Morgunblaðið - 16.05.2009, Síða 38

Morgunblaðið - 16.05.2009, Síða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 ✝ Jónas Finn-bogason fæddist á Harðbak á Melrakka- sléttu 16. ágúst 1914. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Húsavík 9. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guð- rún Stefánsdóttir, f. 11. september 1879, d. 26. júlí 1955, og Finn- bogi Friðriksson, f. 13. mars 1877, d. 8. maí 1944. Systkini hans voru Súsanna, f. 16. júlí 1912, d. 15. mars 1999, Sigurður, f. 21. sept- ember 1916, d. 14. júní 1981, Stefán, f. 18. júlí 1918, d. 29. júlí 1942, Krist- ín, f. 18. júlí 1918, d. 24. júní 1995, og Þorbjörg, f. 15. apríl 1921, d. 26. apríl 2008. Bræður sammæðra voru Sigþór, f. 18. september 1901, d. 20. apríl 1967, og Anton, f. 5. desember 1903, d. 23. júlí 1976. Jónas kvæntist 22. apríl 1943 Hólmfríði Friðgeirsdóttur, f. 2. júní 1921. Foreldrar hennar voru Val- gerður Sigurðardóttir, f. 17. desem- ber 1892, d. 7. júní 1975, og Friðgeir Siggeirsson, f. 22. júní 1887, d. 5. janúar 1957. Börn þeirra eru: 1) Vil- skóla í Hrútafirði. Hann tók einnig meira- og ökukennarapróf. Jónas vann fyrst almenn störf til sjávar og sveita. Hann var vélgæslumaður hjá Kaupfélagi Norður-Þingeyinga í yf- ir 20 ár, bifreiðastjóri á Raufarhöfn og vann auk þess á bifreiðaverk- stæði. Jónas var lengi umboðs- maður fyrir Ríkisskip, Olíufélagið og síldarútvegsnefnd. Jafnframt rak hann verslun þar á staðnum og stundaði ökukennslu. Jónas var landpóstur í mörg ár og stundaði hlunnindabúskap á Harðbak fram á tíræðisaldur. Þar hafði hann tekjur af æðarvarpi, silungsveiði og reka. Jónas var í hreppsnefnd á Rauf- arhöfn í 16 ár. Auk þess vann hann ýmis trúnaðarstörf, t.d. fyrir Ung- mennafélagið Austra. Þá var hann í Kirkjukór Raufarhafnar í meira en hálfa öld og þar af formaður kórsins í 36 ár. Hann var einnig formaður Verkamannafélags Raufarhafnar í nokkur ár. Þau hjónin, Jónas og Hólmfríður, bjuggu á Raufarhöfn allan sinn bú- skap, þar af lengst af í Sunnuhvoli (Aðalbraut 47) sem þau byggðu 1955. Árið 2001 ákvað sveitarstjórn Raufarhafnar að gera þau að heið- ursborgurum. Haustið 2007 fluttu þau til Húsavíkur. Útför Jónasar fer fram frá Rauf- arhafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. mundur Þór, f. 26. júní 1945, búsettur á Raufarhöfn. 2) Val- geir, f. 27. febrúar 1950, kvæntur Krist- ínu Böðvarsdóttur, f. 29. maí 1954, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru: a) Guð- mundur Axel, f. 29. júlí 1979, sambýlis- kona María Péturs- dóttir, f. 21. maí 1979. b) Sóley, f. 17. apríl 1984, sambýlismaður Eiður Ottó Bjarnason, f. 3. desember 1984. c) Jónas, f. 25. apríl 1986. 3) Gunnar Finnbogi, f. 6. apríl 1956, maki Þórhildur Hrönn Þorgeirsdóttir, f. 15. september 1961, búsett á Raufarhöfn. Börn þeirra eru: a) Eva Guðrún, f. 27. mars 1983, sambýlismaður Snævar Árdal Hauksson, f. 26. nóvember 1965. Sonur þeirra er Gunnar Brim- ir, f. 25. júlí 2008. b) Friðgeir, f. 22. október 1988. c) Þorgeir, f. 21. maí 1992. Jónas ólst upp á Harðbak og Skinnalóni. Hann gekk í barnaskóla á Raufarhöfn og unglingaskóla í Núpasveit. Síðar fór hann í Reykja- Mig langar að minnast elskulegs tengdaföður míns í fáum orðum. Ég hitti tengda fyrst þegar við Valli komum norður til Raufarhafnar í júníbyrjun árið 1975. Mér tók hann afar vel og hefur alltaf sýnt hlýhug í minn garð. Alveg frá okkar fyrstu kynnum kallaði hann mig tengda- dóttur sína. Skipti þá engu máli þó að við Valli værum bara búin að vera saman í fáa mánuði. Jónas, tengda- faðir minn, var um margt mjög merkilegur maður. Hann naut þess að brasa sem mest úti á Harðbak. Þar fylgdist hann með öllu dýralífi og þekkti hverja þúfu, enda var hann mikið náttúrubarn. Hann var líka mikill sögumaður og var oft gaman að sitja við eldhúsborðið í Sunnuhvoli og hlusta á sögurnar. Spilaborðið var ósjaldan tekið fram enda var tengdi mjög góður spilamaður. Einnig var hann góður söngmaður og veit ég engan sem kunni eins mikið af vísum og söngtextum og hann. Auk þess að vera tengdafaðir minn fannst mér hann líka vera pabbi minn þar sem föður míns naut ekki lengur við. Ein- hvern veginn fannst mér að tengdi myndi alltaf vera hér. En nú hefur hann kvatt og ég mun alltaf minnast hans með virðingu og söknuði. Að lokum langar mig að þakka fyrir allar minningarnar og öll árin sem ég fékk að þekkja hann. Elsku tengdamamma, megi góður Guð styrkja þig. Kristín Böðvarsdóttir. Frá því ég man eftir mér hafa mér verið sagðar sögur og fyrir mig hafa verið lesnar allar þær óteljandi barnabækur sem eflaust enn finnast í Sunnuhvoli. Í mörgum þessara bóka voru merkilegir afar sem ævinlega bjuggu yfir einhverjum sérstökum hæfileikum. Þessir aðilar fóru ávallt eigin leiðir, oftast á móti straumnum. Ekkert þótti mér eðlilegra, jafnvel þótt enginn þeirra yrði nokkurn tím- ann magnaðri en afi minn. Fljótlega komst ég nefnilega að því að þeir sem fara öðruvísi að hlutunum gætu ein- faldlega vitað eitthvað sem öðrum er hulið. Hraustari menn en afa minn er fágætt að finna þó að um þá séu skrif- aðar fræknar frásagnir. Ráðagóður var hann, duglegur og alltaf tilbúinn að útskýra eða aðstoða ef vanda bar að. Örnefni Melrakkasléttu þekkti hann öll og auðvitað allar sögurnar sem fylgdu þeim. Allar kindurnar hans afa báru nöfn eftir efnum, útliti og atferli og öllum fylgdu þeim sögur. Skemmtilegastar voru sögurnar af Leistu, Bíldu, Björk, Þoku og Illri en besti hluti sögunnar var alltaf þegar afi hóaði þær heim á hlað. Fátt var það sem hann ekki gat og aldrei lét hann aldur eða aðrar ómerkar afsak- anir aftra sér, hvort sem hann safnaði rekavið, batt bundið slitlag, bar út póst í sveitinni eða stundaði hlunn- indabúskap við erfiðar aðstæður. Margt lærði ég af afa mínum, sér- staklega vegna þeirra forréttinda að fá að taka þátt í kríueggjaleit, sil- ungsveiði og umsjón æðarvarps. Einnig gaf hann mér verðmæta sýn á náttúruna og kenndi mér að umgang- ast landsins gæði með virðingu að vopni. Sagnagáfuna erfði ég vonandi og enn man ég þegar ég hljóp upp stigann í Sunnuhvoli til að tilkynna afa mínum að hann væri búinn að eignast nafna. Aldrei mun ég gleyma öllum stundunum með afa og ömmu í Sunnuhvoli og í kofanum við Öxar- fjörð. Hjá afa og ömmu var alltaf gott að vera þó að fimm ára strákum hafi þó sérstakt að einhver skyldi geyma ókind í kjallaranum sem varð að heilsa upp á svo maður yrði ekki kramaraumingi. Allt ómetanlegar minningar sem ekki verða keyptar fyrir veraldlegan auð. Þótt þú hafir yfirgefið okkur um stundarsakir örvænti ég ekki því í höllum forfeðra okkar verður þér tekið sem hetju og allir þínir hæfi- leikar metnir að verðleikum. Megi gæfan fylgja þér, ávallt. Guðmundur Axel Valgeirsson. Elsku afi minn er dáinn. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp allar minningarnar um þig og samverustundirnar með þér er af mörgu af taka. Ég man svo vel eftir einni stund með þér, ég var níu ára gömul og var í pössun hjá þér og ömmu. Þú kallaðir á mig innan úr stofu og baðst mig um að koma að- eins og tala við þig. Þú baðst mig svo fallega um að koma aðeins með þér út á Harðbak. Ég hélt það nú, það var ekkert skemmtilegra en að fara þangað með þér. Við fórum klukkan tíu um morguninn og vorum allan daginn saman að leita að kolluhreiðr- um og kríueggjum. Þú sagðir mér svo margar skemmtilegar sögur, frá því að þú varst lítill strákur á Harðbak og margar margar fleiri. Þetta var al- veg yndisleg stund eins og svo marg- ar aðrar með þér, elsku afi minn. Þegar ég hugsa um minningar um þig þá koma svo margar upp í hug- ann. Lopapeysan, gúmmískórnir, mjólkurgrauturinn í hádeginu á laug- ardögum í Sunnuhvoli, skemmtilegar ferðir með afa og ömmu inn í sum- arbústað. Í þeim ferðum gast þú sagt okkur hvað hvert einasta vatn hét, fjöll, hólar, og jafnvel hver einasta þúfa. Svo í bakaleiðinni áttum við að segja þér hvað þetta allt hét. Kynni þín af Gunnari Brimi syni mínum voru ekki mikil, en við komum með hann nokkrum sinnum í heim- sókn til þín á Húsavík. Það var svo yndislegt að sjá ykkur saman. Vildi að hann hefði fengið að fá að kynnast þér og sjá hve yndislegur maður þú varst, því betri afa er ekki hægt að hugsa sér. Elsku afi minn, ég kveð þig með þessum orðum, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Þín, Eva Guðrún. Elsku afi minn, nú er víst komið að kveðjustund, þó að ég vildi að raunin væri önnur. Það var alltaf gott að koma í Sunnuhvol og þar leið mér vel. Sem lítilli stelpu fannst mér ekkert nota- legra en að vakna við umgang í ykkur ömmu, þú að humma eða söngla eins og var þér svo eðlislægt og amma að bardúsa eitthvað í eldhúsinu. Ég flýtti mér alltaf á fætur þótt aðrir svæfu og við tókum saman morgun- leikfimina í útvarpinu. Þú lést þig ekki muna um að smella fætinum upp á eldhúsbekk í teygjuæfingunum meðan ég fimleikastelpan að sunnan reyndi að fylgja þér eftir. Þetta var svo dæmigert fyrir þig, afi. Þú gerðir bara nákvæmlega það sem þér datt í hug og komst okkur hinum endalaust á óvart með hvers þú varst megnugur þótt árin væru orðin mörg. Þær hafa því verið ófáar grobbsögurnar sem ég hef sagt af ótrúlega afa mínum enda ekki af þingeyskum ættum fyrir ekki neitt. En þú hafðir ekki bara trú á sjálfum þér heldur líka á okkur barnabörnunum þínum þótt við hefð- um ekki endilega verið á sama máli. Einu sinni plataðir þú mig með þér í Ásbyrgi til að bera níðþungan gaskút og hjá þér keyrði ég í fyrsta skipti bíl. Hvatning þín fékk mann til að gera ótrúlegustu hluti. Þér þótti alltaf svo ofurvænt um náttúruna og þar undir þú þér best og alltaf var stutt í þenn- an skemmtilega hreinskilna húmor sem ég hafði svo gaman af. Enda bræddir þú hjörtu allra sem nálægt þér komu bara fyrir að vera þú sjálf- ur. Afi minn, þú varst yndislegur og ótrúlegur í alla staði og þín verður sárt saknað. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér á nýjum og betri stað og þar getur þú notið þín í nátt- úrunni í hraustum líkama. Þangað til næst, afi minn, Sóley. Elsku besti afi. Núna ertu farinn frá okkur en ert víst örugglega á betri stað núna. Ég vil þakka þér fyr- ir öll 20 árin sem við áttum saman. Það sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um þig þá eru það allar Harð- baksferðirnar sem ég fór með þér. Alltaf fannst mér svo gaman að koma með þér á Harðbak og þá sérstaklega á vorin, þegar æðarkollurnar voru byrjaðar að verpa og við löbbuðum um holtin og merktum þær með prik- unum sem þú bjóst til, svo auðvitað tíndi maður kríuegg í leiðinni. Og svo eftir allt labbið fékk maður alltaf kök- ur og heitt kakó. En það er mér líka minnisstætt þegar ég kom í Sunnu- hvol og þær allar góðu og hlýju stundir, alltaf leið manni vel að koma í Sunnuhvol til afa og ömmu og á hvaða tíma sem maður kom fékk maður alltaf hlýjar og góðar mót- tökur og fór alltaf jafn glaður og ánægður þaðan og svo auðvitað ef maður fór á Harðbak eftir kaffið með elskulega afa sínum. Enn og aftur vil ég þakka þér fyrir öll þessi ár, elsku afi minn, og kveð þig með þessum orðum sem minna mig svo mikið á þig: Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt. Við ystu hafsbrún sefur sól, og sofið er í hverjum hól. Í sefi blunda svanabörn og silungur í læk og tjörn. Á túni sefur bóndabær, og bjarma á þil og glugga slær. Við móðurbrjóstin börnin fá þá bestu gjöf, sem lífið á. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Þinn Friðgeir Gunnarsson. Elsku afi minn. Það vita allir sem þér hafa kynnst að þú varst einstakur. Það sem var skemmtilegast og mest spennandi þegar ég kom í heimsókn til ykkar ömmu var að fara út á vatn og vitja um með þér. Á leiðinni voru allar þúf- ur og hólar nefndir en mér tókst aldr- ei að muna nema örlítið brot af því. Svo þegar á vatnið var komið voru engir vettlingar notaðir við að leggja netið í ískalt vatnið. Þú varst klár í að kenna nafna þínum handtökin. Þegar báturinn var svo dreginn upp á land með bílnum áttu þeir óreyndu yfir- leitt að keyra, jafnvel þótt tærnar næðu varla á petalana. Aldrei mátti þó segja nei. Í Sunnuhvoli var kallað í mat á nokkurra tíma fresti, sama hvort maður var svangur eða ekki. Fyrir mat varstu yfirleitt í stólnum þínum að fá þér kríu og hlusta á veð- urfréttirnar á Rás 1. Þú fékkst samt ekki oft frið frá mér vegna þess að þú áttir að fara í „krók“ við mig. Ég man ekki eftir því að hafa unnið þig, enda er ég svo heppinn að vera líkur afa mínum, þrjóskur, þver og við förum okkar eigin leiðir. Mikið þykir mér gaman þegar einhver minnir mig á hversu líkur ég er afa mínum. Á leið- inni norður er sagan af kindunum hans afa ennþá uppáhaldssaga okkar systkinanna. Sögurnar af þér munu aldrei gleymast og muntu lifa í góðri minningu þeirra sem fengu að kynn- ast Jónasi gamla í Sunnuhvoli, afa mínum. Hvíldu í friði, nafni. Jónas. Þegar ég hugsa um Jónas, fóstra minn, minnist ég hans með þakklæti og kærleik. Ég fæddist á heimili þeirra Jónasar og Hollu og hjá þeim dvaldi ég mín fyrstu æviár. Og alla tíð hafa þau sýnt mér og mínum einstaka ástúð og umhyggju og í þeirra augum var ég alltaf hluti af þeirra fjölskyldu. Nú þegar ég læt hugann reika, þá sé ég Jónas eins og hann var heima á Raufarhöfn, í köflóttu vinnuskyrt- unni, með axlaböndin, lopapeysan, ullarsokkar og gúmmískór, en á kvöldin alltaf farið í betri fötin. Ég sé hann úti á Harðbak dragandi stóra trjáboli á land, alltaf að huga að rek- anum. Veiða silung í Harðbaksvatn- inu, á sumrin í net, á veturna í gegn- um ís. Fara á litlum bát út á opið haf frá Hraunhöfninni að leggja fyrir sjó- birting og hvað gat hann gert að því þó að einn og einn lax slæddist með? Á Harðbaksholtunum að sinna æðar- varpinu, dúntöku og kríuvarpinu sem Jónas stjórnaði sköruglega og leyfði ættingjum og vinum að fara í eina skipulagða eggjaleit, vanalega í kringum sjómannadaginn. Ég sé hann úti í Hraunhöfn, ekki að mal- bika heldur „teppaleggja“ vegslóða á stórgrýttum malarkambinum og í heimavatninu við Harðbak að byggja upp nýjan varphólma, allt efnið flutt á bíl og síðan á árabát og í dag stend- ur þessi hólmi grænn og fallegur og æðarkollan búin að nema þar land. Verðugt minnismerki um mætan mann. Úti í „Hosiló“ að undirbúa æð- arvörp komandi sumra og geta næstu kynslóðir væntanlega gengið þar að „kolluprikum“ vísum. Á haustin í berjamónum á Fjallgarðinum, Skörðum og í Þverárdal, svo að Holla hans gæti bæði fryst og sultað. Ég minnist hans á fullu í allskyns félagsstarfi. Ófáar ferðirnar farnar í spilamennsku á vestursléttuna, kór- söngur og reyndar allur söngur hans yndi og nú síðast undir gítarspili á öldrunardeild sjúkrahússins á Húsa- vík. Og aldrei létu þau Jónas og Holla sig vanta ef einhverjar uppákomur voru í boði og skipti þá engu hvort um var að ræða söngskemmtun eða ball með Skítamóral. Ég man líka ferðirnar með honum þegar ég var barn og hvað hann lagði mikið upp úr því að fræða okkur krakkana um öll örnefni og kennileiti og sögur þeim tengdar, sérstaklega á Melrakkasléttu og í Presthólahreppi og hlýddi mér síðan yfir í öllum ferð- um eftir það alveg fram á mín fullorð- insár. Jónas var alla tíð fullur af lífskrafti en varð á endanum að beygja sig fyrir Elli kerlingu. Hann hefði orðið 95 ára hinn 16. ágúst á þessu ári og hafði mikinn hug á því að endurtaka leik- inn frá því á 90 ára afmælinu, þegar við hittumst öll í Skagafirðinum og vafalaust hefði svo orðið hefði honum enst aldur til. Æðri máttarvöld höfðu hinsvegar annað í huga og öll verðum við að lúta því og hlýða kallinu. Ég kveð þig, Jónas fóstri minn, og þakka þér óendanlega fyrir allt. Þóra. Jónas er dáinn, minningarnar hrannast upp. Í okkar huga var Jónas mjög merkilegur maður, ekki endi- lega á mælikvarða tilvísana á verald- arvefnum heldur á þann mannlega mælikvarða sem raunverulega skipt- ir máli. Ferðir fjölskyldunnar til Raufar- hafnar hér áður fyrr eru sveipaðar dýrðarljóma. Hvers vegna sú var raunin vita allir sem hafa heimsótt þau Hollu og Jónas. Já, við segjum Hollu og Jónas, því þó að þetta sé minningargrein um hann Jónas þá voru þau hjónin alltaf eins og eitt í okkar huga, ekki Holla, ekki Jónas, heldur Holla og Jónas. Unga kynslóðin heillaðist af Jónasi eins og börn gerðu alla tíð. Hann var hress, hafði oft hátt, sagði sögur og var skemmtilegur. Þetta kunnu allir að meta, jafnt börn sem fullorðnir. Til viðbótar við hressa, hástemmda sögumanninn kom trausti fjölskyldu- og náttúrumaðurinn. Maðurinn sem mældi lífsgæðin ekki endilega í ver- aldlegum gæðum heldur miklu frek- ar í samveru með sínum eða með sjálfum sér úti í náttúrunni. Og við héldum áfram að fara aust- ur. Fjölskyldurnar eignuðust sum- arbústað í Öxarfirðinum sem varð sameiginlegur sælureitur okkar allra auk þess sem ferðir til Raufarhafnar voru fastir liðir. Með árunum öðluð- ust ferðir okkar austur að vissu marki annað innihald en áður. Það sem hinsvegar breyttist ekki voru hjónin á Raufarhöfn. Þau voru alltaf til staðar, samrýnd, hress og skemmtileg. Jónas fór ekki alltaf troðnar slóðir. Hann fékk fjölda hugmynda, margar óvenjulegar og hann framkvæmdi ýmsar þeirra. Hann lifði í takt við náttúruna, rekinn, fuglinn og fiskur- inn á Harðbak spilaði stórt hlutverk í hans lífi. Lífssýn Jónasar smitaði út frá sér, hann fékk okkur til að opna augun og sjá m.a. fegurðina á Mel- rakkasléttu, nokkuð sem áður hafði verið hulið sumum okkar. Og hann gerði meira. Jónas gekk svo langt að leggja út dregil, ekki rauðan en dreg- il samt, sem auðveldar okkur hinum að upplifa Hraunhafnartangann. Nú hefur þessi athafnamaður fengið hvíldina löngu. Við sem vorum svo heppin að fá að kynnast honum segjum takk fyrir okkur og biðjum Guð að blessa minningu þessa mæta manns. Fjölskyldan á Ólafsfirði, Valgerður, Guðmundur og Friðgeir. Jónas Finnbogason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.