Morgunblaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 1. M A R S 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 78. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF Í RANNSÓKNARLEIÐ- ANGRI UM NETHEIMA «DANIEL CHUN OFURVALD AUGLÝS- ENDA YFIR SIMPSON Ásgeir H. Ingólfsson ræðir við franska leikskáldið Marie Darrieus- secq, höfund Sædýrasafnsins sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu 27. mars næstkomandi. LESBÓK Frönsk heims- endisstemning Myndröðin Íslenskt heldur áfram að birtast í miðopnu Lesbókar. Ein- ar Falur Ingólfsson skoðar birting- armyndir íslenskrar menningar, hönnunar og framkvæmda. Af íslenskum mannvirkjum Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson skrifaði einkavæðingarnefnd bréf þar sem hann hótaði, fyrir hönd Samson, að slíta viðræðum um kaup á Landsbankanum tveimur dögum áður en skrifað var undir samkomu- lag þess efnis 18. október 2002. Umrætt bréf er meðal þeirra gagna framkvæmdanefndar um einkavæðingu sem varða sölu Landsbankans og Búnaðarbankans og Morgunblaðið hefur fengið fullan aðgang að. Á næstu dögum verður farið ítarlega yfir þau gögn á síðum blaðsins. Í bréfinu segir að „verðbil Samson og forsendur um eignar- hluti hafa verið þekktar frá fyrsta degi. Að gera þessi atriði að bitbeini nú á síðari stigum viðræðna bendir til þess að önnur sjónarmið en fag- leg séu farin að vera ráðandi við ákvarðanatöku. Ofangreint tilboð gildir til kl. 17:00 fimmtudaginn 17. október 2002. Að öðrum kosti lítur Samson svo á að ríkið hafi slitið við- ræðum við félagið.“ Heimildir Morgunblaðsins herma að fundað hafi verið fram á nótt þann fimmtudag í Þjóðmenningar- húsinu til að fá niðurstöðu í málið. Daginn eftir var skrifað undir sam- komulag um kaup á 45,8% hlut rík- isins í Landsbankanum. Samson hótaði viðræðuslitum  Björgólfur Thor hótaði að slíta viðræðum um kaup á Landsbankanum  Sagði önnur sjónarmið en fagleg ráða SJÖTTI og fjölmennasti landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til þessa var settur í gær og stendur nú um helgina. Kynnt voru drög að kosningamálum sem nánar verður unnið að um helgina. Mikil þátttaka var í almennum stjórnmálaumræðum í gærkvöldi. Fund- argestir gagnrýndu þingflokkinn harðlega fyrir að hafa brugðist jafn- réttisstefnu sinni með nýlegri skipan í nefndir. Evrópumálin brunnu einnig á mörgum. Ekki bárust ný framboð til embætta formanns, vara- formanns og ritara flokksins en kosið verður í dag. Vinstri græn fjölmenntu á fund Morgunblaðið/Golli Engin ný framboð bárust til embættis formanns, varaformanns og ritara Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „VIÐ höfum mestar áhyggjur af óhóflegri tekjutengingu fjármagns- tekna við lífeyri hjá Tryggingastofn- un. Það er líka slæmt ef lífeyrissjóð- irnir bregðast, ofan á allt annað,“ segir Helgi K. Hjálmsson, formaður stjórnar Landssambands eldri borg- ara. Samtök eldri borgara hafa áhyggjur af fyrirsjáanlegri skerðingu á lífeyri hjá lífeyrissjóðunum. Eignir allra lífeyrissjóðanna rýrn- uðu á síðasta ári vegna erfiðleika á fjármálamarkaði um 10 til 30% og það vantar upp á að eignir allra stærri sjóðanna dugi til að hægt sé að standa undir fullum lífeyrisgreiðslum í fram- tíðinni. Nokkrir sjóðir hafa boðað lækkun lífeyris. Unnar Stefánsson, nýkjörinn for- maður Félags eldri borgara í Reykja- vík, segir mikilvægt að standa vörð um lífeyrissjóðina, þeir eigi að vera friðhelgir. Helgi Hjálmsson segir að vissulega hafi bankahrunið haft áhrif á ávöxtun lífeyrissjóðanna. Skerðing sparnaðar eldri borgara í lífeyrissjóðunum bæt- ist ofan á ýmsar aðrar hremmingar, s.s. tap margra á séreignarsparnaði. „Fólk hefur ekki í nein hús að venda. Við höfum verið að berjast fyrir hækkun grunnlífeyris Trygginga- stofnunar en talað fyrir daufum eyr- um. Það er ætlast til þess að eldri borgarar lifi á tekjum langt undir fá- tæktarmörkum. Svo er fólki refsað fyrir ráðdeildarsemi því vextir og verðbætur af sparnaði sem fólk hefur náð að nurla saman og rétt nær að hanga í verðlagsþróun koma til frá- dráttar lífeyri,“ segir Helgi. Áhyggjur af skerðingu Eldri borgarar gagnrýna óhóflega tekjutengingu vaxta við lífeyri Í HNOTSKURN »Allir lífeyrissjóðirnir töp-uðu á fjárfestingum sínum á síðasta ári. Mismiklu þó. »Fæstir eiga eignir til aðstanda að fullu undir líf- eyrisskuldbindingum í fram- tíðinni. »Lífeyrisþegar geta haft 99þúsund kr. í fjármagns- tekjur á ári án þess að það skerði lífeyri. Vextir umfram það skerða lífeyrisgreiðslur að fullu, í stað 50% áður.  Allir lífeyrissjóðir | 2  Lilja Pálma- dóttir, dóttir Pálma Jónssonar í Hagkaup, hefur stofnað sjóð í nafni föður síns sem ætlað er að styrkja hin ýmsu verkefni sem tengjast íslenskri náttúru. Alls eru um 300 milljónir í sjóðnum, en ár- lega verða allt að 25 milljónir veitt- ar úr honum. Lilja segir að öll verk- efni eigi möguleika á að fá styrk úr sjóðnum, svo lengi sem þau tengist náttúrunni með einum eða öðrum hætti. „Við erum að kalla eftir hug- arfarsbreytingu hjá fólki, hvað þessi náttúra okkar skiptir miklu máli. Við viljum vekja fólk til vit- undar um hversu mikils virði hún er. Þetta er eins konar áminning um vægi og verðmæti náttúrunn- ar,“ segir Lilja. Fyrsta styrkveiting verður nú í vor, en auglýst verður eftir um- sóknum um helgina. »Lesbók 300 milljónir í Náttúruvernd- arsjóði Pálma Jónssonar Lilja Pálmadóttir  Samanlagðar skuldir stjórn- málaflokkanna sex í lok kosn- ingaársins 2007 námu rúmum hálfum milljarði króna, að því er fram kemur í úttekt Rík- isendurskoðunar á fjármálum þeirra. Er sambærilegrar nið- urstöðu fyrir árið 2008 að vænta næsta haust. Ýmislegt athyglisvert kemur fram í úttektinni, m.a. að tekjur Sjálf- stæðisflokksins eru langmestar og að nokkur stéttarfélög styðja ein- göngu Samfylkinguna. »8 Flokkarnir skulduðu hálfan milljarð króna  Sjálfstæðisflokkurinn verður að skapa traust á ný og gangast við mistökum. Þetta kemur fram í skýrslu Endurreisnarnefndar flokksins sem kom út í gær. Þar er bent á fjölmörg mistök stjórnvalda í aðdraganda bankahrunsins og komið með tillögur að því hvernig haga skuli endurreisn efnahagslífs- ins í framtíðinni. »6 Bent á mistök og hugað að endurreisn í framtíðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.