í frumkvöðlakeppni Innovit
og verða endanleg úrslit kunngerð á morgun.“
Ljósmynd/Friðþjófur Þorkelsson
Tveir ættliðir Sveinn heldur í gæðingamóðurina Síðu frá Sauðárkróki, sem var undan Ragnars-
Brúnku, og Guðmundur, sonur hans, heldur í dóttur Síðu, Hervöru frá Sauðárkróki.
Sauðárkrókshrossin og rækt-
andi þeirra, Sveinn Guðmunds-
son, eru viðfangsefni ráðstefnu
sem haldin verður á Sauðár-
króki á morgun á vegum
Söguseturs íslenska hestsins.
Víða gætir áhrifa Sauðárkrókshrossanna
Skráning á ráðstefnuna fer fram á netfanginu:
sogusetur@sogusetur.is
eða í s: 455-6345/896-2339