Morgunblaðið - 16.05.2009, Page 60

Morgunblaðið - 16.05.2009, Page 60
Morgunblaðið/Þorkell 1993 Úr uppfærslu Þjóðleikhússins. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is LEIKRITIÐ Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson verður sett upp í Borgarleikhúsinu á næsta leikári. Verkið sló í gegn þegar það var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1993, en síðan þá hefur það ekki verið sett upp í stóru leikhúsunum. „Leikritið er bráðskemmtilegt og okkur fannst alveg kominn tími á að það færi aftur á svið, en það verða orðin 17 ár síðan það var frumsýnt,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borg- arleikhússins, sem mun sjálfur leik- stýra uppfærslunni. Gauragangur segir frá unglingnum Ormi Óðins- syni sem Ingvar E. Sigurðsson lék í uppfærslu Þjóðleikhússins. | 52 Gauragangur í Borgarleikhúsið LAUGARDAGUR 16. MAÍ 136. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana Það verður aldrei hægt að uppræta skattsvik að fullu en til að lágmarka áhuga skattborgaranna á að stunda þau verða æðstu embættismenn þjóð- arinnar að temja sér hófsemi og sýna í verki að þeir fari sparlega með fjár- muni þjóðarinnar. » 34 ÖRN GUNNLAUGSSON Ég er formaður samtaka sem stofnuð voru 20. apríl sl. og kallast Grasrótin. Við erum félagsskapur fólks sem vill breyttar áherslur í fíkniefnalöggjöfinni hvað kannabis varðar. Við viljum aukn- ar forvarnir og fræðslu því við trúum því að fáfræði drepi. » 34 KLEÓPATRA MJÖLL GUÐMUNDSDÓTTIR Aðgerða er þörf núna! Beinna og skjótvirkra aðgerða sem stöðva áhlaup vísitölu- og/eða gengis- tryggðra lána á heimilin. » 35 PERCY B. STEFÁNSSON Frá því breytingin var gerð hefur það verið mörgum þyrnir í augum að sak- felldir séu þeir sem ekki eru með fíkni- efni í blóði heldur einungis í þvagi. Rök þeirra eru þau að viðkomandi sé ekki undir áhrifum fíkniefna. Lögin eru alveg skýr um það að refsa skuli þeim sem svo er komið fyrir » 36 ODDUR ÁRNASON Það er því mjög mikilvægt fyrir þá sem ætla að sinna viðhaldi í sumar og fá til þess utanaðkomandi aðila, að þeir athugi vel hvort þeir aðilar sem þeir versla við séu þeir sem þeir segja, þ.e. fagmenn með réttindi og þær skyldur og ábyrgð sem þeim fylgja. » 36 ÞORSTEINN V. SIGURÐSSON Skoðanir fólksins SKOÐANIR» Staksteinar: Veit um hvað hann er að tala Forystugreinar: Konur við stjórn Konur og ofbeldi Pistill: Holur hljómur í lýðræðis- baráttu Ljósvaki: Albanía er málið Fanney og ísdrottningin Amerískar pönnukökur Ævintýrið í kringum Söngvaseið BÖRN»                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-+. */*-.* *01-21 ++-/34 */-2/0 *,-043 **2-/0 *-2+3+ */*-,2 *1*-*3 5 675 *4#  8 +00/ *+,-.. */*-/3 *01-,3 +2-0.* */-441 *,-0/. **4-++ *-22+* */+-+0 *1*-,, +++-1+04 &  9: *+,-3. */+-4. *01-// +2-**3 */-.04 *,-*4+ **4-.4 *-22,0 */+-11 *1+-*4 Heitast 16 °C | Kaldast 8 °C Austlæg eða breyti- leg átt 5-10 m/s. Þoku- loft við austurströnd- ina, léttskýjað víðast annars staðar. Hiti 8 til 16 stig »10 Ljósmyndarinn Dagur Gunnarsson hefur mest gaman af að taka portrett og mannamyndir, en sýnir þó engar. »52 LJÓSMYNDUN» Dagur kynn- ir nýjan Dag KVIKMYNDIR» Hannibal Lecter snýr aftur í nýrri mynd. »59 Sérstök sýning verð- ur opnuð í Kling & Bang í dag. Þar gef- ur að líta eins konar völundarhús, eða draumaheim. »52 MYNDLIST» Innan seilingar TÓNLIST» Elton John hjálpar rapp- aranum Eminem. »58 FÓLK» Olivia Wilde er kyn- þokkafyllst allra. »53 Menning VEÐUR» 1. Evróvisjón-keppandi skelkaður 2. Forstjóri ... segir upp 3. Saxbygg í greiðslustöðvun 4. Svona fær maður bara einu sinni  Íslenska krónan styrktist um 0,98% »MEST LESIÐ Á mbl.is GARÐYRKJUBÆNDUR á Flúðum hófu í gær að planta út káli og allt fer á fulla ferð eftir helgi. Starfsmenn Þorleifs Jóhannessonar á Hvera- bakka fóru um garðana á útplöntunarvél. „Vorið kom til okkar í dag,“ sagði Þorleifur en útplönt- unin hefur dregist um fáeina daga vegna veðurs. Plönturnar hafa verið forræktaðar í gróður- húsum og þegar þær eru komnar í garðana er akríldúkur breiddur yfir. Þorleifur er bjartsýnn fyrir sumarið og segir að íslenskt grænmeti hafi meðbyr hjá neytendum. Von er á fyrstu uppsker- unni, kínakáli, í lok júní. helgi@mbl.is Garðyrkjubændur á Flúðum eru byrjaðir að planta káli í garða „Vorið kom til okkar í dag“ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „ÞETTA leggst vel í mig. Stífar æf- ingar í vetur skila sér vonandi vel í hlaupinu,“ segir Gunnlaugur Júl- íusson hlaupari en hann mun taka þátt í 48 klukkutíma hlaupi sem fram fer 22.-24. maí í Borgundarhólmi í Danmörku. Hlaupið er á 1024 metra langri braut sem er að hálfu malbikaður stígur og að hálfu skógarstígur. Á sex tíma fresti er skipt um hlaupaátt og sigrar sá sem hleypur lengst á uppgefnum tímamörkum. Keppendur geta lagst til hvílu, ef því er að skipta, meðan á hlaupinu stendur. Alls eru 28 hlauparar skráðir í hlaupið. Þeir eru frá Norðurlöndun- um. Gunnlaugur segist búast við að hlaupið verði mikil þolraun, en hann hefur tvisvar áður tekið þátt í 24 tíma hlaupi á þessari sömu braut. „Hlaup eins og þessi eru mikil þol- raun, bæði fyrir líkama og sál. Þetta er auðvitað svolítið erfitt, að vera að þvælast sama hringinn í tvo sólar- hringa,“ segir Gunnlaugur. Hann varð í 4. sæti í fyrra í 24 tíma hlaup- inu, sem jafnframt var opið danskt meistaramót. Hann hljóp þá 217 km. á þeim tíma, en það var jafnframt 3. besti árangur 55 ára og eldri í heim- inum, og sá 84. besti á heimsvísu. „Ég er einu ári eldri nú en í fyrra en vonandi næ ég betri árangri. Það er vitaskuld stefnan. Veðrið getur skipt miklu máli og það spáir vel. Þannig að ég er bjartsýnni,“ sagði Gunn- laugur, sem er 56 ára. Hleypur í 48 tíma  Gunnlaugur Júlíusson hljóp í 24 tíma í fyrra en ætlar nú að bæta einum sólarhring við  Reynir ekki síður á hausinn Morgunblaðið/Golli Til í slaginn Gunnlaugur hefur æft vel fyrir hlaupið að eigin sögn. Í HNOTSKURN » Hlaupið í Borgundar-hólmi, þar sem hlaupið er í 24 og 48 tíma, er árlegt. » Íslendingur hefur aldreiáður tekið þátt í 48 tíma hlaupinu. » Gunnlaugur tók þátt í 24tíma hlaupinu árið 2007 og hljóp þá 197,2 km. en bætti um betur í fyrra og hljóp 217,7 km. » Gunnlaugur fer einn íhlaupið en hefur þó æft með góðum æfingafélögum í vetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.