Morgunblaðið - 16.05.2009, Page 22
22 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
TUGIR þúsunda manna flúðu frá stærstu borg-
inni í Swat-dal í Pakistan í gær þegar her landsins
aflétti útgöngubanni til að gera íbúunum kleift að
forða sér þaðan vegna harðra átaka.
Hundruð þúsunda manna hafa reynt að flýja af
átakasvæðinu í Swat-dal síðan herinn hóf mikla
sókn gegn talibönum undir lok síðasta mánaðar.
Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í
gær að tæp milljón manna hefði flúið af svæðinu á
síðustu tveimur vikum. Áður höfðu yfir 550.000
manns flúið af átakasvæðum í norðvestanverðu
Flóttamannahjálp SÞ hefur komið upp í grennd
við borgina Mardan. „Ástandið er mjög, mjög
slæmt,“ hafði fréttastofan AFP eftir einum flótta-
mannanna sem flúðu frá þorpi nálægt Mingora í
gær. „Það var ráðist á búðina mína og hún var lögð
í rúst. Ég sá þrjú börn deyja í sprengjuárás.“
„Fjórir í fjölskyldunni minni dóu í sprengju-
árás,“ sagði annar flóttamaður. „Herinn gerði
árásina. Við höfum verið í helvíti síðustu tvær vik-
urnar.“
Herinn segist hafa umkringt stærstu borgina,
Mingora, sem er á valdi talibana. Um 200.000
manns voru í borginni áður en útgöngubanninu
var aflétt.
Í HNOTSKURN
» Her Pakistans segir aðallt að 15.000 hermenn
berjist við um 4.000 vopnaða
talibana í Swat-dal.
» Herinn segir að yfir 900talibanar og 42 hermenn
liggi í valnum eftir hörð átök í
Swat og nálægum héruðum.
»Ekki er vitað hversumargir óbreyttir borgarar
hafa beðið bana.
Tæp milljón manna flúði ófriðinn
Ástandinu á átakasvæði í Pakistan lýst sem mesta flóttamannavanda í landinu
frá blóðsúthellingunum árið 1947 Mikill skortur á matvælum og lífsnauðsynjum
landinu frá því í ágúst. Alls
hafa því um 1,5 milljónir Pak-
istana flúið heimkynni sín á síð-
ustu níu mánuðum.
Forsætisráðherra Pakist-
ans, Yousuf Raza Gilani, hefur
lýst ástandinu sem mesta
flóttamannavanda í landinu frá
blóðsúthellingunum árið 1947
þegar Indland og Pakistan
fengu sjálfstæði og skiptust í
tvö ríki. Mikill skortur er á
matvælum og öðrum lífsnauðsynjum á svæðinu.
Um 80.000 flóttamannanna dvelja í búðum sem
Stúlkur í flótta-
mannabúðum.
ANGELA Merkel, kanslari Þýskalands, með leikurum
sem leika rómverska hermenn á sýningu í Varus-
schlacht-safninu í Kalkriese í Þýskalandi.
Á sýningunni er fjallað um orrustu milli Kerúska,
germansks þjóðflokks, og rómverskra hermanna undir
stjórn Varusar herforingja í Tevtóborgarskógi árið 9
eftir Krist. Sýningin verður opnuð almenningi í dag og
hún stendur til 25. október.
AP
Merkel með rómverskum hermönnum
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
EFNAHAGSSAMDRÁTTURINN
á evrusvæðinu nam 2,5% á fyrsta
fjórðungi ársins og var mun meiri en
hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir.
Nokkrir fjármálasérfræðingar
spáðu því þó í gær að það versta
væri nú afstaðið og forstjóri Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique
Strauss-Kahn, sagði að vænta mætti
umskipta í efnahagsmálum fyrir lok
ársins.
„Við spáum efnahagsbata á fyrsta
fjórðungi næsta árs og að umskiptin
hefjist í október, nóvember eða des-
ember,“ sagði Strauss-Kahn.
Á einu ári minnkaði lands-
framleiðslan á evrusvæðinu um 4,6%
og er það mesti samdráttur sem
mælst hefur þar frá því að mæling-
arnar hófust árið 1995. Efnahags-
lægðin í 16 löndum evrusvæðisins er
því mun dýpri en í Bandaríkjunum
þar sem samdrátturinn mældist
1,6% á fyrsta fjórðungi ársins og
2,6% á einu ári.
Verg landsframleiðsla Þýska-
lands, stærsta hagkerfisins á evru-
svæðinu, minnkaði um 3,8% á fyrsta
fjórðungi ársins og 6,9% á einu ári.
„Þetta eru mjög slæmar fréttir og
samdrátturinn sýnir hversu háður
þýski efnahagurinn er viðskiptum
við útlönd,“ sagði þýski hagfræðing-
urinn Costa Brunner. „Góðu frétt-
irnar eru þær að það versta er af-
staðið.“
Á Ítalíu nam samdrátturinn 2,4%
á fyrsta ársfjórðungnum og 5,9% á
einu ári. Samdráttarskeið er einnig
hafið í Frakklandi þar sem fram-
leiðslan minnkaði um 1,2% á fyrstu
þremur mánuðum ársins og hefur nú
dregist saman tvo ársfjórðunga í
röð.
Dýpri lægð á evru-
svæðinu en spáð var
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir efnahagslegum umskiptum
fyrir lok ársins og efnahagsbata á fyrsta fjórðungi næsta árs
Dominique Strauss-Kahn, forstjóri AGS.
Estudio R. Carrera fyrir
KAPPSIGLING Á 200 ÁRA AFMÆLI
Heimildir: www.velasudamerica2010.com. www.armada.cl, www.ara.mil.ar
Seglskip á borð við
brigantínur, freigátur ,
korvettur og
skonnortur, jafnt herskip
sem borgaraleg, taka
þátt í kappsiglingunni
meðfram ströndum
Suður-Ameríku frá
Brasilíu til Mexíkó, m.a.
framhjá Hornhöfða og
með viðkomu á
sögulegum stöðum
LEIÐ
Veracruz
La Guayra
Cartagena
de Indias
Rio de Janeiro
Hornhöfði
Montevideo
Buenos
Aires
Mar del Plata
Ushuaia
Guayaquil
El Callao
Valparaiso
Talcahuano
Punta Arenas
SUÐUR-
ATLANTSHAF
ATLANTSHAF
KYRRAHAF
Sjóherir Chile og Argentínu hafa skipulagt
umfangsmikla kappsiglingu stórra seglskipa sem hefst í
Rio de Janeiro í febrúar á næsta ári í tilefni af því að þá
verða 200 ár liðin frá því að löndin tvö fengu sjálfstæði.
SUÐUR-AMERÍKA
Ekvador
SKIP SEM TAKA ÞÁTT Í SIGLINGUNNI*
„Juan Sebastian
Elcano” brigantína
SPÁNI
„Gloria”
brigantína
KÓLUMBÍA
„Cisne Branco”
hásiglt skip
BRASILÍU
„Eagle”
barkur (þrísiglt skip)
BANDARÍKJUNUM
„Capitán Miranda”
skonnorta
ÚRÚGVÆ
„Cuauhtemoc”
barkur,
MEXÍKÓ
„Guayas”
barkur
EKVADOR
„Simon Bolivar”
barkur
VENESÚELA
„Tarangini”
barkur
INDLAND
„Tunas Samudera”
brigantína
MALASÍU
„Libertad” freigáta
ARGENTÍNU
„Esmeralda” freigáta
CHILE
* Nokkur skip frá 24 löndum sem boðið hefur verið að taka þátt í siglingunni
London. AFP. | Shahid Malik sagði af
sér embætti aðstoðardómsmálaráð-
herra í Bretlandi í gær eftir að hann
dróst inn í fríðindahneykslið svo-
nefnda þar í landi. Rannsakað verð-
ur hvort Malik telst hafa brotið siða-
reglur ráðherra sem m.a. kveða á um
að þeir megi ekki nýta sér stöðu sína
í ábataskyni.
Breska blaðið Daily Telegraph
hefur að undanförnu birt upplýsing-
ar um fríðindi og kostnaðargreiðslur
breskra þingmanna. Blaðið segir að
Malik hafi leigt hús í kjördæmi sínu í
Vestur-Yorkshire og borgað leigu
langt undir markaðsverði. Húseig-
andinn hafi hlotið
dóm fyrir að
leigja út óíbúðar-
hæft húsnæði.
Malik kvaðst
ekki hafa brotið
neinar reglur en
víkja meðan
rannsókn færi
fram á störfum
hans.
Malik var kjör-
inn á þingið árið 2005. Hann hefur
síðan innheimt hámarksgreiðslur frá
þinginu fyrir að halda tvö heimili,
samtals 66.827 pund á þremur árum.
Breskur aðstoðar-
ráðherra víkur
Shahid Malik.
Efnahagssamdrátturinn í löndum
Evrópusambandsins verður um
4% í ár og rúmlega helmingi meiri
en spáð var í byrjun ársins, ef
marka má nýjustu spá fram-
kvæmdastjórnar ESB.
Framkvæmdastjórnin segir að
ekki sé útlit fyrir efnahagsbata í
ESB-löndunum fyrr en á síðari
helmingi næsta árs. Hún spáir því
einnig að atvinnuleysið í ESB-
löndunum 27 verði um 10,9% á
næsta ári. Atvinnuleysið verði ívið
meira í evrulöndunum sextán, eða
um 11,5%.
Í spá framkvæmdastjórnarinnar
er gert er ráð fyrir því að verg
landsframleiðsla í Þýskalandi
minnki um 5,4% á árinu og í Bret-
landi um 3,8%.
Útlit er fyrir miklu meiri sam-
drátt á Írlandi þar sem mikill hag-
vöxtur hefur verið á síðustu árum.
Framkvæmdastjórnin spáir 9%
samdrætti á Írlandi og 13,1% í
Lettlandi.
Spáir 4% samdrætti í ESB-löndum