Morgunblaðið - 16.05.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009
VEFURINN oskasteinn.com hefur
verið opnaður en þar er að finna
upplýsingar um söfnun fyrir Þuríði
Hörpu Sigurðardóttir á Sauðár-
króki sem hyggst leita sér stofn-
frumumeðferðar á Indlandi í sum-
ar. Þuríður lamaðist fyrir neðan
brjóst er hún datt af hestbaki fyrir
tveimur árum.
Oskasteinn.com
VERÐ á tannlæknaþjónustu barna
er mjög mismunandi milli tann-
læknastofa ef marka má niður-
stöður nýrrar verðkönnunar Neyt-
endasamtakanna. Svör bárust frá
106 tannlæknum sem er innan við
helmingur starfandi tannlækna.
Þannig er t.d. rúmlega 3.000 kr.
munur á hæsta og lægsta verði fyr-
ir áfangaeftirlit, lægsta verðið
1.000 kr. en hæsta 4.185. Hæsta
verð fyrir röntgenbitmynd var
3.400 kr. en verðskrá Sjúkratrygg-
inga er til samanburðar 1.033 kr.
Sundurliðaðar niðurstöður má sjá á
vefslóðinni www.ns.is
Mikill verðmunur
STUTT
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
„ÉG gerði grein fyrir minni afstöðu
og ráðuneytisins; um mikilvægi þess
að snúast til varnar fyrir börn og ung-
linga meðal annars með neyslustýr-
ingu,“ segir Ögmundur Jónasson
heilbrigðisráðherra. Hann kynnti
hugmyndir sínar um sykurskatt á
ríkisstjórnarfundi í gærmorgun og
segir þær tilkomnar vegna lýðheilsu-
sjónarmiða „og til að við verðstýrum
ekki óhollustunni ofan í fólkið, heldur
gerum hið gagnstæða“. Tillagan er
sett fram í fullu samræmi við óskir
Lýðheilsustöðvar og sérfræðinga þar.
Ögmundur segir jafnframt eðlilegt að
horft sé til þessara mála nú, þegar al-
vara málsins hefur verið staðfest með
löngum biðröðum í ókeypis tann-
læknaþjónustu á umliðnum laug-
ardögum. „Það er augljóst að einn
þátturinn þar er verðlag, en hann er
bara einn af mörgum,“ segir Ög-
mundur. Tannheilsa sé líka spurning
um eftirlit og aðhald. „Og ég vil taka á
öllum þessum þáttum,“ segir hann og
upplýsir að hann leggi nú drög að víð-
tæku samráði fagaðila um málið.
Verður rætt betur
Ögmundur segir að eftir sé að
ræða frekar um sykurskattinn í rík-
isstjórninni, málið hafi aðeins lítillega
verið rætt í gærmorgun. Hann segist
hafa fengið geysilega góðar und-
irtektir við hugmyndina úti í þjóð-
félaginu. „Það eru undantekningar,
meðal hagsmunaaðila í gos-
drykkjaframleiðslu, það er skiljanlegt
að menn gæti sinna hagsmuna. En ég
held að við þurfum að hugsa þetta
þjóðhagslega og með tilliti til heilsu-
fars barna og unglinga hvað varðar
þessa óhollustu og sykurinn almennt
þó að útfærslan þurfi að skoðast bet-
ur.“
Ögmundur minnir á að fyrir fáein-
um misserum voru felld niður vöru-
gjöld og virðisaukaskattur á matvæli,
en hinn 1. mars 2007 voru felld niður
vörugjöld m.a. af gosdrykkjum, þau
voru áður 8 kr. á lítra af gosi og
ávaxtasafa. Niðurfellingin var gerð
samhliða niðurfærslu á virð-
isaukaskatti á matvæli úr 24,5% eða
úr 14% í 7%. „Þá var skattur á gos-
drykki lækkaður meira en á nokkra
aðra vöru!“ Þetta segir Ögmundur
hafa verið gegn ábendingum Lýð-
heilsustöðvar en nú sé verið að gera
tillögu um að snúa þessu við.
Hann hefur ekki gert sér neinar
hugmyndir um hversu miklar tekjur
muni innheimtast í ríkiskassann með
skattlagningunni. „Hvað skattlagn-
ingu áhrærir og áhrif hennar er eitt-
hvað sem fjármálaráðuneytið skoðar
og þá í samhengi við aðra þætti. Ég
er að hugsa um heilsufarsþáttinn í
þessu,“ segir Ögmundur.
Hann tekur fram að hann telji frá-
leitt annað en taka tillit til ábendinga
bestu sérfræðinga landsins í lýð-
heilsumálum.
Um áhrif á neysluverðsvísitölu
vegna skattlagningarinnar segir hann
að hættan á aukinni verðbólgu mælist
fyrst og fremst í lánum landsmanna.
„Það þarf að taka á því á réttum for-
sendum varðandi verðtrygginguna.
Staðreyndin er sú að rannsóknir hafa
sýnt á óyggjandi hátt að það er sam-
hengi á milli neyslu gosdrykkja og
verðlags.“
Alvara málsins staðfest
Ögmundur Jónasson segir rangt að verðstýra óhollustunni ofan í landsmenn
Nú þarf að snúast til varnar fyrir börn og unglinga með eftirliti og aðhaldi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þarf að bora? Tannlæknar hafa boðið upp á ókeypis tannlæknaþjónustu nokkra laugardaga og komast færri að en vilja.
Ögmundur Jónasson kynnti hug-
myndir sínar um sykurskatt á rík-
isstjórnarfundi í gærmorgun.
Hann leggur nú drög að víðtæku
samráði fagaðila um málið.
„Já, veistu, ég er ekki frá því, við erum náttúrlega með heimsmet í gos-
drykkjaneyslu,“ segir Ingibjörg Sara Benediktsdóttir, formaður Tann-
læknafélags Íslands, þegar hún er spurð hvort hugmyndir heilbrigð-
isráðherra geti hugsanlega bætt tannheilsu íslenskra barna. Hún segir
sykurinn í sætum gosdrykkjum skemma tennurnar en í sykurlausum
drykkjum sé rotvarnarefni og sýra sem eyði glerungi. „Sykurlausa gosið
veldur alveg jafnmiklum glerungsskemmdum sem er stórt vandamál hjá ís-
lenskum unglingum,“ segir hún en hnykkir á að tannskemmdirnar sjálfar
myndist bara vegna sykurs. Hún kveðst hlynnt því að allt gos verði skatt-
lagt frekar.
Hugmynd Ögmundar vekur misjöfn viðbrögð og haft er eftir Jóni Stein-
dóri Valdimarssyni, framkvæmdastjóra SI, á heimasíðu samtakanna að
neysla ósykraðra drykkja hafi aukist á kostnað hinna án hjálpar skattlagn-
ingar. Jón Steindór lítur svo á að verið sé að leggja til skatt á íslenska
drykkjarvöruframleiðendur, skatt á íslenskar fjölskyldur og hækkun á
neysluverðsvísitölu sem kalli á aukna verðbólgu.
Þá er á heimasíðu Neytendasamtakanna minnt á ályktun þeirra gegn
sykurskatti frá árinu 2004 þegar svipaðar hugmyndir voru uppi en þar
kemur fram að beita þurfi öðrum aðgerðum, m.a. fyrirbyggjandi fræðslu í
skólum. „Sérstök skattlagning er neyslustýring og leiðir til aukinna út-
gjalda heimilanna.“
Heimsmet í gosdrykkjaneyslu
Doktorspróf
Í frétt um doktorspróf Gústavs Sig-
urðssonar féllu út upplýsingar um að
Gústav hefur frá árinu 2006 gegnt
stöðu lektors í fjármálum við Whar-
ton, viðskiptadeild Pennsylvaníuhá-
skóla.
„Ó, þú aftur …“
Í umfjöllun Morgunblaðsins um leik-
hópinn Hugleik á fimmtudag var
rangt farið með höfunda verksins
„Ó, þú aftur ...“ Hið rétta er að leik-
ritið er eftir leikskáldin Ingibjörgu
Hjartardóttur, Sigrúnu Ósk-
arsdóttur og Unni Guttormsdóttur.
Beðist er velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Nafn ljósmyndarans
Nafn ljósmyndarans sem tók mynd-
ina á bls. 8 í gær af bát Björg-
unarfélags Akraness féll niður í
blaðinu. Hilmar Sigvaldason tók
myndina.
LEIÐRÉTT
BÆJARSTJÓRN Grundarfjarðar
varar alvarlega við áformum rík-
isstjórnarinnar um að fyrna afla-
heimildir útgerða sem stefnir at-
vinnuöryggi og velferð íbúa
Grundafjarðar í mikla óvissu.
„Nauðsynlegt er að skapa vinnufrið
um sjávarútveg með því að ná sátt
um stjórn fiskveiða. Allar breyt-
ingar á fiskveiðistjórnun ber að
gera með varúð og í fullu samráði
við hagsmunaðila,“ segir í ályktun.
Fleiri bæjarstjórnir á landsbyggð-
inni hafa samþykkt sambærilegar
ályktanir.
Grundfirðingar vara
við fyrningarleið
AÐALFUNDUR Dvalarheimilis
aldraða í Borgarnesi hefur sent frá
sér tilkynningu þar sem því er
fagnað að í samstarfsyfirlýsingu
ríkisstjórnarflokkana sé skýrt
kveðið á um að staðið verði við
framkvæmdaáætlun um ný hjúkr-
unarheimili fyrir aldraða enda
verkefnið hvað varðar endurbætur
á DAB er orðið afar aðkallandi.
Þörf á endurbótum