Morgunblaðið - 21.03.2009, Page 1

Morgunblaðið - 21.03.2009, Page 1
L A U G A R D A G U R 2 1. M A R S 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 78. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF Í RANNSÓKNARLEIÐ- ANGRI UM NETHEIMA «DANIEL CHUN OFURVALD AUGLÝS- ENDA YFIR SIMPSON Ásgeir H. Ingólfsson ræðir við franska leikskáldið Marie Darrieus- secq, höfund Sædýrasafnsins sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu 27. mars næstkomandi. LESBÓK Frönsk heims- endisstemning Myndröðin Íslenskt heldur áfram að birtast í miðopnu Lesbókar. Ein- ar Falur Ingólfsson skoðar birting- armyndir íslenskrar menningar, hönnunar og framkvæmda. Af íslenskum mannvirkjum Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson skrifaði einkavæðingarnefnd bréf þar sem hann hótaði, fyrir hönd Samson, að slíta viðræðum um kaup á Landsbankanum tveimur dögum áður en skrifað var undir samkomu- lag þess efnis 18. október 2002. Umrætt bréf er meðal þeirra gagna framkvæmdanefndar um einkavæðingu sem varða sölu Landsbankans og Búnaðarbankans og Morgunblaðið hefur fengið fullan aðgang að. Á næstu dögum verður farið ítarlega yfir þau gögn á síðum blaðsins. Í bréfinu segir að „verðbil Samson og forsendur um eignar- hluti hafa verið þekktar frá fyrsta degi. Að gera þessi atriði að bitbeini nú á síðari stigum viðræðna bendir til þess að önnur sjónarmið en fag- leg séu farin að vera ráðandi við ákvarðanatöku. Ofangreint tilboð gildir til kl. 17:00 fimmtudaginn 17. október 2002. Að öðrum kosti lítur Samson svo á að ríkið hafi slitið við- ræðum við félagið.“ Heimildir Morgunblaðsins herma að fundað hafi verið fram á nótt þann fimmtudag í Þjóðmenningar- húsinu til að fá niðurstöðu í málið. Daginn eftir var skrifað undir sam- komulag um kaup á 45,8% hlut rík- isins í Landsbankanum. Samson hótaði viðræðuslitum  Björgólfur Thor hótaði að slíta viðræðum um kaup á Landsbankanum  Sagði önnur sjónarmið en fagleg ráða SJÖTTI og fjölmennasti landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til þessa var settur í gær og stendur nú um helgina. Kynnt voru drög að kosningamálum sem nánar verður unnið að um helgina. Mikil þátttaka var í almennum stjórnmálaumræðum í gærkvöldi. Fund- argestir gagnrýndu þingflokkinn harðlega fyrir að hafa brugðist jafn- réttisstefnu sinni með nýlegri skipan í nefndir. Evrópumálin brunnu einnig á mörgum. Ekki bárust ný framboð til embætta formanns, vara- formanns og ritara flokksins en kosið verður í dag. Vinstri græn fjölmenntu á fund Morgunblaðið/Golli Engin ný framboð bárust til embættis formanns, varaformanns og ritara Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „VIÐ höfum mestar áhyggjur af óhóflegri tekjutengingu fjármagns- tekna við lífeyri hjá Tryggingastofn- un. Það er líka slæmt ef lífeyrissjóð- irnir bregðast, ofan á allt annað,“ segir Helgi K. Hjálmsson, formaður stjórnar Landssambands eldri borg- ara. Samtök eldri borgara hafa áhyggjur af fyrirsjáanlegri skerðingu á lífeyri hjá lífeyrissjóðunum. Eignir allra lífeyrissjóðanna rýrn- uðu á síðasta ári vegna erfiðleika á fjármálamarkaði um 10 til 30% og það vantar upp á að eignir allra stærri sjóðanna dugi til að hægt sé að standa undir fullum lífeyrisgreiðslum í fram- tíðinni. Nokkrir sjóðir hafa boðað lækkun lífeyris. Unnar Stefánsson, nýkjörinn for- maður Félags eldri borgara í Reykja- vík, segir mikilvægt að standa vörð um lífeyrissjóðina, þeir eigi að vera friðhelgir. Helgi Hjálmsson segir að vissulega hafi bankahrunið haft áhrif á ávöxtun lífeyrissjóðanna. Skerðing sparnaðar eldri borgara í lífeyrissjóðunum bæt- ist ofan á ýmsar aðrar hremmingar, s.s. tap margra á séreignarsparnaði. „Fólk hefur ekki í nein hús að venda. Við höfum verið að berjast fyrir hækkun grunnlífeyris Trygginga- stofnunar en talað fyrir daufum eyr- um. Það er ætlast til þess að eldri borgarar lifi á tekjum langt undir fá- tæktarmörkum. Svo er fólki refsað fyrir ráðdeildarsemi því vextir og verðbætur af sparnaði sem fólk hefur náð að nurla saman og rétt nær að hanga í verðlagsþróun koma til frá- dráttar lífeyri,“ segir Helgi. Áhyggjur af skerðingu Eldri borgarar gagnrýna óhóflega tekjutengingu vaxta við lífeyri Í HNOTSKURN »Allir lífeyrissjóðirnir töp-uðu á fjárfestingum sínum á síðasta ári. Mismiklu þó. »Fæstir eiga eignir til aðstanda að fullu undir líf- eyrisskuldbindingum í fram- tíðinni. »Lífeyrisþegar geta haft 99þúsund kr. í fjármagns- tekjur á ári án þess að það skerði lífeyri. Vextir umfram það skerða lífeyrisgreiðslur að fullu, í stað 50% áður.  Allir lífeyrissjóðir | 2  Lilja Pálma- dóttir, dóttir Pálma Jónssonar í Hagkaup, hefur stofnað sjóð í nafni föður síns sem ætlað er að styrkja hin ýmsu verkefni sem tengjast íslenskri náttúru. Alls eru um 300 milljónir í sjóðnum, en ár- lega verða allt að 25 milljónir veitt- ar úr honum. Lilja segir að öll verk- efni eigi möguleika á að fá styrk úr sjóðnum, svo lengi sem þau tengist náttúrunni með einum eða öðrum hætti. „Við erum að kalla eftir hug- arfarsbreytingu hjá fólki, hvað þessi náttúra okkar skiptir miklu máli. Við viljum vekja fólk til vit- undar um hversu mikils virði hún er. Þetta er eins konar áminning um vægi og verðmæti náttúrunn- ar,“ segir Lilja. Fyrsta styrkveiting verður nú í vor, en auglýst verður eftir um- sóknum um helgina. »Lesbók 300 milljónir í Náttúruvernd- arsjóði Pálma Jónssonar Lilja Pálmadóttir  Samanlagðar skuldir stjórn- málaflokkanna sex í lok kosn- ingaársins 2007 námu rúmum hálfum milljarði króna, að því er fram kemur í úttekt Rík- isendurskoðunar á fjármálum þeirra. Er sambærilegrar nið- urstöðu fyrir árið 2008 að vænta næsta haust. Ýmislegt athyglisvert kemur fram í úttektinni, m.a. að tekjur Sjálf- stæðisflokksins eru langmestar og að nokkur stéttarfélög styðja ein- göngu Samfylkinguna. »8 Flokkarnir skulduðu hálfan milljarð króna  Sjálfstæðisflokkurinn verður að skapa traust á ný og gangast við mistökum. Þetta kemur fram í skýrslu Endurreisnarnefndar flokksins sem kom út í gær. Þar er bent á fjölmörg mistök stjórnvalda í aðdraganda bankahrunsins og komið með tillögur að því hvernig haga skuli endurreisn efnahagslífs- ins í framtíðinni. »6 Bent á mistök og hugað að endurreisn í framtíðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.