Morgunblaðið - 21.03.2009, Side 24

Morgunblaðið - 21.03.2009, Side 24
24 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2009 Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is ÍSRAELSKIR hermenn hafa sagt skelfilegar sögur af framferði ísr- aelska hersins í innrásinni í Gaza en samkvæmt þeim fengu þeir ekki að- eins frjálsar hendur um að skjóta konur og börn og aðra óvopnaða borgara, heldur hafi þeim beinlínis verið skipað að gera það. Þá hafi þeim verið sagt að vinna sem mest- ar skemmdir á heimilum Palestínu- manna. Ehud Barak, varnarmála- ráðherra Ísraels, sem heldur því fram að enginn herafli jafnist á við þann ísraelska í siðferðisstyrk, seg- ir að frásagnir hermannanna verði kannaðar en ísraelsk mannrétt- indasamtök benda á að þrjár vikur séu liðnar síðan ísraelska herráðið fékk vitnisburð hermannanna í hendur. Um hann hafi verið þagað þar til dagblaðið Haaretz komst yfir hann. Hermennirnir sögðu frá reynslu sinni á fundi í Oranim-háskólanum í Norður-Ísrael og sæta frásagnir þeirra miklum tíðindum. Er þetta í fyrsta sinn sem ísraelskir hermenn tjá sig með þessum hætti og sögur þeirra ganga þvert gegn opinberum yfirlýsingum um að Ísraelsher leggi mikið á sig til að forðast mannfall meðal óbreyttra borgara. Skipað að skjóta alla þegar inn væri komið „Strax í upphafi var okkur skipað að brjóta upp hús með brynvörðu farartæki og þegar inn væri komið að skjóta alla sem við sæjum. Það var ekkert annað en morð. Ég spurði sjálfan mig hvernig þetta mætti vera en yfirmenn okkar sögðu að þeir sem ekki hefðu haft vit á að forða sér burt frá Gazaborg ættu ekki annað skil- ið.“ Þannig var frásögn eins her- mannsins og annar lýsti því er pal- estínskri konu og tveimur börnum, sem hafði verið haldið föngnum í einu herbergi húss síns, var skipað að koma sér burt: „Liðsforinginn sagði konunni og börnunum að fara og halda til hægri þegar þau kæmu út. Þau skildu ekki leiðbeiningarnar og sneru til vinstri þegar út var komið. Skyttan uppi á þakinu skaut þau öll. Hann gerði það sem honum hafði verið skipað, sá fólkið nálgast og drap það. Megin- stefið hjá okkur var það að líf og limir Palestínumanna væru svo óendan- lega miklu minna virði en ísraelskra hermanna.“ Þriðji hermaðurinn lýsti því er gömul kona, sem hefði gengið yfir einhverja „línu“, sem hún vissi ekk- ert um, var skotin og foringinn í hans herdeild skipaði mönnum sínum að ráðast inn á heimili, skrifa „Dauði yf- ir aröbum“ á veggina og brjóta fjöl- skyldumyndir. Ísraelsher ekki trúverðugur Mannréttindasamtök í Ísrael hafa brugðist hart við þessum lýsingum og ein þeirra, Yesh Din, hafa krafist óháðrar rannsóknar. Benda þau á að þrátt fyrir vitnisburð hundraða manna um stríðsglæpi í innrásinni á Gaza hafi engin rannsókn farið fram. Ísraelsher sé hins vegar ófær um slíka rannsókn á sama tíma og hann er sak- aður um alvarlega stríðsglæpi. Síðast- liðinn mánudag hvöttu heimskunnir dómara og mannréttindafrömuðir til alþjóðlegrar rannsóknar á stríðsglæp- um beggja aðila í Gazastríðinu. Skipað að drepa óbreytta borgara Skelfilegar lýsingar ísraelskra hermanna á innrásinni á Gaza Í HNOTSKURN » Ísraelar réðust inn á Gaza3. janúar sl. og stóðu hern- aðaraðgerðir yfir í 22 daga. » 13 Ísraelar, þar af þríróbreyttir borgarar, féllu í innrásinni, meira en 1.300 Pal- estínumenn, þar af 437 börn undir 16 ára aldri, 110 konur og 123 gamalmenni. » Gazasvæðið er enn íherkví Ísraela og upp- byggingarstarf þar er ekki hafið. Reuters Eyðilegging Palestínumaður situr við rústir húss síns, sem var eyðilagt í 22 daga löngum hernaðaraðgerðum Ísraela á Gazasvæðinu. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama, forseti Bandaríkjanna, bauð „nýtt upphaf“ í samskiptunum við Íran í sögulegu sjónvarps- ávarpi til írönsku þjóðarinnar í gær. Forsetinn hvatti til viðræðna, sem byggðust á „gagnkvæmu trausti“, og sagði að Bandaríkjastjórn vildi að „íslamska lýðveldið Ír- an fengi þá stöðu sem því ber í samfélagi þjóðanna“. Tilboðið er fráhvarf frá stefnu George W. Bush, fyrr- verandi Bandaríkjaforseta, sem lýsti yfir því árið 2002 að Íran myndaði „öxul hins illa“ í heiminum ásamt Írak og Norður-Kóreu. Bandaríkin slitu stjórnmálasambandi við Íran í apríl 1980 eftir að íslamska lýðveldið var stofnað og námsmenn tóku starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Teheran í gíslingu. Klerkastjórnin í Íran hefur oft lýst Bandaríkjunum sem „Stóra Satan“. Láti verkin tala Talsmaður Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, fagnaði tilboði Obama en sagði að Bandaríkjamenn þyrftu að „viðurkenna mistök sín í fortíðinni og bæta fyr- ir þau til að jafna ágreininginn“. „Orðin ein duga ekki og hann verður að láta verkin tala. Ef Obama sýnir að hann vilji aðgerðir þá snýr stjórn Írans ekki baki við honum.“ Parviz Fatah, orkumálaráðherra Írans, sagði að stjórn landsins myndi ekki falla frá áformum sínum um að opna umdeilt kjarnorkuver í Bushehr fyrir lok ársins og sagði að markmið Írana væri aðeins að hagnýta kjarnorkuna í friðsamlegum tilgangi, þ.e. til orkuframleiðslu. Stjórn- völd í Bandaríkjunum hafa sakað Írana um að ætla að framleiða kjarnavopn á laun. Fréttaskýrendur segja að sú stefna Obama að frið- mælast við Írana sé liður í því að koma á friði og stöð- ugleika í Írak, Afganistan, Líbanon og svæðum Palest- ínumanna auk þess sem hann vilji hefta útbreiðslu kjarnavopna. „Íran er þungamiðjan í lausn erfiðustu vandamála Obama í utanríkismálum,“ sagði Joe Cir- incione, sérfræðingur í baráttunni gegn útbreiðslu kjarnavopna. „Þessi vandamál eru öll samtvinnuð og Obama veit það.“ „Hann tekur skýrt fram að ekki sé hægt að leysa deil- ur landanna tveggja með hótunum,“ sagði Trita Parsi, formaður samtaka íranskra Bandaríkjamanna. Býður „nýtt upphaf“ í samskiptum við Íran Reuters Nýtt vor Barack Obama flutti ávarp sitt í tilefni af ný- árshátíðinni Nowruz, þegar Íranar fagna komu vorsins. Sættir við Írana sagðar liður í lausn erfiðustu vandamála Obama í utanríkismálum BÖRN í Dhaka í Bangladesh burðast heim með vatn en í fátækrahverf- unum er ekkert rennandi vatn í húsum. Á morgun er alþjóðlegi vatnsdag- urinn og þá verður minnt á mikilvægi þess að hafa aðgang að hreinu vatni. Ungir vatnsberar AP HANN lítur reyndar meira út eins og flugvél með fjögur hjól en bíll með vængi en má engu að síður flokka sem flugbíl. Fyrirtækið Terrafugia smíðar flugbílinn sem heitir Transition, eða „umbreyting“, með vísan til þeirra umskipta sem hann muni valda í ferðavenjum manna. Flugbílnum hefur þegar verið flogið í tilraunaflugi, samanber myndina hér að ofan, og ef áætlanir ganga eftir verður hann afhentur kaupendum á næsta ári. Verðmiðinn er áætlaður um 150.000 dalir eða sem svarar rúm- lega 17 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi. Um 40 pantanir hafa þegar borist. Á vefsíðu fyrirtækisins kemur fram að umbreytingin frá bíl í flug- vél taki flugmanninn aðeins um 30 sekúndur. Flugdrægnin er allt að 724 km og flughraðinn 185 km á klukkustund. Ökuhraði er sagður nægjanlegur til að fylgja hraða al- mennrar umferðar á hraðbrautum. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan kemst flugbíllinn vel fyr- ir í bílskúr þegar búið er að brjóta vængina saman, en vart þarf að taka fram að skilyrði er að flug- menn flugbílsins hafi einkaflug- mannspróf. baldura@mbl.is Tilraunaflug Flugbíllinn hélst 37 sekúndur í lofti í fyrstu flugferðinni. Flugbíllinn kominn Nettur Lítið fer fyrir flugbílnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.