Morgunblaðið - 16.05.2009, Qupperneq 59
Menning 59FÓLK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009
SÖNGVARINN Peter Andre sem
nú stendur í skilnaði við eiginkonu
sína, hina barmgóðu Katie Price,
hefur tjáð vinum sínum að hann
sækist ekki eftir einum einasta
eyri við skilnaðinn. Auður Katie
Price er metinn á 30 milljónir
punda en áður en þau giftust skrif-
aði Andre undir skilmála að eigin
frumkvæði, sem verndar þá pen-
inga og eignir Price sem hún aflaði
sér áður en þau gengu í hjóna-
band. Andre hefur að undanförnu
virt að vettugi sms-skilaboð frá
Price en hún flúði Bretland til
Maldív-eyja ásamt börnum þeirra
tveimur í kjölfar þess að skilnaður-
inn var gerður opinber. Mun Price
reyna hvað hún getur til að fá
Andre aftur til sín og hefur meira
að segja sagst ætla að aflétta fjög-
urra mánaða kynlífsbanni sem hún
setti á grey manninn. Allar slíkar
umleitanir Price, sem er einnig
þekkt undir nafninu Jordan, munu
vera til lítils að sögn vina Andre en
hann er nú staddur innan um fjöl-
skyldu sína í Grikklandi.
Vill ólm fá Andre
sinn aftur
Reuters
Skilin Katie Price og Peter Andre eftir að þau luku London-maraþoninu.
ÞAÐ verður að teljast sem dæmi
um kaldhæðni örlaganna að á sama
tíma og milljónir unglinga um allan
heim dreymir um að verða frægar
tónlistarstjörnur, þrá alvöru stjörn-
ur á borð við Britney Spears að
hverfa úr sviðsljósinu. Frænka Spe-
ars sagði frá því í viðtali á dögunum
að söngkonan sé orðin langþreytt á
athyglinni sem er bæði sífelld og
þrúgandi. Hana langi jafnvel til að
venda kvæði sínu í kross og gerast
kennari. Hvað Britney Spears gæti
kennt er svo allt önnur saga, ef til
vill hvernig best er að komast und-
an blaðasnápum og raka af sér hár-
ið. Hárskurður stjörnunnar var
nefnilega einnig frænkunni hug-
leikinn í viðtalinu en hún segir að
viðbrögð fjölmiðla við snoðinkoll-
inum hafi verið öfgakennd.
„Það að hún væri snoðuð kom
öllu í uppnám og það er áhugavert
að hugsa til þess að í raun og veru
er það krafan að stjörnur eins og
Britney hangi heima og geri ekki
nokkurn skapaðan hlut.“
Reuters
Kennari? Britney Spears er nú
stödd á heimstónleikaferðalagi.
Dreymir um
að kenna
UNIVERSAL-kvikmyndaverið hef-
ur nú sent frá sér yfirlýsingu þess
efnis að Sir Anthony Hopkins muni
aftur leika fjöldamorðingjann dr.
Hannibal Lecter í fjórðu kvikmynd-
inni sem gerð er um þennan hrika-
legasta morðingja kvikmyndasög-
unnar. Breski leikstjórinn Ridley
Scott mun leikstýra hinum 71 árs
Walesmanni sem er nú bandarískur
ríkisborgari, en hverfandi líkur eru á
að Jodie Foster snúi aftur sem alrík-
islögreglumaðurinn Clarice Star-
ling.
„Við erum að leita að réttu kven-
leikkonunni fyrir myndina og erum
þegar búnir að setja saman mynd-
arlegan lista,“ er haft eftir talsmanni
kvikmyndaversins en ástralska leik-
konan Cate Blanchett er ein þeirra
sem orðaðar hafa verið við kven-
hlutverkið. Kvikmyndaspekúlantar í
Hollywood eru þegar orðnir mjög
spenntir fyrir myndinni og er talið
öruggt að hún slái í gegn.
Hættulegur Anthony Hopkins í
hlutverki Dr. Hannibal Lecter.
Lömbin
þagna IV