Morgunblaðið - 29.05.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.05.2009, Qupperneq 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÞETTA hefur verið barátta í allan vetur en við sjáum fram á að þetta hafist. Hljóðið er orðið bjart í okk- ur,“ segir Stefán Sigurðsson, sölu- stjóri hjá Lax-á, einum stærsta sölu- aðila veiðileyfa hér á landi, þegar hann er spurður um stöðuna í lax- veiðileyfum fyrir sumarið. Laxveiðin hér á landi hefst eftir viku í Norðurá og í Blöndu en Stefán verður sjálfur við veiðar við opnun Blöndu þar sem laxinn er mættur; tveir sáust í Damminum í vikunni. „Það er gríðarfín sala í ódýrari veiðileyfum. Ár sem hafa ekki verið mjög vinsælar síðustu tvö ár eru að seljast upp, þar sem dagurinn kost- ar 20 til 30 þúsund. Það hefur líka gengið vel að selja fyrri og seinni hlutann í flestum ánum. Svo er verið að berjast í miðbikinu,“ segir Stefán. „Þetta er ekki eins og síðustu tvö ár. En ég hef verið lengur í sölu veiðileyfa en það og man hvernig þetta var áður. Stundum þarf bara að hafa fyrir hlutunum.“ Hann segir markvissa sókn eftir erlendum veiðimönnum hafa skilað árangri. „Þetta eru bæði kúnnar sem voru hættir að koma út af verð- inu á Íslandi og svo einhverjir nýir. Við höfum 20 ára gamlan viðskipta- mannalista, það hafa svo margir komið á okkar vegum í gegnum tíð- ina og við höfum selt mörgum þeirra leyfi aftur núna.“ Bleikjan mætt á Þingvöllum Fregnir hafa borist af því að bleikjan sé farin að gefa sig fyrir landi þjóðgarðsins á Þingvöllum. Sumir veiðimenn fara heim fisk- lausir en aðrir hafa fengið nokkra fiska þegar lánið leikur við þá. Fjölmenni hefur verið á svæðinu síðustu vikur, þegar viðrað hefur, enda dreymir marga um að veiða stóra urriða. Talsvert mun hafa veiðst af urriðanum, einkum á maðk en líka á flugu. Einnig hefur heyrst af veiðimönnum sem hafa beitt makríl á næturveiðum þótt það agn hafi verið bannað í vatninu. Hafa þeir sem hafa orðið vitni að því saknað þess að sjá ekki veiðiverði á ferli. Sumir veiðimenn sem hafa sótt Hraunsfjörð á Snæfellsnesi heim, hafa verið heppnir og fengið á annan tug bleikja. Segja þeir silunginn vel haldinn. Fleiri vötn eru gjöful, til að mynda mun veiðin hafa verið góð í Skorradalsvatni í vor og sögur hafa heyrst af silungströllum um 20 pundin, þótt flestir láti sér fiska á bilinu eitt til tvö pund nægja. „Barátta í vetur“  „Gríðarfín sala“ sögð í ódýrari laxveiðileyfum  „Svo er verið að berjast í miðbikinu“  Vatnableikjan veiðist víða vel Morgunblaðið/Golli Bleikjuskot Dagur Jónsson búinn að landa nokkrum fallegum bleikjum í Kaldós í Hlíðavatni. Vel hefur veiðst í mörgum vötnum í vor. ICERRAY mælanetið í Hveragerði sem styrkt var af Evrópusambandinu hefur verið valið eitt af 75 verkefnum sem talið er að hafi heppnast sérstak- lega vel og sagt verður frá í fyrirhug- aðri bók Marie Curie-nefndar sam- bandsins. Sagt er frá íslenska hröðunarmælinetinu á alþjóðlegri ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag þar sem fjallað er um áhrif jarðskjálfta. Þegar Benedikt Halldórsson jarð- skjálftaverkfræðingur var í doktors- námi í Bandaríkjunum á árinu 2004 sótti hann um svonefndan heimkomu- styrk Evrópusambandsins, í sam- vinnu við Ragnar Sigbjörnsson, pró- fessor við Háskóla Íslands og forstöðumann Rannsóknarstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverk- fræði sem aðsetur hefur á Selfossi. Styrkurinn er ætlaður til að fá evr- ópska vísindamenn til baka og stuðla að því að þeir ílendist í Evrópu. Uppsetning jarðskjálftanetsins tókst vel. Settir voru upp fjórtán hröðunarmælar í Hveragerði og þeir tengdir mælaneti Jarðskjálftamið- stöðvarinnar. Suðurlandsskjálftarnir 2008 komu aðeins sjö mánuðum síðar og kom það því fljótt að notum. „Við vitum ekki til þess að svona stór jarð- skjálfti hafi verið mældur jafn skammt frá sprungu með svona mælaneti. Þetta er því einstakt á heimsmælikvarða,“ segir Benedikt. Tækin hafa verið þróuð áfram og í næsta skjálfta, hvenær sem hann verður, fær Benedikt upplýsingar um hreyfinguna og hversu lengi hún stóð yfir á hverjum stað sem smáskilaboð í símann sinn og tölvupóst, innan við mínútu eftir að hann ríður yfir. Þeim upplýsingum er hægt að koma til yf- irvalda og geta þær nýst við björg- unarstörf. Ráðstefnan í dag er opin öllum. Í fyrirlestrum verður ekki einungis fjallað um eðli jarðskjálfta og áhrif þeirra á byggingar, heldur einnig efnahagsleg og félagsleg áhrif. helgi@mbl.is Velheppnuð rannsókn Fjallað um áhrif jarðskjálfta á ráðstefnu í HÍ Morgunbalðaið/RAX Sprunga Benedikt Halldórsson við skjálftasprunguna í Hveragerði. RÁÐHERRAFUNDUR Evrópuráðsins um fjölmiðla og nýja miðla, sem hófst á hótel Nordica í gær, veitir von- andi nýja sýn, nýja staðla og nýjar vaktleiðir. Þetta kom fram í máli Philippe Boillat, stjórnanda Evr- ópuráðsins á sviði mannréttinda og lögfræði á blaða- mannafundi hans og Katrínar Jakobsdóttur mennta- málaráðherra. Á ráðherrafundinum er m.a. rætt hvernig fjölmiðlar hafa breyst með tilkomu nýrra miðla – bloggs, leit- arvéla, samskiptavefja og netveitna. Sérstaklega er svo litið til áhrifa nýju miðlanna á tjáningarfrelsi og per- sónuvernd. Boillat ítrekaði einnig mikilvægi ráðherrafunda á borð við þennan fyrir ráðið, enda er gert ráð fyrir að þar verði teknar ákvarðanir um stefnu Evrópuráðsins í málefnum fjölmiðla og nýmiðlunar til næstu fimm ára. Þess má geta að slíkar ákvarðanir hafa jafnan verið leiðbeinandi fyrir lagasetningu í Evrópuríkjum og víð- ar. „Það er gott að hafa staðla, en það er betra að koma þeim í framkvæmd,“ sagði Boillat. Ráðherrar allra 47 ríkja Evrópuráðsins eða fulltrúar þeirra sitja fundinn, sem og fulltrúar alþjóðlegra hags- munasamtaka, en gert er ráð fyrir að um 300 erlendir gestir séu hér á landi af þessu tilefni. annaei@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Í ráðherrahópi Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, ásamt ráðherrum ríkja Evrópuráðsins á ráðherrafund- inum á Nordica, en öll 47 ríki ráðsins eiga fulltrúa á fundinum. Um 300 erlendir gestir eru hér af þessu tilefni. Stefnan mótuð á Íslandi? Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið fyrir aðeins 6000 krónur Þú ákveður svo hva r og hvenær þú veiðir veidikortid.is Hver seg ir að það sé d ýrt að veiða ? Tilboð – Tilboð – Tilboð – Tilboð 6 og 7 parta flugustangir frá March Brown

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.