Morgunblaðið - 20.03.2009, Page 44
Lesendur þessara síðna hafaefalaust orðið varir viðhversu gróskuríkt allra
handa öfgarokk er um þessar
mundir. Hljómsveitir af þeim tog-
anum spretta upp eins og gorkúlur
en sagan hefur sýnt okkur að líftími
svona sena sé 3-4 ár og líklega er
þessi að toppa nú.
Eða hvað? Kannski er enn meiraeftir, kannski munu þjóð-
félagsaðstæðurnar, þessar einstöku
aðstæður sem við búum við nú,
stinga enn styrkari stoðum undir
hana. Enda auðvelt að leiða líkur að
því að þörfin til að tappa reiðinni af
hafi aldrei verið meiri. Þörfin til að
gera eitthvað annað en að mæna
upp í loftið í sívaxandi atvinnuleysi
verður meira knýjandi með hverri
viku. Þetta er að verða eins og í
Bretlandi undir lok áttunda áratug-
arins. Þá gekk í garð eitt magnað-
asta sköpunarskeið rokksins fyrr
og síðar og margir reyna enda að
hugga sig við það í yfirstandandi
hörmungum að við fáum þó a.m.k.
almennilega tónlist í staðinn.
Eins unaðslegt og það er nú aðbaða eyrun upp úr ástríðu-
fullri, níðþungri tónlist þá er ekki
síður indælt að dýfa þeim í haglega
samið, ofurgrípandi popp. Slíkt
gerði maður í gríð og erg í kringum
árþúsundamót, alíslenskt popp þá á
miklu og góðu flugi. Undanfarin
fimm ár eða svo hefur hins vegar
verið tómarúm á þessu sviði. Hvað
veldur? Margir freistast til að bein-
tengja fágað, plasthúðað, strauml-
ínulagað popp við góðæri og hag-
sæld en ég er farinn að halda að
ládeyða sú sem hefur verið yfir
poppinu sé frekar vegna þessara
þátta. Fólk hafði það einfaldlega of
gott.
Nú er því lag. Það er hægt að fáútrás yfir ástandinu með því
að vera ofsareiður, sem er gott og
gilt, en það er líka hægt að snúa á
ömurðina með því að fara í öfuga
átt, syngja sæll og glaður um afrek
sem maður ætlar að vinna og tæki-
færi sem bíða. „Stundum lífið er/
grámygla og glórulaust/en þá er
gott að gleyma sér.“
Ingó Veðurguð! Tak staf þinn og
popphatt og leiddu nú íslensku
poppbyltinguna! arnart@mbl.is
Hvar er poppið?
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
»Margir freistast tilað beintengja fágað,
plasthúðað, straumlínu-
lagað popp við góðæri
og hagsæld …
Poppguð? Íbygginn Ingó
plottar næstu skref. Mun
þessi maður bjarga ís-
lensku poppi?
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2009
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
- S.V., MBL - DÓRI DNA, DV5 - S.V., MBL
- E.E., DV
- Ó.H.T.,RÁS 2
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 551 9000
750kr.
750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
750k
r.
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú b
Arn - Tempelriddaren kl. 6 - 9 B.i.14 ára
Blái Fílinn ísl. tal kl. 6 600 kr. f. börn, 750 kr. f. fullorðna LEYFÐ
Last Chance Harvey kl. 8 - 10:10 LEYFÐ
Marley & Me kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
Vicky Cristina Barcelona kl. 5:50 LEYFÐ
The Reader kl. 8 - 10:20 B.i.14 ára
Marley & Me kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
Blái Fílinn ísl. tal kl. 5:50 LEYFÐ
Milk kl. 8 B.i.12 ára
The Wrestler kl. 10:20 B.i.14 ára
MAGNAÐUR SPENNUTRYLLLIR MEÐ CLIVE OWEN OG
NAOMI WATTS Í FANTAFORMI!
- S.V., MBL
- E.E., DV
„HELVÍTIS FOKKING BANKAHYSKI”
750k
r.
750k
r.
SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
FYRSTA ÁSTIN,
SÍÐASTA TÆKIFÆRIÐ
OG ALLT ÞAR Á MILLI.
HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI,
Stórskemmtileg
teiknimynd fyrir alla
fjölskylduna með
íslensku tali um vináttu,
ást og hugrekki.
600 kr. fyrir b
örn
750 kr. fyrir f
ullorðna
MYND UM HJÓN
SEM ERU HUN-
DELT AF LEIGU-
MORÐINGJA OG
FÉLAGA HANS!
MÖGNUÐ SPENNU-
MYND GERÐ EFTIR
SÖGU MEISTARA
ELMORE LEONARD
MEÐ DIANE LANE OG
MICKEY ROURKE Í
AÐALHLUTVERKUM.
Í GÆR VAR
HÚN VITNI
Í DAG ER HÚN
SKOTMARK
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Í GÆR VAR
HÚN VITNI
Í DAG ER HÚN
SKOTMARK
750k
r.
750k
r.
Killshot kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
The International kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára
He´s just not that into you kl. 6 - 9 B.i. 12 ára
Fanboys kl. 5:50 LEYFÐ
The Pink Panther 2 kl. 6 LEYFÐ
The Family Friend kl. 5:50 LEYFÐ
The Consequences of Love kl. 8 LEYFÐ
One Man Up kl. 10:10 LEYFÐ
Ítalskir dagar
The Family Friend
The Consequences of Love
One Man Up
BRESKA leikkonan Natasha Rich-
ardson, lést á miðvikudaginn, 45 ára
að aldri. Hún slasaðist á mánudag á
skíðanámskeiði fyrir byrjendur á
Mont Tremblant-skíðasvæðinu í
Kanada. Hún var ekki með hjálm og
virtist upphaflega ekki hafa meitt
sig, hún hafnaði læknishjálp tvívegis
strax eftir slysið en nokkrum
klukkustundum síðar var hún flutt
meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hún
komst aldrei aftur til meðvitundar.
Richardson var gift írska leik-
aranum Liam Neeson og eiga þau
tvo syni. Hún var dóttir leikkon-
unnar Vanessu Redgrave, sem lifir
dóttur sína, og kvikmyndaleikstjór-
ans Tony Richardson. Systir hennar
Joely Richardson er einnig þekkt
leikkona.
Richardson
er látin
Leikarahjón Natasha Richardson
og Liam Neeson á góðri stundu.