Morgunblaðið - 21.03.2009, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2009
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Það er ekkiódýrt aðreka full-
komið heilbrigð-
iskerfi á Íslandi.
Íslendingar eru
fámenn þjóð sem gerir kröfu
um bestu mögulega þjónustu.
Því er fjárfesting í menntun
heilbrigðisstarfsmanna og
tækjabúnaði hlutfallslega dýr
miðað við fjölmennari lönd
sem við berum okkur gjarnan
saman við.
Í Morgunblaðinu í gær lýsti
athafnamaðurinn Róbert
Wessman því hvernig hægt
væri að byggja upp aðstöðu
fyrir heilbrigðisþjónustu á
gamla varnarsvæðinu á
Keflavíkurflugvelli. Tilgang-
urinn væri að flytja inn sjúk-
linga sem þyrftu að láta fram-
kvæma á sér aðgerð, til
dæmis vegna liðaskipta eða
offitu.
Samkvæmt hugmyndum
Róberts yrði boðið upp á
sjúkraþjálfun, endurhæfingu
og atferlismeðferð fyrir of-
fitusjúklinga í tengslum við
starfsemina.
„Aðstaðan á Keflavíkur-
flugvelli er góð sem og nýjar
skurðstofur í Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja. Þar er öll
aðstaða framúrskarandi,“
segir Róbert í samtali við
Morgunblaðið og hefur hug á
að leigja aðgang að skurðstof-
unum.
Sömu skurðstofur voru í
sviðsljósinu í janúar síðast-
liðnum þegar Guð-
laugur Þór Þórð-
arson, fyrrverandi
heilbrigðis-
ráðherra, vildi
hagræða innan
heilbrigðiskerfisins með því
að flytja starfsemi frá St. Jós-
efsspítala í Hafnarfirði til
Heilbrigðisstofnunar Suð-
urnesja. Samkvæmt úttekt
heilbrigðisráðuneytisins var
sú aðstaða vannýtt.
Það er því gleðiefni ef fram-
takssamir einstaklingar sjá
tækifæri til að nýta betur alla
þá uppbyggingu sem hefur
átt sér stað innan heilbrigð-
iskerfisins á Íslandi und-
anfarin ár. Andstaða sumra
við aukið einkaframtak í heil-
brigðiskerfinu ætti ekki að
koma í veg fyrir það.
Enginn yrði verr settur
með betri nýtingu þessara
skurðstofa. Þvert á móti er
hægt að færa rök fyrir því að
aukin notkun skapi tækifæri
til að standa undir og réttlæta
frekari uppbyggingu.
Samhliða fær heilbrigð-
isstarfsfólk úr fleiri atvinnu-
tækifærum að velja. Mann-
auðurinn er það verðmætasta
við heilbrigðiskerfið. Það er
því vel til þess vinnandi að
hlúa vel að honum og finna
farveg fyrir nýjar áskoranir.
Vegna efnahagshrunsins er
hver króna nú dýrmæt. Betri
nýting fjármuna gerir okkur
kleift að halda áfram uppi
fullkomnu heilbrigðiskerfi.
Mannauðurinn er
það verðmætasta
við heilbrigðiskerfið}
Heilbrigð innrás
Margir hafaorðið fyrir
vonbrigðum með
það hversu stutt
skref hin nýja pen-
ingastefnunefnd
Seðlabankans steig er hún
lækkaði vexti aðeins um eitt
prósentustig. Það eru vel skilj-
anleg vonbrigði; vaxtastigið er
að sliga bæði fyrirtæki og
heimili.
Peningastefnunefndin dreg-
ur hins vegar fram önnur rök;
að fara verði varlega í vaxta-
lækkun til að viðhalda geng-
isstöðugleika, sem er sömu-
leiðis mikið hagsmunamál
heimila og fyrirtækja. Geng-
isfall, sem fylgdi vaxtalækkun,
væri ekki eftirsóknarvert.
Það er mikilsvert að pen-
ingastefnunefndin hefur
ákveðið nýjan vaxtaákvörð-
unardag eftir þrjár vikur og
gefur vonir um að þá verði
vaxtalækkunarferlinu haldið
áfram. Mest er um vert að það
er hafið.
Menn verða að horfast í
augu við að ýmislegt verður að
gerast áður en vextir verða
komnir á sambærilegt stig og í
samkeppnis-
löndum okkar. Ein
forsenda þess að
ná niður vöxtunum
og aflétta
gjaldeyrishömlum
er að samningar takist við eig-
endur krónubréfa, sem koma í
veg fyrir að þeir rjúki með
peninga sína út úr hagkerfinu
allir í einu.
Það er ekki raunhæft að
ætla að vextir verði svipaðir og
í nágrannalöndunum innan
fárra mánaða, eins og Vil-
hjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segist vonast til í
Morgunblaðinu í gær. Ein
ástæða þess er gjaldmiðils-
kreppan sem Ísland býr við.
Nýr gjaldmiðill er forsenda
þess að Íslendingar geti von-
azt eftir sambærilegu vaxta-
stigi og nágrannaþjóðirnar.
Það er því rétt, sem Ólafur
Darri Andrason, hagfræð-
ingur Alþýðusambandsins,
segir í blaðinu í gær að lítil
vaxtalækkun nú er hluti af
kostnaðinum við krónuna.
Þetta er staðreynd, sem fólk
verður að horfast í augu við.
Háir vextir eru hluti
af kostnaðinum við
krónuna}
Hænuskref í rétta átt
Í
vikunni sáust tvö ljós myrkrinu sem
umlykur íslensk stjórnmál um þess-
ar mundir. Annað kviknaði þegar
ríkisstjórnin kynnti eflingu baráttu
gegn mansali, sem er eitt and-
styggilegasta form skipulagðar alþjóðlegrar
glæpastarfsemi.
Hitt sneri að áformum stjórnvalda um
kynjaða hagstjórn hér á landi, sem felur í sér
að kynjasjónarmið séu höfð að leiðarljósi
þegar ákvarðanir í efnahagsmálum eru tekn-
ar.
Ekki voru þó allir ánægðir með þessi
áform.
Í pistli sem sjálfstæðismaðurinn Gísli Mar-
teinn Baldurson birti á bloggi sínu í vikunni
var yfirskriftin „Kynjað ráðaleysi“. Gísli
Marteinn telur að ríkisstjórnin aðhafist fátt
sem máli skipti en segir: „Að vísu er hún að setja lög
um súludans og „kynjaða hagstjórn“. Það mun aldeilis
gera gæfumuninn fyrir heimilin í landinu“.
Í þessum orðum Gísla Marteins felst það viðhorf að
þrátt fyrir að heill efnahagur, sem byggðist á karlmið-
uðum kapítalisma, hafi hrunið til grunna, þurfi ekki
nýja hugsun. Gísli Marteinn virðist telja að það að taka
tillit til kynjasjónarmiða í efnahagsmálum sé tímasóun
– einskonar gæluverkefni sem ekki sé mikilvægt.
Þegar ég les það sem sjálfstæðismenn skrifa og
hlusta á þá tala þessa dagana, finnst mér stundum eins
og þeir hafi misst af því þegar kerfið þeirra hrundi. Nú
stíga þeir galvaskir fram og bjóða þjóðinni
krafta sína.
Einn notaði slagorðið „verk að vinna“ í
prófkjörsbaráttunni, sem einhverjum kynni
að finnast heldur kaldhæðnislegt.
Þá heyrist gamalkunnur söngur um
eyðslusama vinstrimenn. Vita sjálfstæð-
ismenn virkilega ekki að við erum skítblönk?
Í þeim þrengingum sem framundan eru
hefur þjóðin gott af því að hugsa hlutina upp
á nýtt. Sú ákvörðun að taka tillit til
kynjanna í hagstjórn landsins er einn liður í
því.
Ekki þurfa allar slíkar aðgerðir að reyn-
ast kostnaðarsamar, en sumar krefjast
vissulega verulegra fjármuna. Í þessu sam-
bandi má nefna stjórnlagaþing, sem rætt
hefur verið um að koma á fót. Talað hefur
verið um að slíkt fyrirtæki gæti kostað yfir einn millj-
arð króna. Þetta hefur m.a. þingmaðurinn Sigurður
Kári Kristjánsson gagnrýnt og telur of dýrt. Þá hefur
varaformaður flokksins gert því skóna að velja þurfi á
milli stjórnlagaþings og almennilegrar rannsóknar á
bankahruninu.
En spyrja má hvort ekki sé fokið í flest skjól fyrir
þjóð sem ekki telur sig lengur hafa efni á lýðræðinu.
Væri þá ekki líka hægt að sleppa því að rannsaka efna-
hagshrunið og segja Ísland til sveitar? Spurningin er
kannski helst sú hvort einhver gæti hugsað sér að taka
við okkur. elva@mbl.is
Elva Björk
Sverrisdóttir
Pistill
Kapítalísk úrkynjun
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
A
nders Fogh Rasmussen,
forsætisráðherra Dan-
merkur, er talinn
standa best að vígi sem
arftaki Jaaps de Hoop
Scheffer á stóli framkvæmdastjóra
Atlantshafsbandalagsins. Hann hef-
ur mikla reynslu úr stjórnmálum,
sem talið er að nýtist þegar skil-
greina þarf stefnu og framtíðarsýn
bandalagsins. Þýskir fjölmiðlar hafa
sagt að Rasmussen njóti stuðnings
atkvæðamestu Evrópuríkjanna í
NATO, Breta, Frakka og Þjóðverja.
En ekki er ljóst hvar Bandaríkja-
menn standa. Vakti athygli þegar
Joseph Biden, varaforseti Banda-
ríkjanna, sagði í höfuðstöðvum
NATO í liðinni viku að Bandaríkja-
menn væru enn að velta fyrir sér
hvern þeir ættu að styðja og til
greina kæmi að næsti framkvæmda-
stjóri kæmi frá landi utan Evrópu.
Staða framkvæmdastjóra NATO
er ekki auglýst laus til umsóknar og
ekki er hægt að tala um framboð
Rasmussens. Hann hefur ekki lýst
yfir áhuga á starfinu opinberlega og
útilokar ekki að hann hafi áhuga.
Danskir fjölmiðlar hafa sömuleiðis
mikinn áhuga á málinu. Í heimsókn
fjölmiðlamanna frá Norðurlönd-
unum í lok liðinnar viku spurðu
dönsku blaðamennirnir vart um ann-
að en möguleika Rasmussens. Þeir
uppskáru lítið annað en loðin svör og
kurteislegar yfirlýsingar um ágæti
danska forsætisráðherrans. James
Appathurai, talsmaður Atlantshafs-
bandalagsins, greindi blaðamönnum
frá því að fyrirspurnum frá dönskum
fjölmiðlum rigndi yfir upplýs-
ingaskrifstofu bandalagsins. Þeir
vildu fá að vita hvernig bíl vænt-
anlegur framkvæmdastjóri fengi til
umráða, hver farkostur maka hans
yrði, hvernig væri umhorfs í híbýl-
um framkvæmdastjórans og hvort
ekki væri sjálfsagt að fá að mynda
stofurnar, svefnherbergin og kló-
settin. „Við þessum spurningum hef
ég aðeins eitt svar og það er: nei,“
sagði Appathurai.
Rasmussen er ekki óumdeildur
meðal aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins. Tyrkir hafa ákveðnar
efasemdir og kemur þar tvennt til,
að Danir skuli leyfa rekstur fjölmið-
ils, sem er hliðhollur PKK, sam-
tökum Kúrda, í Danmörku og af-
staða hans til skopmyndanna af
spámanninum Múhameð í Jyllands-
Posten á sínum tíma. Í tyrkneskum
fjölmiðlum hefur verið sagt að
Rasmussen yrði óheppilegur tengi-
liður við múslímaheiminn. Í einu
blaðanna var slegið fram að enginn
leiðtogi í Afganistan eða Pakistan
þyrði að sjást í námunda við Rasm-
ussen í ljósi þess að fyrir tveimur ár-
um voru eftirmyndir hans brenndar
á götum úti í þessum löndum.
Ekki er talið líklegt að Tyrkir
beiti sér leggist ekkert annað aðild-
arríki gegn því að ráða Rasmussen,
en þeir myndu vilja framkvæmda-
stjóra frá ríki utan Evrópu sakir
stirðra samskipta við Evrópusam-
bandið út af aðildarmálum um þess-
ar mundir.
Þar kemur til sögunnar Peter
MacKay, varnarmálaráðherra Kan-
ada. Vangaveltur eru uppi um að
Bandaríkjamenn styðji hann og það
myndu Tyrkir ugglaust gera líka.
Rasmussen er þó ekki út úr mynd-
inni og kanadískir fjölmiðlar velta
vöngum um það hvort ákvörðun
Frakka um að ganga á ný að fullu
inn í hernaðarsamstarf NATO
myndi skaða sinn mann. Frakkar
styddu Rasmussen og kynnu að fyrt-
ast við ef ekki yrði orðið við óskum
þeirra við svo sögulegt tækifæri.
Mun Rasmussen
leiða NATO?
Reuters
Vongóður Anders Fogh Rasmussen gerir sér vonir um að verða næsti fram-
kvæmdastjóri NATO, en hefur þó ekki sagt það opinberlega frekar en aðrir.
Ekki eru formlegir frambjóð-
endur til stöðu fram-
kvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins, en menn koma
því til skila með ýmsum hætti
að þeir gefi kost á sér.
Að þessu sinni eru nokkrir
nefndir til sögunnar. Anders
Fogh Rasmussen, forsætisráð-
herra Danmerkur, þykir hafa
forustuna.
Hefð hefur verið fyrir því að
framkvæmdastjórinn sé frá
Evrópuríki, en nú er ekki víst
að svo verði og beinast sjónir
manna að Peter MacKay, varn-
armálaráðherra Kanada.
Í fjölmiðlum hafa „aðrir,
sem ekki hafa áhuga“ verið
nefndir og þeirra á meðal eru
Radek Sikorski, fyrrverandi
varnarmálaráðherra og núver-
andi utanríkisráðherra Pól-
lands, Alexandr Vondra, vara-
forsætisráðherra Tékklands,
og Anne-Grete Strom-
Erichsen, varnarmálaráðherra
Noregs.
Það mun ráðast í kringum
leiðtogafund Atlantshafs-
bandalagsins í Strasbourg í
byrjun apríl hver verður næsti
framkvæmdastjóri.
Til greina koma …