Morgunblaðið - 16.05.2009, Page 39

Morgunblaðið - 16.05.2009, Page 39
Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 Sími: 525 9930 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is Hótel Saga annast erfidr ykkjur af virðingu og alúð. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. Erfidrykkjur af alúð Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Sigfús Þórðarsonfæddist í Varma- dal á Rangárvöllum 28. desember 1934. Hann lést á gjör- gæslu Landspítalans við Hringbraut 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórður Bogason frá Varmadal á Rang- árvöllum, f. 31. mars 1902, d. 29. nóv- ember 1987, og Kristín Sigfúsdóttir Thorarensen frá Hróarsholti í Hraungerðishreppi, f. 11. október 1910, d. 2. janúar 1998. Eftirlifandi systkini Sigfús- ar eru Bogi Vignir, f. 1936, maki Gunnhildur Svava Helgadóttir, Stefanía Unnur, f. 1938, maki Jón Kristín Sigfúsdóttir, f. 15. apríl 1963, maki Yngvi Karl Jónsson, börn þeirra eru Þóra Björg og Þórbergur Egill. 2) Anna Þórný Sigfúsdóttir, f. 16. apríl 1967, maki Stefán Þorleifsson, börn þeirra eru Eyþór, Guðrún Lilja og Kristín Huld. 3) Þórarinn Sig- fússon, f. 21. maí 1974. Sambýliskona Sigfúsar frá árinu 2000 var Erla Sigurjóns- dóttir. Sigfús ólst upp á Rang- árvöllum. Árið 1956 fluttist hann með Þóru Björgu á Selfoss og bjó þar nánast samfleytt til ársins 2000 er hann hóf sambúð með Erlu í Hafnarfirði. Sigfús starfaði lengst af við Landsbanka Íslands á Selfossi. Hann var mikill áhuga- maður um brids og vann þar marga titla um ævina. Útför Sigfúsar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 16. maí, og hefst athöfnin kl. 11. Meira: mbl.is/minningar Bragi Gunnarsson, Ragnheiður, f. 1943, maki Jón Ólafur Sig- urðsson, og Sigrún, f. 1954, maki Þor- geir Hjörtur Níels- son. Eiginkona Sigfús- ar var Þóra Björg Þórarinsdóttir, f. 28. október 1939, d. 20. nóvember 1998. For- eldrar hennar voru Þórarinn Guðjónsson frá Kvíhólma í V- Eyjafjallahreppi, f. 9. nóvember 1910, d. 25. mars 1972, og Þórný Sveinbjarn- ardóttir frá Ysta Skála í V- Eyjafjallahreppi, f. 2. september 1909, d. 4. mars 1995. Börn Sig- fúsar og Þóru Bjargar eru: 1) Elsku pabbi minn. Um leið og ég þakka þér samfylgdina í gegnum líf- ið langar mig til að deila minning- arbrotum með þér og öðrum. Þú varst enginn venjulegur pabbi. Svo flottur og fínn, en samt svo laus við að vera upptekinn af því. Þú fórst svo sannarlega þínar eigin leiðir og veit ég að allir þeir sem kynntust þér vel hafa skemmtilegar sögur að segja. Það mætti sennilega skrifa um þig bók, skemmtilega bók með sögum af þér. Það ríkti alltaf gleði í kringum þig, þú varst hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst. Ofar- lega í huga mér eru ferðirnar austur á Hellu til ömmu og afa á Hólavang- inum. Litla borðið í borðstofunni beið þess að þú, afi, amma og ein- hver fjórði aðili settust við það og hæfuð spilamennskuna. Alltaf sast þú á móti afa, enda voruð þið saman í liði. „Láttu út“, „settu út“… afi skildi vel muninn á þessu. Við krakk- arnir kepptum um að fá að vera fjórði aðilinn við borðið, aðeins eitt sæti var til skiptanna, nema þegar amma fór að sinna matnum sem í minningunni var hangikjöt með upp- stúf og dásamlegar heimabakaðar flatkökur. Alltaf var líf og fjör við þetta litla borð. Þú naust þess að halda uppi skemmtuninni á þinn ein- staka hátt. Þær eru líka margar góð- ar minningarnar frá Sunnuveginum. Þið mamma að vinna í garðinum og við systkinin að skottast í kringum ykkur. Á haustin var tekin upp glæný rófa. Þú sast þá með okkur systkinin í fanginu í sófanum í sjón- varpsherberginu, skófst rófuna með skeið og stakkst upp í okkur, bragð- ið af þeirri rófu var margfalt betra en af þeirri sem maður borðaði sjálf- ur. Þú spilaðir mikið við okkur og tefldir. Mamma hafði það lengi sem reglu að kaupa eitt nýtt spil fyrir jól. Ekki mátti opna það fyrr en eftir að búið var að opna pakkana á aðfanga- dagskvöldi. Ég held að þú hafir oft verið jafn spenntur og við krakkarn- ir, þú tókst að þér kennsluhlutverk- ið. Eftir að við krakkarnir fluttum að heiman hefur þú alltaf fylgst vel með okkur. Þú vildir vita hvernig gengi og hvað væri að frétta af barnabörn- unum sem voru þér mjög kær. Árin með Erlu voru þér dýrmæt. Þið áttuð sömu áhugamál og góðan vin hvort í öðru. Takk fyrir samfylgdina. Ég er rík að eiga allar góðu minningarnar um þig, þú varst góður pabbi. Ég vil að lokum fara með bænina sem við fórum svo oft með saman: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Þín dóttir, Kristín. Elsku afi minn er látinn, nú kveð ég hann í síðasta sinn. Það er erfitt að trúa því að hann hafi verið orðinn svona mikið veikur, en hann þurfti ekki að þjást lengi. Það fór ekki á milli mála að hann afi var mikill spilamaður, enda stór- meistari í bridds. Eins stórt safn af verðlaunabikurum og hann átti hef ég aldrei séð. Mamma sagði mér einu sinni sögu af því þegar hann var orðinn þreyttur á því að pússa alla þessa gripi. Hann ákvað þá að pússa þá í eitt skipti fyrir öll og fann eitt- hvert sterkt efni. Það vildi nú ekki betur til en svo að húðin fór bara af bikurunum. Þetta lýsti honum afa ágætlega því að þegar hann tók ein- hverja vinnu að sér þá var það yf- irleitt gert með stæl. Eftir þessa meðferð enduðu víst nokkrir bikar- anna ofan í kassa. Þó að hann afi hafi verið mikill spilamaður og keppnismaður var það eitt spil sem hann gat ekki unnið mig í, og það var minnisspilið góða. Þó var hann afar minnugur sjálfur, að minnsta kosti ef um briddsspil var að ræða eða síma- eða bílnúmer. Einhvern tímann, þegar ég bjó í Danmörku, kom ég í heimsókn til Ís- lands og bjó þá hjá ömmu og afa á Sunnuveginum. Ég hafði tekið minnisspilið með mér og spilaði mik- ið við afa. Honum tókst engan veg- inn að vinna mig, sama hvað hann reyndi. Hann var mjög stoltur af mér en átti ekki auðvelt með að játa sig sigraðan fyrir litlu stelpunni sinni. En nú kveð ég hann afa minn með söknuði. Hvíldu í friði. Guðrún Lilja Stefánsdóttir. Frændi og góður vinur okkar Sig- fús Þórðarson lést þriðjudaginn 5. maí sl. og viljum við með nokkrum orðum minnast hans og Lillu konu hans sem látin er fyrir nokkrum ár- um. Við Sigfús og Bogi vorum systk- inabörn og var mikill samgangur milli fjölskyldna okkar. Við vorum á svipuðu reki og vorum saman mörg sumur í æsku í Varmadal sem snún- ingastrákar hjá Boga Bogasyni, frænda okkar. Af því að Sigfús var eldri fékk hann að vera á traktorn- um og mjólka en ég þurfti að raka og sækja beljurnar við misjafna ánægju mína. Þegar Sigfús vann á Keflavíkur- velli, gisti hann oft í helgarleyfum hjá fjölskyldu minni á Rauðarár- stígnum. Heimsóknir hans voru til- hlökkunarefni því við gerðum alltaf eitthvað skemmtilegt saman. Við fórum gjarnan saman á bíó, á billj- ardstofu við Klapparstíg eða fórum í mini-golf niður við Tjörn. Ég heimsótti Sigfús sömuleiðis oft til Hellu á heimili foreldra hans og hann var sá frændi sem ég hafði mest samband við. Þrátt fyrir að við værum frændur og nokkur ár á milli okkar, vorum við á margan hátt meira eins og vinir og það má segja að við höfum fylgst ótrúlega mikið að í gegnum lífið. Sigfús og Lilla bjuggu sér fallegt heimili við Sunnuveg 12 á Selfossi, þar sem afslappað og ánægjulegt andrúmsloft var ríkjandi og mikill gestagangur. Það var skemmtileg tilviljun hvað við fylgdumst vel að í barneignum, bæði þau og við með tvær dætur á svipuðum aldri og síð- an með soninn nokkrum árum síðar. Kannski gerði þetta líka að krakk- arnir okkar náðu vel saman. Þau Sigfús og Lilla voru einstak- lega góð hjón og samheldin. Þau voru góð heim að sækja hvort sem það var á Sunnuveginn eða í sum- arbústað við Álftavatn og sérstak- lega gestrisin og hlý. Alltaf var tekið vel á móti okkur, hvort sem við kom- um tvö eða með öll börnin með okk- ur og hvernig sem á stóð. Oft stopp- uðum við í kaffi en oftast var manni boðið í mat og allt gert fyrir mann. Stundum gistum við hjá þeim nótt til að hafa lengri tíma til að spjalla og rifja upp gömul kynni. Yfir bæði Sig- fúsi og Lillu og allri fjölskyldunni var mikil glaðværð sem smitaði út frá sér. Þrátt fyrir annir var Sigfús ætíð afslappaður og hláturmildur, hvort sem við komum til hans eða hann til okkar. Hann var góður sögumaður, sagði skemmtilega frá og var stutt í hláturinn. Við viljum með þessum orðum þakka fyrir góðar stundir með þeim Sigfúsi og Lillu um leið og við kveðj- um hann með trega og söknuði. Við sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur til barna hans Kristínar, Önnu og Þórarins og fjölskyldna þeirra, Erlu sambýliskonu, systkina og annarra vandamanna. Bogi Helgason og Vigdís Guðnadóttir. Sigfús hóf störf hjá Landsbank- anum í júní 1964 og starfaði við bankann í 34 ár. Fyrst sem bókari og síðar sem skrifstofustjóri. Frá árinu 1993 var hann ráðin aðstoðarmaður og staðgengill svæðisstjóra en svæð- isstjóri var einnig útibússtjóri. Á þeim árum var útibú bankans á Sel- fossi svæðisútibú fyrir allt Suður- land austur á Djúpavog. Verkefnin voru ærin á þessum ár- um, Selfossútibú var stórt, eitt stærsta útibú Landsbankans, með nokkrar afgreiðslur á svæðinu og hafði á að skipa fjölda starfsmanna og hafði mikla markaðshlutdeild enda, til nærri 60 ára, eina banka- útibúið á Selfossi. Sigfús bjó yfir yf- irgripsmikilli þekkingu á banka- störfum og var alls staðar vel heima hvað starfsemina varðaði. Var ætíð reiðubúinn að leggja samstarfs- mönnum lið og ganga í störfin með þeim. Hann gekk á undan með góðu for- dæmi, var jafnlyndur, einlægur og hrekklaus og bar hag bæði sam- starfsmanna og viðskiptavina fyrir brjósti. Þekkti viðskiptavini bank- ans vel, hagi þeirra og þarfir. Hann hafði ríka þjónustulund og man ég oft eftir honum fylgja viðskiptavin- um niður í afgreiðslusal til að tryggja að þeir fengju afgreiðslu sinna mála fljótt og örugglega. Sigfús átti líf utan bankans og stundaði áhugamál sín, hann var mikill útivistarmaður, stundaði göngur, sund, hjólreiðar og golf. Einnig var hann mikill áhugamaður um bridge og eftirsóttur í spila- mennskuna, spilin og úrslitin rædd, farið yfir stöðuna og ófáar skákirnar voru tefldar á bankaloftinu í kaffi- tímum. Hann lét af störfum hjá bankan- um 1998 og það sama ár missti hann eiginkonu sína og lífsförunaut hana Lillu, Þóru Björgu Þórarinsdóttur, sem um langt skeið hafði barist við erfið veikindi. Síðar hóf hann sam- búð með Erlu Sigurjónsdóttur, flutti til hennar til Hafnarfjarðar og sam- an áttu þau góð ár þar sem þau gátu sinnt hugðarefnum sínum og sam- eiginlegum áhugamálum. Sigfús var áhrifavaldur í mínu lífi því vorið 1986 réð hann mig til sum- arstarfa hjá bankanum og ári seinna var það að hans frumkvæði að ég réð mig til bankans á ný og þar með voru örlög mín ráðin. Sigfús reyndist mér í alla staði mjög vel, var góður yf- irmaður sem gott var að leita til og hvatti mig áfram til góðra verka. Það gladdi mig sérstaklega að Sig- fús skyldi vera með okkur í Tryggvaskála sl. haust þegar við minntumst þess að 90 ár voru liðin frá því bankinn opnaði útibú hér á Selfossi. Þar hitti hann fyrrverandi samstarfsfélaga og vini og naut dagsins með okkur. Ég vil að leiðarlokum þakka Sig- fúsi fyrir velvilja í minn garð og það traust sem hann bar til mín. Við fyrrverandi samstarfsmenn hans hér við útibúið minnumst hans með söknuði og hlýhug, góður drengur er genginn. Erla, Kristín, Anna Þórný, Þór- arinn og fjölskyldur, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Nína Guðbjörg Pálsdóttir. Frá Bridgesambandi Íslands Sigfús Þórðarson var ekki lands- liðsmaður í bridge, né heldur var hann greinahöfundur um bridge. Hann var hins vegar keppnismaður í bridge og tók þátt í öllum mótum Bridgesambandsins af lífi og sál. Hann var ætíð jákvæður, ég heyrði hann aldrei hallmæla nokkrum manni. Hann spilaði bridge, talaði um bridge og kunni ótal sögur um bridgemót og einstaka spil langt aft- ur í tímann. Iðulega rifjaði Sigfús upp spil úr hinum og þessum mót- um. Það er svona fólk sem gerir Bridgesambandi Íslands (BSÍ) kleift að starfa af þeim krafti sem raun ber vitni. Hans verður sárt saknað. Sigfús var sterkur bridgespilari og vann marga glæsta sigra. Hann spilaði í mörg ár með Bridgefélagi Selfyssinga en seinni árin með Bridgefélagi Hafnarfjarðar. Auk þess tók hann þátt í fjölda sterkra móta á erlendri grund, alls staðar landi og þjóð til sóma. Undirritaður átti því láni að fagna að spila með Erlu og Sigfúsi undanfarin ár í litlum hjónaklúbbi þar sem við glöddumst saman fern hjón, spiluð- um bridge og snæddum góðan mat. Einnig er yndislegt að minnast ferð- ar okkar á síðastliðnu sumri til Las Vegas þar sem tókum þátt í sterku National-móti með sterkustu bridgespilurum heims. Um leið við í stjórn BSÍ þökkum fyrir samfylgdina viljum við votta börnum Sigfúsar, tengdabörnum og afkomendum innilega samúð. Sér- staklega er hugur okkar einnig með Erlu og fjölskyldu. F.h. Bridgesam- bands Íslands Jörundur Þórðarson. Við fráfall Sigfúsar Þórðarsonar hefur bridge-hreyfingin á Íslandi misst einn af sínum einlægustu og keppnisglöðustu liðsmönnum. Við undirrituð misst einn okkar skemmtilegasta og besta vin. Við kynntumst Sigfúsi og Erlu fyrir tæpum áratug og höfum síðan farið reglulega á mót erlendis, svo margar eru minningarnar, oft var gaman og hlegið hátt. Sigfús var glaður maður og hrókur alls fagn- aðar þótt undir niðri væri viðkvæm sál með stórt hjarta. Keppnisgleði hans var með þeim hætti að honum þótti verulega betra að vinna en tapa, enda var hann þeim kostum búinn að leggja sig allan fram við þau verkefni sem hann fékkst við hverju sinni. Það var mikil gæfa þeirra Erlu að fá þessi góðu ár sam- an í lífinu, þau voru hvort sem annað í áhuganum og gleðinni og smituðu alla sem í kringum þau voru með dillandi hlátri og einstökum athuga- semdum. Þá var gaman. Sigfúsar verður sárt saknað á mótum og nú heyrist ekki frá honum hin alþekkta spurning hans til bridge-fólks: „Varstu að fá’ann“? Sigfús Þórðarson var einn sigur- sælasti bridge-spilari í áratugi sem Bridgefélag Selfoss hefur fóstrað og ég held að ég tali fyrir munn flest- allra bridgespilara landsins, að það var alltaf tilhlökkun að mæta Sigfúsi Þórðarsyni í keppni. Það var gleðin, mikið keppnisskap og heiðarleiki sem voru einkennismerki hans í leik. Samviskusemi hans og þjónustulund í skrifstofustjórastarfi hjá Lands- bankanum í rúma þrjá áratugi var einnig rómuð. Erla kæri vinur, systkini Sigfús- ar, börn og aðrir aðstandendur. Nú er Sigfús kominn á nýtt mót, búinn að gefa ný spil. Þar verður áfram hlegið. Okkur gaf hann gleði, einlægni og trausta vináttu á ógleymanlegum samverustundum. Um leið og við vottum ykkur dýpstu samúð, þökkum við fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hann nokkrar götur í okkar lífi. Kristján Björn Snorrason, Alda Sigríður Guðnadóttir. Kveðja frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Fallinn er í valinn vinur okkar og félagi Sigfús Þórðarson. Það var ekki lítil búbót að fá Sigfús til liðs við okkur í Bridgefélagi Hafnarfjarðar. Til okkar kom hann frá vinafélagi okkar Bridgefélagi Selfoss. Við Hafnfirðingar höfðum þekkt Sigfús í marga áratugi, ekki síst í árlegum keppnum félaganna. Fyrst var hann erfiður andstæðingur síðan öflugur liðsmaður. Sigfús var í sambúð með Erlu Sigurjónsdóttur og á hún heið- urinn af því að hafa náð honum til okkar frá Selfyssingum. Erla hefur oftar en ekki verið formaður Bridge- félagsins og sem maki hennar var Sigfús óþreytandi, ólaunaður starfs- maður félagsins. Hann var ætíð boð- inn og búinn til allra verka, með bros á vör. Við þökkum Sigfúsi frábæra samfylgd og erum þess fullviss að þótt hann fljúgi ekki með okkur til Spánar verði hann með okkur í anda. Aðstandendum öllum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Bridgefélags Hafnar- fjarðar, Atli Hjartarson. Sigfús Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.