Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is RÁÐAMENN í Norður-Kóreu hóta nú enn einu sinni að ógilda samning- inn um vopnahlé frá 1953 og aftur er komin upp geysileg spenna á landa- mærum ríkjanna tveggja á Kór- euskaga, spenna vegna þess að hætta er á blóðugri átökum en menn hafa séð um langt skeið í heiminum. Nú ráða norðanmenn ekki aðeins yf- ir fjölmennum og þrautþjálfuðum, hefðbundnum herafla heldur einnig kjarnorkuvopnum þótt þau séu fá og vafalaust mjög ófullkomin. Einnig er talið að ríkið eigi um 900 eldflaugar, flestar að vísu skamm- eða með- aldrægar en samt öflug vopn. Hverju má búast við ef skærur, sem búist er við að verði á hafinu, þróast í eitthvað verra, hvað ef land- hernaður hefst? Ekki var beitt kjarnorkuvopnum í Kóreustríðinu 1950-1953 en þrátt fyrir það lágu nær þrjár milljónir manna í valnum áður en yfir lauk. Og N-Kóreumenn eru gráir fyrir járnum, hafa alls um 1200 þúsund manns undir vopnum og eiga um 2000 skriðdreka. Aðeins þrjú ríki ráða yfir stærri herjum. Tíu milljóna borg í skotlínunni Rösklega helmingurinn af landher norðanmanna, um 700.000 manns, mun vera með bækistöðvar um 150 km norðan við hlutlausa beltið á landamærunum. Beltið er um fjög- urra km breið landræma sín hvorum megin við 38. breiddarbaug. Höf- uðborgin, Seúl, með um 10 milljónir íbúa, er í aðeins nokkurra tuga km fjarlægð frá landamærunum og því nánast berskjölduð. Og eitt af því sem veldur ugg er að n-kóreski her- inn er talinn ráða yfir verulegu magni af efnavopnum. Alls er talið að um 20% allra karl- manna í N-Kóreu á aldrinum 17-54 ára séu í her, flota eða flugher. Sér- sveitir N-Kóreumanna eru taldar betur þjálfaðar en flestar slíkar í öðrum löndum og þeim er m.a. ætlað að lama andstæðinginn með spell- virkjum af margvíslegu tagi áður en hinn eiginlegi her ræðst til atlögu. Vopnasmiðjur Kim Jong-Ils eru gamaldags og óljóst er hvort norð- anmenn ráða yfir allri þeirri hátækni sem nauðsynleg þykir í nútímaherj- um, nætursjónaukum, háþróuðum fjarskiptatækjum og öðru slíku. En herinn ræður yfir svo miklu af þungavopnum að hann gæti senni- lega valtað yfir andstæðing sinn í suðri. Þótt Suður-Kóreumenn séu liðlega tvisvar sinnum stærri þjóð eru þeir með aðeins um 680.000 manns undir vopnum. Tifandi tímasprengja á Kóreuskaga  Kim Jong-Il, einræðisherra í Norður-Kóreu, ögrar áfram grönnum sínum og Bandaríkjamönnum  Ráðist herir hans á Seúl munu Bandaríkjamenn verða að svara og verja bandamenn sína Reuters Viðbúnir Suður-kóreskir hermenn í fallbyssuvagni sínum á leið til æfinga í Paju, rétt við hlutlausa beltið og um 45 km norðan við Seúl, í gær. Norður-Kóreumenn eru gráir fyr- ir járnum, þótt þjóðin sé bláfá- tæk. Ráðamenn hennar virðast ætla að láta sverfa til stáls í deil- unum við Suður-Kóreumenn og Bandaríkjamenn. ÁSTRALSKI vélhjólasnillingurinn Robbie Maddison sýndi listir sínar við frægan búgarð, Bar U Ranch, í Kanada í gær. Hefur hann verið notaður í frægum kvikmyndum, m.a. Unforgiven. Í fjarska sjást Klettafjöllin. Hvað er upp og hvað niður? Reuters Þyngdaraflinu storkað BARACK Obama, forseti Banda- ríkjanna, ræddi í gærkvöldi við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu- manna, sem fór til Washington í von um að stjórn Obama legði fastar að stjórnvöldum í Ísrael að samþykkja stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Fyrr um daginn hafnaði stjórn Ísr- aels kröfu Bandaríkjastjórnar um að stöðva algerlega stækkun landtöku- byggða gyðinga á Vesturbakkanum. Obama hefur lagt áherslu á nauð- syn þess að knýja fram tveggja ríkja lausn en Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra Ísraels, var ekki tilbú- inn til að fallast á stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis þegar hann ræddi við bandaríska forsetann í Hvíta húsinu í vikunni sem leið. Netanyahu sagði aðeins að Ísraelar væru tilbúnir til að ganga þegar í stað til friðarvið- ræðna og Palestínumenn ættu að stjórna sér sjálfir fyrir utan ákveðin völd sem gætu skaðað Ísraelsríki. Abbas og heimastjórn Palestínu- manna á Vesturbakkanum hafa sagt að ekki komi til greina að hefja friðarviðræður við Ísraela nema þeir stöðvi stækkun landtökubyggðanna. Stjórn Obama hefur tekið undir þá kröfu en talsmaður stjórnar Net- anyahus virti hana að vettugi í gær. Hann sagði að deilan um byggðirnar yrði leyst í friðarviðræðum en þang- að til myndu Ísraelar heimila stækk- un landtökubyggða í samræmi við eðlilega fjölgun íbúanna. Engar nýjar byggðir Netanyahu sagði á ríkisstjórnar- fundi að ekki yrðu reistar nýjar land- tökubyggðir en heimilt yrði að reisa ný hús í byggðum, sem fyrir eru, til að gera íbúunum kleift að eignast börn og ungu fólki að stofna heimili. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Obama hefði sagt við Netanyahu að Ísraelar þyrftu að stöðva stækkun byggð- anna, ekki væri nóg að reisa engar nýjar landtökubyggðir. bogi@mbl.is Ríkisstjórn Ísraels hafnar kröfu Obama Netanyahu segir að ekki komi til greina að stöðva stækkun landtökubyggða Í HNOTSKURN » Um 280.000 Ísraelar búa íum 120 landtökubyggðum, sem Ísraelsstjórn hefur sam- þykkt á Vesturbakkanum, og um 190.000 í byggðum í Aust- ur-Jerúsalem. » Íbúum landtökubyggð-anna hefur fjölgað um 5-6% á ári frá 2001. EFNT verður til hátíðarhalda í Frakklandi 6. júní til að minnast þess að liðin verða 65 ár frá því að bandamenn gerðu innrás í Normandie. Forsetarnir Nicolas Sarkozy og Barack Obama verða viðstaddir athöfn í Ste. Mere- Eglise, nálægt ströndinni þar sem Bandaríkjamenn lentu. Elísabetu Bretadrottningu mun ekki hafa verið boðið; Gordon Brown forsætisráðherra verður fulltrúi Breta við athöfn í Arromanches. Elísabetu, sem er 83 ára, mun ekki vera skemmt en þess má geta að hún var sjálfboðaliði í breska hernum í seinni heimsstyrjöld, hlaut þjálfun sem bílstjóri og bifvélavirki. Misvísandi svör fást hjá embætt- ismönnum Breta og Frakka um ástæðuna fyrir klúðrinu. Bretadrottning hundsuð á hátíð vegna innrásardags? Elísabet í stríðslok. FRAM kemur í ársskýrslu mann- réttindasamtakanna Amnesty Int- ernational að traðkað hafi verið á mannréttindum víða um heim í nafni öryggis og baráttu gegn hryðjuverk- um. Heimskreppan og áherslan á endurreisn efnahagskerfa heimsins hafi beint athygli manna frá mann- réttindamálum. Byggt er á gögnum frá 157 ríkj- um. Hækkanir á matvælaverði eru sagðar hafa gert milljónum manna erfitt um vik að brauðfæða sig og sína og mótmæli séu brotin á bak aftur. Stefna sem byggð sé á mark- aðshyggju hafi aukið gjána milli ríkra og fátækra og víða gert hundr- uð milljóna manna berskjölduð gagnvart fátækt án þess að í sam- félögum þeirra séu nokkur örygg- isnet eins og í velferðarríkjum. Þá segir að hækkanir á mat- vælaverði hafi komið sérstaklega illa niður á fólki í Austur-Kongó, Norð- ur-Kóreu, á Gaza og í Darfur-héraði. Einnig komi kreppan illa niður á far- andverkafólki í Kína og indíánum í Rómönsku Ameríku. kjon@mbl.is Þrengt að rétt- indunum Amnesty gagnrýnir markaðshyggjulausnir HLUTFALLS- LEGA færri Bandaríkja- menn reyna nú að temja sér heilsusamlegan lífsstíl en 1988, segir í Americ- an Journal of Medicine. Hlut- fall þeirra sem þjást af offitu hefur einnig hækkað, úr 28% í 36%. Árið 1988 stunduðu 53% fullorð- inna Bandaríkjamanna líkamsrækt þrisvar í viku eða oftar en nú aðeins 43%. Mun færri borða nú reglulega mikið af ávöxtum og grænmeti. En tíðni reykinga hefur staðið í stað og hófdrykkja aukist aðeins lítillega. kjon@mbl.is. Heilsan ekki í fyrirrúmi Getur S-Kórea varið sig? Varla án aðstoðar bandamanna sinna en Bandaríkin hafa aðeins um 29.000 manna herlið í land- inu. Hlutverk þess er að minna norðanmenn á að Bandaríkin hafa heitið að verja Suður-Kóreu. Hvað ef N-Kórea ræðst á Seúl? Talið er líklegt að her landsins gæti tekið borgina með skyndi- árás. Ekki er gott að spá um við- brögð Bandaríkjamanna. En hing- að til hafa menn reiknað með að óttinn við kjarnorkuárás af hálfu þeirra héldi aftur af Kim. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.