Morgunblaðið - 29.05.2009, Page 36

Morgunblaðið - 29.05.2009, Page 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009  Leiklistarsamband Íslands boðar til fréttamannafundar í dag á stóra sviði Borgarleikhússins þar sem veittar verða tilnefningar til Grím- unnar 2009. Verðlaunin sjálf verða veitt við hátíðlega athöfn þriðju- daginn 16. júní í Borgarleikhúsinu. Þetta verður í sjöunda sinn sem Grímuhátíðin er haldin, en Gríman var fyrst veitt sumarið 2003. Kynn- ar hátíðarinnar í ár eru Edda Björg Eyjólfsdóttir og Jóhann G. Jó- hannsson. Alls komu 78 frumflutt verk til álita til Grímunnar í ár, þar af níu útvarpsverk, 43 almennar sýn- ingar, 15 dansverk og 11 sýningar ætlaðar börnum. Samtals störfuðu yfir eitt þúsund listamenn við þessi verk. Veitt verða verðlaun í sautján flokkum auk þess sem heið- ursverðlaun Leiklistarsambands Ís- lands verða veitt þeim listamanni er þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista. Í ár verða í fyrsta sinn veitt verðlaun í flokknum hljóðmynd ársins. Forsetinn veitir til- nefningar til Grímunnar Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ erum hópur neðanjarðarraftónlistarmanna, bæði menn sem eru að semja tónlist og plötusnúð- ar,“ segir Sigurður Karl Guðgeirsson, einn að- standenda Reyk Veek-hópsins sem stendur fyrir tónleikum á Nasa annað kvöld. „Okkar markmið er að halda kvöld þar sem einungis íslenskir raf- tónlistarmenn koma fram, og reyna að draga þá stráka út sem eru heima að semja tónlist. Við vilj- um vera eins konar miðill fyrir þá, og koma þeim á framfæri.“ Auk þess að standa fyrir tónleikum ætla þeir fé- lagar að gefa út plötur, en sú fyrsta, Veek 001, fylgir með miðum á tónleikana á Nasa annað kvöld. Á plötunni má heyra brot af því besta sem íslenskir raftónlistarmenn eru að fást við um þessar mundir. En hvað á Sigurður við þegar hann talar um „neðanjarðar“ raftónlist? „Raftónlist skiptist eig- inlega í tvennt, það sem við erum að gera og svo það sem mætti kalla „commercial“ raftónlist sem er aðeins yfirborðskenndari og auðveldari í melt- ingu,“ útskýrir hann, en síðarnefnda stefnan hefur oft verið kennd við Ibiza. „Það sem við erum að gera er ekki einhver söluvara, þetta er ekki tónlist sem búin er til til þess að selja. Þessi tónlist er ekki samin eftir klisjukenndri formúlu, ekki frekar en t.d. indí-rokk.“ Tónleikarnir á Nasa hefjast á miðnætti annað kvöld, en þar koma fram Karíus og Baktus, Orang volante, Asli, Oculus og Siggi Kalli. Miðaverð er að- eins 500 krónur. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook. Íslensk raftónlist í algleymingi á Nasa Íslenskir Reyk Veek hópurinn hoppar hæð sína undir dynjandi raftónlist.  Því var fagnað í Borgarleikhús- inu á miðvikudagskvöld að tíuþús- undasti gesturinn mætti þá á söng- leikinn Söngvaseið. Einungis eru tæpar þrjár vikur frá frumsýningu sem gefur nokkra vísbendingu um aðsóknina en söngleikurinn gengur nú enn fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld og sýnt er oft í viku og jafnan tvisvar á dag um helgar. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er löngu uppselt út leikárið og sala á sýningar haustsins vel á veg kom- in. Morgunblaðið sagði frá því í vor að viðræður stæðu yfir um að breska leikkonan Julie Andrews kæmi hingað til lands í haust til að vera viðstödd sýningu á söng- leiknum en Andrews lék barnfóstr- una söngelsku í kvikmyndinni Sound of Music, eins og frægt er orðið. Geta aðstandendur leiksýn- ingarinnar í það minnsta reiknað með fullum sal fari svo að Andrews komi til landsins. 10.000 gestir hafa séð Söngvaseið Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is MIKLU færri ungmenni fengu vinnu í skapandi sumarstörfum á vegum Hins Hússins í ár en fyrri ár. Að sögn Ásu Hauksdóttur, deild- arstjóra menningarmála hjá Hinu Húsinu, voru aðeins tuttugu og fjög- ur stöðugildi í boði í ár sem skiptast niður í átta sumarhópa. „Í fyrra fengu um fjörutíu ein- staklingar vinnu við skapandi sum- arstörf og mest hefur þetta farið upp í rúmlega sjötíu manns árin 2004 og 2006. Þó svo þetta sé orðinn fastur liður í starfi Hins Hússins hefur allt- af verið tilviljunarkennt hvaða fjár- upphæð Reykjavíkurborg setur í þennan málaflokk en hann er háður aukafjárveitingu frá borginni. Mér finnst mikil afturför að draga úr fjármagni til þessa verkefnis. Ég taldi að aldrei væri meiri þörf á að gæða borgina lífi en nú,“ segir Ása og bætir við að þeim hafi borist sex- tíu umsóknir frá yfir tvö hundruð einstaklingum í ár. Starfrækt í fjórtán ár Skapandi sumarstörf eru fyrir fólk á aldrinum 17 til 25 ára og býðst hópum eða einstaklingum að starfa í átta vikur á sumrin við framkvæmd eigin verkefna á sviði lista í höf- uðborginni. Markmiðið með verk- efninu er að gefa ungu fólki með áhuga á menningu og listum tæki- færi til að sinna list sinni og lífga upp á borgina í leiðinni yfir sumartím- ann. Skapandi sumarstörf hófust ár- ið 1995 en hafa verið starfrækt með sama sniði síðan árið 2000. „Það hefur verið sýnt og sannað að þetta styrkir listalífið á landsvísu. Það unga fólk sem hefur fengið tækifæri til að vinna í skapandi sum- arstarfi er um fimm hundruð talsins og meirihlutinn af því er starfandi listamenn í dag,“ segir Ása. Fyrirmyndarverkefni Verkefnið Skapandi sumarstörf fékk nýlega stóra viðurkenningu sem sýnir fram á mikilvægi þess og frumleika að sögn Ásu. „Evrópusambandið tileinkar árið í ár frumkrafti og sköpun og var verk- efnið Skapandi sumarstörf valið sem fyrirmyndarverkefni af menningar- og menntasviði Evrópuráðsins. Allar upplýsingar um verkefnið munu birtast á heimasíðu Evrópuráðsins bráðlega fyrir aðrar þjóðir til að taka sér til fyrirmyndar. Þetta er mikill heiður fyrir okkur.“ Skapandi sumarhóparnir fara brátt að gera vart við sig í Reykjavík en starfið hefst á þriðjudaginn og stendur fram til loka júlí. „Þótt hóp- arnir verði færri en fyrri ár gefa þeir ekkert eftir í að gæða götur og torg borgarinnar lífi í sumar,“ segir Ása að lokum. Gæða götur og torg lífi  Fjármagn til skapandi sumarstarfs ungmenna skorið niður hjá Reykja- víkurborg  Starfið var nýlega valið fyrirmyndarverkefni af Evrópuráðinu Morgunblaðið/Valdís Thor Listræn atvinna Skapandi sumarstörf ungs fólks á vegum Hins Hússins eru lífleg og skemmtileg viðbót í miðbæ Reykjavíkur yfir sumartímann. Takk & Takk - Tveir grafískir hönnuðir kæta vegfarendur með litlum glaðningum sem skildir verða eftir á víð og dreif. Brasskarar - Málmblásturssveit sem ætlar sér að vinna hjarta hins almenna borgara með glæst- um lúðrablæstri og rokna stuði. Ramadansfjelagið - Þrír dansarar ætla að kanna óhefðbundnar staðsetningar og rými í borginni. Reginfirra - Hljómsveit sem mun leika rafmagnaða og orkuríka tónlist. Götusögur - Í hverri viku líta fimm nýjar Götusögur dagsins ljós í strætóskýlum víðs vegar um borgina. Agent Fresco - Hljómsveitin end- urútsetur lögin sín og spilar fyrir gesti og gangandi í sumarblíð- unni. Crymoguide - Býður fólki upp á ferðalag í hjólreiðavagni um söguslóðir miðbæjarins. Gúmmískáldin - Tvær gúmmí- hjúpaðar stúlkur takast á við ljóðaslamm. Þrjá föstudaga í sumar eru hóp- arnir með sameiginlega uppá- komu sem kallast Föstudagsfiðr- ildi og fer fram frá kl. 12-14 í miðbænum, 12. og 26. júní og 10. júlí. Síðan verður svokallaður Vængjasláttur í Ráðhúsi Reykja- víkur 16. júlí. Sumarhópar 2009 Án hvers geturðu ekki verið? Sím- ans míns. Hefur þú burstað tennur barnsins þíns í dag? (Spyr síðasti að- alsmaður, Hrafna Herbertsdóttir Idol-sigurvegari) Ég á ekki barn. Hvar læturðu helst til þín taka á heimilinu? Ég er mjög dugleg að taka til í eldhúsinu en ekki alveg eins dugleg að elda, kann að baka samt. Telur þú þig vera fegursta kvenna á Íslandi? Nei. Ég læt titilinn alls ekki stíga mér til höfuðs. Ég var bara kosin sem fulltrúi Íslands til að fara út í heim og keppa í fegurð- arsamkeppni þar en ég tel mig alls ekki vera fegurstu konu á Íslandi. Er hægt að keppa í fegurð? Fegurð er afstæð. Það er hægt að keppa í hver ber sig best, er með mestu út- geislunina, sterkasta göngulagið og svo framvegis og það er það sem feg- urðarsamkeppnir snúast um tel ég. Finnst þér sú gagnrýni sem fegurð- arsamkeppnir fá vera óréttmæt? Fólk hefur að sjálfsögðu rétt á sín- um skoðunum en ég hef ekkert út á þessa keppni að setja. Mér fannst hún frábær í alla staði. Ísland í dag eða Kastljósið? Hvort tveggja gott. Mun fegurðin fleyta þér áfram? Kannski það að hafa titilinn opni ein- hverjar dyr fyrir mér, maður veit aldrei. Hversu pólitísk ertu á skalanum frá 1-10? Ég fylgist með nýjustu frétt- um en ég er ekki mikið inni í pólitík, ætli ég sé ekki fimma. Hver er tilgangur lífsins? Að láta sér líða vel. Að vera hamingjusamur og sáttur við sjálfan sig og aðra. Finna hvað mann langar að gera og stunda það eftir bestu getu. Hverju myndirðu vilja breyta í eigin fari? Vildi óska þess að ég hefði meiri þolinmæði. Ertu frægust á Akranesi? Ég er ekk- ert fræg, það þekkjast allir á Akra- nesi og það hefur alltaf verið þannig. Fólkið heima styður við bakið á mér og ég er mjög þakklát fyrir það. Á Ísland að ganga í ESB? Nei. Ég sé ekki fyrir mér að ESB verði endi- lega eins og það er í dag eftir x mörg ár, en ég geri mér grein fyrir því að krónan er stórt vandamál. Á að tvöfalda Hvalfjarðargöngin? Finnst frekar að það eigi að vera frítt í göngin en að eyða pening í að tvöfalda þau. Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Hvernig líður þér í dag? „FEGURÐ ER AFSTÆГ AÐALSKONA VIKUNNAR ER AKRANESMÆR SEM FÉKK FEGURÐARKÓRÓNUNA EFTIRSÓTTU UM SÍÐUSTU HELGI. GUÐRÚN DÖGG RÚNARSDÓTTIR ER UNGFRÚ ÍSLAND 2009 OG LÆTUR TITILINN EKKI STÍGA SÉR TIL HÖFUÐS. M or gu nb la ði ð/ Ja ko b F an na r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.