Morgunblaðið - 16.05.2009, Qupperneq 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009
„DÓMURINN snýst fyrst og
fremst um kannabisreykingar og
hefur því minni áhrif ef um önnur
fíkniefni er að ræða, sem finnast í
þvagi, enda ekki vitað til að þau
geti borist með þessum hætti,“
segir Valtýr Sigurðsson rík-
issaksóknari um nýuppkveðinn
dóm Hæstaréttar, þar sem akstur
manns sem ákærður var fyrir að
aka undir áhrifum fíkniefna var
ekki talinn saknæmur. Kannabis
mældist í þvagi hans vegna
óbeinna reykinga.
Kröfur um sönnun
Taldi Hæstiréttur ekki sannað
að maðurinn hefði vitað eða mátt
vita að dvöl hans í bifreið þar sem
neytt var kannabisefnis með reyk-
ingum leiddi til þess að í þvagi
hans yrðu leifar ávana- og fíkni-
efna um hálfum sólarhring síðar.
Ákæruvaldið byggði ákæruna m.a.
á því að maðurinn hefði sýnt af
sér saknæma og refsinæma hátt-
semi er hann ók bifreið eftir að
hafa neytt ávana- og fíkniefna með
óbeinum reykingum nóttina fyrir
hið meinta brot.
Spurður um áhrif þessa dóms
sagði Valtýr þau einnig snúast um
sönnun. „Það verður að gera kröf-
ur um að sýnt sé fram á að það
eigi við rök að styðjast að mað-
urinn hafi verið í óbeinum reyk-
ingum. Það verður sennilega
vandamálið,“ segir hann.
Valtýr segir að héraðsdómar af
þessu tagi hafi fallið áður en þetta
er fyrsta málið sem ákæruvaldið
áfrýjar til Hæstaréttar, þar sem á
þetta reynir. Dómurinn verði nú
skoðaður og fyrirmæli send lög-
reglustjóra í kjölfarið.
„Af þessum og fleiri dómum
sem féllu í síðustu viku er orðið
nokkuð ljóst hvernig landið liggur
í þessu. Það er sakfellt fyrir brot
af þessu tagi þar sem fíkniefni
mælast í þvagi ef menn við-
urkenna neyslu og svo er unnt að
beita undanþáguákvæðum um
sviptingu við ákveðin skilyrði.“
„Orðið nokkuð ljóst
hvernig landið liggur“ HELGI Ágústs-
son var nýlega
kjörinn formað-
ur Barnaheilla,
Save the the
children, á Ís-
landi. Hann tek-
ur við for-
mennsku af Hildi
Petersen.
Helgi er lög-
fræðingur að mennt og starfaði í 40
ár í utanríkisþjónustu Íslands.
Hann var m.a. sendiherra í Bret-
landi, Danmörku og Bandaríkj-
unum og ráðuneytisstjóri utanrík-
isráðuneytisins.
Nýr formaður
Barnaheilla
Helgi Ágústsson
Engjateigi 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 • Sími 581 2141
www.hjahrafnhildi.is
Yfir 100 tegundir
af kjólum
Bæjarlind 6 sími 554 7030
Opið í dag 10-16
Eddufelli 2, sími 557 1730
Opið í dag 10-14
Kjóll kr. 8.900.-
Ermar kr. 5.900.-
LAGERSALA LÍN DESIGN
www.lindesign.is/lagersala
Úrval rúmteppa, púða, dúka, rúmfatnaðar ásamt ýmsu
öðru. Sýniseintök og umbúðalausar vörur með allt að
80% afslætti.
LAGERSALAN er á Malarhöfða 8,
(í brekkunni fyrir aftan Ingvar Helgason).
Opið laugardag & sunnudag kl. 10–16.
KRINGLUKAST
20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM
Kringlunni • Sími 568 1822
www.polarnopyret.is
Verslaðu glæsilegan fatnað þar sem gæði og þjónusta skipta máli
Glæsileg sumardress
Laugavegi 63 • Sími 551 4422
Traustur valkostur
í húsnæðismálum
Laugaveg 53 • sími 552 3737
Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. 10-16
Full búð af litríkum sumarvörum
20% afsláttur af buxum og bolum
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111