Morgunblaðið - 20.03.2009, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009
MIKLAR umræður
hafa verið um hvaða
sjónarmið skuli höfð að
leiðarljósi við end-
urreisn íslensks við-
skiptalífs. Sitt sýnist
hverjum en flestir eru
þó sammála um að var-
hugavert sé að snúa aft-
ur til fyrra horfs. Eitt af
því sem mikið er rætt
eru samkeppnissjónarmið og hvernig
stuðla megi að kröftugri samkeppni á
mikilvægum mörkuðum.
Það er öllum ljóst að öflug og virk
samkeppni er þjóðhagslega hagkvæm
og neytendum í hag. Út frá því má svo
gagnálykta sem svo að fákeppni og
hringamyndun sé þjóðhagslega óhag-
kvæm og neytendum í óhag. Það er
því gríðarlega mikilvægt að sporna við
þeirri fákeppni og blokkamyndum
sem orðið hefur á
ákveðnum sviðum í ís-
lensku samfélagi. Þetta
sjónarmið er grunn-
forsenda þess að reisa
megi hér heilbrigt við-
skiptalíf landsmönnum
öllum til hagsbóta.
FÍS fagnar því yf-
irlýsingum Gylfa Magn-
ússonar viðskiptaráð-
herra í
utandagskrárumræðu,
sem fór fram að frum-
kvæði Ástu Möller, á Al-
þingi hinn 24. febrúar
síðastliðinn og sjónarmiðum hans í
grein í Morgunblaðinu hinn 13. mars
síðastliðinn. Þar staðfestir ráðherrann
að samkeppnissjónarmið verði sett á
oddinn við endurreisn íslensks at-
vinnulífs auk þess sem hann bendir á
að það sé ekki ráðlegt að endurreisa í
óbreyttri mynd þau viðskiptaveldi
sem nú eru fallin. Með slík sjónarmið
að leiðarljósi munu hér rísa virkir og
öflugir markaðir þar sem aðilar takast
á með lögmætum hætti á jafnræð-
isgrundvelli. Þar með næst aukin
þjóðhagsleg hagkvæmni og bættur
hagur neytenda. Því ber vissulega að
fagna.
Það er aðeins með samkeppni, jafn-
ræði og gagnsæi að leiðarljósi sem hér
mun takast að reisa öflugt og skilvirkt
viðskiptalíf. Að endurskapa fyrri mis-
tök og óskilvirka markaði er valkostur
sem ekki kemur til greina. Nýir tímar
verða að færa þjóðinni aukna sam-
keppni og bættan hag.
Páll Rúnar Mikael
Kristjánsson skrifar
um íslenskt við-
skiptalíf
» FÍS fagnar því að
samkeppnissjón-
armið verði sett á odd-
inn og að gömul við-
skiptaveldi verðir ekki
endurreist í óbreyttri
mynd.
Páll Rúnar Mikael
Kristjánsson
Höfundur er lögmaður Félags ís-
lenskra stórkaupmanna.
Nýir tímar – aukin samkeppni
FERMINGIN er
ekki sýning, ekki færi-
bandaafgreiðsla eða
hópyfirlýsing heldur
persónuleg vitn-
isburðar- og bæna-
stund. Hún er ekki
manndómsvígsla eða
vottorð um að þú sért
kominn í fullorðinna
manna tölu. Og því síð-
ur er hún útskrift úr
kirkjunni. Heldur miklu fremur
upphaf af meðvitaðri göngu á
þroskabraut með frelsaranum Jesú
Kristi.
Fermingin er vitn-
isburður þess að þú
viljir áframhaldandi
þiggja að vera barn.
Barn Guðs, leitt af
Jesú Kristi. Barn sem
vill fá að þroskast og
dafna í skjóli hans og
leitast við að leyfa hon-
um að hafa áhrif á sig.
Þiggja leiðsögn hans
og nærveru með öllum
þeim fyrirheitum og
erfðarétti sem því
fylgir.
Fermingin er vitn-
isburður þess að vilja leitast við að
lifa lífinu í kærleika og sátt við Guð
og alla menn. Hún er að segja já við
lífinu, vilja læra að meta það, njóta
þess og þakka fyrir það. Hún er að
þiggja kórónu lífsins, dýrðarsveig
sem aldrei fölnar.
Það er því sannarlega ástæða til
að koma saman til þess að biðja og
þakka, gleðjast og fagna.
Haltu fast í kórónuna þína, svo
enginn taki sigursveginn frá þér.
Spurning fermingardagsins er
nefnilega spurning dagsins, alla ævi.
Sigurbjörn Þorkels-
son skrifar um gildi
fermingarinnar
Sigurbjörn
Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og fram-
kvæmdastjóri Laugarneskirkju.
» Fermingin er vitn-
isburður þess að þú
viljir áframhaldandi
þiggja að vera barn.
Spurning dagsins, alla ævi
KRISTJÁN Jónsson,
blaðamaður á Morg-
unblaðinu, víkur nokkr-
um orðum að mér og
Þorgerði Katrínu, vara-
formanni Sjálfstæð-
isflokksins, í blaðinu í
gær. Margt var þar vin-
samlega sagt og vil ég
þakka fyrir það. En
jafnframt var ýmsu beint til okkar
beggja sem mér finnst kalla á við-
brögð af minni hálfu.
Kristján Jónsson fullyrðir að Þor-
gerður og eiginmaður hennar, Krist-
ján Arason, „hafi tekið fullan þátt í
bólubraskinu“ og nefnir sérstaklega
há laun Kristjáns í því samhengi. Því
þurfi hún að leggja spilin á borðið og
segja nákvæmlega frá því hvað þau
hjónin eiga og skulda. Mér þykir sú
ásökun sem felst í orðum Kristjáns
heldur almenn og því nokkuð erfitt að
fjalla um hana. En staðreyndin er sú
að það var Kristján Arason sem starf-
aði í banka en ekki Þorgerður Katrín.
Þrátt fyrir að þau séu hjón þá ber
Þorgerður ekki ábyrgð á launum
Kristjáns í bankanum, ekki frekar en
að Kristján hafi borið ábyrgð á laun-
um Þorgerðar í menntamálaráðu-
neytinu. Um þetta verður vart deilt.
Hvað varðar skuldir og eignir þeirra
hjóna þá vil ég benda á að nú nýverið
voru samþykktar reglur um upplýs-
ingagjöf þingmanna og ráðherra
vegna fjárhagslegra tengsla þeirra.
Ég er þeirrar skoðunar að sömu regl-
ur eigi að gilda um Þorgerði eins og
aðra þingmenn, óháð því hver starfi
manns hennar var.
Hvað varðar stjórnarsetu mína í
sjóðum Glitnis þá er rétt að taka fram
að við upphaf próf-
kjörsbaráttu minnar
sem lauk um síðustu
helgi birti ég á heima-
síðu minni ýtarleg svör
við ýmsu sem fram hef-
ur komið í opinberri
umræðu um þennan
sjóð. Vorið 2007 var ég
beðinn um að taka sæti í
stjórninni sem annar
tveggja óháðra stjórn-
armanna. Löng hefð var
fyrir því hjá bankanum
að biðja aðila ótengda
honum að taka sæti í þessari stjórn og
var þá horft til þess að menntun
manna og reynsla gæti komið að
gagni. Ég vona að það hafi vakað fyrir
þeim sem höfðu samband við mig
vegna þessarar stjórnarsetu að ég er
hagfræðingur að mennt og lauk
MBA-námi frá London Business
School árið 2000. Útborguð laun
vegna stjórnarsetu voru ákveðin rúm-
lega 70 þúsund á mánuði, sem er sam-
bærilegt við þá þóknun sem ég fékk
þegar ég sat í stjórn Landsvirkjunar
og í stjórn fisksölufyrirtækisins Ice-
landic Group. Engin önnur hlunnindi
fylgdu þessari stjórnarsetu.
Í grein sinni segir Kristján eftirfar-
andi: „En Illugi segir að stjórnin
skipti sér ekki af daglegum ákvörð-
unum, hún fylgist bara með því að
sjóðurinn fjárfesti í samræmi við yf-
irlýsta, varfærna stefnu bankans.
Sem sjóðurinn gerði ekki.“ Hér lætur
Kristján nokkuð þung orð falla og í
ljósi þess að umræðan í samfélaginu
er orðin þannig að nóg er að setja
fram sakir til þess að sekt þyki sönn-
uð, þá er nauðsynlegt að eftirfarandi
komi fram: Fjármálaeftirlitið fylgdist
mjög náið með allri starfsemi sjóðsins
og vegna umræðunnar sem spratt
upp um sjóðinn í fjölmiðlum (meðal
annars í Morgunblaðinu) gaf Fjár-
málaeftirlitið eftirfarandi yfirlýsingu
þann 2.10.2008: „Að gefnu tilefni vill
Fjármálaeftirlitið koma því á fram-
færi að fjárfestingar Sjóðs 9 hjá Glitni
sjóðum hf. hafa verið í samræmi við
reglur sjóðsins og ákvæði laga nr. 30/
2003 um verðbréfasjóði og fjárfest-
ingarsjóði. Fjármálaeftirlitið fylgist
reglulega með því að fjárfestingar
verðbréfa- og fjárfestingarsjóða séu í
samræmi við reglur sjóðanna og
ákvæði fyrrnefndra laga. Í lok árs
2007 var gerð sérstök úttekt á Sjóði 9
hjá Glitni og var niðurstaða hennar að
fjárfestingar og starfsemi hans var í
samræmi við lög og reglur.“
Enn og aftur þakka ég Kristjáni
greinina hans. Hún á fullan rétt á sér,
þó ég sé ekki sáttur við allt sem hann
skrifar. Það er rétt hjá honum að
samfélagið okkar nær ekki aftur fót-
festu fyrr en við treystum hvert öðru
betur en nú er. Sérstaklega á það við
um okkur stjórnmálamennina, við
þurfum að ávinna okkur traust á nýj-
an leik. Við þurfum öll að vanda okk-
ur, reyna að greina rétt frá röngu, „al-
mannaróm“ frá staðreyndum og þeir
sem gefa sig að opinberri umræðu,
fjölmiðlamenn jafnt sem stjórn-
málamenn, eiga að leggja allt sitt af
mörkum til þess að þjóðin megi vinna
sig út úr núverandi vanda. Til þess er
ég reiðubúinn og ég veit að fjölmiðla-
menn láta ekki sitt eftir liggja heldur.
Illugi Gunnarsson
svarar grein Krist-
jáns Jónssonar
blaðamanns
» Það er rétt hjá hon-
um að samfélagið
okkar nær ekki aftur
fótfestu fyrr en við
treystum hvert öðru
betur en nú er.
Illugi Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Vegna greinar Kristjáns Jónssonar