Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 19
Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 Jón Ingvar Jónsson sendi BirniIngólfssyni kveðju á 65 ára stórafmælinu sem var til umfjöll- unar í Vísnahorninu í gær: Árafjöldann illa ber, aftur hratt í mörgu fer, hversu lítið eftir er ekki vil ég segja hér. Jón Ingvar áttaði sig óðar á því, að vísan hafði misritast smávægi- lega, og bætti úr því: Ens og hetja árin ber, allt úr hendi stórvel fer, framtíð glæst nú eftir er, þótt engin leirskáld fylgi þér. Það varð til þess að upp rifjaðist vísa, sem Magnús heitinn á Vöglum átti að hafa ort um Gísla son sinn og Stínu tengdadóttur sína, sem þá voru tekin við búi á Vöglum: Lítill er Vaglaljósgeislinn, líður að hörðum vetri. Gísli er eins og andskotinn og ekki er Stína betri. Sagt er að Gísli hafi heyrt vísuna og borið hana undir gamla mann- inn, sem sagði hann hafa látið ljúga að sér og rétt væri vísan svona: Lýsir Vaglaljósgeislinn, líður að hörðum vetri. Góður ertu Gísli minn og gullinu Stína betri. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af vísum og „misritun“ Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is Þeir sem hafa hug á aðrækta eigin kryddjurtiren eru ekki vissir umhvernig skuli bera sig að geta nú andað léttar, því sala á sjálfvökvandi kryddjurtapottinum GrowMe hefst nú í vikunni. GrowMe er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, en hann hlaut fyrstu verðlaun í námskeiði sem árlega er kennt við báða skólana. GrowMe ræktar ýmsar krydd- tegundir, svo sem basiliku, timjan og kóreander. Hann er fram- leiddur í Bjarkarási, sem er hæf- ingarstöð fyrir fólk með þroska- hömlun. „Í gegnum árin hefur verið nóg af verkefnum í Bjarkarási, en strax í fyrra fór að bera á verkefnaskorti vegna efnahagsástandsins. Hug- myndin var því að koma með nýja vöru sem Bjarkarás gæti framleitt og selt. Á Bjarkarási er gróðurhús þar sem grænmeti er ræktað og okkur fannst tilvalið að vinna út frá því,“ segir Bylgja Rún Svans- dóttir, nemi í vöruhönnun við LHÍ og einn af hönnuðum GrowMe. „Það hefur þegar myndast nokk- uð mikil eftirspurn, sérstaklega frá fólki í kringum okkur. Núna er líka vinsælt að rækta eigin kryddjurtir og grænmeti.“ „Ég er góð með pasta!“ GrowMe, sem er algjörlega handgerður, er gerður úr leir og hann samanstendur af tveimur skálum sem mynda kúlu. Í efri skálinni er moldin og það sem heldur moldinni uppi er afskorin blaðra. Fræin eru svo sett í mold- ina. Frá blöðrunni liggur kveiki- þráður upp í moldina og niður í neðri skálina þar sem vatnið er. Kveikiþráðurinn sér um að halda réttum raka á moldinni, þannig fær kryddjurtin alltaf rétta næringu. „Við vildum hafa svolítinn leik í þessu, þaðan kemur til dæmis hug- myndin um blöðruna. Svo fylgir með hverri plöntu bæklingur þar sem plantan sjálf leiðbeinir manni um hvernig eigi að hlúa að sér. Þar eru líka uppskriftir og stungið upp á réttum til að nota kryddjurtirnar í,“ segir Bylgja. GrowMe verður til sölu í Bjark- arási, sem er til húsa við Stjörnu- gróf 9 í Reykjavík og þar er opið milli níu og fjögur. Kryddjurtir sem vökva sig sjálfar Undratól GrowMe er sjálfvökvandi kryddjurtapottur og samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, framleitt af Bjarkarási. Morgunblaðið/Golli Hönnuður Bylgja Rún Svansdóttir, nemi í vöruhönnun við LHÍ og einn af hönnuðum GrowMe. Grunnnám málmiðngreina er grunnur að bjartri framtíð og faglegri undirstöðumenntun fyrir: Blikksmíði• Rennismíði• Stálsmíði• Vélvirkjun• Véltækniskólinn býður nýtt og áhugavert nám að loknum grunnskóla. Grunnnám þar sem fléttast saman vélstjórnarnám og málmiðnir. Fagfólk vantar Atvinnulífið þarf vel menntað starfsfólk. Menntaðu þig til starfa framtíðarinnar. Skráning í grunndeild málmiðna stendur til 11. júní. Nánari upplýsingar á www.tskoli.is. í málm- og véltækni Skoðaðu gardplontur.is og nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðyrkjubænda. VELDU ÍSLENSK SUMARBLÓM, SÉRMERKT ÞÉR. „Íslensk blóm eru harðgerð, kröftug og fersk.“ Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður. Í áratugi hafa íslenskir garðyrkjubændur unnið að því að byggja upp og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu. Nú hafa þeir opnað vefinn gardplontur.is Þar má finna margvíslegan fróðleik. ÍS L E N S K A S IA .I S S G B 46 29 6 05 /0 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.