Morgunblaðið - 16.05.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009
Ólafur Ragnar Grímssson, forsetiÍslands, hélt merkilega ræðu við
setningu Alþingis í gær.
Forsetinn sagði þingmönnum aðpassa sig á umræðum um ESB.
Enn eru hér alþingismenn semkynntust því á yngri árum
hvernig ágrein-
ingur um tengslin
við önnur ríki
klauf þjóðina í
herðar niður,
sundraði sam-
stöðu á örlaga-
stundum,“ sagði
forsetinn. „Allir
vita að umræðan
um aðild Íslands
að Evrópusam-
bandinu getur
orðið, ef illa tekst til, efniviður í slík-
an klofning og því þarf öll meðferð
málsins að vera með þeim hætti að
sem flestir verði sáttir.“
Ólafur Ragnar veit vel um hvaðhann er að tala.
Þessi kafli ræðunnar vísaði aug-ljóslega til deilnanna um aðild
Íslands að NATO og veru banda-
rísks varnarliðs á Íslandi.
Ólafur Ragnar Grímsson var á sín-um tíma sá stjórnmálamaður,
sem bezt var treystandi til að ala á
sundrungu og sá fræjum tortryggni
í garð samstarfs Íslands við önnur
vestræn lýðræðisríki.
Hann var sá, sem ævinlega raukupp til handa og fóta; sá síma-
hleranir, kjarnorkuvopn og ýmis
önnur samsæri í hverju horni og var
ekki fáorður um þau í fjölmiðlum.
Ef fólk sem hefur andstæðar skoð-anir á Evrópumálum tekur upp
baráttuaðferðir Ólafs Ragnars er lít-
ill vafi á að deilurnar verða nánast
óbærilegar.
Ólafur Ragnar
Grímsson
Veit um hvað hann er að tala
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 12 léttskýjað Lúxemborg 12 skúrir Algarve 23 heiðskírt
Bolungarvík 8 léttskýjað Brussel 15 skýjað Madríd 23 heiðskírt
Akureyri 12 heiðskírt Dublin 13 skýjað Barcelona 18 léttskýjað
Egilsstaðir 10 léttskýjað Glasgow 10 skúrir Mallorca 20 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 8 skýjað London 14 léttskýjað Róm 22 léttskýjað
Nuuk 3 heiðskírt París 14 skýjað Aþena 23 heiðskírt
Þórshöfn 9 heiðskírt Amsterdam 14 skúrir Winnipeg 3 alskýjað
Ósló 17 heiðskírt Hamborg 15 skýjað Montreal 16 heiðskírt
Kaupmannahöfn 13 heiðskírt Berlín 18 heiðskírt New York 20 skýjað
Stokkhólmur 14 heiðskírt Vín 17 skýjað Chicago 17 alskýjað
Helsinki 11 heiðskírt Moskva 10 þoka Orlando 28 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
16. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5.07 1,2 11.12 2,8 17.09 1,4 23.40 3,0 4:09 22:41
ÍSAFJÖRÐUR 0.26 1,7 7.06 0,6 12.56 1,4 18.52 0,7 3:47 23:12
SIGLUFJÖRÐUR 2.42 1,1 9.10 0,4 15.28 1,0 21.09 0,6 3:29 22:56
DJÚPIVOGUR 2.06 0,9 7.47 1,6 13.59 0,8 20.36 1,7 3:32 22:16
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á sunnudag og mánudag
Norðaustanátt, víða 5-8 m/s.
Sums staðar þokuloft við norð-
ur- og austurströndina, en ann-
ars bjart að mestu. Hiti 7 til 16
stig, hlýjast um landið vest-
anvert.
Á þriðjudag, miðvikudag
og fimmtudag
Hæg austlæg eða breytileg átt.
Sums staðar þokuloft við
ströndina, einkum austantil, en
annars bjart að mestu. Áfram
milt í veðri.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Austlæg eða breytileg átt 5-10
m/s. Þokuloft við austur-
ströndina og sums staðar á an-
nesjum norðanlands, en létt-
skýjað víðast annars staðar.
Hiti 8 til 16 stig að deginum,
hlýjast um landið suðvest-
anvert.
ÁRNI Páll Árnason félags- og tryggingamálaráð-
herra gerði áhrif sparnaðar hjá opinberum stofn-
unum á atvinnuleysistryggingarsjóð að umræðu-
efni á ríkisstjórnarfundi í gær.
Samþykkt var með lagabreytingu á síðasta ári
að greiða mætti fólki hlutfallslegar atvinnuleys-
isbætur þegar það missti starf sitt að hluta, m.a. til
að stuðla að því að fyrirtæki og stofnanir gætu
minnkað starfshlutfall fólks án þess að þurfa að
segja því alfarið upp. Að sögn Árna Páls grípa
mörg fyrirtæki til þessa ráðs í niðurskurði og það
sé í sjálfu sér jákvætt sem liður í því að halda sem
flestum á vinnumarkaði, svo
fremi sem hófs sé gætt.
„Ég vildi vekja athygli á því
að þegar opinberar stofnanir
grípa til þessa til að bregðast
við rekstrarvanda, þá þarf að
gæta að því að verið er að flytja
til ríkisútgjöld. Þannig að ef
gerð er sparnaðarkrafa á emb-
ætti um ákveðnar fjárhæðir þá
uppfyllir embættið ekki það
sem fyrir það er lagt ef það nýtir sér alfarið þetta
úrræði. Það er fyrirsjáanlegt að útgjöld atvinnu-
leysistryggingarsjóðs aukist mjög mikið núna,
hann fer örugglega í mínus og það mikinn mínus.
Við verðum að gæta þess að blekkja okkur ekki
með þeim aðgerðum sem farið er í og tryggja að
raunverulegur sparnaður náist.“
Árni Páll lagði því til að þegar stofnanir gerðu
tillögur um sparnað tilgreindu þær sérstaklega
þegar aðgerðirnar fælu í sér fækkun starfa og/eða
skert starfshlutfall til þess að unnt væri að meta
raunsparnað í ríkisútgjöldum við þær aðgerðir.
Tillagan var samþykkt á ríkisstjórnarfundi.
Verðum að sjá heildarmyndina
Megum ekki blekkja okkur sjálf Tilfærsla ríkisútgjalda ekki sparnaður í raun
Árni Páll Árnason
Eftir Ólaf Bernódusson
Skagaströnd | Á næstunni verður
undirritaður samstarfssamningur
um stofnun rannsókna- og fræðaset-
urs Háskóla Íslands á Norðurlandi
vestra með aðsetur á Skagaströnd.
Tilgangur hins nýja fræðaseturs er
fyrst og fremst að efla starfsemi
Háskóla Íslands á Norðurlandi
vestra með rannsóknum á sagn-
fræði, einkum í munnlegri sögu.
Ráðinn verður forstöðumaður að
setrinu til að byrja með og hefur ný-
lega verið auglýst eftir honum.
Það eru Stofnun fræðasetra Há-
skóla Íslands, Miðstöð munnlegrar
sögu og Sveitarfélagið Skagaströnd
sem eru aðilar að samstarfssamn-
ingnum. Helsti tilgangur setursins
er að vera rannsóknarstöð um sagn-
fræði og samtímasögu á Norður-
landi vestra, vera starfsvettvangur
fræðimanna á þessu sviði, örva ný-
breytni í menningar- og fræðastarfi
á svæðinu og stuðla að háskóla-
kennslu á Norðurlandi vestra í sam-
starfi við aðrar menntastofnanir.
Hlutir þeirra þriggja aðila sem að
samstarfssamningnum standa eru
þannig að Háskóli Íslands mun reka
setrið, Miðstöð um munnlega sögu
leggur til sérþekkingu og gögn
ásamt faglegri aðstoð við undirbún-
ing og framkvæmd verkefna. Sveit-
arfélagið Skagaströnd leggur síðan
fram fjárhagslegan stuðning til nið-
urgreiðslu húsnæðis- og stofnkostn-
aðar. Samstarfssamningurinn nú er
til þriggja ára en vilji hlutaðeigandi
stendur til að hann verði fram-
lengdur þegar þar að kemur.
Heimamenn á Skagaströnd eru
afar ánægðir með hinn nýja samn-
ing og binda miklar vonir við að
hann muni efla rannsóknir á menn-
ingu og sögu svæðisins auk þess að
skapa ný tækifæri á sviði háskóla-
náms. Á Skagaströnd eru nú þegar
starfandi Nes listamiðstöð og
Menningarfélagið Spákonuarfur,
sem vinnur að rannsóknum og varð-
veislu gamalla sagna og spádóma.
Auk þess er á staðnum rannsókna-
og líftæknifyrirtækið BioPol sem
stundar ýmsar rannsóknir á lífríki
sjávarins. Þannig er að byggjast
upp á Skagaströnd víðtækt þekk-
ingarnet sem mun styrkjast veru-
lega með tilkomu hins nýja rann-
sókna- og fræðaseurs.
Fræðasetur Háskóla
Íslands á Skagaströnd
Í HNOTSKURN
» Tilgangur fræðasetursinser fyrst og fremst að efla
starfsemi Háskóla Íslands á
Norðurlandi vestra með rann-
sóknum á sagnfræði, einkum í
munnlegri sögu.
» Sveitarfélagið leggurfram fjármuni.