Morgunblaðið - 16.05.2009, Side 50
ÍG er með verkstæði og sýning-
arsal í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu
17, hafnarmegin. Vefsíða félagsins
er á islenskgrafik.is.
myndlistinni og þá ekki síst fræðimönnum í greininni.
Bjarni, sonur hans, segist alltaf hafa haft gaman af
þessari hlið á karli föður sínum.
„Karlinn hefur alltaf haft býsna ákveðnar skoðanir á
þessum myndlistarheimi, verið til í að skammast og rífa
kjaft. Það má segja að hans sýn hafi verið sú að lista-
menn ættu að vera ráðandi í myndlistarheiminum, ekki
fræðingar,“ segir Bjarni. Kjartani hafi alltaf þótt lista-
menn lítið ráðandi í rekstri og stjórn opinberra lista-
safna og ekki nógu duglegir að tjá sig um myndlist í
dagblöðum. Listfræðingarnir haldi í valdaspott-
ana, stjórni því hverjum sé hampað á söfnum,
hverjir fái að halda sýningar og hverjum sé
hampað á síðum blaðanna.
KJARTAN tilheyrði í upphafi listferils síns hinum rót-
tæka Septemberhópi sem ögraði mjög ríkjandi gildum
og viðmiðum í myndlist á Íslandi. Septemberhópurinn
hélt sína fyrstu sýningu í Listamannaskálanum 1947 og
olli hún nokkru uppnámi í menningarlífinu með tilheyr-
andi blaðaskrifum. Eins og Kjartan orðar það sjálfur í
samtali við Þórunni Þórsdóttur í Morgunblaðinu árið
2001: „En það urðu heilmikil læti og blaðaskrif fyrstu
mánuðina eftir opnun, abstraktlistin þótti víst argasta
frekja og útúrsnúningur veruleikans.“
Fræðingar halda í spottana
Kjartan hefur löngum verið þekktur fyrir að hafa
munninn fyrir neðan nefið og ákveðnar skoðanir á
Abstraktið „argasta frekja“
50 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009
ARKITEKTÚRRÝNIR The New
York Times, Nicolai Ourousof, segir
að nýjasta bygging stjörnuarkitekts-
ins Renzo Piano, viðbygging við lista-
safnið Art Institute í Chicago, sé það
næsta sem Piano hafi komist síðasta
áratuginn í láta hugmyndir sýnar um
nær klassíska draumsýn ganga upp.
Hin nýja bygging Art Institue, sem
kostaði 294 milljónir dala, verður tek-
in í notkun í dag. Þar með er safnið
orðið næststærsta
listasafn Banda-
ríkjanna, á eftir
Metropolitan-
safninu í New
York.
Hönnun Piano
er lofuð þessa
dagana í stærstu
fjölmiðlum vest-
anhafs og fagrit-
um arkitekta.
Ouroussof segir
Bandaríkin hafa síðustu ár „þjáðst af
Renzo Piano-þreytu,“ en arkitektinn
hefur tekist á við margar mest áber-
andi byggingar liðinna ára, til dæmis
endurbyggingu Morgan Library Mu-
seum í New York, vísindamiðstöð í
San Francisco og viðbyggingar við
söfn í Los Angeles, Boston, Chicago
og Fort Worth.
Gagnrýnandinn segir þessa nýju
byggingu í Chicago einhverja þá
bestu af þeim öllum, glæsilega og ró-
lega, ekki valda byltingu, og umfram
allt styðji hönnunin vel við listina sem
þar sé til sýnis. Myndlistarrýnir
blaðsins segir mörg verka safnsins
öðlast nýtt líf í nýjum sölum.
Klassísk
draumsýn
Ný safnbygging
Piano vígð í Chicago
Hin nýja viðbygg-
ing Art Institute.
ALEC Baldwin,
leikarinn banda-
ríski, er á leið til
Hanoi í Víetnam
í haust til að
sinna nýjasta
verkefni sínu.
Starfið tengist
þó ekki leiklist,
beinlínis, en
hann hefur verið
ráðinn til þess að
vera sérlegur útvarpsþulur Fílharm-
óníusveitarinnar í New York og
kynna tónleika sveitarinnar í beinni
útsendingu bandaríska ríkisútvarps-
ins, NPR, National Public Radio.
Baldwin er sagður spenntur fyrir
verkefninu en þetta er í fyrsta sinn
sem þessi fræga hljómsveit leikur í
Víetnam. Tvennir tónleikar verða
haldnir þar í landi í Óperuhúsinu í
Hanoi. „Þetta er eitt það stórkost-
legasta sem ég hef nokkru sinni tek-
ið mér fyrir hendur,“ sagði Alec
Baldwin um nýja starfið í kvöldþætti
Davids Lettermans á þriðjudags-
kvöldið. Með nýja starfinu fetar leik-
arinn í spor Jóns Múla Árnasonar
sem um árabil kynnti tónleika Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands í Ríkis-
útvarpinu.
Baldwin í
fótspor
Jóns Múla
Alec Baldwin
LISTMÁLARARNIR Tryggvi
Ólafsson og Daði Guðbjörns-
son ræða á morgun, sunnudag,
á milli klukkan 15 og 16 við
gesti Gallerí Foldar við Rauð-
arárstíg um verk sín og tilurð
sýninganna sem þeir halda þar
um þessar mundir. Er það
jafnframt síðasti dagur sýning-
anna.
Tryggvi og Daði eru kunnir
öllum áhugamönnum um
myndlist. Tryggvi er fluttur heim til Íslands eftir
næstum hálfrar aldar búsetu hjá Dönum og sýnir
ný og nýleg verk. Daði Guðbjörnsson sýnir ný ol-
íuverk og er titill sýningarinnar „Ísland án tára.“
Aðgangur er ókeypis.
Myndlist
Tryggvi og Daði
segja frá verkunum
Eitt verka Tryggva
Ólafssonar.
BJÖRN Thoroddsen mun
ásamt tríói sínu og Andreu
Gylfadóttur söngkonu verða
með tónleika fyrir alla fjöl-
skylduna í Iðnó á morgun,
sunnudaginn 17. maí, kl. 16. Á
tónleikunum leika þau lög af
nýútkomnum geisladiski,
Heiðanna ró, auk þess að leika
lög af fyrri diskum sínum,
Vorvindum og Vorvísum.
Hljómsveitin er, auk Björns og Andreu, skipuð
þeim Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara og Jó-
hanni Hjörleifssyni trommuleikara. Tónleikarnir
eru hugsaðir fyrir alla aldurshópa og miðaverð
er 1.000 krónur, en frítt er fyrir börn 12 ára og
yngri.
Tónlist
Leika standarda og
tónlist af „heiðinni“
Björn Thoroddsen
NÁTTÚRUGÆSLUSTÖÐIN
Reykjavík hefur starfsemi í
dag. Þetta er samstarfsverk-
efni þar sem kynnt er fyrir al-
menningi hvernig hægt er að
bæta sitt nánasta umhverfi á
skapandi hátt. Lögð verður
áhersla á að bæta umhverfi
Reykjavíkurtjarnar. Fyrsti
viðburðurinn er Tjörnin í nýju
ljósi, milli kl. 11 og 14 í dag. Við
Ráðhúsið hefur bílastæði verið
breytt í lítinn garð, hægt verður að fræðast um
vistkerfi tjarnarinnar, gefa fuglum náttúrulega
fæðu og sigla rafgæsum um tjörnina. Þá opnar
sýning kl. 15 í Gallerí 100° í Orkuveituhúsinu. Sýn-
ingin er heildaryfirlit verkefnisins.
Myndlist og náttúra
Rafgæsir og um-
hverfið bætt
Við Reykjavíkur-
tjörn.
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
KJARTAN Guðjónsson er einn virt-
asti og elsti listmálari þjóðarinnar,
og jafnframt einn af stofnendum fé-
lags grafíklistamanna á Íslandi. Fé-
lagið var stofnað árið 1954 og má því
segja að hér sé um frumkvöðulssýn-
ingu að ræða.
Íslensk grafík fagnar 40 ára af-
mæli í ár og er sýningin á verkum
Kjartans liður í afmælishaldinu.
Kjartan er þekktari af málverkum
sínum en grafíkverkum og ætti sýn-
ingin að verða þeim mun forvitnilegri
fyrir vikið. Bjarni, sonur Kjartans,
kom að því að safna verkum fyrir
sýninguna auk annarra og segir þau
sýnishorn af grafíkferli föður síns
sem hafi ekki verið mjög langur.
Bjarni segir öll verkin úr eigu fjöl-
skyldunnar, unnin allt frá 1943 þegar
Kjartan var í námi í Chicago til árs-
ins 1980 eða þar um bil.
Bjarni segir styrk föður síns sem
myndlistarmanns fyrst og fremst
hafa legið í fádæma teiknihæfi-
leikum. „Hvort sem þú málar mál-
verk eða vinnur grafíkmynd er teikn-
ing grunnurinn, myndbyggingin og
grunnhugsunin um þessa mynd sem
þú ætlar að koma frá þér, það bygg-
ist allt á því,“ segir Bjarni.
Verkin skissuð fyrst
Fjölskylda Kjartans á heilu stæð-
urnar af skissubókum eftir hann og
segir Bjarni líklegt að einhverjar
þeirra verði til sýnis í Íslenskri graf-
ík. „Hann teiknaði og teiknaði heilu
bækurnar og var að leika sér með
myndir, gerði margar skissur áður
en hann ákvað að þetta yrði málverk.
Málverk sem hann byrjaði á var
hann algjörlega búinn að hugsa og
sjá það fyrir sér áður en hann byrjaði
að vinna og þetta gerði hann með
grafíkina líka.“
Bjarni tekur undir það að menn
verði að miklu leyti að hugsa hlutina
fyrirfram þegar kemur að grafíklist-
inni. „Þú þurrkar ekkert út dúkrist-
una. Hann var algjörlega búinn að
teikna myndirnar upp, meginlín-
urnar og svo kom auðvitað ákveðið
handbragð á skurðinn.“ Grafíkverkin
á sýningunni eru öll fígúratíf og flest
svarthvít. Myndefnið er að stóru leyti
bernskuminningar Kjartans en hann
var mörg sín æskuár í sveit á sumrin
vestur í Dýrafirði. „Það er kannski
hans drýgsti brunnur,“ segir Bjarni.
Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag
og er aðgangur ókeypis.
Grafíkerinn Kjartan
Sýning á grafíkverkum listmálarans Kjartans Guðjónssonar verður opnuð í dag
í Íslenskri grafík „Hann teiknaði og teiknaði heilu bækurnar,“ segir sonur hans
Morgunblaðið/Kristinn
Svartlist Ein af dúkristum Kjartans á sýningunni, mynd af daglegu lífi fólks eins og hann er kunnur fyrir.
Kynlífið er mik-
ilvægur drifkraftur í
öllum myndunum, það er
notað til að sýna bæði
nánd og skort á nánd... 56
»
TÓNLEIKAR Vox Academica í
Langholtskirkju í dag, sem sagt var
frá í Morgunblaðinu í gær, hefjast kl.
15, en ekki 16, eins og ranghermt var.
H-moll kl. 15
LEIÐRÉTT
Félagið Íslensk grafík (ÍG) var
stofnað árið 1969 og fagnar því
fertugsafmæli í ár. Félagar í ÍG
eru yfir 70 talsins. ÍG er fagfélag
myndlistarmanna sem leggja
stund á hina fornu grafíklist og
nýrri hliðargreinar, t.d. ljós-
myndagrafík.
Grafík einkennist af því að
myndverkið er þrykkt, oftast á
pappír. Grafík skiptist í háþrykk,
djúpþrykk og flatþrykk. Dúk- og
trérista er háþrykk, þá er skorið í
dúk eða tré og það sem skorið er
upp úr verður hvítt í þrykkinu.
Því er öfugt farið með djúpþrykk,
það sem skorið er upp úr kop-
arplötu verður svart. Flatþrykk er
svo heiti yfir grafíkaðferðir þar
sem skurði eða ætingu er ekki
beitt, í silki- og steinþrykki til
dæmis. Grafík gerir listamönnum
kleift að þrykkja verk í upplagi þó
svo að engin tvö þrykk verði al-
veg eins. Upplagið er merkt með
númerum eftir fjölda eintaka.
Af einu efni á annað
Listmálarinn Kjartan árið 1998.