Morgunblaðið - 16.05.2009, Side 41
Minningar 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009
Kveðja frá Lions-
klúbbi
Mosfellsbæjar
Lionsklúbbur Mos-
fellsbæjar var stofnaður 18. mars
1965. Hét reyndar fyrstu árin Lions-
klúbbur Kjalarnesþings. Stofnfélagar
klúbbsins voru 21 talsins. Einn þeirra
var Jón Magnús Guðmundsson, bóndi
á Reykjum.
Jón á Reykjum hefur verið félagi í
klúbbnum okkar allar götur síðan og
sótt fundi og tekið þátt í margvíslegri
starfsemi klúbbsins meðan heilsa og
kraftar leyfðu. Á 40 ára afmælishátíð-
inni vorið 2005 gat hann ásamt Mál-
fríði konu sinni glaðst með okkur og
litið yfir farinn veg í lionsstarfinu.
Eftir það fór heilsu hans að hraka og
samverustundunum að fækka.
Stærsta verkefni sem Lionsklúbb-
ur Mosfellsbæjar hefur ráðist í var
bygging fyrsta áfanga íbúða aldraðra
á Hlaðhömrum. Í því húsi voru 2
hjónaíbúðir og 4 einstaklingsíbúðir.
Byggingaframkvæmdir hófust haust-
ið 1976 og húsið var afhent Mos-
fellsbæ til eignar og rekstrar fullbúið
sumarið 1980. Klúbbfélagar lögðu að
mörkum ómælda sjálfboðaliðsvinnu
við fjáröflun og við byggingavinnuna.
Mikið mæddi á stjórnum klúbbsins á
þessum tíma. Einn af fjórum for-
mönnum klúbbsins þetta tímabil var
Jón á Reykjum. Með dyggum stuðn-
ingi Mosfellinga og ýmissa velviljaðra
fyrirtækja komst Lionsklúbburinn
með þrautseigju vel frá þessu verk-
efni.
Jón var gerður að Melvin Jones fé-
laga Lionshreyfingarinnar árið 1994
en það er æðsta starfsviðurkenning
hreyfingarinnar.
Fyrir utan það að vera bóndi á
Reykjum og frumkvöðull í ræktun
kjúklinga og kalkúna var Jón á
Reykjum mikill félagsmálamaður og
oddviti Mosfellssveitar um langt
skeið. Undirritaður naut öruggrar
leiðsagnar hans á vettvangi sveitar-
stjórnarmála sem eftirmaður hans í
því embætti.
Við lionsfélagarnir og makar okkar
kveðjum nú góðan félaga og þökkum
fyrir langa og skemmtilega samfylgd.
Um leið sendum við Málfríði og fjöl-
skyldunni allri innilegar samúðar-
kveðjur.
F.h. Lionsklúbbs Mosfellsbæjar,
Magnús Sigsteinsson.
Jón bóndi Guðmundsson á Reykj-
um er látinn.
Á barnsaldri okkar flutti fjölskyld-
an búferlum í kjallarann að Reykjum
á sumrin. Ástæðan var að á Reykjum
hafði móðir okkar, hún Rósa, alist
upp nánast sem ein af börnunum hjá
móðursystur sinni Ingibjörgu og
Guðmundi Jónssyni skipstjóra. Þar
dvöldum við sumarlangt í athafna-
skóla Jóns bónda, og Málfríðar eig-
inkonu hans sem sinnti vel hinum
mýkri hliðum og fræðslu allra
barnanna á Reykjum með sinni miklu
hlýju og umhyggju. Jafnframt vorum
við undir handarjaðri Ingibjargar
ömmusystur okkar sem allir vissu að
átti að hlýða. Meira að segja Jón
bóndi varð skömmustulegur þegar
hún sagði honum til á sinn hátt. Við
bræðurnir kölluðum hana líka ömmu
þó það væri aðeins á ská og fannst
hún merkileg kona með sína stáss-
stofu. Fjöldi barna var á Reykjum og
næstu bæjum bæði skyld og óskyld
og mynduðust þar í barnahópnum
vinatengsl sem hafa haldist vel fram á
daginn í dag, samanber kúasmala-
félagið.
Á Reykjum réð Jón bóndi ríkjum,
a.m.k. utandyra. Við bræðurnir bár-
Jón Magnús
Guðmundsson
✝ Jón Magnús Guð-mundsson fæddist
í Reykjavík 19. sept-
ember 1920. Hann
lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir 22.
apríl sl. og fór útför
hans fram frá Lang-
holtskirkju 7. maí.
Meira: mbl.is/minningar
um óttablandna virð-
ingu fyrir þessum
stóra manni. Í okkar
augum var hann kon-
ungurinn. Hann sagði
öllum fyrir verkum,
var ætíð miðdepillinn í
öllu því sem gerðist og
var, þegar svo bar und-
ir, hrókur alls fagnað-
ar. Að sveitarsið var
hann fljótur að setja
okkur í ýmis gagnleg
verk, sækja kýrnar,
reka fé úr túnum,
hjálpa til við heyskap-
inn, taka þátt í rekstri og smölun.
Ekki vorum við orðnir stórir þegar
við vorum settir í það ásamt eldri pilt-
um á bænum að sækja hesta inn í
Skammadal og ríða þeim síðan heim.
Jón lagði metnað sinn í að skapa hjá
öllum, hversu litlir og veikburða sem
þeir voru, þá tilfinningu að þeir gætu
gert gagn. Eftir á finnst manni ótrú-
legt hvað hann lagði mikið á sig til að
svo gæti orðið.
En lífið á Reykjum var ekki bara
vinna. Mestur tími okkar barnanna
fór auðvitað í leiki og íþróttir. Jón
bóndi var mikill áhugamaður um
íþróttir af öllu tagi og æskulýðsstarf
almennt. Hann kom okkur strákun-
um til íþróttaiðkunar og vann ósleiti-
lega að því að greiða götu barnanna í
þeim efnum. Næstráðandi Jóns
bónda í því starfi og daglegur um-
sjónarmaður strákahópsins, enda
heilum þremur árum eldri, var bróð-
ursonur hans Guðmundur Pétursson,
síðar frægur knattspyrnumaður. Það
var víst fyrir milligöngu Jóns bónda
að þetta íþróttafélag Reykjastráka
komst upp með það að gera lystigarð
frú Ingibjargar að fótboltavelli og
nota rifsberjarunnana hennar sem
netmöskva í markinu.
Við bræður eigum Jóni bónda, Mál-
fríði og fjölskyldu allri mikið að
þakka. Hann var sterkur áhrifavald-
ur í lífi okkar á uppvaxtarárunum og
haukur í horni til æviloka. Hann
kenndi okkur lexíur sem við höfum
búið að til þessa.
Við vottum eiginkonu hans Mál-
fríði, börnum hans og mökum þeirra
og öllum niðjum samúð okkar og von-
um að góðar minningar um mætan
mann, sem lifði lífinu lifandi, létti
þeim sorgina og söknuðinn sem skiln-
aðarstundin kallar fram.
Farðu í friði, Jón bóndi. Við bræður
minnumst þín með virðingu og þakk-
læti.
Ragnar og Atli.
Kveðja frá
Karlakórnum Stefni
Jón á Reykjum var í mörgu eftir-
minnilegur maður, og vafalaust munu
margir staldra við þennan dag sem
höfðinginn er jarðsettur, og leyfa
nokkrum minningabrotum að fljúga í
gegnum hugann.
Hann söng með Stefni lengur en
nokkur annar auk þess sem hann
söng í öðrum kórum og tók þátt í
starfi annarra félagasamtaka af ýmsu
tagi, því Jón var félagsmálatröll. Þeir
eru því margir sem voru kórfélagar
hans og samstarfsmenn í gegnum tíð-
ina. Ég er ekki í nokkrum vafa um að
allir hafa þeir svipaða sögu af Jóni að
segja: hann var gull af manni. Sjálfur
var ég samferða Jóni í Stefni í tólf ár,
eða þangað til hann hætti sökum
heilsubrests árið 2001. Á þeim tíma
urðum við vinir, og á þá vináttu bar
aldrei skugga. Mér er einna minnis-
stæðast hve hlýlega hann tók á móti
mér á minni fyrstu æfingu hjá Stefni.
Það er mikið átak fyrir óreyndan
mann að byrja að syngja í hópi 50
kalla sem „kunna allt“, og viðmót
Jóns það kvöld gleymist aldrei.
Trúlega á lýsingarorðið „ljúf-
menni“ einna best við, þegar reynt er
að lýsa Jóni á Reykjum. Aldrei heyrði
ég hann segja styggðaryrði um nokk-
urn mann, og því síður að nokkur kór-
félagi hefði nokkuð misjafnt um Jón
að segja. Þetta hygg ég að sé nær
einsdæmi í 40-50 manna hópi þar sem
oft er nokkurt kapp í mönnum, og
jafnvel metingur. Karlakórinn Stefn-
ir var stofnaður 15. janúar 1940, og
þar var Jón einn af 15 stofnfélögum.
Kórinn hefur starfað óslitið síðan, að
undanskildum 4 árum sem starfsemin
lá niðri. Allan þennan tíma var Jón
einn hornsteinninn í 1. bassa. Hann
starfaði í fjölda nefnda innan kórsins,
auk þess að syngja einsöng stöku
sinnum. Slíkan dugnað og fórnfýsi
ber að meta að verðleikum, enda var
Jón tilnefndur heiðursfélagi Stefnis.
Það er nafnbót sem er farið afar spar-
lega með.
Kæri vinur! Þau eru ekki mjög
mörg andlitin sem þú þekkir ef þú
kíkir inn á æfingu hjá Stefni þetta
vor. En þú kannast við Stefnishljóm-
inn, sem er vonandi í lagi enn, og ég
vona að þú heyrir eitthvað sem þér
líkar. Stundum finnst mér einhver
hnippa í mig eins og áður fyrr, ef ég
syng einhverja vitleysu.
Ég tek mark á því enn, til vonar og
vara.
Karlakórinn Stefnir sendir samúð-
arkveðjur til fjölskyldu Jóns á Reykj-
um.
Hörður Björgvinsson,
formaður Stefnis.
Fyrsta orðið sem mér datt í hug
þegar Jón M. Guðmundsson á Reykj-
um var allur var „góðbóndi“. Ein-
hvern veginn hafði hann allt til að
bera sem bónda og sveitarhöfðingja
gat prýtt. Enn finn ég hlýjar og stór-
ar hendurnar á öxlunum, þegar hann
tók að lýjast á söngpöllunum og
studdi sig við næsta mann í röðinni
fyrir framan, því alltaf stóð Jón í öft-
ustu röð. Og þeir voru margir söng-
pallarnir og ræðupallarnir sem hann
steig upp á um ævina. Varla var sá
kór í Mosfellssveitinni að Jón og þeir
Reykjabræður væru þar ekki með.
Fyrir nærri 60 árum var hann
kominn í raðir Karlakórs Reykjavík-
ur og þegar kór eldri félaga var stofn-
aður 1966, var Jón meðal stofnfélaga.
Þegar gamlir félagar héldu í söng-
ferðir vestur og norður, var ávallt
gerður stuttur stans hjá Brúarlandi
og „dvergarnir“ bættust í hópinn.
Hverjir voru svo dvergarnir? Það
voru þeir Reykjabræður, Þórður og
Jón M. sem hlutu þessa nafngift í
frækilegu handboltaliði Umf. Aftur-
eldingar um miðja síðustu öld.
Reyndar voru dvergarnir sjö og allir
vel við vöxt. Vítaskyttan var Jón M.
og það klikkaði aldrei skot. Skothörk-
una og hittnina æfði hann í bílskúrn-
um með því að raða upp olíutunnum
og taka úr þeim botninn.
Það er varla hægt að fara í gegnum
Mosfellssveitina án þess að muna eft-
ir Jóni á Reykjum. Þegar húsráð-
endaskemmtanir (hjónaböll) voru
haldnar um miðjan fjórða áratuginn,
fór Jón um sveitina og seldi miða. Þá
var þar staddur Halldór Laxness að
skrifa Sjálfstætt fólk og þetta var
löngu fyrir tíma Gljúfrasteins. Þegar
Jón hitti Halldór og bauð honum
miða, sagði skáldið: „Og hvað á ég
eiginlega að gera þar?“. Jón gaf sig
ekki og Halldór steig dansinn á
hjónaballinu við þáverandi konu sína,
Ingu Laxness, í pokabuxum og þótti
það einkennilegur klæðnaður á virðu-
legri húsráðendaskemmtun. Báðir
urðu þeir svo síðar, Halldór Laxness
og Jón M. Guðmundsson – heiðurs-
borgarar í Mosfellsveit, sem eftir
hreppsstjóradaga Jóns heitir Mos-
fellsbær. Betri heiðursborgara getur
ein sveit varla kosið sér.
Þegar Jón byggði sér íbúðarhús,
taldi hann sig koma niður á grunn
gömlu kirkjunnar á Reykjum. Var
það ekki dæmigert fyrir hann sem
var þeirrar gerðar, að það eitt að sjá
hann vakti notalegheit og traust.
Eitt sinn nefndi Jón það við gamla
söngstjórann okkar; Kjartan Sigur-
jónsson, hvort nú væri ekki kominn
tími til að bæta því góðkunna lagi Þú
komst í hlaðið á söngskrána. Það er
við hæfi að kveðja heiðursmanninn
Jón frá Reykjum með gulltexta
skáldsins Davíðs Stefánssonar:
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti,
þú komst með vor í augum þér.
Ég söng og fagnaði góðum gesti
og gaf þér hjartað í brjósti mér.
Ég heyri álengdar hófadyninn
ég horfi langt á eftir þér.
Og bjart er alltaf um besta vininn
og blítt er nafn hans á vörum mér.
Þó líði dagar og líði nætur
má lengi rekja gömul spor.
Þó kuldinn næði um dala dætur
þær dreymir allar um sól og vor.
Gamlir félagar í Karlakór Reykja-
víkur kveðja Jón M. Guðmundsson
með virðingu og þökk.
Reynir Ingibjartsson.
Höfðinginn á Reykjum er fallinn
frá. Engum blöðum er um það að
fletta að honum ber þessi titill. Og ef
einhver gæti kallast faðir Mosfells-
bæjar þá er það Jón á Reykjum, svo
víðfeðm var félagsmálaþátttaka hans
í sveitarfélaginu. Á flestum sviðum
lét hann til sín taka enda oddviti
sveitarinnar í áratugi. Þá rak hann á
sama tíma umfangsmikið kjúklinga-
og kalkúnabú og var frumkvöðull á
því sviði. Segja má að tengslanet
Jóns á Reykjum hafi verið mikið og
átti það við bæði háa sem lága, en Jón
fór aldrei í manngreinarálit þrátt fyr-
ir að vera landsþekktur sem slíkur.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast Jóni náið þegar ég ungur hóf
störf hjá honum á Reykjabúinu. Mér
er enn í fersku minni þegar ég kom
fyrsta daginn ríðandi að Reykjum og
hitti fyrir þá feðga á hlaðinu. Móttök-
urnar voru hlýjar og glettnar enda
einn af eiginleikum Jóns að gera að
gamni sínu. Ég hef oft eftir á hugsað
um þá skipulagsgáfu sem Jón bjó yfir
og reyndar tel ég mig hafa lært nokk-
uð af honum í skipulagi vinnu, þótt
ekki komist ég með tærnar þar sem
hann hafði hælana. Búrekstur Jóns
var umfangsmikill og aldrei sat hann
á hakanum þrátt fyrir öll þau fé-
lagsstörf sem hann tók þátt í. Jón var
árrisull og þegar vinnumenn komu í
vinnuna beið þeirra jafnan verkefna-
listi fyrir daginn; þeirra sem ekki
höfðu þegar fyrirfram ákveðin verk-
efni. Ég sé Jón fyrir mér standandi á
tröppum hússins að Reykjum og út-
deila miðum yfir framkvæmdir dags-
ins. Yfirleitt voru verkefnin mörg og
Jón gekk eftir því hvernig þau væru
af hendi innt; jafnvel hin smæstu, en
nákvæmni var einn af eiginleikum
Jóns. Þá hafði Jón einstakt lag á að ná
til ungs fólks. Hann virtist skilja
hugsanir þess og gat lagt ýmislegt til
málanna þótt aldursmunur væri mik-
ill. Enda var það svo að ungt fólk lað-
aðist að honum. Maður hlustaði þegar
Jón talaði. Það var eitthvað í röddinni
sem fékk mann til að hlusta enda at-
hugasemdirnar þannig að eftir var
tekið. Þegar þetta bættist við hið
stingandi augnaráð var hláturinn
ekki langt undan.
Hjá Jóni lærði ég að vinna sem
ungur maður og bý að því enn. Á þeim
árum sem ég starfaði hjá Jóni hækk-
aði ég í tign og komst í það að keyra
út kjúklingana á Ask, Sælkerann og
Naustið og sinna snatti í höfuðborg-
inni auk þess að sinna ýmsum verk-
efnum í bókhaldi. Þetta voru
skemmtilegir tímar sem ég minnist
með hlýju.
Hrossarækt og hestamennska var
honum hugleikin og náði hann ár-
angri á því sviði. Hryssan Venus vann
t.a.m. til verðlauna á Fjórðungsmóti í
Borgarfirði. Á þessu sviði sem öðrum
sviðum félagsmála var Jón áberandi
og er það efalaust að flestir þekktu til
Jóns á Reykjum.
Ræktarsemi Jóns við sveitunga
sína alla tíð er þakkarverð enda fylgd-
ist hann grannt með öllu sem gerðist
ef undan eru skilin síðustu árin þegar
heilsan brast. Þær eru ófáar grein-
arnar sem Jón skrifaði um ævina og
nú er komið að honum.
Megi hann fara í friði og með reisn
eins og honum einum var lagið. Með
Jóni er farinn merkilegur persónu-
leiki og frumkvöðull. Ég votta að-
standendum samúð mína. Tíminn var
kominn.
Helgi Sigurðsson.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGVELDAR HÓLMSTEINU RÖGNVALDSDÓTTUR,
Skagfirðingabraut 25,
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar I, Heilbrigðis-
stofnuninni Sauðárkróki, fyrir einstaka umönnun.
Sigríður Guttormsdóttir, Pétur Skarphéðinsson,
Ragnheiður Guttormsdóttir, Sigurður Frostason,
Elísabet Vilhjálmsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÞÓRHALLUR GUTTORMSSON
íslenskufræðingur,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn
8. maí, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðviku-
daginn 20. maí kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningar-
sjóð Sóltúns, s. 590 6000.
Anna G. Þorsteinsdóttir,
Þorsteinn G. Þórhallsson, Ragna Steinarsdóttir,
Páll Þórhallsson, Þórdís Kjartansdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Greinar, sem berast eftir að útför
hefur farið fram, eftir tiltekinn skila-
frests eða ef útförin hefur verið gerð
í kyrrþey, eru birtar á vefnum,
www.mbl.is/minningar. Æviágrip
með þeim greinum verður birt í
blaðinu og vísað í greinar á vefnum.
Minningargreinar