Morgunblaðið - 29.05.2009, Síða 6

Morgunblaðið - 29.05.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 TAX FREE!TAX FREE! TAX FREE! ÖLL BÚSÁHÖLD TAX FREE! ÖLL REIÐHJÓL FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson og Rúnar Pálmason SÖGULEG þingsályktunartillaga ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um aðildarumsókn að Evrópusambandinu (ESB), sem Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra mælir fyrir, er mikið hitamál á Alþingi eins og gefur að skilja. Tillagan, sem jafnframt er sú fyrsta sem ríkisstjórn Íslands hef- ur flutt um aðildarumsókn að ESB, er ekki síst umdeild fyrir þær sakir að fyrir liggur að Vinstri græn eru andvíg aðild að ESB samkvæmt stefnu flokksins. Ræður þingmanna á Alþingi í gær tóku mið af þessum pólitísku átakalínum og mátti Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og for- maður Vinstri grænna, fara ítrekað upp í ræðustól til þess að svara því hverju það sætti að ríkisstjórn sem Vinstri græn ættu aðild að, væri að beita sér fyrir þessu máli. Stein- grímur, sem neitaði að gefa upp hvort hann ætlaði að greiða at- kvæði með eða á móti tillögunni, sagði hana vera málamiðlun í ólíkri stefnu flokkanna. Mikilvægast væri fyrir hvern og einn þingmann að kjósa eftir sinni sannfæringu og treysta þjóðinni til þess að eiga lokaorðið. Það væri þingsins að tryggja faglega meðferð málsins. Steingrímur sagði ennfremur að ekki væri ólíklegt að tillagan tæki breytingum og ekki síst þess vegna vildi hann bíða með að mynda sér skoðun á málinu. Verður Samfylkingin undir? Sjálfstæðis- og framsóknarmenn freista þess að fá Vinstri græn til þess að styðja frekar tillögu þeirra en ríkisstjórnarinnar. Það mátti heyra á ræðum þingmanna flokk- anna í gær. Stjórnarþingmenn tóku hins vegar ekki undir þetta, nema að litlu leyti, og sögðu sumir þeirra og hún væri „óþarft milliskref“. Ró- bert Marshall, þingmaður Samfylk- ingarinnar, var einn þeirra og sagði sjálfstæðis- og framsóknarmenn vera að tefja málið með málaleng- ingum. Sameiginleg tillaga sjálfstæðis- og framsóknarmanna, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, hef- ur þó ekki verið formlega rædd enn. Í samtölum við Morgunblaðið í gær sögðu þingmenn að áherslur Steingríms J. og Árna Þórs í ræð- um um tillöguna bentu til þess að Vinsti græn ætluðu sér ekki að láta tillöguna sem Össur mælir fyrir fara óbreytta í gegn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur það verið rætt innan þingflokks Vinstri grænna. Utanrík- ismálanefnd, undir stjórn Árna Þórs, myndi sjá til þess að tillög- unni yrði breytt á þann veg að Vinstri græn gætu betur sætt sig við hana. Árni Þór sagði meðal ann- ars að hann „þyrfti ekkert að spyrja Össur“ að því hvernig um- fjöllun tillagan fengi í utanrík- ismálanefnd. Fari svo að tillögunni verði breytt á þann veg að hún þrengi samningsstöðu Íslands gagnvart ESB, sérstaklega í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum, þá er ekki ólíklegt að samfylkingarfólk myndi segja að það hefði orðið undir. Ef marka má áhersluna sem þing- menn flokksins hafa lagt á ESB- málið, þá munu þeir vafalítið reyna að forðast alla töf á málinu. Ræður þeirra í þinginu voru flestar á þann veg, að flýta þyrfti málinu sem allra mest þar sem umsókn um aðild að ESB væri hluti af lausn á efnhags- legum bráðavanda sem bankahrun- ið í október hefði skapað. Tillögur sameinaðar Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sumir hverjir talað fyrir því að tillögu þeirra og framsóknarmanna mætti slá saman við tillögu rík- isstjórnarinnar. Sama má segja um fleiri og sagðist Steingrímur J. meðal annars ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að tillögurnar yrðu sett- ar saman. Þannig mætti ná víðtæk- ari sátt um málið innan og utan þings. Morgunblaðið/Ómar Á móti aðild Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hefur til þessa verið yfirlýstur andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu. VG vill ná sínu fram  Rætt hefur verið um það innan þingflokks VG að ná fram breytingum á ESB-tillögu í utanríkismálanefnd  Samfylkingin vill flýta málinu sem mest HAGSMUNASAMTÖK námsmanna sem sitja í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) skoruðu í gær á Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra að gefa skýr svör um fjárveitingu ríkisins til LÍN fyrir næsta skólaár og tryggja námsmönnum betri lánakjör. Í yfirlýsingu sem afhent var ráðherra í gær var á það bent að und- anfarna tvo mánuði hefðu úthlutunarreglur LÍN verið til endurskoðunar innan stjórnar, en til þess að unnt væri að klára þær viðræður, þyrftu skýr svör að berast um fjárveitingu til sjóðsins. Í samtali við Morgunblaðið sagði Ingólfur Birgir Sig- urgeirsson, fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í stjórn LÍN, ljóst að fjármagnsþörf sjóðsins myndi aukast frá undangengnu skólaári þar sem fjölgun náms- manna væri veruleg og viðbúið að námsmenn leituðu í auknum mæli eftir aðstoð frá LÍN. Samkvæmt upplýs- ingum frá Ingólfi sagðist ráðherra vonast til þess að mál- ið skýrðist sem fyrst og að ekki þyrfti að koma til skerð- ingar á kjörum námsmanna. Að mati Ingólfs voru það ekki ásættanleg svör þar sem ljóst sé að kjör náms- manna hafi þegar skerst mikið vegna þróunar verðbólg- unnar að undanförnu. „Við verðum að fá skýr svör og skiljum ekki hvað er að tefja málið,“ segir Ingólfur. silja@mbl.is Skýr svör óskast Krefja menntamálaráðherra svara um hver framtíðarsýn rík- isstjórnar á LÍN sé og hver kjör nema verði á næsta skólaári Morgunblaðið/Eggert Móttekið Ráðherra tekur við áskorun námsmanna. Sigmundur Davíð sagði að Samfylkingin mætti velta því fyrir sér hvernig umsókn liti út í augum umheimsins. Undanfarið hefði verið fjallað um það í erlendum fjölmiðlum hversu illa væri komið fyrir þjóðinni, alltaf um eitt atriði, um það að Ísland væri á hausnum, hér væri skelfingarástand. „Svo kemur frétt um það að Íslendingar hafi skilað inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Þeir hafi reyndar ekkert verið búnir að finna út úr því hvernig þeir ætluðu að leysa úr atvinnuleysisvandanum hjá sér, þeir væru á hausnum og þar fram eftir götunum. En þeir ætluðu að sækja um aðild að Evrópusamband- inu og það væri gert vegna þess að flokkurinn sem færi með aðild- arviðræðurnar, hann væri búinn að útskýra fyrir þjóðinni að þetta væri okkar eina von. Evrópusambandið væri einhvers konar björgunarfélag [...] Það er ekki mikil reisn yfir því að nálgast Evrópusambandið með þessum hætti. Hvar er sjálfsvirðingin? Hvar er sæmdin?“ Evrópusambandið sem „björgunarfélag“? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Orðrétt um ESB á Alþingi ’Ég vil segja það alveg skýrt að að-ild er engin töfralausn.ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON ’Málið ber þess öll merki að þaðvar sviðið út úr Vinstri grænummeð heitum töngum og lagt fram ímiklum ágreiningi. BJARNI BENEDIKTSSON ’Ég geri athugasemdir við að frúforseti skuli gera athugasemdirvið að við séum að gera athugasemdirvið fundarstjórn forseta. Er einhversem náði þessari setningu? EYGLÓ HARÐARDÓTTIR ’Síðan vil ég spyrja hæstvirtanráðherra hvernig hann sér Evr-ópusambandið eftir 50 eða 100 ár. Núeru breytingar í gangi og það er veriðað tala um breytingar á fiskveiðistjórn- unarkerfinu. Og það minnir mig á það að drottinn gaf og drottinn tók. Það sem Evrópusambandið getur breytt í eina átt, getur það breytt í aðra átt. PÉTUR H. BLÖNDAL ’Ég er bara ráðherra á plani. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON ’Eru ráðherrar Vinstri hreyfing-arinnar græns framboðs ennþáófundnir? Eru þeir kannski með slökktá símanum í sumarbústað með dregiðfyrir gluggana? SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON ’Hvar er sannfæringin í þessumáli? Hvar er greinargerðin umþað, að nú stöndum við Íslendingar áþeim tímamótum að það sé skyn-samlegt fyrir okkur að dýpka sam- starfið við Evrópusambandið? Að EES- samningurinn standi svo höllum fæti að það verði ekki búið við hann til langrar framtíðar? BJARNI BENEDIKTSSON ’Þessum ríkjum væntanlega tókstað semja við Evrópusambandiðvegna þess að þau höfðu ekki Samfylk-inguna. SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON ’Þannig að hann (Árni Þór Sigurðs-son) ætlar að veita utanrík-ismálanefnd allan þann tíma sem hanntelur og nefndarmenn telja að þurfi tilþess að undirbúningurinn verði með þeim hætti að við getum verið stolt af honum. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR ’Það er sorglegt að verða vitni aðþeirri gamaldags hjólfarapólitík,sem hér er stunduð í sölum Alþingis.Sjálfstæðismenn og framsóknarmenneru búnir að finna sér leið til að vera á móti tillögu, sem þeir eru efnislega sammála. RÓBERT MARSHALL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.