Morgunblaðið - 29.05.2009, Side 15

Morgunblaðið - 29.05.2009, Side 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is MIKLAR skemmdir urðu á bryggjunni á Gjögri í aftakaveðri í nóvember. Bryggjan er flokkuð sem ferjubryggja og er á forræði sveitarfélagsins Árneshrepps. Þetta fámenna sveitarfélag á Ströndum hefur ekki bolmagn til að gera við bryggjuna, sem skiptir hins vegar miklu máli vegna öryggis íbúa og sæ- farenda, auk þess sem trillukarlar hafa lagt þar upp á sumrin. Oddný Þórðardóttir oddviti segir að sveit- arfélagið hafi sent neyðarsendingu á fjár- laganefnd og óskað eftir fjármagni til að gera við bryggjuna. Vilyrði hafi fengist fyrir 2,5 milljónum króna, en ljóst sé að það dugi eng- an veginn fyrir viðgerðunum þó svo endanleg kostnaðaráætlun liggi ekki fyrir. Trillukarlar róa frá Gjögri „Þetta er mikilvæg öryggishöfn fyrir okk- ur,“ segir Oddný. „Ef hafís kemur að landi þá fyllist Norðurfjörðurinn, en bátar kæmust inn á Gjögur. Það skiptir líka máli fyrir fólkið í Djúpuvík að hafa þessa höfn ef landleiðin lokast í langan tíma. Þá hafa nokkrir trillu- karlar gert út frá Gjögri á sumrin og einnig stundað rauðmaga á vorin,“ segir Oddný. Hún segir að Viðlagatrygging borgi ekki tjónið eins og gert hefði verið ef tjón hefði orðið á höfninni í Norðurfirði. Garðar Jónsson, sem dvelur á hverju sumri á Gjögri, segir að bátar geti ekki lagst lengur að bryggjunni til að landa. Lönd- unarkrani á bryggjuhausnum sé einskis nýt- ur því skarð í bryggjuna skilur hann frá landi. Byrjar að hryggja frammi á firði Garðar segir að veðrið sem skall á í nóv- ember og olli tjóninu hafi verið mikill hvellur. „Brimið hefði getað orðið enn meira og valdið tjóni á húsum hér ef það hefði verið stór- streymt,“ segir Garðar. „Hann var á norð- austan og þá getur brimið komið vaðandi hérna inn. Sver alda byrjar að hryggja frammi á miðjum firði og veður síðan upp að landinu,“ segir Garðar og leggur ríka áherslu á að gert verði við bryggjuna. Þess má geta að Gjögur er fornfræg veiði- stöð við norðanvert mynni Reykjarfjarðar. Hákarlaveiðar voru stundaðar frá Gjögri í miklum mæli áður fyrr og þar voru fjölmarg- ar verbúðir. Á 19. öld voru um tíma gerð út 18 skip samtímis frá Gjögri og voru 7-11 menn í hverri áhöfn. Fyrri hluta 20. aldarinnar voru einnig tals- verð umsvif á Gjögri en nú býr þar enginn lengur allan ársins hring. Húsin á Gjögri eru hins vegar öll nýtt á sumrin. Flugvöllur er á Gjögri, en yfir hávetrartímann er flugið eina samgönguæðin til og frá sveitinni. Flug- félagið Ernir er með áætlæunarflug þangað. Gjögurbryggja tæpast nothæf  Skemmdist í aftakaveðri í nóvember  Tjón hefði orðið enn meira í stórstraumi  Mikilvæg öryggishöfn fyrir Árneshrepp og viðgerð brýn Ónýt Löndunarkraninn er til lítils gagns fremst á bryggjuhausnum og ekki greiðfært að honum. Skammt frá flugvellinum á Gjögri, fyrir norðan vitann á Gjögursnesi, þar sem heitir í Hákarla- vogi, er jarðhiti og heitar uppsprettur í klett- um við sjávarkambinn. Sannkölluð perla í náttúrunni. Þar steyptu heimamenn vegg landmegin við laugarnar og útbjuggu þannig heitan pott sem talsvert hefur verið notaður. Í briminu sem eyðilagði bryggjuna gaf þessi steypti veggur eftir þannig að enginn er leng- ur potturinn til að safna í heitu vatni. Til stendur að endurgera pottinn í sumar og nota þá járnbindingu í vegginn, en eitthvað mun hafa skort á slíkt. Heimamenn, sem dvelja á Gjögri á sumrin, hafa beðið aðkomumenn að nota þessar laug- ar ekki til baða og hafa bent á laugina í Kross- nesi. Garðar Jónsson, sem dvalið hefur á Gjögri á hverju sumri í 22 ár, segir að þessi beiðni sé fram sett af illri nauðsyn, því um- gengni hafi oft á tíðum verið mjög slæm. „Þessi staður þarna við fjörusandinn er ein- faldlega of fallegur og okkur of dýrmætur til að fólk leyfi sér að ganga illa um hann. Auk þess getur fólk farið sér að voða þarna því laugin er 46 gráða heit á góðum degi. Meiri- hluti fólksins er hins vegar til fyrirmyndar og ekki ástæða til að amast við þessu ef allir hegðuðu sér á þann hátt,“ segir Garðar. Heiti potturinn eyðilagðist í briminu Ljósmynd/Ólafur Thorarensen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.