Morgunblaðið - 16.05.2009, Page 1
L A U G A R D A G U R 1 6. M A Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
131. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
ER KOMIÐ ÚT!
HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK
R E Y K J A V Í K U N I V E R S I T Y
W
W
W
.H
R
.I
S
HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK
TÍMARIT
«CANNES
KYNLÍF, KREPPA OG
GORDON BROWN
«FRÆGÐARFÖR
BAGGALÚTUR FÓR
TIL VESTURHEIMS
Þriðja hljóðversplata Radiohead,
OK Computer, olli straumhvörfum í
bresku rokki þótt útgefendur hafi
kallað hana óseljanlegan andskota
og markaðslegt sjálfsmorð.
LESBÓK
Sgt. Pepper X-
kynslóðarinnar
Leikstjórinn Benedict Andrews er
spútnik í leikhúsinu í Sydney. Hann
setti upp ofurvinsæla sjö tíma
Shakespearesýningu og segir ekki
hægt að vera trúr Shakespeare.
Tekur klassíkina
nýjum tökum
Konur eru afar sýnilegar í listasöl-
um landsins. Konur sem tilheyra
ólíkum kynslóðum, frumkvöðlar,
konur sem eru rísandi og hafa náð
langt á ferli sínum.
Myndlistarkonur
í sviðsljósinu
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME)
hefur vísað málum sem varða sam-
skipti Sjóvár og Milestone, eiganda
félagsins til skamms tíma, til viðeig-
andi embættis innan stjórnsýsl-
unnar vegna gruns um að refsiverð
háttsemi hafi átt sér þar stað.
FME getur vísað málum sem
þessum annaðhvort til embættis sér-
staks saksóknara eða efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra.
Rannsóknin sem nú stendur yfir
snýr að stjórnum og stjórnendum
Sjóvár og Milestone. Á meðal þess
sem verið er að skoða er hvort að-
koma þeirra að fjárfestingum Sjóvár
varði mögulega við lög.
Enginn enn yfirheyrður
Enn sem komið er hefur enginn
verið yfirheyrður né fengið stöðu
grunaðs manns. Gagnaöflun, byggð
á upplýsingum frá FME, er þó í full-
um gangi, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Viðkomandi emb-
ætti tekur síðan ákvörðun um hvort
tilefni sé til frekari rannsóknar.
Mál Sjóvár og Milestone er eitt tíu
mála sem FME hefur sent frá sér til
rannsóknaraðila í kjölfar banka-
hrunsins.
Eins og Morgunblaðið hefur áður
greint frá, er Sjóvá meðal annars í
vanda vegna eigna, sem eigandinn
Milestone setti inn í félagið á móti
viðskiptaskuld, sem til varð í
tengslum við kaup Milestone á Mod-
erna í Svíþjóð. Eignirnar hafa rýrn-
að mikið í verði. Tíu milljarða vantar
upp á að félagið uppfylli lágmarks-
kröfur um gjaldþol.
Samkvæmt upplýsingum frá
FME verður Sjóvá áfram undir sér-
tæku eftirliti „þar til ákvörðun verð-
ur tekin um annað“.
Mál Milestone
og Sjóvár til
rannsóknar
Fjármálaeftirlitið hefur vísað um tíu
málum til opinberrar rannsóknar
Í HNOTSKURN
»Rannsóknin snýr m.a. aðfjárfestingum Sjóvár
»Enginn hefur fengið stöðugrunaðs manns
»Sjóvá er enn undir sér-tæku eftirliti FME
Tryggingarisi | 26
LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík var sett með pomp og prakt á Kjarvalsstöðum í
gærkvöldi, og mun standa yfir næstu tvær vikurnar. Hátíðin í ár er afar fjöl-
breytt og er sjónum ekki aðeins beint að einni ákveðinni listgrein, eins og áð-
ur hefur verið. Fjölmargt verður í boði, svo sem mexíkósk-kanadíska söng-
konan Lhasa de Sela, Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, Hjaltalín ásamt
kammersveit, götulistamenn, gjörningar og fjölbreyttar myndlistarsýningar,
svo fátt eitt sé nefnt. Á myndinni má sjá götulistamenn frá Ástralíu, sem
nefna sig Forboðna ávexti, speglast í flygli við Kjarvalsstaði í gærkvöldi. All-
ar upplýsingar um hátíðina má finna á listahatid.is.
Spegill listarinnar
Morgunblaðið/Golli
Listahátíð í Reykjavík sett í gær
ÞAÐ var
Hrafna Hanna
Elísa Herberts-
dóttir, 21 árs
stúlka frá
Djúpavogi, sem
fór með sigur af
hólmi í fjórðu
seríu söng-
keppninnar
Idol-stjörnuleit-
ar, en úrslitin
fóru fram í beinni útsendingu
Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þar sigraði
Hrafna hina 24 ára Önnu Hlín
Sekulic. Mikil fagnaðarlæti brut-
ust út á Djúpavogi þegar úrslitin
lágu fyrir, en múgur og marg-
menni var saman komið á Hótel
Framtíð þar sem úrslitin voru
sýnd á risaskjá.
Mikil fagnaðarlæti á Djúpa-
vogi vegna úrslita í Idolinu
Hrafna Hanna El-
ísa Herbertsdóttir
„ÉG ætla ekki
að tjá mig um at-
kvæðagreiðsluna
í þinginu á þessu
stigi en ég tel að
það sé lýðræð-
islegur réttur
alls almennings
að taka afstöðu
til þessa máls.
Reyndar finnst
mér að þjóð-
aratkvæðagreiðslu ætti að innleiða
í miklu ríkari mæli en gert er,“ seg-
ir Svandís Svavarsdóttir, spurð
hvort hún muni greiða atkvæði með
þingsályktunartillögu um viðræður
við ESB. »30
Tjáir sig ekki um
atkvæðagreiðslu
Svandís
Svavarsdóttir
HÓLMFRÍÐUR Þorgeirsdóttir
sérfræðingur hjá Lýðheilsustöð
segir hugmyndir um sykurskatt í
anda áherslu stöðvarinnar um lýð-
heilsu. Um fimmtungur íslenskra
grunnskólabarna er yfir kjör-
þyngd. „Það er hærra en er í næsta
nágrenni okkar en bandarísk börn
eru þyngri en hér,“ segir hún.
„Við vorum mjög á móti því að
afnema vörugjöld á gosdrykkjum á
sínum tíma,“ segir Hólmfríður og
væri þetta leiðrétting á því. Rann-
sóknir hafa sýnt að ef sykraðra
gosdrykkja er neytt í óhófi tengist
það aukinni tíðni ofþyngdar og of-
fitu. „Og svo bætist tannheilsan
við.“ »8
Tennurnar eru skemmdari
og börnin eru þyngri
EFTIR að Milestone, fyrrum eigandi Sjóvár,
keypti félagið breyttist það úr hefðbundnu
vátryggingafélagi í fjárfestingafélag.
Milestone eignaðist Sjóvá að fullu 2006. Það ár
tvöföldust eignir félagsins, ekki síst vegna aukn-
ingar fjárfestingaeigna sem voru fasteignir víðs-
vegar um heim. Skuldir hækkuðu einnig. Bóta-
sjóðurinn stækkaði hins vegar lítið þannig að
vátryggingastarfsemi hefur ekki vaxið mikið.
Sama þróun varð á árinu 2007. Ekki hafa verið birtir opinberlega reikn-
ingar fyrir árið 2008. Í lok árs 2007 voru fjárfestingaeignir Sjóvár orðnar
tæpir 50 milljarðar króna.
Breyttist í fjárfestingafélag