Morgunblaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2009 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is SIÐGÆÐI, jafnrétti, samhugur og löghlýðni þarf að öðlast „aukinn sess“ í því gildismati sem end- urreisn efnahagslífsins byggist á. Forsenda árangurs þegar til lengd- ar er litið er ekki að læra „trikk“ eða verða fær í viðskiptalegum „loftfimleikum“ heldur að vera dyggðugur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu end- urreisnarnefndar Sjálfstæð- isflokksins, sem kom út í gær. Í skýrslunni er farið yfir ástæður hruns efnahagskerfisins og ábyrgð stjórnvalda og Sjálfstæðisflokksins reifuð í því sambandi. Segir m.a. að þrátt fyrir alþjóðakreppuna sé vandinn hér á landi að miklu leyti heimatilbúinn og að Seðlabankinn og stjórnvöld hafi brugðist of seint við mikilli stækkun bankakerfisins. Miklar lánveitingar Seðlabank- ans til bankanna gegnum end- urhverf viðskipti eru sagðar hafa verið alvarleg mistök. Ein stærstu mistökin hafi þó falist í því að sam- þykkja innlánsreikninga íslensku bankanna á erlendri grund, s.s. Icesave-reikningana. Þá stendur að háir stýrivextir hafi hvatt al- menning og fyrirtæki til að taka er- lend lán og erlenda aðila til að fjár- festa í íslenskri krónu. Um leið og þeir síðarnefndu hafi kippt að sér höndum hafi gengi krónunnar fallið með tilheyrandi verðbólgu. Mjög er gagnrýnt hvernig staðið var að einkavæðingu Landsbank- ans og Búnaðarbankans. Ferlið hafi verið ógagnsætt og hagstæðari tilboð fyrir ríkissjóð hafi verið snið- gengin. Þegar rætt er um hagvöxt fram- tíðarinnar segir að samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og stjórnenda feli í sér að krafan um hámörkun arðs leiði „ekki til þess að öllum meðulum sé beitt“. Aðgerðir á borð við tímabundinn skattafrádrátt til fyrirtækja vegna nýráðninga myndu nýtast atvinnulífinu. Huga þurfi að því hvort „ekki sé rétt að útvista eða setja í einkarekstur verkefni ríkis og sveitarfélaga svo jafna megi kynjahlutfall til foryst- ustarfa í atvinnulífinu“ og eru heil- brigðisstéttir, umönnunarstéttir og skólamál sérstaklega nefnd í þessu sambandi. Þá segir að opna þurfi hagkerfið enn frekar og rjúfa endanlega ein- angrun landsins. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda nú sé að leggja grunninn að því að eignir ríkisins í atvinnurekstri verði á ný færðar í hendur einkaaðila. Frjáls markaður besta leiðin Skýrsluhöfundar undirstrika að frjálst markaðskerfi sé besta og skynsamlegasta leiðin í atvinnulíf- inu en stjórn peninga- og fjármála ríkisins þurfi að vera á hendi stjórnvalda, „rétt eins og lög- gæsla“. Sjálfstæðisflokkurinn verði að skapa traust á ný, m.a. með því að gangast við mistökum. Skýrslan segir að ekki sé þjóð- hagslegur hagur í því að reka fjöl- skyldur úr íbúðarhúsnæði sínu sem komnar eru í greiðsluþrot. Samn- ingar um lánamál þurfi að vera sveigjanlegir án þess að „viðhalda óraunhæfu ástandi“. Lækka þurfi stýrivexti strax og koma þeim á stuttum tíma í það horf sem er í nálægum löndum. Í kaflanum um samkeppnishæfni segir að forsendur hennar séu op- inn og frjáls markaður og stöðugt efnahagsumhverfi. Samkeppnishæfni landsins velti á þremur meginþáttum; sam- keppnisforskoti einstakra fyr- irtækja, aðgangi að sérhæfðum framleiðsluþáttum og á svoköll- uðum fyrirtækjaklösum. Morgunblaðið/Golli Útgáfa Skýrslan ber heitið Endurreisn atvinnulífsins og kynnti formaður endurreisnarnefndarinnar, Vilhjálmur Egilsson, hana fyrir flokksmönnum. Þurfa að skapa traust á ný  Skýrsla endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins kom út í gær  Vandinn að miklu leyti heimatilbúinn  Eignir ríkisins verði aftur færðar til einkaaðila „Það er sagt að ekki hafi allt heppnast sem gert var og að gerð hafi verið ákveðin mistök á sumum sviðum. Það er sjálfsagt að gangast við því,“ segir Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, um þá gagnrýni sem fram kemur í endurreisnarskýrslunni. „Sum þau mis- tök skrifast á reikning stjórnvalda og eftir atvikum Sjálfstæðisflokksins. Önnur skrifast á reikning atvinnu- lífsins og kannski sérstaklega bankanna.“ Hann segir að meðhöndla þurfi frelsið af ábyrgð og að á stundum hafi menn e.t.v. umgengist það of glanna- lega. „En sú grundvallarstefna sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur beitt sér fyrir undanfarin 18 ár að auka frelsi og svigrúm ein- staklinga og fyrirtækja – hún er rétt.“ Sú stefna muni skila bestum árangri í framtíðinni. „En það er mikill munur á því hvort maður situr á tömdum gæðingi eða ótemju. Markaður- inn skilar ekki bestum árangri nema hann lúti ákveðnum reglum.“ Hann segir ljóst að ekki skrifi allir flokksmenn undir allt sem í skýrsl- unni stendur. „Ég er alveg viss um að hér er eitt og annað sem ég er ekki sammála. En það gerir ekki til því hér er öllum skoðunum safnað saman.“ Munur á gæðingi og ótemju Geir H. Haarde FORSVARSMENN NBI, sem stofn- aður var utan um innlenda starfsemi Landsbankans eftir að skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók hann yfir, neita að upplýsa hjá hvaða viðskipta- vinum 1,8 milljarða skuld hefur verið endanlega afskrifuð. Í svari Stein- gríms J. Sigfússonar fjármálaráð- herra við fyrirspurn um afskriftir nýju ríkisbankanna kom fram að að- eins NBI hefði, einn ríkisbanka, end- anlega afskrifað fyrrnefnda upphæð. Í svari Landsbankans við fyrir- spurn Morgunblaðsins segir: „End- anleg afskrift er ekki framkvæmd fyrr en innheimtuaðgerðir hafa verið reyndar í þaula og ekki er talið mögu- legt að staðið verði við skuldbinding- ar. Gagnvart fyrirtækjum felur þetta oftast í sér að þau hafa farið í gjald- þrot. Landsbankinn gefur ekki upp- lýsingar um viðskiptavini sem hafa lent í slíkum greiðsluerfiðleikum að nauðsynlegt er að afskrifa útlán.“ Undir svarið ritar Ólafía Harðardótt- ir á hagfræðisviði bankans. Hinir bankarnir tveir, Íslandsbanki og Nýi Kaupþing banki, hafa ekki endanlega afskrifað neinar upphæðir samkvæmt svari Steingríms J. við fyrirspurn um afskriftirnar í þinginu. Hvort til afskrifta kemur á næstunni ræðst af því hvernig fyrirtækjum og heimilum reiðir af. Neita að upplýsa afskriftir Ekki afskrifað nema að innheimtu fullreyndri LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu leitar manns sem síðustu daga hefur reynt að stela verðmætum úr skartgripaverslunum. Í gær tókst honum að komast undan á hlaupum með veruleg verðmæti úr verslun við Hamraborg í Kópavogi, aðallega armbönd. Þjófurinn er um þrítugt og um 180 sm á hæð, grannvaxinn, dökkhærður og snöggklipptur. Hann er af er- lendu bergi brotinn. Skartgripa- þjófs leitað „ÉG GET ekki annað en fagnað þessari ákvörðun HB Granda innilega,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness um þá ákvörðun fyrirtækisins að greiða starfsfólki sínu launahækkanir upp á 13.500 krónur sem taka áttu gildi 1. mars sl. „Þetta er ekkert annað en fullnaðarsigur. Að þessu stefndum við og núna hvetjum við önnur fyrirtæki sem hafa borð fyrir báru að fara að fordæmi HB Granda og láta þessar hækkanir koma til verkafólks. “ HB Grandi mætti mikilli gagnrýni eftir að stjórn fyr- irtækisins tilkynnti að hún myndi leggja til við aðalfund í apríl að greiða út 8% arð til hluthafa. Var á það bent að á sama tíma hefðu aðilar vinnumarkaðarins samþykkt að fresta launahækkunum fram á sumar, þar með taldar hækkanir launa starfsfólks HB Granda. Í tilkynningu frá HB Granda segir að stjórnendur harmi þá neikvæðu umræðu sem verið hafi um fyrirtækið undanfarna daga enda hafi þeir kappkostað að eiga góð samskipti við starfsfólk félagsins og verkalýðsforystuna. „Það er von þeirra að þessi ákvörðun skapi frið um rekst- ur fyrirtækisins sem er mikilvægur fyrir starfsfólkið og þjóðarbúið í heild.“ ben@mbl.is Fagna ákvörðun um að greiða launahækkanir  HB Grandi vonar að nú skapist friður um reksturinn  Skorað á önnur fyrirtæki að fylgja fordæminu Morgunblaðið/Árni Sæberg HB Grandi Starfsfólk fær nú 13.500 kr. launahækkun. www.salka.is Passíusálmarnir, eitt helsta trúarrit Íslendinga, er komið út í nýrri, gullfallegri útgáfu. PÍSLARSAGA JESÚ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.