Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 34
34 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 TILKYNNT hefur verið að kan- adíski smásagnahöfundurinn Alice Munro hljóti þriðju alþjóðlegu Man Booker-bókmenntaverðlaunin. Man Booker-verðlaunin eru veitt annað hvert ár til rithöfundar sem dóm- nefndin telur að hafi lagt ríkulegan skerf til heimsbókmenntanna með verkum sínum. Verðlaunaféð nemur 60.000 pundum, um 12 milljónum króna. Áður hafa Ismail Kadaré og Chinua Achebe hlotið verðlaunin. Munroe, sem er kunnust fyrir smásagnaskrif, er einn þekktasti rithöfundur Kanada. Þegar hún frétti af niðurstöðu dómnefndar sagðist hún vera afar undrandi en jafnframt gríðarlega ánægð. Í greinargerð dómnefndarinnar, sem var skipuð rithöfundunum Jane Smiley, Amit Chaudhuri og Andrey Kurkov, segir að þrátt fyrir að Munroe skrifi einkum smásögur auðnist henni að gæða hverja sögu „slíkri dýpt, visku og nákvæmni“ að flestir rithöfundar mættu vera full- sæmdir af í æviverki í bókum. „Að lesa Alice Munro er að læra eitthvað í sérhvert sinn sem þú hef- ur aldrei hugsað um áður,“ segja þremenningarnir. Nýtt smásagnasafn Munroe, Too Much Happiness, kemur út í októ- ber. Hún er 77 ára gömul og sendi fyrsta sagnasafnið, Happy Shades, frá sér árið 1968. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir skrif sín. Engar af bókum Munro hafa verið þýddar á íslensku. Alice Munro hlýtur Man Booker Höfundinum hælt fyrir dýpt og visku Munro Kanadíski höfundurinn var undrandi en ánægð með verðlaunin. „SOPRANOS leggja allt í söl- urnar til að koma áheyrendum sínum í gott skap með fjörugri söngleikjatónlist, ódauðlegum gömlum dægurperlum og ófyr- irgefanlega væmnum ást- arsöngvum!!! Eitthvað sem fólk í fýlu má ekki missa af! Já og fólk í sumarskapi elsk- ar!“ Svo segir í frétt söng- kvennanna Harnar Hrafns- dóttur, Svönu Berglindar Karlsdóttur og Margrétar Grétarsdóttur, en þær eru auðvitað hinar einu sönnu Sopranos, sem halda tónleika með píanóleikaranum Antoniu He- vesi í Hafnarborg kl. 20 í kvöld. Tónlist Fullar fagnaðar í Hafnarborg í kvöld Sopranos HÓPUR myndlist- armanna opnar sýn- inguna Lýðveldið við vatnið í Hlöðunni, Reykjahlíð IV og í forsal Reykjahlíð- arkirkju við Mývatn, á morgun kl. 15. Sýn- ingin stendur til mánudagsins 1. júní og er opin frá kl. 15-17 daglega. Hópinn skipa Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munka- þverá og Ólöf Oddgeirsdóttir, sem allar eru virkar í myndsköpun og hafa hlotið bæði innlendar og er- lendar viðurkenningar. Myndlist Lýðveldið við vatn- ið er í Reykjahlíð THEODÓRA Þorsteinsdóttir sópransöngkona og Ingibjörg Þorsteinsdóttir píanóleikari halda tónleika á Vesturlandi næstu daga; á mánudag kl. 17 verða þær í Stykkishólms- kirkju og föstudaginn 5. júní kl. 20 í Borgarneskirkju. Á efnis- skránni eru sönglög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Grísk ljóð eftir franska tón- skáldið Ravel, þá Sígaunaljóð eftir Dvorák. Einnig verður lagst í flakk um söng- leikja- og óperuheiminn. Theodóra starfar við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og sem einsöngvari. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tónlist Sígaunaljóð og arí- ur á Vesturlandi Theodóra Þorsteinsdóttir Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞAÐ var mín fyrsta reynsla af Íslandi fyrir tveim- ur árum, að fá sendan bunka af plötum og nótum með íslenskri tónlist og bækur um Ísland og ís- lenska menningu,“ segir bandaríski saxófónleik- arinn Bob Minzer, en þessi ókrýndi kóngur stór- sveitarheimsins verður gestur Stórsveitar Reykjavíkur á tvennum tónleikum sveitarinnar á Listahátíð, í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld kl. 21 og í Ketilhúsinu á Akureyri á sunnudag kl. 17. Hann hafði því engin kynni haft af Íslandi þegar pakkinn barst, fyrir utan beiðnina um að stjórna tónleikunum, og útsetja fyrir þá íslensk lög til flutnings í stórsveitarbúningi, í bland við eigin tón- list. „Eftir að ég fékk pakkann ákvað ég að fara líka á stúfana sjálfur til að finna út hvers ég yrði vísari um íslenska tónlist og íslenska menningu. Mér fannst tónlistin strax gríðarlega forvitnileg og spennandi og hún blés mér andagift í brjóst,“ segir Mintzer ákafur. Heyrði lögin fyrir sér útsett Íslensk þjóðlög eru ekki þess eðlis að manni detti stórsveit í hug þegar á þau er hlustað; einkenni margra þeirra er einfaldleikinn, þröngt tónsvið, angurværð og þessi hálf-myrki og hægláti seimur – Ljósið kemur langt og mjótt – það er ekki mikið fjör í því þótt fallegt sé. Hvernig skyldi Bob Mint- zer hafa farið að því að velja sér lög til að útsetja? „Ég valdi lög sem ég gat heyrt fyrir mér í hefð- bundnum stórsveitarútsetningum, með saxófónum, tréblásurum, brassi og rytma. Lögin sem ég valdi voru þau sem mér fannst vera teygjanleg og opin fyrir þessum möguleika, en auk þess urðu þau líka að bjóða upp á rúm fyrir spuna hljóðfæraleik- aranna.“ Og hvað skyldi stórsveitakónginum hafa fundist um lágstemmdu þjóðlögin okkar? „Mér fannst þessar litlu laglínur hrífandi fallegar á sinn sérstaka hátt. Og það sem ég uppgötvaði, að í sumum þeirra má greina sterk áhrif frá eldgamalli evrópskri tónlistarhefð. Það sem mér fannst sér- staklega eftirtektarvert var það að þau bera með sér hversu lífið á Íslandi á fyrri öldum var gríð- arlega erfitt. Í sumum tilfellum fannst mér það í sláandi andstæðu við fegurð laganna. Þetta segir mér að Íslendingar á fyrri öldum hafi fundið sér at- hvarf í tónlistinni, og ef til vill öðrum listum líka, til að létta þungar byrðar hversdagslífsins.“ Laglínurnar fá að njóta sín Bob Mintzer kveðst hafa viljað leyfa laglínum ís- lensku laganna að njóta sín vel. „Ég nota þó auðvit- að efnivið, áferð og grúvið úr nútímadjassi. Ég held að fólk muni þekkja lögin sín vel, þótt samhengið sé nýtt og öðru vísi miðað við það hvernig lögin voru flutt upprunalega.“ En það eru ekki bara íslensku lögin sem tón- leikagestir fá að heyra á tónleikum Stórsveit- arinnar, því Bob Mintzer er líka með sín eigin verk í farteskinu. „Ég samdi tvö verk sérstaklega fyrir tónleikana, en þau eru líka innblásin af þjóðlögunum, rann- sóknum mínum á íslenskri tónlist, fyrstu heimsókn minni til landsins og þeim frábæru tónlist- armönnum sem spila í Stórsveit Reykjavíkur og ég kynntist í þeirri ferð. Ég held ég geti sagt að á sinn hátt beri þessi verk mín í sér sýn mína á Ísland eins og ég hef kynnst því nú.“ Lögin bera lífið í sér Bob Mintzer „Ég held ég geti sagt að á sinn hátt beri þessi verk mín í sér sýn mína á Ísland eins og ég hef kynnst því nú.“  New York djassarinn Bob Mintzer er gestur Stórsveitar Reykjavíkur á Listahátíð  Segir harðærið í þjóðvísunum í sláandi mótsögn við hrífandi fegurð þjóðlaganna MARGRÉT H. Blöndal myndlist- arkona hlaut í gær verðlaun úr sjóði sem myndlistarmaðurinn Erró stofnaði árið 1997. Sjóðurinn er til minningar um frænku listamannsins, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi, og er til- gangur hans að efla og styrkja list- sköpun kvenna með árlegu framlagi til listakonu sem þykir skara fram úr. Margrét hlaut hálfa milljón króna í verðlaunafé og er jafnframt tíunda listakonan sem er heiðruð með þessum hætti. Sýning á verkum listakvennanna tíu, Möguleikar, var opnuð í Hafn- arhúsinu í gær. „Vissulega kemur það sér vel. Fyrir peninga kaupir maður sér tíma og hef- ur möguleika á vinnufriði,“ svaraði Margrét þegar blaðamaður spurði hana að því hvort verðlaunaféð kæmi sér ekki vel. Fee Quay Yean, sýningarstjóri Möguleika, líkir listsköpun Margrétar við „það þegar tónlist er rituð, þar sem hver einasta nóta ákvarðast af stað- setningu hennar á nótnastrengnum, og röð nótna og hvílda ákvarða hljóm og þagnir, tón, takt og hljóðbyggingu tónverksins“. Einföld, fínleg og ljóðræn Í tilkynningu vegna sýningarinnar segir ennfremur að verk Margrétar séu „einföld, fínleg og ljóðræn og eins og mörg ljóð vísa þau til veruleika sem við skynjum en skiljum kannski ekki með hugvitinu“ og að hún noti „ákaf- lega hversdagsleg efni sem hún finnur í umhverfinu og hún kemur þeim, á sinn hógværa hátt, fyrir í sýning- arrýminu án þess að breyta þeim eða upphefja“. Margrét lauk námi frá fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskólans 1993 og MFA-námi frá Rutgers University í Bandaríkjunum 1997. Hún hefur sýnt víða bæði hér heima og erlendis, hélt m.a. einkasýningu í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi, í fyrra og tók þátt í Manifesta-tvíæringnum, einnig í fyrra. Verkið sem hún sýnir á Möguleikum var eitt af mörgum á Manifesta. Mynd- listarkonurnar tíu sem hafa fengið styrk úr sjóðnum eru auk Margrétar þær Ólöf Nordal, Finna Birna Steins- son, Katrín Sigurðardóttir, Gabríela Friðriksdóttir, Sara Björnsdóttir, Þóra Þórisdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir og Hulda Stef- ánsdóttir. helgisnaer@mbl.is Möguleiki á vinnufriði Morgunblaðið/Kristinn Hógvær Margrét stillir sér upp ásamt Erró, stofnanda sjóðsins, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra eftir að hafa tekið við verðlaununum.  Margrét Blöndal er tíunda myndlistarkonan sem hlýtur styrk úr Listasjóði Guðmundu Kristinsdóttur www.margrethblondal.net Að vísu komu tveir bandarískir dýra- verndunarsinnar, og þeir vildu ekki þannig pizzu 35 »  Bob Mintzer hefur leitt eigin stórsveit í New York í tæpa þrjá áratugi og gefið út 12 geisladiska með henni. Hann hefur einnig ver- ið meðlimur í hinni þekktu „fusion“- hljómsveit Yellowjackets undanfarin 15 ár og leikið með henni um allan heim.  Mintzer lék með Stórsveit Buddy Rich um langt árabil, auk þess að útsetja og semja fyr- ir hann og ýmsa aðra, s.s. Thad Jones, Mel Lewis, Art Blakey, Jaco Pastorius, Tito Pu- ente, Eddie Palmieri o.fl. Bob Mintzer hefur hlotið ein Grammy-verðlaun og verið til- nefndur 14 sinnum. Litríkur ferill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.