Morgunblaðið - 16.05.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009
INNSIGLISHRINGUR úr gulli fannst milli
hellna framan við Þingvallakirkju þegar verið
var að undirbúa lagningu nýrrar stéttar.
Talið er líklegt að hringurinn hafi borist með
jarðlagi sem flutt var á staðinn. Hann er 12 karöt
og steinninn af gerðinni „heliotrop“ sem stund-
um er nefndur blóðsteinn. Það er tiltölulega
mjúkur hálfeðalsteinn sem oft er notaður í inn-
sigli. Samkvæmt tilkynningu um fund hringsins
telur Anton Holt, myntsérfræðingur hjá Seðla-
banka Íslands, að á innsiglinu séu stafirnir FI
eða J. Eins má bæði sjá skjöld og kross á stein-
inum og hugsanlega kórónu.
Margrét Hallmundsdóttir fornleifafræðingur,
sem unnið hefur að fornleifarannsókn í tengslum
við endurbætur á kirkjunni, sagði ekki vitað
hver átti hringinn. Talið er að hann sé frá því um
1800 eða fyrr. Grunur lék á að Finnur Jónsson
hefði átt innsiglið en Þjóðskjalasafnið gekk úr
skugga um að svo var ekki. Áfram verður leitað
að innsigli sem passar við hringinn og eru marg-
ir farnir að grúska í því, að sögn Margrétar. Hún
sagði hringinn mjög heillegan og fallegan.
Margir gripir og merkar fornminjar hafa
komið í ljós. Þingvallakirkja verður 150 ára á
þessu ári og í tilefni af því lagði kirkjuráð til fé úr
jöfnunarsjóði til lagfæringa á kirkjunni og um-
hverfi hennar. Fornleifarannsókn er að ljúka
framan við kirkjuna. Margrét verður við Þing-
vallakirkju á sunnudag kl. 13-15 og svarar
spurningum gesta um uppgröftinn. gudni@mbl.is
Innsiglishringur á Þingvöllum
Hringurinn er mjög heillegur og talinn vera frá því um 1800 eða eldri Reynt verður að finna
hver eigandi hringsins var með því að skoða innsigli á gömlum skjölum og pappírum í söfnum
Í HNOTSKURN
»Þingvallakirkja var reist1859 og vígð á jóladag
það ár. Kirkjan hefur verið
lagfærð í tilefni af 150 ára af-
mæli hennar.
»Unnið er að lagfæringumutandyra. Stéttir og
tröppur endurgerðar.
»Smíðað verður nýtt sálu-hlið sem er eftirlíking
hliðsins sem var í kirkjugarð-
inum frá því seint á 19. öld og
fram á miðja 20. öld.
»Merkilegar fornminjar ogfornir gripir hafa komið
upp við jarðvegsskipti sem
gerð voru vegna nýrrar stétt-
ar við kirkjuna.
Ljósmynd/Margrét Hallmundsdóttir
Innsiglishringur Ekki er vitað hver átti hringinn en eigandans er leitað.
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
KÆRA hælisleitandans Hitchems
Mansrís, sem enn er í hungurverkfalli
í mótmælaskyni við seinagang stjórn-
valda, er nú til meðferðar hjá dóms-
málaráðuneytinu en lögfræðingur
hans, Katrín Theodórsdóttir, skilaði
inn greinargerð sinni 13. maí.
Í greinargerðinni eru, að sögn
Katrínar, færð rök fyrir því að Mansrí
sé réttilega í stöðu flóttamanns.
Útlendingastofnun hafði áður kom-
ist að þeirri niðurstöðu að Mansrí
uppfyllti ekki skilyrði flóttamanna-
samnings Sameinuðu þjóðanna. „Ef
ekki verður fallist á að hann heyri
undir hin þröngu skilyrði flótta-
mannasamningsins er þess krafist að
hann fái dvalarleyfi af mannúðarsjón-
armiðum,“ segir Katrín. Það rökstyð-
ur hún með almennum mannúðar-
sjónarmiðum auk þess hve málið hafi
dregist lengi í meðförum Útlendinga-
stofnunar að ástæðulausu, eða frá
ágúst 2007 til ágúst 2008. „Þegar mál-
in taka svona langan tíma er ástæða í
sjálfu sér til að veita mönnum dval-
arleyfi af mannúðarástæðum, því
þessi sífellda óvissa getur haft gríð-
arleg sálræn áhrif.“
Katrín bendir þó á að málið sé tví-
þætt. Stjórnvöld verði að vinna vel til
að niðurstaðan sé efnislega rétt, það
taki sinn tíma. Hins vegar verði að
vinna málið eins hratt og hægt er.
„Það er ekki hægt að afsaka Út-
lendingastofnun með því að hún hafi
verið að rannsaka málið, því ég get
ekki séð annað en að það hafi legið
óhreyft.“ Töfin liggur hins vegar ekki
hjá ráðuneytinu að sögn Katrínar, þar
sé málið í eðlilegum farvegi.
„Ráðuneytið hefur sagt að við af-
greiðsluna verði tekið tillit til tafar-
innar sem málið hefur þegar orðið
fyrir hjá Útlendingastofnun.“
Umdeilt er hvort hungurverkfall sé
tímabær aðgerð á þessu stigi málsins.
Dómsmálaráðherra hefur sagt að
ekki verði látið undan þrýstingi þeirra
sem fari í hungurverkfall þegar taka
þurfi vandasamar stjórnvaldsákvarð-
anir. Ráðuneytið hefur nú á sínum
höndum rannsókn sem nær út fyrir
landsteinana, til Alsírs.
Í gegnum tíðina hafa yfirvöld
gjarnan verið gagnrýnd fyrir
ónákvæm vinnubrögð í rannsókn
mála sem þessa og því er ekki víst að
fljótfærnisleg vinnubrögð vegna
þrýstings verði á endanum til hags-
bóta fyrir meðferð málsins.
Fái leyfið af mannúðarástæðum
Morgunblaðið/Kristinn
Bið Mansrí hefur nú verið á Íslandi í hátt í tvö ár og beðið lausnar sinna mála.
VOGASKÓLI er 50 ára og af því tilefni fóru nem-
endur og starfsfólk skólans í skrúðgöngu um
hverfið í gær. Öll börnin báru hatta sem þau
höfðu sjálf búið til. Hljómsveit skólans var í far-
arbroddi ásamt fánabera. Gangan endaði á leik-
velli hjá nýrri viðbyggingu skólans þar sem boð-
ið var upp á grillaðar pylsur og meðlæti.
Í dag verður svo haldið upp á afmælið með
tónlistardagskrá sem hefst kl. 13.00.
Morgunblaðið/Eggert
Fögnuðu afmælinu með hattaskrúðgöngu
BIÐ hefur orðið á því að fram-
kvæmdir hefjist við nýjan Álftanes-
veg vegna mótmæla við vegalagn-
inguna.
Hópur sem kallar sig Hraunavini
hefur staðið að mótmælunum. Telur
hópurinn að við vegalagninguna
muni ómetanlegar náttúruminjar í
Gálgahrauni spillast. Hópurinn hefur
staðið fyrir söfnun undirskrifta gegn
vegalagningunni.
Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar,
svæðisstjóra Vegagerðarinnar, var í
framhaldinu ákveðið að leita álits
fornleifafræðinga um þessar minjar,
og er beðið skýrslu frá þeim. Eins
kærði hópurinn, ásamt eigendum
Selskarðs, veitingu leyfis Garða-
bæjar fyrir framkvæmdinni. Sú kæra
er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd
byggingar- og skipulagsmála.
Loftorka ehf. í Garðabæ átti
lægsta tilboð í verkið, rúma 561 millj-
ón. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar
er búið að semja við Loftorku að
framlengja tilboð sitt þar til nið-
urstaða er komin varðandi kæru-
málin. sisi@mbl.is
Álftanes-
vegur í
biðstöðu
Beðið er eftir áliti
fornleifafræðinga
Samkvæmt Flóttamannasamn-
ingi SÞ telst flóttamaður vera
sá sem flýr land sitt og er ut-
an heimalands síns af ástæðu-
ríkum ótta við ofsóknir vegna
kynþáttar, trúarbragða, þjóð-
ernis, aðildar í sérstökum fé-
lagsmálum eða stjórnmála-
skoðana og getur ekki, eða vill
ekki, vegna þess ótta færa sér
í nyt vernd þess lands og þess
vegna ekki snúið þangað aft-
ur.
Útlendingastofnun taldi
Mansrí ekki uppfylla þessi
skilyrði skv. þeim gögnum
sem hann kynnti mál sitt með.
Mansrí er nú á 24. degi
hungurverkfalls en heilsast
ágætlega að verkjum und-
anskildum.
Borðar ekki enn