Morgunblaðið - 20.03.2009, Side 23

Morgunblaðið - 20.03.2009, Side 23
Daglegt líf 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009 Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur, meistaranema í blaða- og fréttamennsku STÓR hluti tóms verslunarrýmis við Laugaveg lifnar við á næstu dögum og verður fyllt af íslenskri hönnun og lífi. Líflegur Laugaveg- ur er liður í verkefninu Hönn- unarMars sem Hönnunarmiðstöð Íslands stendur fyrir dagana 26.- 29. mars. Viðburðir eru yfir 150 og haldnir víðsvegar um borgina. Hönnunin nær út yfir gröf og dauða. Gestir og gangandi geta val- ið sér umbúnað undir líkamsleif- arnar því m.a. verða íslensk duft- ker til sýnis. Meðan við lifum og leikum skipta skipulag og lýðheilsa máli en það er yfirskrift málþings á vegum Arkitektafélagsins. Á völd- um kaffishúsum er kaffi og bakk- elsi á borð borið í íslenskum sér- hönnuðum borðbúnaði. Greipur Gíslason, verkefnastjóri hátíð- arinnar, leggur áherslu á að ís- lenskri hönnun sé hægt að koma alls staðar fyrir. „Íslensk hönnun er frumleg, einstök, ódýr og sjaldgæf. Af hverju að kaupa frekar erlenda hönnun?“ spyr Greipur. Hesthúsin eru þar engin und- antekning og hestafólk ætti að kynna sér ryðfríar innréttingar í hesthúsin. Framlag Listasafns Íslands er ferð til nútímalegrar fortíðar en þar verður húsgagna- og listmuna- verslunin Kúlan endursköpuð. Kúl- an var stofnuð að undirlagi Dieter Roth ásamt þekktum íslenskum listamönnum. Að sögn Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, framkvæmda- stjóra Hönnunarmiðstöðvar, verður hátíðin árlegur viðburður. Mars er alveg tilvalin tímasetning. Fólk er að skríða út úr skammdeginu, vor í nánd og tilvalið að fylla líf og limi með fallegri hönnun. Hönnun fyrir lifendur og dauða Hönnun Dalvíkursleðinn verður sýndur á hönnunardögum í mars. Sigrún Haraldsdóttir ortigullfallega vísu á leiðinni í vinnuna: Geisla yfir byggðir ber, bárur glitra lætur, morgunsól er mjakar sér milli dags og nætur. Hjálmar Freysteinsson fann upp á nýjum hætti í yrkingum, nefnilega sakamálalimrunni: Hjarta sitt Gunnfríði gaf’ann en Gunnfríður vildi ekki haf’ann uppí hjá sér eins og siðurinn er. Svo fékk hún menn til að graf’ann. Hallmundur Kristinsson var fljótur til: Hún Gróa kom til þess að taka mál af Tryggva og það varð nú svaka mál; hún óttaðist hann, sem ódæðið vann; það endaði að lokum sem sakamál. Loks mannlýsing limrubloggarans Jónu Guðmundsdóttur: Að eigin sögn er hann iðinn og elskar trúi ég friðinn. Kjarkmikill berst gegn vonsku, en verst hve víða hann illa er liðinn. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Limrur og sakamál ÍSLANDSMÓT skákfélaga verður haldið í Brekkuskóla á Akureyri í dag og á morgun. Mótið er haldið nyrðra í tilefni 90 ára afmælis Skákfélags Akureyrar. Um er að ræða sveitakeppni og er teflt í fjórum deildum. Í fyrstu deild tefla 8 sveitir og fer hver við- ureign fram á 8 borðum. Keppendur á mótinu eru tæplega 400 og er það hið fjölmennasta sem háð hefur verið á Akureyri. Meðal keppenda verða allir sterkustu skákmenn landsins, s.s. Jóhann Hjartarson, núverandi Íslands- meistari, Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, setur mótið með því að leika fyrsta leiknum í viðureign heimamanna og Taflfélags Bolung- arvíkur kl. 20.00. 400 á Ís- landsmóti Morgunblaðið/Ómar Skák Jóhann Hjartarson verður í eldlínunni á mótinu á Akureyri. ALLAR VÖRUR Í BÚÐINNI TAKTU3 BORGAÐU 2 TILBOÐ ÓDÝRASTA VARAN Í KAUPBÆTI. BESTA VERÐIÐ Í 40 ÁR Laugavegi 5629730 - Kringlunni 5680800 - Smáralind 5659730 - Akureyri 4627800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.