Morgunblaðið - 29.05.2009, Side 21

Morgunblaðið - 29.05.2009, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 Óbærileg spenna Eftir svipnum á þeim Geir Haarde, Ingu Jónu Þórðardóttur og Guðjóni Þórðarsyni að dæma var leikur KR og FH ekki alveg spennulaus. Golli Hildur Helga Sigurðardóttir | 27. maí Tilfinnanlegur skortur á pöndupornói … Þannig er áhorf heim- ilishunda og katta á hreyfimyndir afar val- kvætt, svo notað sé há- timbrað orð um þá ein- földu staðreynd, að sjónarhorn dýra og skynjun eru afar ólík okkar mannanna. Þau bregðast kannski við vissum hljóðum úr tækj- unum – og einn kött þekkti ég, sem elti alltaf prik veðurfréttamannsins sem óður væri. Dýraeigendur, sem halda því fram að heimilisdýrið hafi „óskaplega gaman af að horfa á sjón- varpið“, eru þó sennilega bara sóffa- sekkir, sem nenna ekki að leika við dýrin sín. Meira: hildurhelgas.blog.is Kári Harðarson | 27. maí „Vofa gengur nú ljósum logum …“ Þeir Karl Marx og Fried- rich Engels gáfu út kommúnistaávarpið 1848 … Ég hélt að þetta væri úrelt speki, enda komu Stalín og fleiri ansi miklu óorði á komm- únisma, en nú þegar flestöll fyrirtæki eru í eigu ríkisins er eins gott að rifja upp út á hvað þetta gengur. Kapítalisminn er a.m.k. jafn lemstraður og kommúnism- inn í mínum huga þessa dagana og fram- tíðarskipulag hér á landi verður að vera eitthvert sambland af báðu. Meira: kari-hardarson.blog.is Á HVERJU ári eru tekin 65 milljón tonn af rusli frá íslenskum heim- ilum, það er sett í holu og mokað yfir. Stór hluti þess úrgangs sem er urð- aður er verðmæti, verð- mæti sem ekki er hægt að ná í eftir að búið er að urða þau. Af þessum 65 milljón tonnum sem við setjum í ruslatunnurnar okkar má auðveldlega breyta 44 millj- ónum þeirra í verðmæti. Það eru margar leiðir til að ná í þessi verðmæti og misdýrar. Sú auðveldasta er að láta íbúana sjálfa sjá um að flokka þetta rusl. Sú aðferð hefur hins vegar ekki þótt góð hér á landi þar sem ráðamenn hafa haft þá trú að Íslendingar geti ekki og vilji ekki taka þátt í svo íþyngjandi að- gerð sem flokkun er. Við erum svo mikið öðruvísi, sérstök, sjálfstæð og svo höfum við ekki tíma eru rökin gegn þessu. Af þessum ástæðum hefur þessu ekki verið gefinn neinn möguleiki þegar leitað er lausna við að ná í þessi verðmæti. En er þetta satt, eru Íslendingar ekki hæfir til þess að flokka ruslið sitt? Hvað vantar? Vit, tíma eða eitthvað annað? Eru Hólmarar öðruvísi en annað fólk? Nú eru komnir 18 mánuðir síðan inn- leitt var nýtt sorpflokkunarkerfi í Stykk- ishólmi. Þar var Hólmurunn gert skylt að flokka allt sitt rusl og hvert heimili fékk þrjár ruslatunnur; fyrir lífrænan úrgang, endurvinnanlegan úrgang og úrgang sem á að urða. Fyrirfram var ítrekað rætt um að þetta myndi aldrei ganga og ef þetta myndi ganga þá væri það aðeins í stuttan tíma. En hver er niðurstaðan eftir eitt og hálft ár: Öll heimili í Hólminum taka þátt og 67% af heimilisúrgangi eru endurnýtt. Laugardaginn 16. maí fengu íbúar Stykkishólms síðan afhent 38 tonn af moltu til áburðar í garða sína, þetta er eign þeirra og það voru stoltir íbúar sem tóku við moltunni. Eru þá Hólmarar öðru- vísi en aðrir Íslendingar? Úrtölufólkið ræddi um það að þetta væri e.t.v. hægt í litlu bæjarfélagi en aldrei í sveit og aldrei í stærri bæjum. En hver er niðurstaðan? Flóahreppur tók upp þetta kerfi og ár- angurinn er algjörlega sambærilegur, önnur samsetning úrgangs en heildarniðurstaða sú sama. Síðan hefur kerfið verið inn- leitt í Skaftárhreppi og Arn- arneshreppi að hluta. Innleið- ing er hafin í Fjótsdalshéraði og Fljótdalshreppi þar sem kerfið verður tekið upp í ágúst. Við innleiðingu hefur það verið haft að leiðarljósi að kynna fólki vel hvers vegna og til hvers er verið að fara í flokkun. Flestir hafa verið heimsóttir og mikið efni gefið út þannig að svör fáist við sem flestum spurningum sem vakna við innleiðinguna. Niðurstaðan er sú að fólk er ekki einugis tilbúið heldur er búið að bíða eftir þjónustu sem þessari. Fyrir flesta er því ekki um kvöð að ræða, miklu frekar um aukna og betri þjónustu. Útflutningstekjur, ný störf, vöruþróun, ný framleiðsla og aukin verðmæti Þetta verkefni, sem hófst í Stykk- ishólmi, hefur nú þegar haft mjög jákvæð áhrif fyrir þjóðfélagið svo sem aukinn út- flutning á pappa og pappír, útvegun á hrá- efni fyrir framleiðslu á endurunnu plasti hjá PM endurvinnslu, þróun og fram- leiðslu á nýjum pokum frá Plastprenti undir lífrænan úrgang búinn til úr sterkju eða maís og framleiðslu á íslenskri jarð- gerðarvél framleiddri hjá SR vélsmiðju á Siglufirði. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar, kaflanum um umhverfi og auð- lindir, segir að „endurskoða beri lög og reglur um sorphirðu og endurvinnslu með þarfir almennings og umhverfis að leið- arljósi, svo markmið um minni urðun og meiri endurvinnslu náist“. Til að ná mark- miðum þurfum við að framkvæma. Ég hvet því alla sveitarstjórnarmenn á Ís- landi til að kynna sér þennan möguleika, sem skapar ný störf auk þess að vernda og auka verðmæti afurða sem við hendum nú í dag. Eftir Jón Þóri Frantzson » Öll heimili í Hólminum taka þátt og 67% af heimilisúrgangi eru end- urnýtt. Jón Þórir Frantzson Höfundur er forstjóri Íslenska gámafélagsins ehf. Að breyta vatni í vín BLOG.IS Á UNDANFÖRNUM árum hefur umræðan og áherslur í samfélaginu verið að breytast. Málefni umhverf- isins komu inn úr kuldanum og urðu áberandi í umræðunni vegna virkj- anaframkvæmda. Það var mjög til bóta og löngu tímabært að áhrif virkjanaframkvæmda á umhverfið yrðu metin og fengju sitt vægi. Sjálf- bærni byggist á samspili þriggja þátta; umhverfis, efnahags og sam- félags. Þessa þætti á alla að vega og spyrja hvort umhverfisáhrif eru ásættanleg, hvort framtakið er arð- bært og síðast en ekki síst hvort það eflir sam- félagið. En nú er svo komið að málefni umhverfisins eru farin að yfirskyggja alla umræðu um framtíð Ís- lendinga í orkunýtingu og um leið þá möguleika sem nýting orkunnar er við að koma okkur út úr þeim efnahagsvanda sem við Íslendingar erum í. Vinstrihreyfingin-grænt framboð (VG) hefur tek- ið andstöðu við virkjanaframkvæmdir upp á sína arma út frá umhverfissjónarmiði og gert að eina málinu við nýtingu orku. Það er að sjálfsögðu þeirra lýðræðislegi réttur að taka þá afstöðu. En hver eru heilindin, gagnsæið og sanngirnin í málflutningi þeirra á umliðnum árum? Í upphafi starfs VG voru áætlanir uppi um að virkja við Eyjabakka fyrir austan vegna fyrirhugaðra álversframkvæmda á Reyðarfirði. Fulltrúar VG í umræðunni töldu það afar vondan kost og töldu að það væri betra að virkja við Kárahnjúka. Fallið var frá virkjun við Eyjabakka, en virkjað við Kárahnjúka. Íslenskt hugvit vann þar afrek við hönnun og byggingu þeirrar virkjunar. En að sjálfsögðu mættu þær framkvæmdir harðri andstöðu VG á byggingartíma virkjunarinnar því nýs andstæðings var þörf. Næst var hugað að virkjunum í Þjórsá. Rætt var um gerð Norðlingaölduveitu við Þjórsárver. VG töldu það algerlega ófært og mæltu með að frekar yrði virkjað í neðri hluta Þjórsár. Fallið var frá veit- unni eftir úrskurð nefndar um skipulag miðhálend- isins um að sú framkvæmd gengi of nærri lífríki Þjórsárvera. Átakalínan var færð og hugað var að virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Þá bregður svo við að fulltrúar VG í umræðunni telja það nánast helgi- spjöll að virkja í neðri hluta Þjórsár, það ætti að virkja jarðhita til raforkuframleiðslu. Þar væri ís- lensk sérþekking á heimsmælikvarða og ekki fylgdi þetta stórkostlega jarðrask sem fylgir stíflugerð við vatnsaflsvirkjanir. Nýr andstæðingur var fundinn. Hingað til hefur raforkuframleiðsla Orkuveitu Reykjavíkur verið hliðarbúgrein. Aðalmarkmið með byggingu Nesjavallavirkjunar og Hellisheiðarvirkj- unar hefur verið til að útvega heitt vatn. Nú stend- ur til að virkja jarðhita, til raforkuframleiðslu ein- göngu, á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Þá bregður svo við að fulltrúar VG, með fyrrverandi umhverfisráðherra í far- arbroddi, segja að nýting jarðvarma sé ekki sjálfbær nýting. Með virkjunum á Hellisheiði sé stunduð ágeng nýting við notkun á jarðvarma. Þessu er haldið fram þrátt fyrir að ítrekað hafi verið komið á framfæri þeim sjálfsögðu upp- lýsingum að á fyrstu árum jarðhitanýt- ingar sé hún skilgreind ágeng, eða þangað til reynslan sýni afkastagetu svæðisins sem nýtt er. Reynslutími er um 5-7 ár eftir að nýting hefst. Nesja- vallavirkjun telst nú í alla staði sjálf- bær. Í upphafi var þar um ágenga nýt- ingu að ræða samkvæmt skilgreiningu Skipulagsstofnunar. Enn var fundinn nýr andstæð- ingur. Ég get stöðu minnar vegna ekki látið þessa aðferðafræði VG óátalda. Átakalínan færist til og alltaf er búinn til nýr andstæðingur. Það virðist vera þannig hjá VG að annaðhvort ertu með þeim eða þú hlýtur að vera móti þeim. Ekki virðist vera til neitt sem heitir samráð eða samvinna. Það er þeirra leið eða engin leið. Orkuveita Reykjavíkur er og hefur verið tæki eigenda sinna til að framkvæma stærstu umhverf- isverndarverkefni í landinu. Orkuveita Reykjavíkur og forverar hennar hafa staðið fyrir nýtingu, fram- leiðslu, dreifingu og sölu á heilnæmu köldu vatni, heitu vatni sem útrýmdi hér kyndingu með ósjálf- bæru og mengandi jarðefnaeldsneyti til húshitunar og hitun á heitu neysluvatni, raforku sem framleidd er á sjálfbæran hátt og nú síðast rekstri og fram- kvæmdum við fráveitur skólps hjá eigendum sínum, sem gert hafa strandlengjuna hreina og heilnæma aftur. Næst verður það hlutverk Orkuveitu Reykjavík- ur að undirbúa byltingu í samgöngumálum með undirbúningi að rafvæðingu bílaflotans. Það að þurfa að réttlæta tilveru Orkuveitu Reykjavíkur og tilgang hennar vegna þarfar VG fyrir andstæðing tel ég vera óþarfa í ljósi sögu Orkuveitu Reykjavík- ur og þess hæfa starfsfólks sem þar er innanborðs. Orkuveita Reykjavíkur áskilur sér rétt til að taka þátt í þessari umræðu á grunni upplýstrar umræðu. Eigendur Orkuveitu Reykjavíkur, íbúar Reykja- víkur, Akraness og Borgarbyggðar, eiga að vera stoltir af fyrirtæki sínu, það er einstakt í heiminum. Að þarfnast andstæðings Eftir Guðlaug Gylfa Sverrisson Guðlaugur Gylfi Sverrisson »Eigendur Orkuveitu Reykja- víkur, íbúar Reykjavíkur, Akraness og Borgarbyggðar, eiga að vera stoltir af fyrirtæki sínu, það er einstakt í heiminum. Höfundur er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.