Morgunblaðið - 20.03.2009, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 20.03.2009, Qupperneq 40
40 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009 Lilli er yndislegur og getur ekki verið neitt annað því að skapari hans er snillingur …42 » SÖNGSVEITIN Fílharmónía heldur aðal- tónleika starfsársins á sunnudag og miðviku- dag, 22. og 25. mars, í Langholtskirkju. Flutt verða kunn verk eftir mikla meistara: Sálu- messa Mozarts og Messa í g-moll eftir Bach. Einsöngvarar verða Hallveig Rúnarsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Gissur Páll Giss- urarson og Ágúst Ólafsson. Sif Tulinius kons- ertmeistari leiðir fjölmenna hljómsveit. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson. Að þessu sinni verður ekki flutt sú útgáfa Sálumessu W.A. Mozarts sem fólk þekkir best, sú sem samtímamaður og vinur Mozarts, Franz Xavier Süssmayr, lauk við eftir að tón- skáldið lést frá ókláruðu verki. Fáir tónlistar- unnendur gera sér grein fyrir því hversu stór hluti verksins var þá ófrágenginn. Sú útgáfa sem Söngsveitin flytur nú var unnin af breska tónskáldinu Duncan Druce og hefur vakið at- hygli en hún var fyrst flutt árið1984. „Mozart fullkláraði bara fyrsta kaflann, út- setti hann fyrir hljómsveitina,“ segir Magnús. „Hann samdi fyrir söngraddirnar í níu köflum af þrettán og byrjaði á þeim tíunda, og skrifaði tölusettan bassa, en átti alveg eftir að semja fyrir hljómsveitina í hinum köflunum. Útgáfa Süssmayrs hefur verið gagnrýnd fyrir að vera varkár og ekki alveg í stíl Mozarts. Mér finnst útsetning Druce fyrir hljómsveitina nálgast skrif Mozarts betur. Hljóðfærasetningin er sú sama en mér finnst þessi betur útfærð. Í köflunum sem Mozart samdi ekki hefur verið gert ráð fyrir að hann hafi gefið fyr- irmæli um hvernig þeir ættu að hljóma, og not- að síðan efni úr fyrsta kaflanum í þann síðasta. Druce setti sig í spor samtímamanna Mozarts, það er sami heildarblærinn á þessu. Á síðustu öld fannst svo skissa með fúgustefi sem Mozart hefur greinilega viljað koma inn í Sálumessuna; að hún kæmi í kjölfarið á Lacri- mosa-kaflanum, þeim tíunda. Þetta hefur nú verið sett inn í verkið, mjög tignarleg fúga. Það er aðalmunurinn sem fólk heyrir, miðað við gömlu útgáfuna.“ Önnur Mozartútgáfa Söngsveitin Fílharmónía flytur Sálumessuna Ljósmynd/Guðmundur Hafsteinsson Kórinn Hluti Söngsveitarinnar Fílharmóníu á tónleikastaðnum, Langholtskirkju. ÍRSKA ljóð- skáldið Seamus Heaney hlaut í fyrrakvöld David Cohen-verðlaun fyrir afrek sín á sviði bókmennta. Verðlaunaféð nemur 40.000 pundum, tæplega sex og hálfri millj- ón króna. Formaður dómnefndar, lárviðar- skáldið Andrew Motion, sagði að Hea- ney væri heiðraður fyrir ljóðin sem hann hefur skapað á fjórum áratug- um, ljóðlist sem hefur „endurspeglað sögu vorra tíma, í tungutaki sem hann hefur á hugrakkan og eftirminnilegan hátt sífellt teygt lengra“. Ennfremur talaði Motion um gagnrýnin skrif Heaneys, þýðingar hans og fyr- irlestra sem hafa haft víðtæk áhrif í heimi ljóðsins. David Cohen-verðlaunin þykja ein- hver þau virtustu sem bresk skáld og rithöfundar geta hlotið. Meðal fyrri verðlaunahafa eru VS Naipaul og Ha- rold Pinter, sem báðir hlutu Nóbels- verðlaunin, rétt eins og Heaney. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár fyrir framúrskarandi æviframlag í þágu bókmenntanna. Verðlaunahafinn hlýtur 12.500 pund til viðbótar, sem hann deilir milli ungra höfunda að eigin vali. Heaney heiðraður Seamus Heaney Hlaut David Cohen-verðlaunin AFRAKSTUR níu mánaða vinnu sem Sarkozy Frakk- landsforseti fól sérfræðingum að vinna og snerist um að búa til nýtt aðalskipulag fyrir Parísarborg var kynntur á dög- unum. Forsetinn kveðst vilja breyta miðborg Parísar og úthverfum hennar í fyrstu „borg- ina eftir Kyoto“, og vísar þar til lofts- lagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Tíu hugmyndir að nýju skipulagi voru kynntar og kemur þar meðal annars fram að fyrirhugað er að leggja nýtt lestarkerfi innan borg- arinnar og fjölga opnum, grænum svæðum. Enn hefur þó ekki verið kynnt hvernig ætti að afla fjár fyrir þessar miklu breytingar, sem kynnt- ar eru í hugmyndunum. Samkvæmt The New York Times birtist í stefnu yfirvalda „djörfung sem ekki hefur sést í vestrænum borgum í marga áratugi“. Nýtt skipu- lag í París Frá Parísarborg. Á ÞESSU skólaári fagnar Tón- skólinn Do Re Mi 15 ára starfsafmæli sínu. Af því tilefni verða haldnir afmælistónleikar í Neskirkju í dag kl. 18. Þema tónleikana er heimstónlist. Á tónleikunum verða ein- göngu leikin samleiksverk og fram koma yfir eitt hundrað börn sem leika á ýmis hljóð- færi. Þá munu forskólabörn syngja við undirleik marimba- sveitar sem samanstendur af átta píanónem- endum. Eftir tónleikana verður gestum boðið upp á afmæliskaffi í hinu nýja safnaðarheimili Nes- kirkju. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Tónlist Börn leika heimstónlist Nemendur Do Re Mi. ÓKEYPIS er inn á hádegistón- leika Tríós Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum í dag kl. 12.15. Efnisskráin er samsett af kunnum, klassískum perlum og verða stef úr Töfraflautu Moz- arts leikin auk verka eftir Jules Massenet, Vittorio Monti og L. van Beethoven. Tónleikarnir eru um 40 mínútur að lengd og munu tónlistarmennirnir sjálf- ir kynna verkin sem leikin verða. Það spillir ekki fyrir ánægjunni að flutning- urinn fer fram í Kjarvalssalnum, sem er þéttskip- aður verkum eftir Kjarval frá gólfi til lofts. Tríó Reykjavíkur skipa Guðný Guðmunds- dóttir, Gunnar Kvaran og Peter Máté. Tónlist Klassísk verk á Kjarvalsstöðum Guðný Guðmundsdóttir DEILD ítölsku við Háskóla Ís- lands og Aðalræðisskrifstofa Ítalíu standa fyrir sýningum á ítölskum kvikmyndum í Regn- boganum um helgina, 20. til 22. mars. Þar verða sýndar þrjár kvik- myndir eftir Paolo Sorrentino sem er einn umtalaðasti og besti kvikmyndagerðarmaður Ítalíu af yngri kynslóðinni í dag. Myndirnar þrjár eru: Fjölskylduvinur, Afleið- ingar ástarinnar og Honum er ofaukið sem er fyrsta höfundarverk hans og önnur kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. Myndirnar eru sýndar með ítölsku tali en enskum texta. Kvikmyndir Þrjár ítalskar kvikmyndir Paolo Sorrentino Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÞETTA verður að vera gert af mikilli nákvæmni. Þess vegna höfum við fengið til liðs við okkur menn sem þekkja vín og leggja þann þunga í verkið sem þarf,“ segir Hafþór Yngvason, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur um „Flúxusgjörning sælkeranna“ eftir Takato Saito. Hann verður framkvæmdur á Kjarvalsstöðum á morgun laug- ardag, klukkan 17, í tengslum við sýninguna Skáklist. Nafntogaðir kunnáttumenn um vín og sælkerar taka þátt í gjörningnum, sem er gjöf Saito til Listasafns Reykja- víkur, en annarsvegar er teflt með léttvínum og hinsvegar brauðsnittum. Á tveimur borðum eigast við vínsérfræðing- arnir Þorri Hringsson myndlistarmaður, Einar Thorodd- sen læknir, Steingrímur Sigurgeirsson víngagnrýnandi og Lárus Jóhannesson, eigandi verslunarinnar 12 tóna. Í ein- víginu verða þátttakendur að treysta á lyktar- og bragð- skyn til að þekkja skákmennina. Samhliða fer fram einvígi með listilega skreyttum brauðsnittum sem þjónar raða á autt skákborð samkvæmt óskum keppendanna, sem eru listamennirnir Ragnar Kjartansson og Ingibjörg Magna- dóttir, Lísa Pálsdóttir útvarpsmaður og Hugleikur Dags- son rithöfundur. Fyrirmælagjörningur í anda Flúxus „Þetta er fyrirmælagjörningur í anda Flúxushreyfing- arinnar,“ segir Hafþór. „Saito hefur gert mikið af upplags- og fyrirmælaverkum og fór snemma að gera verk um skák. Hún tók skákina fyrir sem einskonar mynd af heiminum og hefur gert yfir 100 ævintýraleg skákborð. Stundum eru þau leikur, stundum hreinir skúlptúrar, en iðulega hvort tveggja.“ Í verkunum Weight Chess eftir Saito verða þátttak- endur að þekkja skákmennina af þyngdinni, en þeir líta annars eins út. Í Sound Chess þekkjast þeir aðeins af hljóð- um og í Spice Chess eru skákmennirnir eins krukkur en með mismunandi kryddblöndum. „Þannig leikur Saito með öll skynfærin; skákin er hjá henni ekki bara hugarleikur heldur skynfæraleikur,“ segir Hafþór. „Flúxusgjörningur sælkeranna“ verður tekinn upp á myndband og skrásettur í ljósmyndum og lifir verkið þann- ig bæði í fyrirmælunum sjálfum og skráningunni. Hafþór segir að Jon Hendricks, sem er einn helsti fræðimaður samtímans um Flúxus-hreyfinguna, hafi verið safninu inn- an handar og gefið ráð um uppsetninguna. „Þetta verður alvöru Flúxus-viðburður með réttum áherslum.“ Tveir skákmannanna, Steingrímur og Þorri, tóku síðan létta æfingaskák á Kjarvalsstöðum í gær. Þorri var með hvítt (vín) og Steingrímur rautt. Þeir sögðu að þátttakan í gjörningnum væri ekki eins og hefðbundin vínsmökkun, en þeir yrðu að bera kennsl á hinar einstöku víntegundir í glösunum til að geta teflt skákina til enda. Tefla með víni og snittum  Kunnur Flúxuslistamaður hefur gefið Listasafni Reykjavíkur sælkeragjörninga  Vínáhugamenn taka skákir með vínum og aðrir með fagursmurðum snittum Morgunblaðið/Einar Falur Tefla með víni „Við byrjum á vínsmökkun til að átta okkur á því hvaða taflmenn eru hvaða vín - síðan er bara að treysta á nefið meðan við teflum.“ Steingrímur og Þorri tóku skák í gær. Takako Saito, sem er fædd í Japan árið 1929 en flutti til New York árið 1963, er ein af mörgum kunnum þátt- takendum í Flúxus-hópnum svonefnda sem hafði víð- tæk áhrif á þróun myndlist- arinnar, m.a. hér á landi. Um tíma starfaði hún í Par- ís með Robert Filliou. Saito hefur einkum stað- ið fyrir gjörningum og þykir svipa til áhrifamestu lista- manna liðinna áratuga á því sviði. Margir gjörninga hennar hafa tengst skáklist á einn eða annan hátt. Þá hefur Saito jafnframt gert upplags-verk eins og þetta, Grinder Chess, frá 1965, þar sem ýmis verk- færi koma í stað skák- manna. Saito færir Listasafni Reykjavíkur Flúxusgjörn- inga sælkeranna að gjöf. Hefur gert margskonar verk út frá skák

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.