Morgunblaðið - 20.03.2009, Qupperneq 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009
✝ Karen Jónsdóttirfæddist á Norð-
firði 1. október 1934.
Hún lést á Landspít-
ala, Landakoti, 12.
mars 2009. Foreldrar
hennar voru Jón
Bessason, f. 16. apríl
1874, d. 2. október
1959, og Þóranna
Andersen, f. 10. júlí
1907, d. 16. sept-
ember 1972. Systkini
Karenar eru: Sig-
urður Jónsson, f. 7.
október 1925; Ágústa
Jónsdóttir, f. 3. ágúst. 1927, d. 2.
janúar 1996; Árni Jónsson, f. 22.
apríl 1929; Helgi Jónsson, f. 29.
ágúst 1930; Þorgeir Jónsson, f. 6.
febrúar 1932; Bjarnlaugur Jóns-
son, f. 27. september 1933, d. 11.
júní 1936, Bjarnlaugur Jónsson, f.
12. september 1936, d. 4. nóv-
ember 1936; Anton Jónsson, f. 28.
október 1937, d. 15. október 1992;
Jón Jónsson, f. 14. nóvember 1939,
d. 3. júlí 2000, og Hákon Björns-
son, f. 8. júlí 1941, d. 6. maí 2005.
Karen giftist Ingimundi Ósk-
arssyni, f. 4. desember 1934, þau
skildu. Foreldrar hans voru Óskar
Ingimundarson, f. 5. nóvember
1909, d. 10. mars 1941, og Unnur
Sigurðardóttir, f. 18. júlí 1916, d.
5. júlí. 1958. Börn Karenar og
Ingimundar eru: 1) Margrét, f. 31.
janúar 1955, börn hennar eru: a)
Oddgeir Már, f. 1978, börn hans
eru Karen Anja og Rafael Fannar,
b) Árni Hlöðver, f. 1979, börn
hans eru Kristvin Máni og Eyþór
Atli, c) Jóna Ingibjörg, f. 1981,
dóttir hennar er Ísa-
bella Sif. d) Ingi-
mundur Brynjar, f.
1984, og e) Ólafur
Óskar, f. 1987. 2)
Óskar Sigþór, f. 13.
febrúar 1959, kvænt-
ur Hrafnhildi Hall-
dórsdóttur, börn
þeirra eru: a) Karen
Ósk, f. 1978, sam-
býlismaður Einar
Garðarsson, börn
þeirra eru: Óskar
Már og Ágúst Ingi.
b) Birna Rós, f. 1983,
dóttir hennar er Hrafnhildur Ósk.
c) Ingimundur Níels, f. 1986. 3)
Jón Þór, f. 26. febrúar 1960, börn
hans eru: a) Karen, f. 1981, sam-
býlismaður Baldur Kárason, börn
þeirra eru Jóel og Kári, b) Hall-
dóra Dögg, f. 1990, og c) Hákon
Ingi, f. 1995. 4) Ingi Pétur, f. 2.
febrúar 1965, sambýliskona Sig-
rún Pálsdóttir, börn þeirra eru: a)
Ottó Marinó, f. 1988, b) Sólon Kol-
beinn, f. 1995, c) Jasmin Erla, f.
1998, og d) Kristall Máni, f. 2002.
5) Unnar Smári, f. 3. maí 1966,
sambýliskona Berglind Viktors-
dóttir, börn þeirra eru a) Viktor
Smári, f. 2005, og b) Ingimundur
Smári, f. 2008, fyrir átti Unnar
soninn Adolf Smára, f. 1993. 6)
Steinar Örn, f. 27. janúar 1969,
sambýliskona Jóna Margrét Sig-
urðardóttir, börn þeirra eru: a)
Þór, f. 1989, b) Hrund, f. 1997, og
c) Björk, f. 2002.
Karen verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju í dag, 20. mars,
kl. 11.
Elskulega mamma, okkar dýpstu
þakkir.
Svo gjöful og góð
trú mér og stór
vinur minn ávallt
hún mér gefur skjól
hún er móðirin ein og sönn
og ást sem stenst tímans tönn
indæl og létt
skapstór og nett
lífsglöð trú sjálfri sér
dugleg vel sett
hún er móðirin ein og sönn
og ást sem stenst tímans tönn
alltaf skilur
alltaf styður mig
alltaf hvetur mig lífinu í
ávallt kennir mér
ávallt segir mér
tryggir mér nýja sýn
traust mitt og skjól
gefur mér hól
styður mig ávallt
svo falleg og góð
hún er móðir mín ein og sönn
og ást sem stenst tímans tönn
(Birgitta Haukdal.)
Þinn einlægur sonur og tengda-
dóttir
Ingi Pétur og Sigrún Páls.
Að missa móður er eins og að
missa stóran hluta af lífinu. En það
brennur á mér að láta vita hvernig
mamma gerði allt til að stuðla að
hamingju okkar systkinanna og
leiðbeindi mér. Hún vann hörðum
höndum kvölds og morgna og tók
þátt í gleði okkar og sorgum. Oft
beið ég í glugganum og hugsaði að
án hennar gæti ég ekki verið.
Mamma var besti vinur minn, mér
þótti gott að vera í návist hennar.
Hún var einn af demöntunum mín-
um. Besta mamma í heimi. Frá
henni stafaði öryggi og hlýja, hún
kenndi mér að koma vel fram við
alla og ekki síst þá sem minna
mega sín. Hún sagði að ef ég tæki
eitthvað að mér ætti ég að ljúka
því með framúrskarandi hætti eða
sleppa því.
Mamma var heilsuveil alla tíð og
þurfti oft að dvelja á spítala. Það
var gott að heimsækja hana á spít-
alann en heimurinn fullkominn
þegar hún var komin heim. Veik-
indin gerðu stundirnar með
mömmu enn dýrmætari. Mamma
lifði sig inn í íþróttaiðkun mína,
þvoði heilu vélarnar af íþróttaföt-
um, var á nálum um að ég meidd-
ist, hvernig gengi á keppnisferða-
lögum, fylgdist með úrslitum en
þoldi illa spennuna sem fylgdi því
að mæta á leiki. Mamma fylgdist
með knattspyrnu í sjónvarpi. Hún
var listræn, málaði landslagsmynd-
ir og báta. Þetta var hennar útrás,
hennar tími. Listsköpun sem hún
vildi skilja eftir handa börnunum.
Barnabörnin voru fastagestir á
heimilinu og fordekruð, matarborð-
ið margréttað, einn vildi kannski
fiskibollur og annar kjöt. Þótt hún
hefði ekki bílpróf kom það ekki í
veg fyrir sumarbústaðaferðir með
þeim, hún lét þá bara keyra sig.
Þar dvöldu þau dögum saman, hún
eldaði og lék við þau, spilaði, teikn-
aði og sagði sögur. Veraldleg gæði
skiptu hana engu máli, bara að hún
gæti verið í sambandi við barna-
börnin.
Þegar Þór, fyrsta barnið mitt,
fæddist fann hún sig knúna til að
segja mér hverjar skyldur mínar
væru, barninu skyldi ég sinna núm-
er eitt, vera stoltur og gæta þess,
börn væru það fallegasta í heimi.
Mamma og Þór tóku ástfóstri
hvort við annað frá fyrsta degi og
sama átti við um dætur mínar
Hrund og Björk. Þegar ég lenti í
erfiðleikum fyrir nokkrum árum
reyndist mamma stoð mín og
stytta. Hún gaf mér hlýju og ást,
með fallegum orðum benti hún mér
á hvað lífið væri fallegt og kom
mér aftur af stað. Allar stundir
með mömmu voru dýrmætar. Við
gátum spjallað um allt milli himins
og jarðar. Hún var góður hlustandi
og hafði í sér sterkan leiðbeinanda
og fannst að þótt fólk upplifði þján-
ingar og erfiðleika þyrfti fyrst og
fremst að hugsa um börnin. Síðasta
skiptið sem ég heimsótti hana
þakkaði ég henni fyrir allt og sagð-
ist elska hana. Ég vissi ekki að það
yrði í síðasta sinn sem ég sæi hana
vakandi. Mér bárust svo þau tíðindi
til útlanda að hún væri að kveðja.
Hún hafði sagt að hún myndi ekki
deyja fyrr en ég kæmi til hennar.
Þannig náði ég að kveðja hana og
gat verið hjá henni síðustu stund-
irnar.
Þegar minningabrotin raðast
saman verður heimurinn til á ný
þótt það verði ekki sami heimur-
inn.
Drottinn blessi þig, mamma mín,
og englarnir gæti þín. Þinn sonur
Steinar.
Í dag kveð ég Karen tengda-
móður mína sem ég kynntist fyrir
átta árum þegar við Unnar Smári
fórum að rugla saman reytum. Þá
voru þeir reyndar tveir feðgarnir,
Unnar og sonur hans Adolf Smári,
en þeir voru mikið hjá Karen og
hugsaði hún vel um þá. Svo bættist
ég í hópinn og má segja að hún hafi
gefið mér aðra sýn á lífið og til-
veruna. Hún Karen var ein af þess-
um konum sem láta ekki mikið fyr-
ir sér fara, forðaðist fjölmenni og
var einstaklega nægjusöm. Hún
átti lengi við veikindi að stríða en
ljósið í lífi hennar var fjölskyldan
og það var hennar ríkidæmi. Hún
lifði fyrir börnin sín og afkomendur
þeirra. Hún var mikil barnagæla
og hafði einstaklega gaman af því
að gefa fjölskyldumeðlimunum að
borða. Þá þótti henni gaman að
horfa á fótbolta í sjónvarpinu en
það var einmitt fjölskylduíþróttin
og alla tíð fylgdist hún áhugasöm
með drengjunum sínum í boltanum.
Á meðan heilsan leyfði leigði Karen
stundum bústað á sumrin og fékk
þangað til sín barnabörnin. En það
má segja að gamall draumur henn-
ar hafi ræst þegar þrír synir henn-
ar tóku upp á því að setja niður
sumarbústað í Grímsnesinu síðast-
liðið vor og gáfu honum nafnið
Karenarkot. Þá voru reyndar veik-
indin farin að hrjá hana mikið en
við áttum þar nokkrar dýrmætar
stundir saman síðasta sumar. Þar
naut hún þess að vera úti í góða
veðrinu samvistum við tvö yngstu
barnabörnin, þá Viktor Smára
þriggja ára og Ingimund Smára
eins árs. Ég gleymi því ekki heldur
hve það veitti henni mikla ánægju
að fá að sitja með þá sem ungbörn
í kjöltunni, með sængina undir og
snudduna við höndina – tímunum
saman. Og mikið var hún ánægð
þegar hún loks gat farið að gefa
þeim pelann og síðar að borða. Það
var einmitt á stundum sem þessum
að maður sá hve börnin voru henni
mikilvæg í lífinu. Það er sárt að
missa móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu, en minning hennar
mun lifa í hjörtum okkar.
Með þakklæti í huga og góðar
minningar kveð ég Karen. Blessuð
sé minning hennar.
Berglind.
Elsku amma, það tekur mig
rosalega sárt að vita að þú sért far-
in, að við eigum ekki eftir að hitt-
ast aftur og ná að spjalla saman, ég
er ennþá í Dk og er engan veginn
að meðtaka að ég sé að koma heim
til að kveðja þig. Það var bara í
febrúar sem ég kom í stutta heim-
sókn heim og kíkti á þig, þú spurð-
ir mig alltaf þegar ég kom hvenær
ég kæmi svo aftur eða þegar við
töluðum í símann, þú sagðir nánast
alltaf orðrétt „já er svona langt
þangað til“, nema núna þegar ég
kom, þá töluðum við um að það
væri núna loksins stutt þangað til
að við hittumst aftur, um páskana,
en það var því miður ekki nógu
stutt því þú kvaddir áður.
Fyrstu minningarnar mínar um
þig eru úr Unufellinu, mér fannst
alltaf æðislegt að koma til þín, ég
man helst eftir endalausum búð-
arleikjum á eldhúsborðinu, þú áttir
smápeninga sem ég fékk að nota
og svo komst þú og borgaðir og ég
fékk að gefa tilbaka, aftur og aftur,
en það sem stóð alltaf upp úr var
að fá að gista hjá þér, ég var nú
ekki mikið fyrir að gista annars
staðar en vildi alltaf fá að lúlla hjá
þér, þá var keypt nammi og maður
fékk að vaka frameftir að maður
hélt, það var toppurinn. Á síðustu
árum hef ég reynt að vera dugleg
að kíkja á þig, en tíminn hefur oft
verið lítill þessi skipti sem ég hef
komið heim. Hann hlýjar mér um
hjartarætur tíminn sem við áttum
saman fyrir rétt hálfu ári þegar ég
kom heim, ég ákvað að kíkja á þig
einu sinni enn áður en ég færi heim
og kíkti um kvöld. Við áttum ynd-
islega stund saman, þú sagðir mér
hluti um sjálfa þig sem við höfðum
aldrei talað um, eins og sorgina
sem þú gekkst í gegnum þegar þú
misstir frumburðinn þinn og hvern-
ig lífið var þá, þú klökknaðir og ég
fann að það var viðkvæm sál inni
við beinið, því þú sýndir oft ekki
miklar tilfinningar á yfirborðinu.
Þér fannst alltaf gaman að segja
mér frá pabba og Óskari þegar
þeir voru litlir, það er eitt ár á milli
þeirra eins og hjá drengjunum
mínum og það er margt ótrúlega
líkt, þú sagðir líka oft svo skemmti-
lega frá.
Þú varst yndisleg manneskja
elsku amma mín, þú áttir í gegnum
ævina oft mjög erfitt líf, varst búin
að vera veik lengi en það var eitt-
hvað sem þú vildir helst ekki tala
um og lést oft eins og það væri
ekkert að, sagðir alltaf að það væri
miklu skemmtilegra að tala um
eitthvað annað. Þú hafðir endalaus-
an áhuga á barnabörnunum þínum
og voru þau aðalumræðuefnið þeg-
ar við hittumst, þú vildir fylgjast
vel með og gerðir það svo sann-
arlega fram á síðasta dag. Þú varst
mjög listræn í þér og fyrir nokkr-
um árum gafstu mér mynd sem þú
málaðir, þessa mynd hef ég alltaf
haft á góðum stað, ég labba
framhjá henni oft á dag, ég hugsa
alltaf til þín þegar ég sé hana og
þykir mjög vænt um hana.
Elsku amma, ég hugga mig við
það að ég veit að þú varst tilbúin
til að fara, ég vona svo sannarlega
að það taki eitthvað við eftir þetta
líf og taki vel og innilega á móti
þér hinum megin, því það áttirðu
svo sannarlega skilið, þú veist að
mér þykir endalaust vænt um þig,
lífið er svo sannarlega tómlegra án
þín. Þín
Karen Jóns og fjölskylda.
Elsku hjartans amma Karen,
með ást og söknuði, kveðjum við
þig.
Himnadís þú svífur sátt
í himnaríki yfir regnbogann hátt
heillandi dansar við stjörnurnar dátt
syngur með englum töfrandi kátt
óskirnar rætast þú hefur mátt.
(JEI.)
Yndislega amma, trausti vinur
og skemmtilega stelpa sem alltaf
varst til í: að spila pokémon, felu-
leik, berjamó, teikna, grínast,
dúkkó, sögur, strætó, nettó, leyni-
lögguleik rúnta í doddsinum með
afa og skoða bátana og að
ógleymdum fótboltanum með
snilldar tilþrifum í markvörslu,
þegar heilsa þín leyfði.
Viðkvæm og þakklát þökkum við
þér fyrir allt.
Soðnu ýsuna, a la amma Karen,
sem klikkaði aldrei framreidd með
smjöri og tómatsósu.
Kærleikann, hvatninguna og dá-
semdina sem yljar hjarta okkar um
ókomna tíð og biðjum englana að
vaka með þér um alla eilífð.
Þeir segja mig látinn, ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá hjarta mínu berst falleg rós,
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og í gleði ég senda mun ljós,
sem ykkur er ætlað að gleðja.
(Höf. ók.)
Við elskum þig alltaf, amma Kar-
en.
Ottó, Sólon, Jasmín Erla
og Kristall Máni Ingabörn.
Elsku amma. Ég trúi ekki að ég
sé að kveðja þig. Þú ert búin að
vera veik svo lengi og aldrei kvart-
aðirðu, sama hversu veik þú varst,
og alltaf varstu jafnsterk. Það er
svo tómlegt að koma til vinnu á
deildina á morgnana og sjá þig
ekki þar og geta ekki spjallað við
þig. En ég vona svo innilega að þú
sért á betri stað núna og laus und-
an veikindum þínum, þú átt það
svo sannarlega skilið, elsku amma
Karen mín. Ég mun aldrei gleyma
hvað þú varst alltaf góð við mig.
Man hvað mér fannst gaman að
koma til þín í Frostafoldina og vera
hjá þér, hvað mér fannst gaman
þegar þú labbaðir með mér á róló-
inn sem var rétt hjá húsinu þínu og
sýndir mér allt á leiðinni. Það er
erfitt að kveðja þig en ég mun allt-
af hugsa hlýtt til þín og geymi
minninguna um þig í hjarta mínu.
Ég elska þig og sakna þín enda-
laust elsku amma mín.
Þín
Halldóra Dögg.
Amma Karen er án vafa ein sú
yndislegasta amma sem nokkur
getur átt. Hún var þannig amma
sem alltaf, án undantekninga, gerði
allt fyrir mann sem maður vildi og
miklu meira en það. Hún var þann-
ig amma að hún passaði alltaf að
manni liði sem best og hefði allt
sem maður þurfti, hún var líka
þannig amma að ef hún sá að eitt-
hvað bjátaði á og manni leið ekki
vel þá var hún alltaf til staðar fyrir
mann, hvort sem maður þurfti á
þvi að halda að ræða málin eða ein-
faldlega bara fá smá ást og kær-
leika, þá vissi hún nákvæmlega
hvað til þurfti og nærvera hennar
ein og sér gat lagað öll helstu
vandamál. Amma Karen átti stóran
þátt í mínu uppeldi enda eru þeir
ófáir klukkutímarnir sem ég hef
eytt hjá henni. Það var alltaf nóg
að gera þegar maður var hjá
ömmu, ef hún var ekki að elda fyrir
mann þá gátum við spilað og spjall-
að saman heillengi, og alltaf var
það jafn gaman, enda var yfirleitt
létt yfir henni og hún hafði líka
skemmtilegan húmor.
Ég gleymi því ekki þegar ég var
yngri og ég var hjá ömmu minni í
eitt skiptið. Hún var nýbúin að
kenna mér að spila Olsen, og okkur
fannst ekki leiðinlegt að spila þeg-
ar ekkert skemmtilegt var í sjón-
varpinu. Við vorum búin að spila
lengi og eitthvað var ég dapur yfir
því að tapa og ákvað ég þá að
senda ömmu inní eldhús að ná eitt-
hvað í gogginn fyrir okkur og ég
skyldi bara gefa spil á meðan. Hún
tók vel í það, en á meðan hún sá
ekki til þá ákvað ég að hagræða
spilum þannig að ég átti sigur vís-
an. Það kom líka á daginn þegar
við byrjuðum að spila að ég fór létt
með spilið og hrósaði sigri. Ég var
sáttur með gang mála og ákvað að
senda hana aftur fram í eldhús að
ná í drykk. Ég gaf mér öll bestu
spilin og vann auðveldan sigur aft-
ur. Svona gekk þetta nokkur skipti
og alltaf vann ég. Elskan sem hún
amma mín var þóttist ekkert vita
hvað væri í gangi og þóttist alltaf
koma jafn mikið af fjöllum þegar
ég vann. Ég hinsvegar hélt að hún
vissi ekki betur og væri svona
rosalega auðtrúa og það endaði
þannig að við grétum bæði úr
hlátri í langan tíma. Ég hló yfir því
hvað hún amma væri hrikalega vit-
laus að láta plata sig svona en hún
amma vissi betur og hló yfir
hversu ungur og vitlaus ég var. En
aldrei sakaði hún mig um svindl.
Þetta er lýsandi dæmi um
hversu skemmtileg og góð hún
amma okkar var og það var hún
heldur ekki bara við fjölskylduna
sína heldur allt og alla. Það segir
allt sem segja þarf að þegar henni
leið illa á elliheimilinu og spítalan-
um undir endann vildi hún ekkert
vera að ýta á takkann til að fá að-
stoð hjá starfsfólkinu, hún vildi
nefnilega ekki vera að trufla það.
Hún amma Karen átti mörg góð ár
og skilur eftir sig alveg ótrúlega
mikið af frábæru fólki hvort sem
talað er um börn hennar, barna-
börn eða barnabarnabörn. Það fer
ekki milli mála að hennar verður
gríðarlega sárt saknað í langan
tíma og minning hennar á eftir að
lifa lengi og vel þó svo að hún sé
farin frá okkur.
Elsku amma okkar, þú varst
besta amma í heimi, við munum
elska þig alltaf og aldrei gleyma
þér.
Þín ömmubörn,
Þór, Hrund og Björk.
Karen
Jónsdóttir