Morgunblaðið - 29.05.2009, Page 44

Morgunblaðið - 29.05.2009, Page 44
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 149. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 ÞETTA HELST» Átta ár fyrir kynferðisbrot  Hæstiréttur staðfesti í gær átta ára fangelsisdóm yfir manni sem beitt hafði stjúpdóttur sína kyn- ferðisofbeldi í níu ár. Þetta er þyngsti dómur sem fallið hefur í kynferðisbrotamáli hér á landi. »2 Tilboð hafa áhrif á bílaverð  Mikil verðlækkun bílaumboðanna Ingvars Helgasonar og B&L á svo- kölluðum eftirársbílum lækkar verð á notuðum bílum, segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. »4 Gagnrýnir ríkisstjórnina  Formaður Framsóknarflokksins gagnrýnir þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um aðildarumsókn að Evr- ópusambandinu. Sæmdina vanti. »6 SKOÐANIR» Forystugreinar: Sátt um ESB- umsókn? | Eiður Smári í fremstu röð Ljósvakinn: Nýtt og himinhátt útlit Staksteinar: Leynd yfir dagskrárliðnum Pistill: Upp með hnífinn UMRÆÐAN» Munið þið? Um gildi samstöðu og samvinnu Aðildarviðræður við ESB mundu rýra traust á Íslandi erlendis Ódýr leið til að kynnast brautarakstri Ætla að keppa á rafbíl í Le Mans 2011 BÍLAR»                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-./ +.*-++ **+-0, +1-2./ *3-/0* *,-+** **2-41 *-+343 *31-/. *0/-33 5 675 +4#  8 +..3 *+,-1/ +.*-0* **1-.3 +1-201 *3-2+4 *,-+24 **,-*2 *-1.+0 *31-34 *02-/4 ++,-312, &  9: *+,-,/ +.+-+. **1-/+ +1-,/+ *3-242 *,-1.2 **,-/0 *-1.,2 *3/-2, *02-30 Heitast 16° C | Kaldast 8° C Sunnan 10-18 m/s og væta sunnan- og vest- anlands en annars bjart. Hlýjast norðan lands. » 10 Thelma og Dúsa hafa opnað búðina Fabelhaft á Lauga- veginum og blása á allt hjal um kreppu og aðra kröm. »39 TÍSKA» Enginn bilbugur TÓNLIST» Phil Spector er í mjög vondum málum. »42 Einar Falur Ingólfs- son ljósmyndari hef- ur verið tilnefndur til Henri Cartier- Bresson verð- launanna. »41 LJÓSMYNDUN» Ein þau virtustu MYNDLIST» Lundapizzurnar renna ljúflega niður. »35 TÓNLIST» Bob Mintzer er á kafi í íslenskri tónlist. »34 Menning VEÐUR» 1. Nauðganir myndaðar 2. Tóku á móti veiðimönnum 3. Leitað vegna nauðgunar 4. Hundastúlka finnst í Síberíu  Íslenska krónan styrktist um 0,88% »MEST LESIÐ Á mbl.is „ÞETTA er hugsað þannig að við erum að færa honum þetta að gjöf, þetta íslenska efni. Okkur líður afskaplega vel með að hafa ver- ið beðin að spila fyrir hann,“ seg- ir rímnaskáldið Steindór Andersen sem kemur fram ásamt hljómsveit- inni Sigur Rós og fleirum í Laug- ardalshöll á þriðjudaginn. Tilefnið er fyrirlestur Dalai Lama, verald- legs leiðtoga Tíbeta, sem verður í Höllinni þann dag. | 38 Sigur Rós spilar fyrir Dalai Lama í Laugardalshöll Jónsi í Sigur Rós SÍÐASTLIÐIN fjórtán ár hefur Hitt húsið gert út hópa í svoköll- uðu skapandi sumarstarfi. Hóp- arnir starfa yfir sumarið í Reykja- víkurborg við fjölbreytilegustu störf á sviði lista og glæða með því borgarlífið. En nú bregður svo við að hóparnir í ár eru mun færri en áður hefur verið. Ása Hauks- dóttir, deildarstjóri menningar- mála hjá Hinu húsinu segist harma þessa þróun, hún sé ein- kennileg í ljósi þess að starfsemin hefur nú fengið viðurkenningu frá Evrópusambandinu sem fyr- irmyndarverkefni. | 36 Skapandi sumar- störf skorin niður Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is FÆSTIR fá jafn höfðinglegar kveðjur er þeir láta af störfum og Kristján Þ. Jónsson, skipherra hjá Land- helgisgæslunni. Þremur fallbyssuskotum var skotið honum til heiðurs er Ægir kom að bryggju í morgun eftir síðustu ferð Kristjáns. „Þetta kom verulega á óvart. Ég hélt að ég væri bara að koma heim úr venjulegum túr og að frúin myndi taka á móti mér á bryggjunni, en síðan var bara þessi heljarinnar flotta móttaka og kveðjuat- höfn,“ segir Kristján. „Brytinn vissi meira um þetta en ég, því að hann var búinn að vera að pukrast niðri í kjallara að búa til snittur.“ Kristján, sem er 61 árs, er búinn að vera á varð- skipi frá því hann var 14 ára og var stór hluti starfs- fólks Gæslunnar í landi mættur til að kveðja hann. „Ég byrjaði sem nemi 1962 og varð síðan háseti 1965.“ Alltaf hafi legið beint við að fara á sjóinn. „Þegar ég var í Lindargötuskóla var ég í sjó- vinnubekk og við fengum 30 tonna próf, eða punga- próf, jafnvel þó að okkur vantaði alla siglingatíma.“ Kristján kveðst alltaf hafa haft ágætis sjófætur þótt vissulega gætti stundum nokkurrar velgju við upphaf starfsferilsins. Starfið hafi líka verið fjölbreytt, enda flakka stýrimenn milli skipa og loftfara í störfum sín- um. Margt hefur líka breyst frá því hann fyrst steig um borð. „Þegar ég byrjaði vorum við fjórir saman í her- bergi. Nú eru flestir með sinn klefa og hver með sína sturtu.“ Símasamband við fjölskylduna hafi sömuleiðis verið takmarkað – einu samtölin við hana hafi verið er lagst var við bryggju í einhverri sjávarbyggðinni. Kristján kunni vel að meta móttökurnar sem hans biðu í gær. „Ég sagði forstjóranum að ég væri nú al- veg til í að draga uppsögnina til baka til að fá þetta aftur, þetta var svo mikið fjör.“ Hann hyggst þó halda sig í landi á næstunni. „Ég er með húsbíl og við höf- um verið að dunda okkur við að ferðast á honum um landið. Nú munum við gera meira af því, enda ekki lengur háð áætlun Landhelgisgæslunnar. Nú er það áætlun frúarinnar sem tekur við og ég tel hana bæði ítarlegri og betur útfærða en þá sem Gæslan býður upp á.“ Gæslan kvaddi Kristján með fallbyssuskotum  Byrjaði sem nemi hjá Landhelgisgæslunni 14 ára gamall  Segir ekkert annað starf hafa komið til greina hjá sér Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvaddur með virktum Í kveðjuræðu sinni sagði Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, að útskrift- arferð Kristjáns úr Stýrimannaskólanum hefði verið farin með leigubíl úr skólanum og niður í varðskip. Morgunblaðið/Árni Sæberg Góðar móttökur Eiginkona Kristjáns var mætt ásamt fjölskyldu á bryggjuna til að taka á móti manni sínum. Nýliðar Stjörnunnar komust aftur í efsta sætið á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í gærkvöld þegar þeir lögðu Fylkismenn að velli í Garða- bænum, 2:1. Stjörnumenn voru manni færri í 80 mínútur eftir að þeir misstu markvörð sinn af velli með rautt spjald, annan leikinn í röð. FH lagði KR í níunda skiptið í röð, 2:1, í Vesturbænum og komst með því upp fyrir KR-inga og í ann- að sætið. Stjarnan og FH eru með 12 stig en Keflavík og Fylkir 10 stig. | Íþróttir Ljósmynd/Steinn Vignir FH lagði KR og Stjarnan aftur efst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.