Morgunblaðið - 20.03.2009, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009
Norðurlöndin eru virk á al-
þjóðavettvangi. Árið 2008 sam-
þykktu jafnréttisráðherrar Norður-
landanna að gera gangskör að því
að koma jafnrétti á dagskrá alþjóð-
legrar loftslagsumræðu. Þessi sam-
þykkt var byggð á grunni hnatt-
væðingarstarfs Norðurlandanna og
pallborðsumræðum í kvennanefnd
Sameinuðu þjóðanna.
Í febrúar á þessu ári funduðu
sérfræðingar frá norrænum sam-
tökum og fyrirtækjum um þessi
málefni í Kaupmannahöfn. Nið-
urstaðan er yfirlýsing með 15 til-
lögum um hvernig bæta má lofts-
lagsaðgerðir með því að taka tillit
til jafnréttismálefna í loftslagsstarf-
inu.
Tillögurnar fjalla um ólík málefni
eins og loftslagsaðlögun, nýsköpun,
fjármögnun og takmörkun á losun
koltvísýrings. Fjallað var um þær á
norrænum viðburði í tengslum við
fund kvennanefndar Sameinuðu
þjóðanna nú í mars. Við sama tæki-
færi var þátttakendum einnig
kynnt ný skýrsla og stuttmynd um
konur, karla og loftslagsbreytingar.
Loftslagsbreytingar hafa
mismunandi áhrif á konur
og karla
En af hverju eiga jafnrétti og
loftslag saman? Loftslagsbreyt-
ingar hafa mismunandi áhrif á kon-
ur og karla. Ofsaveður og flóð
vegna loftslagsbreytinga koma
verst við fátæk lönd og konur. Dán-
artíðni kvenna vegna nátt-
úruhamfara er mun hærri en karla,
meðal annars vegna þess að þær
kunna oft ekki að synda. Þar að
auki eru það oftast kvennagreinar í
fátækum ríkjum, eins og til dæmis
landbúnaður, sem verða fyrir mest-
um áhrifum ef loftslagið breytist.
Þetta hefur í för með sér að konur
í fátækum löndum tapa mestu.
Karlar verða einnig fyrir áhrifum
loftslagsbreytinga og geta til dæm-
is misst störf sín ef þau verða fyrir
áhrifum loftslagstengdra nátt-
úruhamfara.
Konur og karlar hafa
mismunandi áhrif á loftslagið
Konur og karlar verða ekki ein-
göngu fyrir mismunandi áhrifum
heldur hafa þau einnig mismunandi
áhrif á umhverfið. Ólík neyslu- og
hegðunarmynstur hafa í för með
sér að konur og karlar skilja eftir
sig ólík kolefnisspor (það er að
segja heildarlosun hvers ein-
staklings á gróðurhúsaloftteg-
undum).
Sem dæmi má nefna samgöngu-
málin, sem valda stórum hluta
koltvísýringslosunar. Karlar nota
til dæmis meira bíla en konur, og
konur nota oftar almennings-
samgöngur en karlar. Til dæmis er
talið að karlar beri ábyrgð á 75
prósentum allrar bílnotkunar í Sví-
þjóð. Annað dæmi er mismunur á
kjötneyslu. Í Danmörku neyta karl-
ar að meðaltali 139 gramma af kjöti
á dag, en konur aðeins 81 gramms.
Að auki er kynjaskiptingin í sam-
göngumálunum afar ójöfn. Til
dæmis er hlutfall kvenna í sam-
göngunefndum innan aðildarlanda
ESB frá 0-30 prósent. Til að hegð-
unarmynstur karla og kvenna geti
breyst verða bæði kynin að taka
þátt í breytingunum.
Ójöfn kynjaskipting í
ákvarðanaferlinu
Þrátt fyrir að mismunur sé á
kynjunum eiga konur fáa fulltrúa
bæði staðbundið og á heimsvísu
þegar kemur að því að taka ákvarð-
anir um loftslagsaðgerðir. Til dæm-
is er hlutfall þeirra kvenna sem eru
formenn sendinefnda og taka þátt í
alþjóðlegum loftslagsumræðum hjá
Sameinuðu þjóðunum milli 15 og 20
prósent. Konur og karlar bera
jafna ábyrgð á framtíð jarðar. Það
er jafn mikilvægt að ákvarðanir
taki mið af reynslu og þekkingu
kvenna líkt og karla. Þess vegna
verða bæði kyn að eiga fulltrúa
þegar mikilvægar ákvarðanir eru
teknar.
Við, jafnréttisráðherrar Norður-
landanna, teljum að tekið skuli tillit
til jafnréttissjónarmiða við ákvarð-
anatöku sem tengist loftslags-
aðlögun. Gera verður kröfu til rík-
isstjórna, samtaka og fyrirtækja að
bæði konur og karlar taki virkan
þátt í þróun stefnu til að leysa
loftslagsvandann.
Þegar bæði karlar og konur taka
ákvarðanir sem byggðar eru á eigin
veruleika, þörfum og reynslu, eru
meiri líkur á að lausnirnar taki tillit
til hagsmuna breiðari hóps íbúanna.
Ekki síst þýðir það umhverfisvænni
hegðun og hún kemur okkur öllum
til góða, þar á meðal heilsu jarðar.
Jafnrétti er mikilvægur
hluti loftslagslausna
Norrænu jafnréttis-
ráðherrarnir » Til þess að heim-
urinn geti orðið
sjálfbær er þörf á áhuga
og þátttöku kvenna og
karla á jafnréttisgrund-
velli.
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Ís-
landi, Karen Jespersen Danmörku,
Stefan Wallin Finnlandi, Anniken
Huitfeldt Noregi, Nyamko Sabuni
Svíþjóð.
Karen
Jespersen
Anniken
Huitfeld
Stefan
Wallin
Nyamko
Sabuni
ÞAÐ ER gríðarlega
gaman að renna sér á
snjóbretti en það getur
samt valdið töluverð-
um sársauka að detta.
Undirrituð hefur
reynslu af hvoru
tveggja. Eftir að hafa á
fertugs aldri ákveðið
að nú væri lag að yngja
sig upp og gerast
brettagella, fjárfest í bretti og smellt
sér í fjöllin, þá endaði sú langþráða
ferð í norðlensku Alpana á Sjúkra-
húsinu á Akureyri. Sjúkdómsgrein-
ingin hljóðaði upp á tognað bak og
marin nýru.
Eftir þessar hrakfarir og tölu-
verða rúmlegu þá fór ég á stúfana til
að spyrja mann og annan hvað gott
væri að gera til að koma í veg fyrir
meiðsl af þessu tagi, því erfiðara er
að koma í veg fyrir bylturnar. Þær
eru víst oft fylgifiskur sportsins. Það
sem kom út úr þessum könnunum
mínum var að það er náttúrulega
lífsnauðsynlegt að vera með hjálm,
það er töluverður hraði sem hægt er
að ná á snjóbretti og því er höggið
sem getur orðið við
byltu töluvert. Bretta-
hjálmur var því settur
á innkaupalistann því
hann verndar eitt mik-
ilvægasta líffærið, heil-
ann. Fleira var setta á
listann því hálsmeiðsli,
bakmeiðsli, handarbrot
og fótbrot eru einnig
algeng skíðaslys sem
hjálmurinn getur ekki
komið í veg fyrir.
Þannig að útivist-
arverslanirnar voru
kortlagðar og heim-
sóttar og fjárfest í einu bakbretti.
Það sem bakbrettið gerir fyrir mig
er að það ver á mér hrygginn.
Eftir að hafa lesið mér til komst
ég að því að það eru fleiri sem að
lamast en deyja í skíða- og brettas-
lysum. Eins og stendur á vef Mænu-
skaðastofnunar Íslands þá eru
hryggáverkar alvarlegir og geta
breytt lífi einstaklingsins það sem
eftir er. Að hljóta hryggbrot og
skaða á mænu í kjölfarið snýst ekki
einvörðungu um að bindast hjóla-
stól. Sá hluti líkamans sem er fyrir
neðan skaðann lamast eða starfsemi
hans skerðist verulega, s.s. útlimir,
innyfli, þvagblaðra, innri og ytri
kynfæri. Lungnastarfsemi minnkar
eða hverfur hjá hátt lömuðu fólki
auk þess sem skynið, sem er viðvör-
unarkerfi líkamans, hverfur. Þess
vegna er mænuskaði einn alvarleg-
asti skaði sem einstaklingur geta
hlotið og hann skilur eftir sig mikla
ólæknanlega eyðileggingu.
Það eina sem vantar í brettapakk-
ann minn núna eru úlnliðshlífar og
hnjáhlífar. Það eru víst ósjálfráð við-
brögð líkamans að bera fyrir sig
hendurnar þegar maður dettur og
það er ekki gott að setja hendurnar
fyrir sig þegar maður er á einhverri
ferð nema að hafa eitthvað sem að
styður við úlnliðinn. Hnjáhlífarnar
eru til í mörgum úrfærslum en þær
styðja vel við hnéð og verja þau þeg-
ar maður dettur. Reynsla mín hefur
kennt mér að það er gott að geta
gengið að loknum góðum degi. Hitt-
umst í fjallinu.
Bretti og búnaður
Sæunn Ósk Kjart-
ansdóttir hvetur
fólk til að fara var-
lega á snjóbrettum
» Brettahjálmur var
því settur á inn-
kaupalistann því hann
verndar eitt mikilvæg-
asta líffærið, heilann.
Sæunn Ósk
Kjartansdóttir
Höfundur er starfsmaður
slysavarnasviðs Slysavarnafélagsins
Landsbjargar.
Fáðu þér áskrift að
Morgunblaðinu ámbl.is/askrift
– fylgist með
Morgunblaðið gefur út sérblað í samvinnu við
Hönnunarmiðstöð Íslands tileinkað vordögum
íslenskrar hönnunar miðvikudaginn 25. mars
2009. Tilgangurinn er að vekja athygli á íslenskri
hönnun hvers konar, stórri sem smárri. Opin hús
verða víðs vegar um borgina, kynningar, fyrirles-
trar, málþing, innsetningar, sýningar; yfir 130
viðburðir verða á tímabilinu.
Meðal efnis:
- Hvað er HönnunarMars
- Íslensk hönnun
- Viðtal við arkitekta
- Skemmtileg hönnunarverkefni
- Hönnunarnám
- Viðskiptastefnumót hönnuða
- Íslensk hönnun í áranna rás
Auglýsendur
Tekið er við auglýsingapöntunum til kl 16:00
föstudaginn 20. mars
Allar nánari upplýsingar veita Katrín L. Rúnars-
dóttir í síma 510 37 27 eða katalaufey@mbl.is,
og Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir í síma 510 37 22
eða kolla@mbl.is