Morgunblaðið - 29.05.2009, Qupperneq 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009
ÞIÐ SEM eruð
komin yfir miðjan
aldur munið þið eftir
verðlags- og gjald-
eyriseftirlitinu? Mun-
ið þið þegar einn rík-
isbanki verslaði með
gjaldeyri og hann var
skammtaður úr
hnefa? Munið þið eft-
ir Skipaútgerð rík-
isins, Lyfjaverslun
ríkisins og Síldarverksmiðjum rík-
isins? Munið þið þegar síldin hvarf
á sjöunda áratugnum og þúsundir
Íslendinga flúðu land, því hér var
enga vinnu að fá? Munið þið eftir
skyldusparnaðinum? Munið þið eft-
ir eins- og tvíeyringunum? Munið
þið þegar lítil kók í
gleri kostaði fimm
krónur og til var
fimmkrónuseðill með
mynd af Ingólfi Arn-
arsyni? Munið þið þeg-
ar efnahagsstefnan
byggðist á því að reka
sjávarútveginn á núlli?
Munið þið þegar gengi
íslensku krónunnar
var fellt reglulega til
að styrkja stöðu út-
flutningsgreinanna
sem endaði með því að
krónan var orðin svo verðlítil að
klippa þurfti tvö núll aftan af á átt-
unda áratugnum? Munið þið eftir
álkrónunni? Hún flaut! Munið þið
þegar íslenska krónan var jafngild
þeirri dönsku? Munið þið eftir
verðtryggingunni sem var komið á
í lok áttunda áratugarins? Munið
þið að launin voru líka verðtryggð
um tíma, en svo var verðtrygging
launa afnumin? Munið þið eftir
Steingrími Hermannssyni, seðla-
bankastjóra, sem taldi setu sína á
þingi og í ríkisstjórn jafnast á við
doktorspróf í hagfræði? Munið þið
eftir óðaverðbólgunni í byrjun ní-
unda áratugarins þegar höfuðstóll
lána hækkaði um tugi prósenta?
Munið þið eftir Sigtúnshópnum og
ötulum talsmanni hans, Ögmundi
Jónassyni? Munið þið eftir efna-
hagslægðinni í byrjun tíunda ára-
tugarins og þjóðarsáttarsamning-
unum? Munið þið eftir sk.
hátekjuskatti? Munið þið þegar
evran kostaði 88 krónur íslenskar?
Það er af nógu af taka en stað-
reyndin er sú að stjórn efnahags-
mála á Íslandi er ein samfelld
raunasaga.
Því miður virðist skamm-
tímaminni margra gloppótt og
langtímaminnið lítið sem ekkert,
en ég man og þess vegna er ég
fylgjandi aðildarviðræðum við ES.
En það kemur fleira til. Í sept-
ember sl. eignuðumst við hjónin
okkar fyrsta barnabarn. Þessi litli
en duglegi og kraftmikli ein-
staklingur er að hefja lífið með
milljónaskuld á bakinu, skuld sem
hann hefur ekki stofnað til. Sem
betur fer er hann óviti og veit ekki
enn hvað bíður hans. Foreldrar
hans eru hins vegar bundin í viðjar
verðtryggingar og okurvaxta og
geta sig hvergi hrært. Þess vegna
er ég fylgjandi aðildarviðræðum
við ES.
Ég vil að börnum mínum,
tengda- og barnabörnum bjóðist
sömu tækifæri og evrópskum jafn-
ingjum þeirra. Ég óska þess að
þau njóti góðra lífskjara og tæki-
færa, en axli jafnframt þá ábyrgð
og skyldur sem þeim eru búin sem
evrópskir þegnar. Ég vil ekki að
sú kynslóð sem nú er að vaxa úr
grasi þurfi að upplifa þann fárán-
leika íslenskrar efnahagsstefnu
sem fólk á mínum aldri hefur búið
við og látið yfir sig ganga. Þess
vegna er ég fylgjandi aðild-
arviðræðum við ES. En fyrst og
síðast er ég Íslendingur og ég full-
yrði að ég er ekki síðri Íslendingur
en Hjörleifur Guttormsson eða
Agnes Bragadóttir, svo dæmi séu
tekin.
Eftir Ara Kr.
Sæmundsen
Ari Kr. Sæmundsson
»Munið þið þegar
lítil kók í gleri
kostaði fimm krónur
og til var fimmkrónu-
seðill með mynd af
Ingólfi Arnarsyni?
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Munið þið?
NÚ ERU um fjórir
mánuðir liðnir síðan
við framsóknarmenn
lögðum fram efna-
hagstillögur í 18 lið-
um til þess að koma
til móts við þann
mikla vanda sem
blasir við skuldugum
heimilum og fyr-
irtækjum. Vinstri
græn og Samfylking
hafa því miður ekki viljað fylgja
þeim tillögum eftir – væntanlega
vegna þess að þær koma ekki úr
þeirra herbúðum.
Við upphaf sumarþings er ekki
heldur að sjá að ný ríkisstjórn ætli
með neinum hætti að leita leiða til
þess að forða þúsundum íslenskra
fjölskyldna frá því að fá tilsjón-
armann yfir heimili sín. Það á sem
sagt að bregðast við eftir að við-
komandi er kominn í þrot en ekki
að grípa til fyrirbyggjandi að-
gerða. Við framsóknarmenn telj-
um með öllu óásættanlegt að horfa
upp á þessa þróun.
Í ljósi þess að ríkisstjórnin virð-
ist vera gjörsamlega úrræðalaus
er dapurlegt að samráð við stjórn-
arandstöðuna skuli ekki vera
meira en raun ber vitni. Í öllum
stjórnmálaflokkum má finna fólk
sem hefur hugmyndir og tillögur
að lausnum en því miður telja for-
svarsmenn ríkisstjórnarinnar
greinilega að eingöngu þeirra ráð-
gjafar hafi réttu lausnirnar og því
er ekki einu sinni skotið á fundi
með fulltrúum þeirra stjórn-
málaflokka sem ekki eiga sæti í
ríkisstjórn að þessu
sinni. Er það í sam-
ræmi við þá samstöðu
og samvinnu sem for-
ystumenn ríkisstjórn-
arinnar hafa boðað?
Nei, þessi vinnubrögð
eru í algjörri mótsögn
við yfirlýsingar for-
sætis- og fjár-
málaráðherra.
Við framsókn-
armenn viljum sjá rót-
tækar aðgerðir til að
hægt sé að byggja upp öflugt sam-
félag til framtíðar. Við höfum í
einlægni lagt fram tillögur að
lausnum í samráði við færustu sér-
fræðinga á sviði efnahagsmála í
landinu. Aðgerðaáætlun sem ætti
að minnsta kosti að vera einnar
messu virði að fara yfir – þvert á
línur stjórnmálanna.
Framsókn mun eftir sem áður, í
samráði við sérfræðinga á sviði
efnahagsmála, halda áfram að
koma fram með tillögur til að-
gerða.
Vonandi verður eitthvað hlustað
þá. En miðað við allt, þá held ég
að því miður verði raunin ekki sú.
Um gildi samstöðu
og samvinnu
Eftir Birki Jón
Jónsson
Birkir Jón Jónsson
»Framsókn mun eftir
sem áður, í samráði
við sérfræðinga á sviði
efnahagsmála, halda
áfram að koma fram með
tillögur til aðgerða.
Höfundur er þingmaður og vara-
formaður Framsóknarflokksins.
AÐALSTEINN Bald-
ursson, verkalýðs-
forkólfur á Húsavík,
heldur því ranglega fram
í viðtali í Morgunblaðinu
hinn 25. maí sl. að
„… staða fiskvinnslu-
fólks [hafi] aldrei verið
jafnslæm og nú tekju-
lega, vegna þess að út-
gerðir hafa þurft að
kaupa kvóta og skuldsett
sig, í nafni hagræð-
ingar“. Aðalsteinn snýr
þarna hlutunum á haus.
Eins og meðfylgjandi
línurit sýnir hafa laun
fiskvinnslufólks fylgt al-
mennri launaþróun und-
anfarin 12 ár og gott bet-
ur. Þróun launavísitölu
fiskvinnslufólks sýnir að í lok síðasta
árs hafði tímakaup þess hækkað
meira en sem nam bæði hækkun á
vísitölu á almennum vinnumarkaði
svo og samanlagðri launaþróun al-
menns og opinbers vinnumarkaðar
samkvæmt upplýsingum frá Sam-
tökum fiskvinnslustöðva.
Skýringar með línuriti:
Græna línan sýnir þróun tíma-
kaups í fiskvinnslu með álögum skv.
kjararannsóknanefnd, Hagstofu Ís-
lands og Samtökum fiskvinnslu-
stöðva. Frá 2. ársfjórðungi 2005 er
stuðst við vísitölu verkafólks.
Svarta línan sýnir samlagða
launavísitölu almenns markaðar og
hins opinbera.
Bláa línan sýnir launavísitölu á al-
mennum markaði.
SVEINN HJÖRTUR
HJARTARSON,
hagfræðingur LÍÚ.
Frá Sveini Hirti
Hjartarsyni
Að snúa hlutunum á haus
BRÉF TIL BLAÐSINS
Skipholti 50b • 105 Reykjavík
15%
afsláttur
NICOTINELL
Munnsogstöflur
með bragði!
Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni þegar reykingum er hætt. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja
leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar eru einstaklingsbundnir og eru ákvarðaðir eftir því hversu mikið var reykt.
Munnsogstöflur: skammtar mega þó aldrei vera stærri en 30 stykki á dag af 1 mg og mest 15 stykki á dag af 2 mg. Leita skal til læknis eða
lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall
nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Börn
undir 18 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Lesið allan fylgiseðilinn áður en
byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
®