Morgunblaðið - 16.05.2009, Qupperneq 36
þeim sem svo er komið
fyrir en með nýjum dómi
Hæstaréttar var horfið frá
sviptingu ökuréttar í ljósi
þess að um fyrsta brot
ökumanns var að ræða og
að langt var liðið frá
neyslu hans á fíkniefnum.
Lögreglumenn hafa um
tíðina kynnst heimi fíkni-
efnaneytenda og ástandi
þeirra. Eitt af því sem
þekkist þar er að þeir sem
neyta e-taflna reykja hass
eða marijúana í einhverja
daga á eftir og telja það til bóta vegna
þunglyndis sem fylgir neyslu e-
töflunnar. Þessu þunglyndi hafa þeir
lýst sem hreinu helvíti að fara í gegn-
um. Þekkt er meðal meðferðaraðila að
andlegt ástand þeirra sem eru í nið-
urtröppun eftir neyslu sé mjög bág-
borið. Í umdæmi lögreglunnar á Sel-
fossi eru dæmi þess að fíkniefni hafi
greinst í þvagi ökumanns sem lést í
umferðarslysi. Viðkomandi var hins
vegar ekki með fíkniefni í blóði. Mað-
urinn var ölvaður og ók bifreið sinni út
af vegi á allt að 200 km/klst. hraða.
Mildi var að engin varð fyrir bifreið
hans.
Hver ver rétt þinn í umferðinni?
Bent hefur verið á að gengið sé á
rétt þeirra sem einungis eru með
fíkniefni í þvagi því að ekki hafi verið
sýnt fram á að þeir séu ófærir um að
stjórna bifreið. Ég hef velt því fyrir
mér hver verji rétt þeirra sem eru
„edrú“ í umferðinni. Ég tel þá eiga
skýlausan rétt á að löggæsla og lög-
gjöf miði að því að verja rétt þeirra
sem sannarlega eru í ástandi til að aka
framar rétti þeirra sem ánetjast fíkni-
efnaneyslunni. Þarna þurfa alþing-
ismenn að taka skýra afstöðu með um-
ferðarörygginu. Fjöldi látinna og
alvarlega slasaðra í umferðinni ár
hvert gefur ekki tilefni til sérstakra til-
slakana í þessum efnum.
MEÐ LAGASETNINGU var um-
ferðarlögum breytt á Alþingi Íslend-
inga hinn 3. júní 2006. Eitt af þeim at-
riðum sem bætt var við gildandi
löggjöf var að verulega var þrengt að
þeim sem aka undir áhrifum fíkniefna.
Þannig telst ökumaður ófær um að
aka bifreið ef í blóði hans eða þvagi
greinast fíkniefni sem ólögleg eru á ís-
lensku yfirráðasvæði.
Fær um að stjórna bifreið/fluttur
meðvitundarlaus á sjúkrahús
Fram að þessari lagabreytingu
höfðu lögreglumenn og þeir sem láta
sig umferðaröryggi varða rætt það
hversu mikilvægt væri að umferð-
arlöggjöfin gerði kleift að taka á þess-
um málum. Í framkvæmd var þetta
þannig að til að sakfelling fengist
vegna gruns um akstur undir áhrifum
fíkniefna þurfti tvennt að fara saman.
Annars vegar að umtalsvert magn
fíkniefna greindist í blóði ökumanna
og hins vegar að mat læknis væri að
ökumaður væri ófær um að aka bif-
reið. Lögreglumönnum á Selfossi er
sérstaklega í minni þegar þeir höfðu
stöðvað ökumann grunaðan um að aka
undir áhrifum fíkniefna en sá hafði,
skv. lýsingu vegfarenda, ekið kanta á
milli og nærri framan á bíl sem ekið
var úr gagnstæðri átt. Læknir mat
ástand hans sem svo að hann væri fær
um að stjórna bifreið örugglega. Inn-
an við 30 mínútum eftir skoðun lækn-
isins var ökumaðurinn fluttur meðvit-
undarlaus á sjúkrahús. Honum hafði
tekist að stramma sig af rétt á meðan
að læknisskoðunin fór fram. Öllum má
vera ljóst hversu alvarlegt það hefur
verið að hafa mann í þessu ástandi í
umferðinni.
Reynslan af lagabreytingunni
Reynslan sem fengist hefur eftir að
lögunum var breytt er góð að því leyti
að auðvelt er að taka á þeim sem
brjóta gegn ákvæðum þeirra. Hún er
hins vegar sláandi þegar litið er til
þeirra upplýsinga sem fengist hafa frá
því lögunum var
breytt. Þannig reyn-
ast jafnmargir eða
fleiri undir áhrifum
fíkniefna en þeir sem
aka ölvaðir. Oft á tíð-
um er ökumaður sem
grunaður er um akst-
ur undir áhrifum
fíkniefna með 3 til 4
tegundir af fíkniefn-
um í blóði og/eða
þvagi. Þekkt er að
hraði bifreiða öku-
manna undir slíkum áhrifum hefur
verið mældur um og yfir 160 km/klst.
Á árinu 2006 kærði lögreglan á Sel-
fossi 32 fyrir að aka undir áhrifum
fíkniefna. 99 voru kærðir á árinu 2007
og 138 á árinu 2008. Sambærilegar töl-
ur hafa komið frá öðrum embættum
eftir því sem lögreglumenn hafa náð
tökum á málaflokknum. Hættan sem
skapast af akstri þessara einstaklinga
er gríðarleg og þekkt eru tilfelli þar
sem neytendur hafa verið aðilar að al-
varlegum slysum þar sem örkuml hef-
ur hlotist af og jafnvel bani.
Hvað með þá sem eru
bara með fíkniefni í þvagi?
Frá því breytingin var gerð hefur
það verið mörgum þyrnir í augum að
sakfelldir séu þeir sem ekki eru með
fíkniefni í blóði heldur einungis í þvagi.
Rök þeirra eru þau að viðkomandi sé
ekki undir áhrifum fíkniefna. Lögin
eru alveg skýr um það að refsa skuli
Eftir Odd Árnason
Oddur Árnason
» Læknir mat ástand
hans sem svo að
hann væri fær um að
stjórna bifreið örugg-
lega. Innan við 30 mín-
útum eftir skoðun lækn-
isins var ökumaðurinn
fluttur meðvitundarlaus
á sjúkrahús.
Höfundur er yfirlögregluþjónn
í lögreglunni á Selfossi.
Réttur þinn í umferðinni
36 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009
Verðmetum þér að
kostnaðarlausu!
Við erum stærsta uppboðsfyrirtæki með frí-
merki og mynt á Norðurlöndum og verðum
á Íslandi dagana 28. – 31. maí n.k.
Við leitum að efni fyrir komandi uppboð
okkar sem ná athygli safnara um allan
heim. Óskað er eftir heilum söfnum,
stökum verðmætum frímerkjum, gömlum
umslögum og póstkortum og mynt, minnispeningum,
medalíum og gömlum peningaseðlum.
”Hvaðeina getur verið áhugavert!”
Verðum til viðtals á Hótel Loftleiðum
á frímerkjasýningunni NORDIA 09 í
Íþróttahúsinu við Str
föstudag til sunnudags 29. – 31. maí.
Frítt verðmat án skuldbindinga !
Bjóðum uppá skoðun í heimahúsum ef
um stærri söfn er að ræða. Nánari upplýsingar
veitir Össur Kristinsson í símum 5554991 og 6984991.
Við bjóðum líka
staðgreiðsluviðskipti og
greiðum þá í $ eða €
THOMAS HØILAND AUKTIONER A/S
Lygten 37 • DK-2400 København NV • +45 3386 2424 • info@tha.dk
EITT af því sem
fylgir hækkandi sól
hér á landi er að hús-
eigendur fara að huga
að viðhaldi eigna
sinna utanhúss. Í
langflestum tilfellum
er íbúðarhúsnæði fjöl-
skyldunnar stærsta
eignin og oft á tíðum
það sem allt fjár-
málakerfi fjölskyld-
unnar snýst um, tala nú ekki um á
þessum síðustu og verstu tímum.
Það er því mjög mikilvægt fyrir þá
sem ætla að sinna viðhaldi í sumar
og fá til þess utanaðkomandi aðila,
að þeir athugi vel hvort þeir aðilar
sem þeir versla við séu þeir sem
þeir segja, þ.e. fagmenn með rétt-
indi og þær skyldur og ábyrgð sem
þeim fylgja. Það er nefnilega þann-
ig að á vorin eru það ekki bara far-
fuglarnir sem koma til landsins,
heldur spretta hér upp ótrúlegustu
aðilar sem kynna sig sem sérfræð-
inga í viðhaldi húsa með víðtæka
reynslu og áreiðanleg vinnubrögð.
Það er ekki út af engu sem ekki
ber neitt á þessum aðilum nema á
vorin og sumrin, þeir eru nefnilega
margir sem búa erlendis yfir vet-
urinn en koma til landsins eins og
á vertíð þegar vorar með tilheyr-
andi blekkingum, lygum og svik-
samlegum vinnubrögðum sem
grandalaust fólk lendir í, í góðri
trú, að versla við. Þau eru ófá sím-
tölin sem við á skrifstofu Mál-
arameistarafélagsins fáum á hverju
sumri um viðskipti sem fólk hefur
átt við svona aðila með hörmuleg-
um afleiðingum, afleiðingum sem
oft á tíðum eru óbætanlegar en að
öllu jöfnu mjög kostnaðarsamar að
bæta. Hér er um að ræða allskyns
reynslusögur af
hremmingum fólks,
allt frá því að hlutir
séu illa og hroðvirkn-
islega unnir yfir í það
að húseiganda er hót-
að handrukkun og lík-
amsmeiðingum ef
hann er með eitthvert
múður yfir lélegum
vinnubrögðum og ger-
ir ekki upp í snatri.
En eitt eiga allir þess-
ir hrakningar sameig-
inlegt; húseigendur
hafa ekki getað fengið þessa fúsk-
ara til að bæta og lagfæra sín verk,
það er eins og þessir menn gufi
bara hreinlega upp um leið og búið
er að borga reikninginn, ef reikn-
ingur er þá yfirhöfuð gefinn út.
Það er því mikilvægt að húseig-
endur kanni vel hvort viðkomandi
ermeð tilskilin réttindi, fái skriflegt
tilboð og, ef um stærri fram-
kvæmdir er að ræða, geri skrif-
legan samning þar sem fram komi
hvað sé verið að semja um, hvað
það kosti o.s.frv.
Málarameistarafélagið heldur úti
öflugri heimasíðu, www.malarar.is
þar sem fram koma upplýsingar
um málarameistara sem eru með
sín réttindamál á hreinu og standa
undir nafni með vönduðum vinnu-
brögðum. Einnig er þar að finna ít-
arlegar upplýsingar um hvernig
best er að standa að því að fara í
verklegar framkvæmdir, hvað þarf
að hafa í huga og hvað ber að at-
huga. Mögulegt er að setja inn
beiðni um tilboð í verkefni á heima-
síðunni og fá þá allir félagsmenn
tilkynningu þar um, þetta getur því
sparað fólki tíma í hringingum
ásamt því að sjálfsögðu að það
tryggir sér áreiðanlegan verktaka
með reynslu og ábyrgð á sínum
verkum. Á undanförnum árum hef-
ur verið mjög erfitt að fá til sín
góða iðnaðarmenn þar sem álagið
hefur verið mjög mikið á þeim, en
nú hefur hægst mikið um og fyr-
irtæki eru farin að geta bætt á sig
verkefnum. Eitt er það sem Mál-
arameistarafélagið hefur gert til að
auðvelda húseigendum lífið en það
er að hver félagsmaður hefur á sér
handhægt félagsskírteini þar sem
fram kemur að viðkomandi sé fé-
lagi í Málarameistarafélaginu og
þar af leiðandi með full réttindi.
Húseigandi góður, það er stundum
betra að kynna sér við hvern þú
ætlar að eiga viðskipti.
Varasamir fuglar
sem birtast á vorin
Eftir Þorstein V.
Sigurðsson
» Þær eru ófagrar
sögurnar sem við
á skrifstofu Málara-
meistarafélagsins fáum
á hverju sumri um við-
skipti sem fólk hefur
átt við þessa fugla.
Þorsteinn V. Sigurðsson
Höfundur er formaður
Málarameistarafélagsins.
@
Fréttir
á SMS