Morgunblaðið - 16.05.2009, Side 52
52 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009
Enginn veit af persnesku kött-
unum er mynd um neðanjarð-
artónlist í Teheran sem sýnd er á
kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þar
dreymir alla um að redda sér vega-
bréfi og vegabréfsáritun til þess að
komast til útlanda til að spila og
þegar aðalpersónan Negar rekur
þennan draum þá segir hann okkur
af öllum stöðunum sem hann vill
heimsækja og endar upptalninguna
með þessum orðum: „Og til Íslands
til að sjá Sigur Rós,“ og allir borð-
félagar hans kinka samþykkjandi
kolli. Íranar greinilega mikið
smekkfólk á tónlist.
Af þeim félögum í Sigur Rós er
svo að frétta að tvær myndir eru nú
sýndar á hinum áhrifamikla tónlist-
arvef Pitchfork; annars vegar hin
35 mínútna Við spilum endalaust og
13 mínútna myndband sem tekið
var í Abbey Road-hljóðverinu í Liv-
erpool þegar upptökur stóðu yfir á
síðustu plötu sveitarinnar.
Sigur Rós í Teheran
og á Pitchfork
Fólk
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„SÝNINGIN spratt upp úr skyndilegu frelsi frá
launaseðlum og springur út í gleði og íhugun,
tengslum við lífið og tilveruna og spurningunni
um það hver maður er,“ segir Dagur Gunn-
arsson ljósmyndari sem opnar sýningu í Gallerí
Grumsi, Laugavegi 12, kl. 16 í dag.
„Þeir sem þekkja mig verða kannski hissa því
það er ekki ein einasta manneskja á mynd-
ununum en mín sérgrein og það sem ég hef mest
gaman af að taka eru portrett og mannamyndir.
Þessar myndir eru frekar mystískar og óhlut-
lægar, flestar eru leikur með ljós og skugga.“
Það er spurning hvort frelsinu frá föstum
launaseðlum hafi þá fylgt vantrú á fólki?
„Alls ekki. Það blunda í mér þrjár sýningar og
þessi tróð sér fremst. Svo tók ég myndaseríu í
búsáhaldabyltingunni sem ég er mjög ánægður
með. Hún var sýnd á vefsíðu Radio France en
þeir gerðu heimildaþátt um búsáhaldabylt-
inguna. Þeir sem þekkja mig eru líka hissa á því
að ekkert af þeim myndum sé á sýningunni.“
Er þá yfirhöfuð hægt að þekkja þig?
„Já, en það er greinilega nýr Dagur að vakna
til lífsins í kreppunni. Og hér í Gallerí Grumsi,
sem eitt sinn hét Skarthúsið, ætla ég að sitja yfir
sýningunni næsta hálfa mánuðinn og klippa í
leiðinni stuttmynd sem ég er að gera um Ljótu
hálfvitana. Ég er líka með mynd um kreppuna í
vinnslu en hún er ekki komin jafn langt.“
Dagur sýnir nýjan Dag og vinir hans eru hissa
Morgunblaðið/Kristinn
Nýr Dagur Það eru engar manneskjur á myndum
Dags þótt mannamyndir séu hans uppáhald.
Gríski Evróvisjónkeppandinn
Sakis Rouvas hefur verið íslenska
kvenfólkinu hugleikinn í Moskvu.
Rouvas þykir með ólíkindum mynd-
arlegur og ekki skemma fyrir allar
kraftæfingarnar sem hann fram-
kvæmir á sviðinu. Um daginn sat
stór hluti íslenska kvenhópsins eftir
með sárt ennið þegar Rouvas mætti
ekki til opnunarhófs Evróvisjón-
keppninnar en úr því var víst bætt
nokkrum dögum síðar í öðru Evr-
óvisjónhófi. Ljóst má vera að þar
hafi íslenski hópurinn skorað nokk-
ur stig hjá gríska hjartaknús-
aranum því á myndbandi sem sýnir
æfingu Rouvas fyrir seinni for-
keppnina er hann spurður hvaða
lag hann telji að vinni keppnina í
ár. „Ísland. Það væri gaman ef
keppnin yrði haldin á Íslandi,“ seg-
ir hann þar án þess að hugsa sig um
og við getum ekki annað en verið
sammála. Að vísu sagði hann „æl-
and“ en þar sem Írland er ekki í úr-
slitum í ár getur ekki verið að þessi
fjallmyndarlegi Grikki meini annað
en Ísalandið fagra.
Sakis vill keppnina
á Íslandi að ári
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„JÚ það er rétt, ég get staðfest að
Gauragangur er á meðal verkefna á
dagskrá næsta leikárs í Borgarleik-
húsinu,“ svarar Magnús Geir Þórð-
arson, leik-
hússtjóri
Borgarleikhúss-
ins, spurður um
orðróm þess efnis
að verkið sé vænt-
anlegt á fjalir leik-
hússins. „Leik-
ritið er bráð-
skemmtilegt og
okkur fannst al-
veg kominn tími á
að það færi aftur á
svið, en það verða
orðin 17 ár síðan
það var frum-
sýnt.“
Það er því ljóst
að áframhald
verður á sam-
starfi Borgarleik-
hússins og Ólafs
Hauks á næsta
leikári, en verk
hans, Fólkið í
blokkinni, gekk fyrir fullu húsi á yf-
irstandandi leikári. „Okkur þótti
kjörið að fylgja eftir velgengni Fólks-
ins í blokkinni sem Ólafur Haukur
skrifaði fyrir okkur í vetur. Þá fund-
um við sterkt hvað áhorfendur kunna
vel að meta manneskjulegan og hlýj-
an tóninn sem einkennir leikritin
hans, ekki síst nú um stundir. Hann á
beina leið að hjarta áhorfenda,“ segir
Magnús Geir sem mun sjálfur leik-
stýra Gauragangi sem verður frum-
sýndur í byrjun árs 2010.
Mannlegt og hlýtt
Margir muna eflaust eftir upp-
færslu Þjóðleikhússins á Gauragangi
árið 1993, en hún naut gríðarlegra
vinsælda. Í þeirri uppfærslu fóru þeir
Ingvar E. Sigurðsson og Sigurður
Sigurjónsson með aðalhlutverkin,
undir leikstjórn Þórhalls Sigurðs-
sonar. Síðan þá hefur verkið ekki ver-
ið sett upp í stóru leikhúsunum þótt
nokkrir framhaldsskólar og leikfélög
á landsbyggðinni hafi sett verkið upp.
Þá nýtur bókin mikillar hylli og er
hún lesin í mörgum grunn- og fram-
haldsskólum landsins og ætti því að
vera mörgum í fersku minni.
Að sögn Magnúsar Geirs er nú ver-
ið að leggja lokahönd á dagskrá
næsta leikárs og er starfsfólk leik-
hússins afskaplega spennt fyrir þeim
verkum sem framundan eru. Svip-
aðar áherslur verða ríkjandi og nú í
vetur, þar sem breitt litróf verka
verður á boðstólum.
Leikárið sem nú er að ljúka mun
annars vera það aðsóknarmesta frá
upphafi og stefnir í að heildarfjöldi
gesta verði um 200.000 þegar yfir lýk-
ur. Flestar sýningar leikhússins hafa
hlotið góða aðsókn en þrjár sýningar
hafa laðað flesta gesti í leikhúsið, en
það eru Fló á skinni, Fólkið í blokk-
inni og Söngvaseiður.
Gauragangur aftur á svið
Hin gríðarlega vinsæla saga Ólafs Hauks Símonarsonar verður á fjölum
Borgarleikhússins á næsta leikári Leikhússtjórinn leikstýrir verkinu sjálfur
1993 Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki sínu sem Ormur Óðinsson í Gauragangi í Þjóðleikhúsinu.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„ÞETTA er eins konar völundarhús.
Það er eins og maður hverfi inn í
draumaheim,“ segir Reinert Mithas-
sel eftir að hafa leitt blaðamann um
framandi heim innan veggja Kling &
Bang á Hverfisgötu 42. Þar verður í
dag klukkan 17 opnuð Innan seil-
ingar, innsetning Reinerts, Kristjáns
Björns Þórðarsonar, Carles Langes,
Dóru Ísleifsdóttur, Páls Einarssonar,
Tinnu Lúðvíksdóttur, Úlfs Eldjárn
og Þorvaldar Þorsteinssonar.
„Getur meðvitundin náð taki á
undirmeðvitundinni?“ spyr Reinert
eftir að við höfum smeygt okkur
milli bylgjandi veggja, um mis-
þrönga ganga og stokka sem klædd-
ir eru mjúku flaueli. Hann svarar
sjálfur: „David Lynch sagði á dög-
unum að það væri hægt, undir-
meðvitundin er djúpur hylur þekk-
ingar. Hugurinn er svona
völundarhús. Þetta verk er völund-
arhús en líka tilraunir og samræða
ólíkra efna og forma.“
Inni í verkinu er myndböndum
varpað á þak fléttað úr pappalengj-
um, þar eru alls kyns hljóð og ljós og
það er ganga okkar um rýmið sem
kveikir á tækjunum. Í einu horni
glittir í sjálfspilandi píanó.
Stór hluti hópsins tók þátt í til-
raunakenndri sýningu í Þjóðleikhús-
inu á dögunum, Eternum.
„Þetta er þrefalt verkefni,“ segir
Reinert. „Fyrst gerðum við Eterinn,
þá er þessi sýning hér og loks gerum
við bók. Allt byggt á sama efniviðn-
um en við höfum mikinn áhuga á
hinu ósýnilega, því sem er hálfhulið
og ekki aðgengilegt, og því sem er
ekki mögulegt að sanna.“
Listamenn á yfirráðasvæði
drauma og undirvitundar
Morgunblaðið/Einar Falur
Ljós við enda ganganna Listamennirnir Reinert, Kristján Björn og Tinna.
Hafa reist viðamikla innsetningu í Kling & Bang galleríinu
Gauragangur kom fyrst út árið
1988 og er þroskasaga ung-
lingsins Orms Óðinssonar og
vina hans þar sem stelpumálin,
fjölskyldan og glíman við skól-
ann fléttast inn í. Bíómynd sem
byggð er á Gauragangi er nú í
bígerð, en það er kvikmyndafyr-
irtækið Zik Zak sem framleiðir.
Þroskasaga
Magnús Geir
Þórðarson
Ólafur Haukur
Símonarson